Ætla að ræða betur framtíð Skjálfandafljóts frá „upptökum til ósa“

Í ljósi athugasemda sem komu fram í kjölfar kynningar á skipulagsáformum vegna Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti hefur sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ákveðið að kæla málið og ræða það betur. Engin virkjun er í fljótinu í dag.

Skjálfandafljót rennur í flúðum um hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði Einbúavirkjunar.
Skjálfandafljót rennur í flúðum um hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði Einbúavirkjunar.
Auglýsing

Sveit­ar­stjórn Þing­eyj­ar­sveitar hefur ákveðið að vísa skipu­lags­til­lögum vegna fyr­ir­hug­aðrar Ein­búa­virkj­unar í Skjálf­anda­fljóti til heild­ar­skoð­unar á aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins sem nú er í vinnslu. Ákvörð­unin var tekin í gær og felur í sér stefnu­breyt­ingu því um miðjan jan­úar sam­þykkti sveit­ar­stjórn að aug­lýsa til­lög­urnar í sam­ræmi við skipu­lags­lög að und­an­geng­inni kynn­ingu fyrir íbúum og öðrum hags­muna­að­il­um.Sá kynn­ing­ar­fundur var hald­inn í félags­heim­il­inu Kiða­gili 28. jan­úar og streymt í gegnum Face­book. Líkt og Kjarn­inn greindi frá kom þar fram hörð gagn­rýni á hina fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmd sem og á til­högun kynn­ing­ar­fund­ar­ins sem umhverf­is- og skipu­lags­nefnd sveit­ar­fé­lags­ins boð­aði til en sveit­ar­stjórn­ar­menn voru ekki til svara á. Um kynn­ing­una sáu alfarið fram­kvæmda­að­ilar og full­trúar verk­fræði­stof­unnar Ver­kís sem vann bæði umhverf­is­mat virkj­un­ar­innar sem og skipu­lags­til­lög­urn­ar.

AuglýsingÍ ljósi þeirra athuga­semda sem fram komu á kynn­ing­ar­fund­inum og í kjöl­far hans hefur sveit­ar­stjórnin ákveðið að halda fund með land­eig­endum að Skjálf­anda­fljóti „og ræða nýt­ing­ar­á­form og fram­tíð­ar­sýn varð­andi fljót­ið,“ líkt og segir í bókun sveit­ar­stjórnar frá fundi gær­dags­ins. Jafn­framt áformar sveit­ar­stjórn fleiri almenna kynn­ing­ar­fundi um mál­efn­ið. Arnór Ben­ón­ýs­son, odd­viti Þing­eyj­ar­sveit­ar, sagði í sam­tali við RÚV í gær að sveit­ar­stjórn vilji gefa mál­inu meiri tíma og dýpka umræð­una. Hann segir til­efni til að ræða heild­stætt um Skjálf­anda­fljót frá „upp­tökum til ósa“.Ein helsta gagn­rýnin sem kom fram á fund­inum í Kiða­gili á dög­unum var sú að of lítið sam­ráð hefði verið haft við íbúa og að sam­fé­lags­leg áhrif af virkj­un­inni óljós. Guð­rún Sig­ríður Tryggva­dótt­ir, bóndi í Svart­ár­koti í Bárð­ar­dal, sagði á fund­inum að Ein­búa­virkjun væri ekk­ert meðal dal­bú­anna. Hún velti því upp hvort að það væri ekki einmitt rík ástæða til að ræða mál­in, „jafn­vel þó að þau séu erf­ið“. Guð­rún sagð­ist telja að ein helsta ástæða þess að fyr­ir­huguð Ein­búa­virkjun hafi ekki verið rædd sé hvernig við­brögðin urðu í aðdrag­anda Svart­ár­virkj­unar „Við erum svo góð í því að ákveða að láta ekki eitt­hvað svona eyði­leggja sam­fé­lagið okkar að við ræddum þetta ein­fald­lega aldrei. Þetta var sett til hlið­ar.“Ein­búa­virkjun ehf., félag í eigu Hilm­ars Ágústs­sonar og Krist­jáns Gunn­ars Rík­harðs­son­ar, hefur áform um að reisa 9,8 MW virkjun í Skjálf­anda­fljóti í landi jarð­anna Kálf­borg­arár og Ein­búa í Bárð­ar­dal.

Upp­gangur aflminni virkj­ana Engin virkjun er í Skjálf­anda­fljóti í dag en tvær virkj­ana­hug­mynd­ir, Fljóts­hnúks­virkjun og Hrafna­bjarga­virkj­un, eru í vernd­ar­flokki 3. áfanga ramma­á­ætl­unar sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem enn hefur ekki verið sam­þykkt á Alþingi, meira en fjórum árum eftir að hún var fyrst lögð fram. Ein­búa­virkjun fellur hins vegar ekki undir ákvæði laga um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun (ramma­á­ætl­un) þar sem hún er undir 10 MW að upp­settu afli. Slíkar virkj­ana­hug­mynd­ir, sem stundum hafa verið nefndar smá­virkj­an­ir, m.a. af Orku­stofn­un, hafa í auknum mæli komið fram síð­ustu miss­eri og margar valdið deil­um.Skipu­lags­stofnun gaf álit sitt á mats­skýrslu Ein­bú­ar­virkj­unar síð­asta sumar og komst m.a. að þeirri nið­ur­stöðu að eld­hrauni yrði raskað sem sýna þyrfti fram á brýna nauð­syn til sem stofn­unin taldi ekki til stað­ar.

Einbúavirkjun er fyrirhuguð í landi tveggja jarða í Bárðardal, um sjö kílómetrum ofan Goðafoss.

Í grein­ar­gerð aðal­skipu­lags Þing­eyj­ar­sveit­ar, sem sam­þykkt var árið 2011, kemur fram sú stefna sveit­ar­fé­lags­ins að nýta vatns­afl innan þess, sé það til hags­bóta fyrir íbúa og í sam­ræmi við sjálf­bæra þró­un. „Þing­eyj­ar­sveit telur eft­ir­sókn­ar­vert að kanna frekar fram­tíð­ar­mögu­leika á og kosti þess að byggja fleiri virkj­anir til einka­nota sem og orku­sölu á frjálsum raf­orku­mark­aði, en sveit­ar­fé­lagið er á móti hug­myndum um að virkja Skjálf­anda­fljót.“Dag­björt Jóns­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Þing­eyj­ar­sveit­ar, sagði við Kjarn­ann fyrr í vik­unni að engin sér­stök tíma­mörk væru á því kynn­ing­ar­ferli sem skipu­lags­á­form Ein­búa­virkj­unar væru nú í þar sem aug­lýs­inga­ferli væri ekki haf­ið.Skipu­lags­ferlið hófst hins vegar fyrir rúmu ári. Þá sam­þykkti sveit­ar­stjórn með fimm atkvæðum af sjö að gerð yrði skipu­lags- og mats­lýs­ingu vegna breyt­ingar á aðal­skipu­lagi í sam­ræmi við óskir fram­kvæmd­ar­að­ila. Á þeim tíma lá frum­mats­skýrsla Ein­búa­virkj­unar ehf. fyr­ir. Í júlí var skipu­lags- og  mats­lýs­ingin aug­lýst en á kynn­ing­ar­tím­an­um, sem stóð til 6. ágúst, birti Skipu­lags­stofnun álit sitt á mats­skýrslu fram­kvæmda­að­ila um virkj­un­ina.

Sam­ein­ing­ar­við­ræður standa nú yfir milli Þing­eyj­ar­sveitar og Skútu­staða­hrepps.

Settu skil­yrðiÁ sveit­ar­stjórn­ar­fund­inum nú í jan­ú­ar, þegar Ein­búa­virkjun var til umfjöll­unar skipu­lags­til­lög­urnar sam­þykktar til aug­lýs­ingar að und­an­geng­inni kynn­ingu var það gert með þeim skil­yrðum „að skýrt verði að frá­rennsl­is­göng séu skil­yrði sam­kvæmt val­kosti A í skipu­lags­til­lög­un­um“. Er þetta skil­yrði í sam­ræmi við þá nið­ur­stöðu Skipu­lags­stofn­unar að jarð­göng hefðu minni umhverf­is­á­hrif en opinn veitu­skurður á þeim 2,6 kíló­metra kafla sem vatni yrði veitt úr far­vegi Skjálf­anda­fljóts eins og gert er ráð fyrir í öðrum val­kost­um.

Opnir veituskurðir, um lengri eða skemmri veg, eru settir fram sem valkostur við framkvæmd Einbúavirkjunar. Mynd: Úr matsskýrslu  Að mati Skipu­lags­stofn­unar ætti að gera ráð fyrir þeim jarð­ganga­kosti sem aðal­val­kosti, sýni rann­sóknir á jarð­lögum fram á að slíkt sé ger­legt. „Ætti fram­kvæmd­ar­að­ili að leggja fram gögn sem sýna fram á að slíkt sé ekki hægt, verði það raun­in,“ sagði í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar. „Það er jafn­framt hlut­verk sveit­ar­fé­lags, í sam­vinnu við fram­kvæmd­ar­að­ila að fylgja þessu atriði eftir við deiliskipu­lags­gerð og und­ir­bún­ing fram­kvæmda­leyf­is.“

Nátt­úru­verndin fagn­ar 

Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi, SUNN, fagna þeirri ákvörðun sveit­ar­stjórnar Þing­eyj­ar­sveitar að setja ferli skipu­lags­breyt­inga vegna  Ein­búa­virkj­unar á bið. Í frétta­til­kynn­ingu segir að sam­tökin hafi verið „ugg­andi vegna áforma um virkjun Skjálf­anda­fljóts“ og hafi talað afdrátt­ar­laust gegn þeim. Mikið fagn­að­ar­efni sé að sveit­ar­stjórn bregð­ist við þeirri umræðu sem hefur skap­ast vegna máls­ins und­an­far­ið. 

Ef Ein­búa­virkjun yrði að veru­leika yrðu stórir opnir skurðir grafnir í lands­lagið við bakka Skjálf­anda­fljóts og virkj­unin yrði nálægt einni af skil­greindum gáttum inn í fyr­ir­hug­aðan hálend­is­þjóð­garð. Telja sam­tökin mikla nátt­úru­vernd­ar­hags­muni fólgna í því að vernda allt Skjálf­anda­fljót fyrir virkj­un­um. „Mögu­leikar á raf­orku­fram­leiðslu á þegar rösk­uðum svæðum eru til staðar og ættu alltaf að njóta for­gangs þegar og ef orku­þörf kallar á frek­ari fram­leiðslu,“ segir í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna. „Ein­búa­virkjun hefði ekk­ert gert fyrir sam­fé­lagið í Bárð­ar­dal.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar