Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri

COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.

Katrín Jakobsdóttir – Blaðamannafundur: Hertar aðgerðir 30. okt 2020
Auglýsing

1. Þetta er djúp kreppa

Sá sam­dráttur sem búist er  við að verði á þessu ári verður sá mesti sem mælst hefur á einu ári hér­lendis síðan árið 1920 og umtals­vert meiri enn sá sem varð eftir banka­hrun­ið, en árið 2009 dróst hag­vöxtur saman um 6,8 pró­sent. ­Seðla­banki Íslands er svart­sýnni á stöð­una nú en hann var í ágúst. Ástæðan þess er þriðja bylgja COVID-19 smita í haust sem leiddu af sér hertar sótt­varn­ir. Sú staða dró úr við­spyrnu í efna­hags­líf­inu. Þess vegna spáir Seðla­bank­inn nú 8,5 pró­sent sam­drætti á árinu 2020, sem er ríf­lega einu pró­sentu­stigi meiri en hann gerði í ágúst.

2. Vöru­við­skipti hafa dreg­ist mikið saman

Íslend­ingar flytja aðal­lega út tvenns­konar vörur sem seldar eru fyrir gjald­eyri, sjáv­ar­af­urðir og raf­orku sem seld er til erlendra fyr­ir­tækja sem reka stór­iðju­starf­semi á Íslandi. Um 80 pró­sent af allri raf­orku sem fram­leidd er á land­inu fer til slíkra stór­kaup­enda. Á fyrstu átta mán­uðum árs­ins dróst vöru­út­flutn­ingur okkar í greiðslu­jöfn­uði saman um 10,7 pró­sent frá sama tíma­bili í fyrra. Í fyrra voru þau um 438,6 millj­arðar króna en í ár hafa þau verið 391,5 millj­arðar króna. Þar munar um 47,1 millj­arð króna á milli ára. Bæði orku­fyr­ir­tæki lands­ins og útgerðir þess eru þó í góðri stöðu til að standa af sér þetta ástand.

3. Ferða­þjón­ustu­sam­drátt­ur­inn bítur hart

Þjón­ustu­við­skipti Íslend­inga, sem eru aðal­lega sala á ferða­þjón­ustu til útlend­inga, hafa dreg­ist saman um 45,9 pró­sent á fyrstu átta mán­uðum árs­ins miðað við sama tíma­bil í fyrra. Þá voru tekjur af útfluttri þjón­ustu 456,6 millj­arðar króna en frá byrjun árs og út ágúst voru þær 247 millj­arðar króna. Þar munar tæp­lega 210 millj­örðum króna. Helsta birt­ing­ar­mynd þessa sam­dráttar er nær algjört tekju­fall í ferða­þjón­ustu­geir­anum og fjölda­at­vinnu­leysi innan hans.

Auglýsing

4. Rík­is­sjóður í miklu tapi

Halli á rekstri rík­is­sjóðs í ár verður 269,2 millj­arðar króna. Það er mesti halli sem nokkru sinni hefur verið á rekstri hans. Fjár­lög fyrir árið 2020 gerðu ráð fyrir tíu millj­arða króna halla þegar þau voru sam­þykkt í nóv­em­ber 2019. 

Á næsta ári verður staðan nán­ast sú sama. Áætl­aður halli er 264,2 millj­arðar króna. Á tveimur árum verða tekjur rík­is­sjóðs því 533,4 millj­örðum krónum lægri á árunum 2020 og 2021 en útgjöld hans. Þessi munur verður fjár­magn­aður með lán­tök­um. 

Til sam­an­burðar má nefna að hall­inn á rekstri rík­is­sjóðs árið 2008, þegar banka­hrunið varð, nam 194 millj­örðum króna. Mesti tekju­af­gangur sög­unnar varð árið 2016, þegar að tekjur voru 302 millj­örðum króna meiri en útgjöld í kjöl­far þess að slitabú fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja greiddu stöð­ug­leika­fram­lög í rík­is­sjóð. 

5. 11.444 störf hafa tap­ast að öllu leyti

Í jan­ú­ar­lok voru 8.808 skráðir atvinnu­lausir hér á landi. Í lok októ­ber voru 20.252 að öllu leyti atvinnu­lausir og auk þess 4.759 í hluta­bóta­vinnu. Þannig hafa 11.444 störf hafi tap­ast að öllu leyti og 16.203 að öllu eða ein­hverju leyti. Flest störfin sem hafa tap­ast eru í ferða­þjón­ustu. Rík­is­stjórnin kynnti á föstu­dag að grunnatvinnu­leys­is­bætur verði hækk­aðar um alls 6,2 pró­sent á næsta ári og verði 307 þús­und krón­ur.

Þessi hópur hefur orðið harð­ast fyrir barð­inu á efna­hags­legum áhrifum COVID-19, sá sem misst hefur störf og þar með kaup­mátt. At­vinn­u­­leysið er lang­mest á Suð­­ur­­nesjum þar sem það mæld­ist í heild 21,2 pró­­sent í októ­ber. Almenna atvinn­u­­leysið þar mæld­ist 20,1 pró­­sent en 1,1 pró­­sent­u­­stig bætt­ist við vegna hluta­­bóta­­leið­­ar­inn­­ar.

Heild­­ar­at­vinn­u­­leysi á meðal erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi var um 25 pró­­sent í októ­ber og almenna atvinn­u­­leysið um 22 pró­­sent. Það þýðir að hefð­bundnir atvinn­u­­leit­end­­ur, þ.e. þeir sem voru í almenna bóta­­kerf­inu en ekki á hluta­­bóta­­leið­inni, í hópi erlendra rík­­is­­borg­­ara voru 8.204 tals­ins í lok síð­­asta mán­að­­ar. Því eru 41 pró­­sent allra atvinn­u­­lausra á land­inu erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar. Í lok sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins voru erlendir rík­­is­­borg­­arar sem búa hér­­­lendis 51.120 tals­ins, eða tæp­­lega 14 pró­­sent íbúa lands­ins.

6. Atvinnu­leysið á eftir að aukast

Vinnu­mála­stofnun spáir því að almennt atvinnu­leysi eigi eftir að aukast næstu vikur og verði komið upp í 11,3 pró­sent í lok árs 2020. Það var 9,9 pró­sent í lok októ­ber og náði þar með að klifra yfir mesta atvinnu­leysið sem varð á Íslandi eftir banka­hrunið 2008, en í febr­úar og mars 2009 mæld­ist það 9,3 pró­sent. Alþýðu­sam­band Íslands birti fyrr í mán­uð­inum hag­­spá sína fyrir tíma­bilið 2020-2022. Þar er spáð að atvinn­u­­leysi hald­ist yfir 6,9 pró­­sent út tíma­bilið þrátt fyrir spá um hóf­­legan 1,8 pró­­sent hag­vöxt á næsta ári. Spá ASÍ gerði ráð fyrir að atvinn­u­­leysi myndi verða 8,6 pró­­sent á næsta ári. Því er við­búið að lang­tíma­at­vinnu­lausum fjölgi mikið í nán­ustu fram­tíð, en alls höfðu 3.614 hefð­bundnir atvinnu­leit­endur verið án atvinnu í meira en 12 mán­uði í lok októ­ber. Þeim hafði þá fjölgað um 2.148 á einu ári eða um tæp­lega 150 pró­sent.

7. Þeir sem halda störfum hagn­ast á ástand­inu

Inn­lán heim­ila í banka­kerf­inu hafa auk­ist mikið í kjöl­far COVID-19-far­sótt­ar­inn­ar, en það þýðir að fólk sem er með fé á milli hand­anna er ekki að eyða því eins og áður. Þau juk­ust til að mynda um ell­efu pró­sent milli ára á þriðja fjórð­ungi árs­ins. Almennar launa­hækk­an­ir, minni neyslu­út­gjöld sam­hliða sótt­varn­ar­að­gerð­um, aðgerðir til að styðja við heim­ilin í tengslum við far­ald­ur­inn skipta þar máli. Eða eins og Seðla­banki Íslands segir í nýjasta riti Pen­inga­mála þá hefur mikil óvissa „leitt til auk­innar var­kárni heim­ila í útgjalda­á­kvörð­unum og áhrif efna­hags­á­falls­ins eru lík­lega ekki komin fram hjá þeim sem orðið hafa fyrir tekju­falli nema að tak­mörk­uðu leyti vegna ýmissa stuðn­ings­að­gerða stjórn­valda. Sparn­aður heim­ila hefur því vaxið veru­lega und­an­farna mán­uð­i.“

8. Hús­næð­is­verð hækkar skarpt

Þá hefur hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem tveir af hverjum þremur lands­mönnum búa, hækkað um 5,2 pró­sent síð­ast­liðna tólf mán­uði. Nú er með­al­sölu­tími nýrra íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 65 dag­ar. Á fyrstu átta mán­uðum árs­ins mæld­ist árs­hækkun í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 3,9 pró­sent en ann­ars staðar á lands­byggð­inni mæld­ist 2,4 pró­sent lækkun þegar miðað er við vísi­tölu paraðra við­skipta. 

Helsta ástæða þessa er sú að það er orðið miklu ódýr­ara að taka pen­inga að láni eftir að stýri­­vaxta­­lækk­­­anir Seðla­­banka Íslands (bank­inn hefur lækkað vexti niður í 0,75 pró­sent). Breyt­i­­­legir óverð­­­­tryggðir vextir á hús­næð­is­lánum Lands­­­­bank­ans og Íslands­­­­­banka eru nú til að mynda 3,5 pró­­­­sent. Á sam­­­­­bæri­­­­­legum lánum hjá Arion banka eru vext­irnir 3,54 pró­­­­­sent. Í upp­­­­hafi árs í fyrra voru breyt­i­­­­legir óverð­­­­tryggðir vextir bank­anna á bil­inu sex til 6,6 pró­­­­sent. Þeir sem hafa haldið vinn­unni, og eru með láns­hæfi, hafa því líka notið efna­hags­lega góðs af þessu ástandi.

9. Búist við hæg­ari bata á næsta ári

Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af bólu­efni gerir sú mikla óvissa um efna­hags­horfur sem er uppi vegna far­sótt­ar­innar það að verkum að Seðla­banki Íslands hefur breytt spá sinni um hag­vöxt á næsta ári. Nú telur hann að hag­vöxt­ur­inn verði 2,3 pró­sent en í ágúst spáði bank­inn að hag­vöxtur yrði 3,4 pró­sent á árinu 2021. Helsta ástæða þessa er sú að Seðla­bank­inn telur að færri ferða­menn komi til lands­ins á næsta ári en áður var reiknað með. Í for­sendum fjár­laga er gengið út frá því að þeir verði 900 þús­und á árinu 2021 en Seðla­bank­inn telur að þeir verði 750 þús­und. Þetta mun leiða til þess að atvinnu­leysi mun aukast meira og verða þrá­lát­ara. 

10. Tölu­vert í að hag­kerfið nái fyrri styrk

Seðla­banki Ísland telur að það verði kröft­ugur hag­vöxtur á árunum 2022-2023 en að fram­leiðslu­stig árs­ins 2019 muni ekki nást fyrr en árið 2023. Það er því nokkuð í það, sam­kvæmt spá Seðla­bank­ans, að Ísland nái þeirri stöðu sem var uppi fyrir COVID-far­ald­ur­inn. 

Þá á enn eftir að borga fyrir allan þann kostnað sem fylgir því að reka rík­is­sjóð í met­halla árum sam­an. Áætl­anir stjórn­valda nú gera ráð fyrir að skulda­söfn­unin stöðv­ist við 59 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu árið 2025 og taki svo að lækka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar