Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna

Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.

Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Auglýsing

Alls lán­uðu bankar 305,8 millj­arða króna í ný hús­næð­is­lán með veði í fast­eign til heim­ila lands­ins í fyrra, umfram upp- og umfram­greiðsl­ur. Það er næstum þrisvar sinnum hærri upp­hæð en þeir lán­uðu í ný útlán á árinu 2019 og nán­ast sama upp­hæð og þeir lán­uðu á árunum 2017 til 2019 sam­an­lagt. Á því tíma­bili námu ný útlán umfram upp- og umfram­greiðslur 328,8 millj­örðum króna. 

Til að setja þetta umfang í annað sam­hengi þá hafa bank­arnir lánað nettó sam­tals 828,6 millj­arða króna í ný hús­næð­is­lán með veði í fast­eign frá byrjun árs 2013 og fram til síð­ustu ára­móta, eða á átta árum. Alls kom 37 pró­sent þeirrar upp­hæðar til í fyrra.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðla­banka Íslands um stöðu banka­kerf­is­ins sem birtar voru í gær. 

Óverð­tryggð lán inn, verð­tryggð lán út

Árið 2020 var árið sem íslensk heim­ili flúðu verð­trygg­ing­una í unn­vörp­um. Umfang óverð­tryggðra nýrra hús­næð­is­lána sem bank­arnir veittu heim­ilum lands­ins umfram upp- og umfram­greiðslur var 363,7 millj­arðar króna. 

Auglýsing
Upp­greiðslur og umfram­greiðslur á verð­­tryggðum lánum bank­anna voru á sama tíma 58 millj­örðum króna umfram ný veitt útlán. 

Hjá líf­eyr­is­­sjóðum lands­ins, hinum stóra virka lán­veit­and­an­um, var líka gríð­­ar­­legur sam­­dráttur í veit­ingu nýrra verð­­tryggðra útlána. Upp­­greiðslur og umfram­greiðslur verð­­tryggðra lána voru sam­tals 18,2 millj­­örðum krónum meiri á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­­asta árs en umfang nýrra lána. 

Til að setja þann við­­snún­­ing í sam­hengi þá lán­uðu sjóð­irnir nettó út 69 millj­­arða króna í ný verð­­tryggð hús­næð­is­lán árið 2018 og 60,5 millj­­arða króna árið 2019. 

Hröð stýri­vaxta­lækkun ráð­andi breyta

Ástæðan fyrir þess­ari hröðu breyt­ingu eru stór­bætt óverð­tryggð lána­kjör. Eftir að vaxta­­lækk­­un­­ar­­ferli Seðla­­banka Íslands hófst svo í maí 2019 hafa stýri­vextir lækkað úr 4,5 pró­­sent í 0,75 pró­­sent. Fyrir vikið er nú hægt að taka óverð­­tryggt hús­næð­is­lán á 3,3 pró­­sent vöxt­u­m. 

Vegna þess­arar stöðu hafa við­skipta­bank­arnir end­ur­heimt stöðu sína sem helstu veit­endur hús­næð­is­lána, en líf­eyr­is­sjóðir lands­ins höfðu tekið við henni haustið 2015 þar sem þeir gátu boðið mun betri kjör, sér­stak­lega á verð­tryggðum lán­um, á meðan að stýri­vextir voru háir og verð­bólga lít­il. 

Fyrir vikið hefur verið mikið líf á hús­næð­is­mark­aði. Mikil ásókn er íbúðir og tak­markað fram­boð hefur sett þrýst­ing á íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Frá nóv­em­ber 2019 og fram í sama mánuð ári síðar hækk­aði hús­næð­is­verðið þar um 7,7 pró­sent. 

Til stendur að banna verð­trygg­ingu án þess að banna hana

Þrátt fyrir að Íslend­ingar séu ekki að taka verð­tryggð lán sem neinu nemur lengur lagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, fram frum­varp í síð­ustu viku um breyt­ingu á lögum um vexti og verð­­trygg­ingu sem fela í sér að tak­­mark­­anir verða settar á það hverjir mega taka svokölluð Íslands­­lán, sem eru verð­­tryggð jafn­­greiðslu­lán til 40 ára. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.Verði frum­varpið að lögum mun verða bannað að taka verð­­tryggt hús­næð­is­lán til lengri tíma en 25 ára. Nokkrar und­an­­tekn­ingar eru þó á því banni. Þannig má fólk undir 35 ára aldri áfram taka lán til allt að 35 ára og lán­taki á aldr­inum 35-40 ára má taka lánin til allt að 30 ára. þeir ein­stak­l­ingar sem eru með árs­­tekjur undir 4,2 millj­­ónum króna (350 þús­und krónur á mán­uði) eða hjón/­­sam­býl­is­­fólk sem eru með undir 7,2 millj­­ónir króna á ári (600 þús­und krónur á mán­uði) mega áfram taka 40 ára lán. 

Enn fremur munu tak­­mark­­anir á veit­ingu nýrra verð­­tryggðra jafn­­greiðslu­lána ekki gilda í tengslum við yfir­­­töku á eldri lán­um, heldur ein­ungis á veit­ingu nýrra lána. Þá eru ekki settar skorður við veit­ingu verð­­tryggðra hús­næð­is­lána með jöfnum afborg­un­­um. 

Því stendur til að und­an­skilja þá hópa sem lík­­­leg­­astir eru til að taka verð­­tryggð lán til lengri tíma, ungt og tekju­lágt fólk sem sæk­ist eftir lágum mán­að­­ar­­legum afborg­un­um, frá því að 25 ára bannið gildi um þau. 

Frum­varpið felur líka í sér að bannað verður að lána verð­­tryggt til styttri tíma en tíu ára. 

Verið að efna vil­yrði

Til­­efni frum­varps­ins er ekki aðsteðj­andi vandi þeirra sem valið hafa þennan lána­­kost eða verð­­bólg­u­­skot sem hækkað hefur höf­uð­stól lán­anna skynd­i­­lega. Það er í fyrsta lagi að krafa um bann á veit­ingu Íslands­­lána rataði inn í stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­­is­­stjórn­­­ar­innar að kröfu Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins. Í honum sagði að rík­­is­­stjórnin myndi taka mark­viss skref á kjör­­­tíma­bil­inu til afnáms verð­­­trygg­ingar á lánum en sam­hliða þeim verði ráð­ist í mót­væg­is­að­­­gerðir til að standa vörð um mög­u­­­leika ungs fólks og tekju­lágra til að eign­­­ast hús­næð­i. 

Í öðru lagi var gerð krafa um það á síð­­­ustu metrum við­ræðna um gerð Lífs­kjara­­samn­ings­ins svo­­kall­aða í byrjun apríl 2019 að ríkið þyrfti að beita sér fyrir banni við verð­­trygg­ingu. Sú krafa kom meðal ann­­ars fram frá Vil­hjálmi Birg­is­­syni, sem þá var einn vara­­for­­seta Alþýð­u­­sam­­bands Íslands og lék lyk­il­hlut­verk í kjara­­samn­ings­­gerð­inni í sam­­floti við tvö stærstu stétt­­ar­­fé­lög lands­ins, VR og Efl­ing­u. 

Í lífs­kjara­­samn­ingnum skuld­bundu stjórn­­völd sig á end­­anum til að banna 40 ára verð­­tryggð lán og að grund­valla ætti verð­­trygg­ingu við vísi­­tölu neyslu­verðs án hús­næð­isliðar frá og með árinu 2020. Með fylgdi vil­yrði um að það yrði skoðað hvort að verð­­tryggð hús­næð­is­lán yrðu alfarið bönnuð fyrir lok árs 2020.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar