Aðsendar myndir

Laun ráðherra og aðstoðarmanna áætluð 681 milljónir króna í ár

Samkvæmt fjárlögum ársins 2018, sem var fyrsta heila árið sem núverandi ríkisstjórn starfaði, átti kostnaður við rekstur ríkisstjórnar Íslands og aðstoðarmanna hennar að vera 461 milljónir króna, en reyndist mun meiri. Kostnaðurinn í ár, á síðasta ári kjörtímabilsins, er áætlaður 48 prósent hærri en hann átti að vera 2018.

Rekstur rík­is­stjórnar Íslands, sem í fel­ast launa­greiðslur ráð­herra og aðstoð­ar­manna þeirra, er áætl­aður 681,3 millj­ónir króna á þessu ári, sam­kvæmt fjár­lögum fyrir árið 2021 sem sam­þykkt voru í fyrra. Það er 48 pró­sent aukn­ing frá áætl­uðum kostn­aði á árinu 2018, sem var fyrsta heila ár rík­is­stjórn­ar­innar Katrínar Jak­obs­dóttur við völd, en kostn­aður vegna launa ráð­herra og aðstoð­ar­manna þeirra átti þá að vera 461 millj­ónir króna sam­kvæmt sam­þykktum fjár­lög­um. 

Hann reynd­ist hins vegar verða 597 millj­ónir króna á árinu 2018. Árið 2019 var hann svo undir áætlun en hækk­aði samt milli ára í 605 millj­ónir króna. 

Í fyrra var hann áætl­aður 660 millj­ónir króna á fjár­lögum og í ár er hann, líkt og áður sagði, áætl­aður 681,3 millj­ónir króna. 

Auglýsing

Þetta má lesa úr rík­is­reikn­ingum síð­ustu ára og fjár­lögum áranna 2020 og 2021.

Aðstoð­ar­menn kost­uðu 269 millj­ónir árið 2019

Í rík­is­reikn­ingi má sjá að kostn­aður við launa­kostnað ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem skil­greindur eru þar sem æðstu stjórn­endur rík­is­ins, var 336 millj­ónir króna árið 2019. Það þýðir að kostn­aður við aðstoð­ar­menn ráð­herra og rík­is­stjórnar var um 269 millj­ónir króna á því ári.

Lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands var breytt árið 2011 með þeim hætti að heim­ild til að fjölga aðstoð­ar­mönnum ráð­herra var útvíkkuð þannig að hver og einn þeirra má ráða tvo slíka. Auk þess var sett inn heim­ild fyrir rík­is­stjórn­ina að ráða þrjá aðstoð­ar­menn til við­bótar ef þörf kref­ur. Í lög­unum segir að „meg­in­hlut­verk aðstoð­ar­manns ráð­herra er að vinna að stefnu­mótun á mál­efna­sviði ráðu­neytis undir yfir­stjórn ráð­herra og í sam­vinnu við ráðu­neyt­is­stjóra.“ 

Ekki þarf að aug­lýsa aðstoð­­ar­­manna­­stöður heldur eru þeir sem sinna þeim störfum valdir af hverjum ráð­herra fyrir sig, enda oft­­ast um að ræða nán­­ustu sam­­starfs­­menn ráð­herra á meðan að hann gegnir emb­ætti.

Auglýsing

Skömmu eftir að lög­unum var breytt var ráð­herrum fækkað í átta, en þeir höfðu verið tólf þegar rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna tók við völdum árið 2009.

Síðan hefur ráð­herrum verið fjölgað aftur jafnt og þétt með hverri rík­is­stjórn­inni og í dag eru þeir ell­efu. Það þýðir að fjöldi leyfi­legra aðstoð­ar­manna hefur líka auk­ist.

Aðstoð­ar­menn geta verið 25

Alls má rík­is­stjórnin því ráða 25 aðstoð­ar­menn og eru heim­ildir laga til slíkra ráðn­inga nú full­nýtt­ar. Allir ráð­herr­arn­ir, sem eru ell­efu, eru til að mynda með tvo aðstoð­ar­menn en auk þeirra hefur rík­is­stjórnin ráðið þá þrjá aðstoð­ar­menn sem hún má ráða sam­kvæmt lög­um. Þeir eru Róbert Mars­hall, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem hefur starfs­að­stöðu í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Henný Hinz, aðstoð­ar­maður rík­is­stjórnar á sviði vinnu­mark­aðs-, efna­hags- og loft­lags­mála, og Lára Björg Björns­dótt­ir, aðstoð­ar­maður rík­is­stjórn­ar­innar í jafn­rétt­is­mál­u­m. 

Laun og starfs­kjör aðstoð­ar­manna ráð­herra mið­ast við kjör skrif­stofu­stjóra í ráðu­neytum sam­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.

Auglýsing

Aðstoð­ar­menn­irnir hafa fengið dug­lega launa­hækkun á und­an­förnum árum. Sum­arið 2016 voru laun skrif­stofu­stjóra í ráðu­neytum hækkuð um allt að 35 pró­sent. Eftir þá hækkun eru laun aðstoð­­ar­­manna um 1,2 millj­­ónir króna á mán­uði. Launin hafa hækkað enn frekar síðan þá.

Ráð­herrar hafa líka fengið umtals­verða launa­hækkun á und­an­förnum árum. Í nóv­­em­ber 2015 hækk­­aði Kjara­ráð til að mynda laun ráð­herra um 9,3 pró­­sent. Árið síð­­­ar, á kjör­dag 2016, voru laun þeirra síðan hækkuð um 35 pró­­sent. Eftir þá hækkun voru laun for­­sæt­is­ráð­herra 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­arra ráð­herra 1.826.273 krónur á mán­uði.

Síðan þá hafa þau hækkað enn frek­ar. Laun for­sæt­is­ráð­herra eru nú 2.222.272 krónur á mán­uði og laun ann­arra ráð­herra 2.007.333 krónur á mán­uði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar