Yellen sýnir á spilin

Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.

Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Auglýsing

Öld­unga­deild Banda­ríkja­þings mun kjósa um til­nefn­ingu Janet Yellen sem fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna á fimmtu­dag­inn. Í fyr­ir­spurna­tíma á þing­inu í síð­ustu viku sýndi hún hvers mætti vænta í efna­hags­stefnu lands­ins, verði til­nefn­ing hennar sam­þykkt. 

Sam­kvæmt svörum Yellen við spurn­ingum öld­unga­deild­ar­þing­manna mætti búast við þenslu­að­gerðum í stað nið­ur­skurðar í yfir­stand­andi kreppu, þrepa­skipt­ara skatt­kerfi og engri hand­stýr­ingu á gengi Banda­ríkja­dals. Auk þess vill hún halda áfram harðri efna­hags­stefnu gegn Kína og setja strang­ari reglur á miðlun raf­mynta, sem hún sagði að væru að miklu leyti not­aðar til þess að fjár­magna ólög­lega starf­semi.

Frekar of mikið heldur en of lítið

Í umfjöllun New York Times um málið kemur fram að þing­menn repúblikana­flokks­ins lýstu yfir óánægju sinni yfir fyr­ir­hug­uðum efna­hags­að­gerðum nýrrar rík­is­stjórnar í fyr­ir­spurnum sín­um, en Joe Biden Banda­ríkja­for­seti til­kynnti fyrr í mán­uð­inum að aðgerð­irnar myndu kosta rík­is­sjóð 1,9 billjónir Banda­ríkja­dala. 

Auglýsing

Yellen svar­aði þing­mönn­unum að væntur fjár­laga­halli vegna aðgerð­anna væri ekki mesta hættan sem steðj­aði að þjóð­inni þessa stund­ina, hættu­legra væri að gera of lítið fyrir vinnu­mark­að­inn. „Hag­fræð­ingar eru ekki alltaf sama sinnis, en ég held að nú sé sam­hljómur milli þeirra: Án frek­ari aðgerða hættum við á lengri og sárs­auka­fyllri kreppu til skamms tíma og frek­ari löskun efna­hags­lífs­ins til langs tíma,“ hefur CBS eftir Yellen.

Þrepa­skipt skatt­kerfi

Repúblikanar voru einnig áhuga­samir um það hvort Yellen hafði í hug á að snúa við skatta­lækk­unum sem Don­ald Trump, fyrrum for­seti Banda­ríkj­anna, kom á í valda­tíð sinni. Því svar­aði hún að skattar yrðu ekki hækk­aðir fyrr en að heims­far­aldr­inum lokn­um. Þessa stund­ina verði áhersla lögð á að veita hjálp­ar­að­stoð fyrir fjöl­skyldur lands­ins í stað skatta­hækk­ana. 

Þrátt fyrir það sagði Yellen að hún myndi leita að leiðum til að breyta skatt­kerf­inu í þágu lág- og milli­tekju­fjöl­skyldna. Hún sagð­ist trúa á „sann­gjarnt og þrepa­skipt skatt­kerfi“ þar sem ríkir ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki borgi þeirra hlut. „Við þurfum að end­ur­byggja hag­kerfið okkar svo að það skili meiri hag­sæld fyrir fleiri laun­þega,“ bætti hún við.

Hörð við Kína

Ekki má þó búast við umskipt­ingum í sam­skiptum Kína og Banda­ríkj­anna verði Yellen settur fjár­mála­ráð­herra, en sam­kvæmt frétt Fin­ancial Times var hún mjög harð­orð í garð kín­verskrar efna­hags­stefnu í fyr­ir­spurna­tím­an­um. Hún sagði það vera „óá­sætt­an­legt“ að kín­versk stjórn­völd hand­stýrðu gengi gjald­mið­ils þeirra, kín­verska yuans­ins, til að ná sam­keppn­is­for­skoti og bætti við að hún myndi standa gegn til­raunum allra ann­arra landa til að gera slíkt hið sama.

Einnig sagð­ist Yellen munu „taka á fólsku­leg­um, ósann­gjörnum og ólög­legum aðgerðum Kína,“ og nefndi þar dæmi um ólög­legar nið­ur­greiðslur til fyr­ir­tækja, stuldi á hug­verka­rétt­indum og við­skipta­hindr­an­ir. Að hennar sögn væri for­set­inn til­bú­inn að nota öll sín tól til að beita sér gegn þessum aðgerð­u­m. 

Þessar athuga­semdir Yellen eru ekki um margt frá­brugðnar þeim sem heyrð­ust frá síð­ustu Banda­ríkja­stjórn, sem var einnig fjand­sam­leg í garð efna­hags­stefnu Kína. Þó greinir Yellen á við Trump í geng­is­mál­um, þar sem hann var fylgj­andi því að Banda­ríkin fylgdu í fót­spor Kína og lækk­uðu gengi Banda­ríkja­dals til að bæta útflutn­ings­stöðu þeirra en hún er það alls ekki. 

Meiri reglur um notkun raf­mynta

Sam­kvæmt frétt frá miðl­inum Ars Technica sagð­ist Yellen einnig vilja setja notkun raf­mynta þrengri skorð­ur, þar sem hún telur þær vera að miklu leyti not­aðar til að fjár­magna ólög­lega starf­semi. Í svari við fyr­ir­spurn frá öld­unga­þing­mann­inum Maggie Hassan um raf­myntir sagði hún að hún vilji skoða leiðir til að draga úr notkun raf­mynta og sjá til þess að ekki verði hægt að þvætta pen­inga í gegnum þær. 

Yrði fyrsti kven­kyns fjár­mála­ráð­herr­ann

Yellen er sér­­fræð­ingur í vinn­u­­mark­aðs­hag­fræði, en hún hefur kennt við háskól­ana Berkel­ey, Harvard og London School of Economics. Hún var seðla­­banka­­stjóri Banda­­ríkj­anna á árunum 2014 til 2018 og sá þar um að vinda ofan af umfangs­­mik­illi pen­inga­­prentun sem bank­inn hafði ráð­ist í í kjöl­far efna­hag­skrepp­unnar árið 2008. 

Hún var fyrsta konan til að gegna stöðu seðla­­banka­­stjóra, en ef öld­unga­­deild Banda­­ríkja­­þings stað­­festir til­­­nefn­ing­una mun hún einnig verða fyrsti kven­kyns fjár­­­mála­ráð­herra lands­ins í 231 árs sögu emb­ætt­is­ins.

Sam­kvæmt New York Times er búist við því að öld­unga­deildin sam­þykki til­nefn­ing­una, þar sem hún nýtur nægi­legs stuðn­ings þing­manna úr báðum flokk­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar