„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum

Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.

Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
Auglýsing

Svína­rækt var á árum áður aðeins auka­bú­grein í Norð­ur­-Kar­ólínu í Banda­ríkj­un­um. Í rík­inu var það tóbaks- og bómull­ar­rækt sem gaf mest í aðra hönd. En á níunda og tíunda ára­tug síð­ustu aldar varð spreng­ing í ræktun svína og risa­vaxin eld­is­hús, þar sem um 60 þús­und dýr voru haldin í hverju og einu, spruttu upp á slétt­unum við strönd­ina. Frá öllum þessum svínum fellur til gríð­ar­legt magn af skít og þvagi og á upp­hafs­ár­unum var úrgang­inum skolað niður úr rimla­gólfum svína­stí­anna og út í opnar tjarnir eða lón. Þegar lónin fyllt­ust var skítnum dælt upp og honum dreift á akra sem áburði.Þannig var það þegar hið umfangs­mikla þaul­eldi hófst og þannig er það enn í dag. Skít­ur­inn á það líka til að flæða yfir bakka lón­anna, sér­stak­lega í felli­byljum sem eru nokkuð tíðir á þessum slóð­um.

AuglýsingYfir­völd í Norð­ur­-Kar­ólínu stóðu vörð um svína­rækt­ina og voru treg til að krefja eig­endur búanna um úrbæt­ur. Að því kom þó í lok síð­ustu aldar að ákveðið var að banna nýjum búum að beita sömu aðferðum við að losa sig við úrgang sem varð svo aftur til þess að svína­bú­unum hætti loks að fjölga en þau eru í dag um 2.300.Eldri bú, bú sem fengu starfs­leyfi fyrir árið 1997, er hins vegar enn frjálst að moka skítnum ofan í lón og dreifa honum svo á akra þegar lónin fyll­ast. Fnyk­ur­inn sem angrað hefur nágranna búanna í ára­vís liggur því enn í loft­inu. Veldur því að fólk getur ekki hengt út þvott eða notið þess að dvelja utandyra við heim­ili sín. „Lyktin er eins og af líki sem hefur fengið að rotna í mán­uð,“ segir Rene Mill­er, vöru­bíl­stjóri á eft­ir­laun­um, sem býr í Duplin-­sýslu – í hjarta svína­rækt­un­ar­inn­ar. Í sam­tali við The Guar­dian á síð­asta ári sagði hún frá því að áður hafi fjöl­skyldan notið þess að koma saman eftir messu, grilla í garð­in­um, tefla og dansa. „Þannig var líf mitt þá,“ sagði hún. Í dag lokar hún sig inni og setur loft­kæl­ing­una á fullt því óþef­ur­inn af svína­skítn­um, sem dreift er um allar koppa­grund­ir, er svo stæk­ur.Árið 2018 var birt vís­inda­grein í lækna­blað­inu North Carol­ina Med­ical Journal þar sem fram kom að ung­barna­dauði væri hærri í fjöl­skyldum sem byggju í námunda við svína­búin en ann­arra. Einnig var nið­ur­staðan sú að nágrönnum búanna, sem flestir eru svart fólk, væri hætt­ara við ýmsum sjúk­dómum á borð við nýrna­bil­un. Sam­tök fyr­ir­tækja í svína­rækt gagn­rýndu rann­sókn­ar­nið­ur­stöð­urnar og beindu sjónum að því að Duke-há­skóli, sem fram­kvæmdi hana, fengi styrki frá aðilum sem eru mót­fallnir verk­smiðju­bú­skap.Yfir­völd í Norð­ur­-Kar­ólínu hafa mark­visst haldið kvört­unum frá íbúum vegna meng­unar frá svína­bú­unum fyrir sig og ekki komið þeim í ferli innan við­eig­andi stofn­anna. Árið 2014 voru sett lög í rík­inu sem heim­il­uðu að merkja kvart­anir til umhverf­is­stofn­unar rík­is­ins sem „trún­að­ar­mál“ nema að hún mæti það sem svo að um meint lög­brot af hálfu þess sem kvartað var undan væri að ræða. Tals­menn stofn­un­ar­innar sögðu þetta gert til að koma í veg fyrir að „menn úti í bæ“ gætu komið fram með órök­studdar kvart­an­ir.Á tíu ára tíma­bili, 2008-20018, skráði umhverf­is­stofn­unin í Norð­ur­-Kar­ólínu aðeins hjá sér 33 kvart­anir frá almenn­ingi vegna svína­bú­anna. Á sama tíma­bili skiptu kvart­anir vegna slíkra búa þús­undum í öðrum ríkjum Banda­ríkj­anna þar sem svína­rækt er umfangs­mik­il.  

Mála­ferli hefj­astYfir 500 íbúar í Norð­ur­-Kar­ólínu höfð­uðu fjölda skaða­bóta­mála árið 2014. Margir þeirra búa í næsta nágrenni búa sem rækta svín fyrir fyr­ir­tækj­aris­ann Smit­hfi­eld eða í nálægð við bú sem fyr­ir­tækið á sjálft.Á hverju ári fram­leiðir Smit­hfi­eld yfir þrjár millj­ónir tonna af svína­kjöti. Eng­inn annar í heim­inum fram­leiðir svo mikið magn. Þó að fyr­ir­tækið sé „banda­rískt“ – stofnað af banda­rískum feðgum á fjórða ára­tug síð­ustu aldar og með höf­uð­stöðvar í Virg­in­íu-­ríki –  er það í dag í meiri­hluta eigu kín­verskra félaga. Stærstur hluti starf­sem­innar fer fram í Banda­ríkj­unum en hún teygir einnig anga sína til Evr­ópu og Suð­ur­-Am­er­ík­u.  Smit­hfi­eld rekur einnig um 500 svína­bú, m.a. í gegnum dótt­ur­fé­lög sín. Árið 2006 voru á þessum búum aldar um 15 millj­ónir svína til slátr­unar en í heild var um 26 millj­ónum svína slátrað hjá fyr­ir­tæk­inu það ár. Stærsta slát­ur­hús­ið, Tar Heel, er í Norð­ur­-Kar­ólínu og þar er slátrað um 32 þús­und svínum á dag. Hags­mun­irnir eru því mikl­ir. Svína­rækt er ekki lengur auka­bú­grein í rík­inu.

Svín á leið í slátrun. Mynd: EPADóms­málin gegn Smit­hfi­eld og dótt­ur­fé­lögum eru mörg og hefur fyr­ir­tækið þegar tapað fyrstu fimm sem nið­ur­staða er komin í. En að vendi­punkti var komið fyrir nokkrum dög­um. Þá var end­ur­upp­töku­krafa Smit­hfi­eld í einu mál­anna tekin fyrir við umdæm­is­dóm­stól í Virg­in­íu. Mál sner­ist um eitt bú í eigu dótt­ur­fé­lags Smit­fi­eld: Kin­law Farms. Nágrann­arnir sem kærðu sögðu ólíft utandyra við heim­ili sín vegna ólykt­ar, flugna og stöðugrar umferðar flutn­inga­bíla – allan sól­ar­hring­inn. Þrátt fyrir að vita af þessu neit­uðu eig­endur bús­ins að breyta háttum sín­um.Dóm­ur­inn stað­festi nið­ur­stöðu sem feng­ist hafði á lægra dóm­stigi og var nágrönnum svína­bús, sem málið sner­ist um, í vil. Íbú­arnir hefðu sann­ar­lega orðið fyrir óþæg­indum vegna starf­semi svína­bú­anna. Hún var einnig sú að upp­hæð skaða­bóta sem dótt­ur­fé­lögum Smit­hfi­eld hefði verið gert að greiða kærend­um, sem hljóp á millj­ónum Banda­ríkja­dala, væri of íþyngj­andi og að hana yrði að end­ur­skoða.

Sam­komu­lag um skaða­bæturAðeins nokkrum klukku­stundum eftir að nið­ur­staðan lá fyrir til­kynnti Smit­hfi­eld að fyr­ir­tækið hefði kom­ist að sam­komu­lagi um skaða­bætur við kærendur í mál­inu sem og öðrum sam­bæri­legum málum í Norð­ur­-Kar­ólínu. Keira Lombar­do, einn af fram­kvæmda­stjórum Smit­hfi­eld, sagði við það til­efni að máls­höfð­an­irnar hefðu verið „skipu­lagðar aðgerð­ir“ lög­manna kærenda og settar fram í þeim til­gangi að rífa niður „okkar öruggu, traustu og nútíma­legu mat­væla­fram­leiðslu“. Í miðjum heims­far­aldri, þar sem mat­væla­ör­yggi væri ógn­að, væri betra fyrir alla að ein­beita sér að því að „fram­leiða góð mat­væli“ í stað þess að eyða tíma í „trufl­andi“ mála­ferli.Einn af dóm­urum umdæm­is­dóm­stóls­ins í Virg­in­íu, Steph­anie Thacker, sagði í sér­á­liti sínu að kvið­dóm­endur á lægra dóm­stigi hefðu haft næg sönn­un­ar­gögn til að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að dótt­ur­fyr­ir­tæki Smit­hfi­eld hefði haldið starf­sem­inni til streitu þrátt fyrir að vita af þeim skaða sem hún væri að valda nágrönnum Kin­law Farms. Hún nefndi sér­stak­lega hauga af svína­hræjum í gámum við búið og umfangs­mikla skíta­dreif­ingu á tún og akra yfir sum­ar­tím­ann.

Smán­ar­legur aðbún­aðurAnnar dóm­ari gagn­rýndi verk­smiðju­bú­skap­inn harð­lega í sér­á­liti sínu og sagði aðbúnað á Kin­law Farms „smán­ar­legan“ og engin ástæða væri til að halda að hann væri ekki sam­bæri­legur í öðrum búum.„Hvernig varð þetta svona?“ spurði J. Harvie Wilk­in­son III í áliti sínu. Wilk­in­son hefur ára­tuga reynslu sem dóm­ari. Það var Ron­ald Reagan sem skip­aði hann dóm­ara við umdæm­is­dóm­stól­inn árið 1984. „Það sem vant­aði hjá Kin­law Farms – og frá Murphy Brown [dótt­ur­fé­lagi Smit­hfi­eld] – var að átta sig á því að það að koma vel fram við dýr gagn­ast mann­fólki.“ Að vel­ferð dýra og manna færi sam­an. Sagði hann verk­smiðju­bú­skap afhjúpa skort á þessum tengslum og að dýrin þyrftu að búa við „kæf­andi þrengsli“. Iðn­að­ur­inn hefði svo einnig áhrif á starfs­fólk búanna og loks nær­sam­fé­lag­ið.

Smithfield er stærsti svínakjötsframleiðandi heims. Mynd: EPASmit­hfi­eld er eitt þeirra fyr­ir­tækja í Banda­ríkj­unum sem flokkuð voru sem þjóð­hags­lega mik­il­væg í upp­hafi far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Fram­leiðslan mátti ekki detta niður enda þurfti að passa upp á að keðjan milli svína­búa og loks neyt­enda rofn­aði ekki. Þegar í apríl voru hins vegar komin upp smit af kór­ónu­veirunni meðal starfs­manna í slát­ur­hús­un­um, m.a. einu af þeim stærstu í Suð­ur­-Da­kóta. Starfs­menn­irnir eru flestir inn­flytj­endur og þó að veik­indi hefðu gert var við sig var þeim sagt að halda áfram að vinna. Tæp­lega þús­und starfs­menn í slát­ur­húsi Smit­hfi­eld í Sioux Falls veikt­ust og smit­uðu svo hund­ruð ann­arra í fjöl­skyldum sín­um. Yfir­völd sem rann­sök­uðu atburð­inn segja fyr­ir­tæk­inu hafa „mis­tek­ist að vernda starfs­menn sína fyrir kór­ónu­veirunni“ og því var gert að greiða sekt, um 13 þús­und dali.Fyr­ir­tækið hefur nú tekið sig á í sótt­vörnum og smit­sjúk­dóma­stofnun Banda­ríkj­anna, sem seg­ist fylgj­ast reglu­lega með, segir ekk­ert hópsmit hafa komið upp síð­ustu vik­ur.  Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar