Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna

Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.

Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Auglýsing

Alls lán­uðu bankar 305,8 millj­arða króna í ný hús­næð­is­lán með veði í fast­eign til heim­ila lands­ins í fyrra, umfram upp- og umfram­greiðsl­ur. Það er næstum þrisvar sinnum hærri upp­hæð en þeir lán­uðu í ný útlán á árinu 2019 og nán­ast sama upp­hæð og þeir lán­uðu á árunum 2017 til 2019 sam­an­lagt. Á því tíma­bili námu ný útlán umfram upp- og umfram­greiðslur 328,8 millj­örðum króna. 

Til að setja þetta umfang í annað sam­hengi þá hafa bank­arnir lánað nettó sam­tals 828,6 millj­arða króna í ný hús­næð­is­lán með veði í fast­eign frá byrjun árs 2013 og fram til síð­ustu ára­móta, eða á átta árum. Alls kom 37 pró­sent þeirrar upp­hæðar til í fyrra.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðla­banka Íslands um stöðu banka­kerf­is­ins sem birtar voru í gær. 

Óverð­tryggð lán inn, verð­tryggð lán út

Árið 2020 var árið sem íslensk heim­ili flúðu verð­trygg­ing­una í unn­vörp­um. Umfang óverð­tryggðra nýrra hús­næð­is­lána sem bank­arnir veittu heim­ilum lands­ins umfram upp- og umfram­greiðslur var 363,7 millj­arðar króna. 

Auglýsing
Upp­greiðslur og umfram­greiðslur á verð­­tryggðum lánum bank­anna voru á sama tíma 58 millj­örðum króna umfram ný veitt útlán. 

Hjá líf­eyr­is­­sjóðum lands­ins, hinum stóra virka lán­veit­and­an­um, var líka gríð­­ar­­legur sam­­dráttur í veit­ingu nýrra verð­­tryggðra útlána. Upp­­greiðslur og umfram­greiðslur verð­­tryggðra lána voru sam­tals 18,2 millj­­örðum krónum meiri á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­­asta árs en umfang nýrra lána. 

Til að setja þann við­­snún­­ing í sam­hengi þá lán­uðu sjóð­irnir nettó út 69 millj­­arða króna í ný verð­­tryggð hús­næð­is­lán árið 2018 og 60,5 millj­­arða króna árið 2019. 

Hröð stýri­vaxta­lækkun ráð­andi breyta

Ástæðan fyrir þess­ari hröðu breyt­ingu eru stór­bætt óverð­tryggð lána­kjör. Eftir að vaxta­­lækk­­un­­ar­­ferli Seðla­­banka Íslands hófst svo í maí 2019 hafa stýri­vextir lækkað úr 4,5 pró­­sent í 0,75 pró­­sent. Fyrir vikið er nú hægt að taka óverð­­tryggt hús­næð­is­lán á 3,3 pró­­sent vöxt­u­m. 

Vegna þess­arar stöðu hafa við­skipta­bank­arnir end­ur­heimt stöðu sína sem helstu veit­endur hús­næð­is­lána, en líf­eyr­is­sjóðir lands­ins höfðu tekið við henni haustið 2015 þar sem þeir gátu boðið mun betri kjör, sér­stak­lega á verð­tryggðum lán­um, á meðan að stýri­vextir voru háir og verð­bólga lít­il. 

Fyrir vikið hefur verið mikið líf á hús­næð­is­mark­aði. Mikil ásókn er íbúðir og tak­markað fram­boð hefur sett þrýst­ing á íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Frá nóv­em­ber 2019 og fram í sama mánuð ári síðar hækk­aði hús­næð­is­verðið þar um 7,7 pró­sent. 

Til stendur að banna verð­trygg­ingu án þess að banna hana

Þrátt fyrir að Íslend­ingar séu ekki að taka verð­tryggð lán sem neinu nemur lengur lagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, fram frum­varp í síð­ustu viku um breyt­ingu á lögum um vexti og verð­­trygg­ingu sem fela í sér að tak­­mark­­anir verða settar á það hverjir mega taka svokölluð Íslands­­lán, sem eru verð­­tryggð jafn­­greiðslu­lán til 40 ára. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.Verði frum­varpið að lögum mun verða bannað að taka verð­­tryggt hús­næð­is­lán til lengri tíma en 25 ára. Nokkrar und­an­­tekn­ingar eru þó á því banni. Þannig má fólk undir 35 ára aldri áfram taka lán til allt að 35 ára og lán­taki á aldr­inum 35-40 ára má taka lánin til allt að 30 ára. þeir ein­stak­l­ingar sem eru með árs­­tekjur undir 4,2 millj­­ónum króna (350 þús­und krónur á mán­uði) eða hjón/­­sam­býl­is­­fólk sem eru með undir 7,2 millj­­ónir króna á ári (600 þús­und krónur á mán­uði) mega áfram taka 40 ára lán. 

Enn fremur munu tak­­mark­­anir á veit­ingu nýrra verð­­tryggðra jafn­­greiðslu­lána ekki gilda í tengslum við yfir­­­töku á eldri lán­um, heldur ein­ungis á veit­ingu nýrra lána. Þá eru ekki settar skorður við veit­ingu verð­­tryggðra hús­næð­is­lána með jöfnum afborg­un­­um. 

Því stendur til að und­an­skilja þá hópa sem lík­­­leg­­astir eru til að taka verð­­tryggð lán til lengri tíma, ungt og tekju­lágt fólk sem sæk­ist eftir lágum mán­að­­ar­­legum afborg­un­um, frá því að 25 ára bannið gildi um þau. 

Frum­varpið felur líka í sér að bannað verður að lána verð­­tryggt til styttri tíma en tíu ára. 

Verið að efna vil­yrði

Til­­efni frum­varps­ins er ekki aðsteðj­andi vandi þeirra sem valið hafa þennan lána­­kost eða verð­­bólg­u­­skot sem hækkað hefur höf­uð­stól lán­anna skynd­i­­lega. Það er í fyrsta lagi að krafa um bann á veit­ingu Íslands­­lána rataði inn í stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­­is­­stjórn­­­ar­innar að kröfu Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins. Í honum sagði að rík­­is­­stjórnin myndi taka mark­viss skref á kjör­­­tíma­bil­inu til afnáms verð­­­trygg­ingar á lánum en sam­hliða þeim verði ráð­ist í mót­væg­is­að­­­gerðir til að standa vörð um mög­u­­­leika ungs fólks og tekju­lágra til að eign­­­ast hús­næð­i. 

Í öðru lagi var gerð krafa um það á síð­­­ustu metrum við­ræðna um gerð Lífs­kjara­­samn­ings­ins svo­­kall­aða í byrjun apríl 2019 að ríkið þyrfti að beita sér fyrir banni við verð­­trygg­ingu. Sú krafa kom meðal ann­­ars fram frá Vil­hjálmi Birg­is­­syni, sem þá var einn vara­­for­­seta Alþýð­u­­sam­­bands Íslands og lék lyk­il­hlut­verk í kjara­­samn­ings­­gerð­inni í sam­­floti við tvö stærstu stétt­­ar­­fé­lög lands­ins, VR og Efl­ing­u. 

Í lífs­kjara­­samn­ingnum skuld­bundu stjórn­­völd sig á end­­anum til að banna 40 ára verð­­tryggð lán og að grund­valla ætti verð­­trygg­ingu við vísi­­tölu neyslu­verðs án hús­næð­isliðar frá og með árinu 2020. Með fylgdi vil­yrði um að það yrði skoðað hvort að verð­­tryggð hús­næð­is­lán yrðu alfarið bönnuð fyrir lok árs 2020.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar