Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd

Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.

Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Auglýsing

Joe Biden, nýkjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna, hefur til­nefnt Janet Yellen, fyrrum seðla­banka­stjóra Banda­ríkj­anna, sem fjár­mála­ráð­herra og John Kerry, fyrrum utan­rík­is­ráð­herra, sem sér­stakan sendi­herra lofts­lags­mála. Til­nefn­ing­arnar voru form­lega kynntar á blaða­manna­fundi fyrr í dag, en fjöl­miðlar vest­an­hafs stað­festu þær í gær. 

Ferlið form­lega hafið

Rúmum tveimur vikum eftir að helstu fjöl­miðlar í Banda­ríkj­unum lýstu Joe Biden sig­ur­veg­ara for­seta­kosn­ing­anna þar í landi geta valda­skiptin form­lega haf­ist eftir að Stoð­þjón­usta Banda­ríkj­anna (e. General Services Administration) við­ur­kenndi úrslitin síð­ast­lið­inn mánu­dag. 

Yfir­lýs­ing Stoð­þjón­ust­unnar er seinni á ferð­inni en vana­lega, en sein­kun­ina má rekja til tregðu frá­far­andi Banda­ríkja­for­seta, Don­ald Trump, við að við­ur­kenna kosn­inga­úr­slit­in. Trump hefur efnt til fjölda mál­sókna vegna meintra kosn­inga­svika í mörgum ríkjum Banda­ríkj­anna og kraf­ist end­ur­taln­ingar á atkvæð­un­um. Enn hafa mál­sókn­irnar og end­ur­taln­ing­arnar ekki breytt úrslit­unum að neinu ráð­i. 

Auglýsing

Sam­kvæmt frétt New York Times um málið lýsti Emily W. Murp­hy, for­stjóri Stoð­þjón­ust­unn­ar, yfir sigri Biden á mánu­dag­inn eftir að þing­menn úr röðum repúblik­ana og áhrifa­fólk í við­skipta­líf­inu höfðu for­dæmt seina­gang­inn í að hefja form­leg valda­skipti. Sjálfur hefur Biden og helstu aðstoð­ar­menn hans hans haldið því fram að þessi seinkun ógni þjóðar­ör­yggi Banda­ríkj­anna og getu nýju rík­is­stjórn­ar­innar til að bregð­ast við kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um.

Þrátt fyrir að hafa ekki enn við­ur­kennt ósigur í kosn­ing­unum lagði Trump þó blessun sína yfir ákvörðun Murphy í Twitt­er-­færslu sem birt­ist í gær­kvöldi og sjá má hér að neð­an. Í henni lof­samar frá­far­andi for­set­inn störf hennar hjá Stoð­þjón­ust­unni og segir bar­áttu sinni hvergi nær lok­ið. 

 

Starfs­hópur undir Biden sem sér um valda­skiptin fagn­aði svo ákvörðun Murphy í frétta­til­kynn­ingu sem send var út í gær­kvöldi, en sam­kvæmt henni var ákvörð­unin „nauð­syn­legt skref til að byrja að takast á við áskor­an­irnar sem þjóðin okkar stendur fyr­ir, að ná stjórn á far­aldr­inum og koma hag­kerf­inu aftur á rétta braut“.

Janet Yellen sem fjár­mála­ráð­herra

Sem liður í valda­skipt­unum hefur starfs­hópur Joe Biden stað­fest til­nefn­ingar til  ráð­herra í verð­andi rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna. Sem fjár­mála­ráð­herra ætlar Biden að til­nefna Janet Yellen, fyrrum aðal­hag­fræð­ing seðla­banka Banda­ríkj­anna, seðla­banka­stjóra og aðal­hag­fræð­ing fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. 

Yellen er sér­fræð­ingur í vinnu­mark­aðs­hag­fræði, en hún hefur kennt við háskól­ana Berkel­ey, Harvard og London School of Economics. Hún var seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna á árunum 2014 til 2018 og sá þar um að vinda ofan af umfangs­mik­illi pen­inga­prentun sem bank­inn hafði ráð­ist í í kjöl­far efna­hag­skrepp­unnar árið 2008. Yellen, sem er 74 ára, var fyrsta konan til að gegna stöðu seðla­banka­stjóra, en ef öld­unga­deild Banda­ríkja­þings stað­festir til­nefn­ingu Biden mun hún einnig verða fyrsti kven­kyns fjár­mála­ráð­herra lands­ins í 231 árs sögu emb­ætt­is­ins.

John Kerry sem sendi­herra lofts­lags­mála

Fjöl­miðlar vest­an­hafs hafa einnig stað­fest að Biden muni til­nefna John Kerry, fyrrum  for­seta­fram­bjóð­anda og utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, sem sér­stakan sendi­herra lofts­lags­mála. 

Kerry, sem er 76 ára, var mót­fram­bjóð­andi George Bush yngri í for­seta­kosn­ing­unum árið 2004 og tap­aði þar með 251 kjör­manni gegn 286. Hann gegndi svo emb­ætti utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Baracks Obama á seinna kjör­tíma­bili hans árin 2013-2017. Sem utan­rík­is­ráð­herra skrif­aði hann undir Par­ís­ar­sátt­mál­ann fyrir hönd Banda­ríkj­anna árið 2016. 

Ólafur Ragnar Gríms­son fyrrum for­seti Íslands fagn­aði til­nefn­ingu Kerrys með Twitt­er-­færslu í gær, sem sjá má hér að neð­an. Í færsl­unni, sem skrifuð er á ensku, kallar Ólafur til­nefn­ing­una sögu­lega, auk þess sem hann deilir mynd­bandi af ræðu Kerry á ráð­stefnu Hring­borðs Norð­ur­slóða í fyrra. 

 

Fimm aðrir stað­festir

Til við­bótar við Yellen og Kerry hafa fjöl­miðlar stað­fest fimm aðra kandídata í verð­andi rík­is­stjórn Bidens. Alej­andro Mayorkas, sem var aðstoð­ar­for­stjóri inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins á tíma­bil­inu 2013-2016, verður til­nefndur sem inn­an­rík­is­ráð­herra, en hann yrði fyrsti Banda­ríkja­mað­ur­inn af rómönskum upp­runa sem hefði umsjón yfir mál­efnum inn­flytj­enda þar í land­i. 

Sem utan­rík­is­ráð­herra hyggst Biden til­nefna Ant­ony J. Blin­ken, en sam­kvæmt breska blað­inu The Guar­dian er hann um margt frá­brugð­inn frá­far­andi utan­rík­is­ráð­herra, Mike Pompeo. Blin­ken, sem ólst að hluta til upp í Frakk­landi, hefur verið yfir­lýstur stuðn­ings­maður auk­innar sam­vinnu Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­landa. 

Þar að auki mun Biden til­nefna Avril D. Haines sem yfir­mann grein­ing­ar­deildar banda­rískra stjórn­valda (e. Director of National Intelli­g­ence) og yrði hún fyrst kvenna til að gegna því hlut­verki. Einnig er búist við því að fyrrum þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Bidens þegar hann gegndi emb­ætti vara­for­seta, Jake Sulli­van, verði til­nefndur þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi, auk þess sem Linda Thom­a­s-Green­fi­eld verði til­nefnd sem sendi­herra Banda­ríkj­anna við Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar