Facebook

Facebook í sögulegri störukeppni við áströlsk stjórnvöld og fjölmiðla

Ef einhver velktist í vafa um það ægivald sem Facebook hefur yfir miðlun upplýsinga í heiminum í dag þá ætti vafinn að vera algjörlega úr sögunni eftir nýjustu vendingar í deilu fyrirtækisins við áströlsk stjórnvöld.

Ástr­alir eru þessa dag­ana að setja lög sem skylda stór­fyr­ir­tæki í tækni­heim­in­um, Face­book og Goog­le, til þess að greiða hefð­bundnum fjöl­miðlum fyrir efnið sem þeir fram­leiða.  Face­book hefur svarað með því að loka fyrir að hægt sé að deila efni frá fjöl­miðlum á Face­book í Ástr­alíu og efni ástr­al­skra fjöl­miðla er hvergi hægt að deila. Ekki heldur á Íslandi.

Face­book-­síður ástr­al­skra fjöl­miðla á borð við Sydney Morn­ing Her­ald og The Australian eru tómar skelj­ar. „No posts yet,“ segir Face­book við not­endur sem þangað laum­ast inn.

Laga­frum­varpið sem þessu fjaðrafoki veldur fór í gegnum neðri deild ástr­alska þings­ins í gær og á mið­viku­dags­kvöld, þegar nýr dagur var að renna upp í Ástr­al­íu, kynnti Face­book við­brögð sín. Ástr­alir geta ekki deilt fréttum og heim­ur­inn allur getur ekki deilt fréttum frá áströlskum miðl­um.

Þessi mynd hér að neðan kemur upp þegar reynt er að deila ástr­al­skri frétt á Íslandi.

Skjáskot af Facebook

Fram­koma Face­book sögð tudda­leg 

Þessu hafa margir lýst sem ger­ræð­is­legum til­burðum af hálfu Face­book. Sam­tök breskra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja (News Media Associ­ation) sendu frá sér yfir­lýs­ingu í dag þar sem stór­fyr­ir­tækið er sakað um að haga sér eins og „tuddi á skóla­lóð“ og fara of geyst fram.

Auglýsing

„Að­gerðir Face­book í Ástr­alíu sýna nákvæm­lega þörf­ina fyrir að lög­gjafar um allan heim, líka í Bret­landi, setji upp þétt reglu­verk til þess að jafna leik­inn á milli tæknirisanna og útgef­enda,“ er haft eftir for­manni sam­tak­anna í frétt Reuters.

Fyrr­ver­andi æðsti yfir­maður hjá Face­book í Ástr­alíu og Nýja-­Sjá­landi tekur í sama streng. Í skoð­anapistli sínum í Sydney Morn­ing Her­ald segir hann að aðgerðir Face­book í Ástr­alíu séu ekk­ert annað en blygð­un­ar­laus sýn­ing á ægi­valdi fyr­ir­tæk­is­ins.

Áströlsku lögin ógn við grund­vall­ar­fyr­ir­komu­lag nets­ins?

Á hinum pólnum eru síðan þeir sem telja aðgerðir Ástr­alíu vegi að grunn­hug­mynd­inni um net­frelsi og breyti þannig hrein­lega eðli nets­ins. Ekki sé hægt að gera tækni­fyr­ir­tækjum skylt að greiða fyrir efni fjöl­miðla án þess að það bitni á end­anum á frelsi not­enda nets­ins til þess að finna allar þær upp­lýs­ingar sem séu í boði.

Þess­ari skoðun hefur meðal ann­ars Tim Bern­er­s-­Lee, mað­ur­inn sem fann upp tækn­ina á bak við ver­ald­ar­vef­inn (World Wide Web), lýst. Á svip­uðu eða sama máli er Vint Cerf, sem oft er kall­aður „faðir nets­ins“. Vert er að taka fram að sá síð­ari starfar í dag fyrir Goog­le, sem hefur barist gegn aðgerðum ástr­al­skra stjórn­valda.

Önn­ur skoðun sem heyrst hefur frá þeim sem líst illa á áströlsku lög­gjöf­ina er sú að ef ástr­alska ríkið telji að fjöl­miðlar þurfi auk­inn fjár­styrk til að geta sinnt lýð­ræð­is­legu hlut­verki sínu og veitt þau almanna­gæði sem upp­lýst umræða er, eigi ástr­alska ríkið að gera nákvæm­lega það og veita fjöl­miðlum rík­is­styrki í stað þess að þvinga netris­ana til að borga fyrir efnið þeirra.

Hvað er Ástr­alía að reyna að gera?

Á þessu máli eru ótal hlið­ar. Staðan sem blasir við í dag er þó nokkuð sem fáir hefðu getað ímyndað sér fyrir skömmu síð­an. Face­book greip til þess að láta verða af hótun sem stór­fyr­ir­tækið setti fram í fyrra, en áströlsk stjórn­völd virð­ast ekki hafa búist við því að Face­book myndi stíga þetta skref. 

„[Tæknifyrirtækin] eru ef til vill að breyta heiminum, en það þýðir ekki að þau ættu að stjórna honum“

Ráð­herrar í rík­is­stjórn­inni standa þó keikir og segja að þetta komi ekki í veg fyrir að lög­gjöfin verði stað­fest í efri deild­inni á næstu dögum og taki gildi. Scott Morri­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í færslu á Face­book í dag að Ástr­alir myndu ekki láta kúga sig og að hann væri í virku sam­tali við aðra þjóð­ar­leið­toga vegna máls­ins. Hann ræddi við Nar­endra Modi for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands um málið fyrr í dag. 

„[Tækni­fyr­ir­tæk­in] eru ef til vill að breyta heim­in­um, en það þýðir ekki að þau ættu að stjórna hon­um,“ sagði Morri­son í Face­book-færslu sinni.

Lög­gjöfin í Ástr­alíu er nýj­ung á heims­vísu, en henni er ætlað að jafna leik­inn á milli stóru netrisanna sem hagn­ast á því að selja aug­lýs­ingar innan um efnið sem fólk er komið á Face­book eða Google til þess að skoða. Sem oft og tíðum eru fréttir hefð­bund­inna fjöl­miðla.

Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu.
EPA

Sam­keppn­is­stofnun Ástr­alíu hefur verið rík­is­stjórn­inni til halds og traust við smíði laga­bálks­ins, sem felur í sér að tækni­fyr­ir­tækin greiði fjöl­miðlum ein­hverja sann­gjarna upp­hæð fyrir birt­ingu frétta. Hálf­gerður gerð­ar­dómur myndi ákvarða þá upp­hæð ef ekki væri hægt að kom­ast að sam­komu­lagi við fyr­ir­tæk­in. 

Einnig felur hún í sér kröfur á tækni­fyr­ir­tækin um að láta fjöl­miðl­ana vita fyr­ir­fram ef þau ætla að ráð­ast í ein­hverjar breyt­ingar á algrím­inu sem stýrir dreif­ingu efn­is­ins. Ekki er loku skotið fyrir að fleiri sam­fé­lags­miðlar og leit­ar­vélar bæt­ist inn í lög­gjöf­ina á síð­ari stig­um.

Málið hefur verið til umræðu á vett­vangi ástr­al­skra stjórn­mála und­an­farin miss­eri og Face­book og Google hafa komið ýmsum athuga­semdum á fram­færi við áströlsk stjórn­völd.

Þáttur Roberts Mur­doch

Google hefur látið undan og þegar samið við þó nokkur áströlsk fjöl­miðla­fyr­ir­tæku um greiðslu fyrir dreif­ingu frétta í leit­ar­vél sinn­i. 

Fyr­ir­tækið samdi sér­stak­lega við News Corp, alþjóð­lega fjöl­miðla­sam­stæðu ástr­alska auð­kýf­ing­ins Roberts Mur­doch, um greiðslu fyrir dreif­ingu frétta frá fjöl­miðlum sam­stæð­unnar sem stað­settir eru í Bret­landi og Banda­ríkj­unum auk Ástr­al­íu. Samn­ingar News Corp og ann­arra fyr­ir­tækja er um dreif­ingu inni í hinu svo­kall­aða Showcase-appi Goog­le, sem þegar hefur verið tekið í notkun í Bret­landi með þátt­töku nokk­urra stærstu fjöl­miðla lands­ins. 

Robert Mur­doch er tal­inn hafa haft nokkur áhrif á hversu ákaft áströlsk stjórn­völd hafa beitt sér gegn tækniris­unum tveim­ur, fyrir hönd fjöl­miðla hans og ann­arra.

Microsoft hreykir sér af mild­ari afstöðu Google

Microsoft, sem margir gleyma eflaust stundum að starf­rækir leit­ar­vél­ina Bing í (erf­iðri) sam­keppni við Goog­le, hreykir sér þó einnig af því að hafa haft áhrif á að Google gekk til samn­inga við fjöl­miðla í Ástr­al­íu.

EPA

Í frétt breska blaðs­ins Guar­dian er haft eftir Brad Smith for­stjóra Microsoft að innan við sól­ar­hring eftir að Microsoft sagð­ist styðja við áætl­anir Ástr­ala og lagði til að önnur ríki fylgdu í fót­spor þeirra hefði Google verið búið að draga úr fyrri hót­unum sínum um að loka leit­ar­vél sinni í Ástr­al­íu.

Netrisarnir telja sig gera fjöl­miðlum greiða

Málið spratt inn í sam­fé­lags­mála­um­ræð­una í Ástr­alíu af nokkrum krafti fyrir rúmum mán­uði, en þá við­ur­kenndi Google að fyr­ir­tækið hefði fram­kvæmt til­raun þar sem um 1 pró­sent not­enda var úti­lokað frá því að fá fréttir ástr­al­skra fjöl­miðla í leit­ar­nið­ur­stöðum sín­um. Fyr­ir­tækið sagð­ist vera að reyna að mæla áhrifin sem fjöl­miðl­arnir og Google hefðu á hvort ann­að.

Í frétt Sydney Morn­ing Her­ald um þetta síðan í jan­úar kemur fram að Google hafi árið 2018 metið stöð­una svo að með því einu að vera með opna og ókeypis leit­ar­vél væri fyr­ir­tækið að færa áströlskum fjöl­miðlum 218 millj­óna doll­ara virði af umferð, með því að beina not­endum inn á síð­urn­ar.

Í færslu Face­book frá því í gær­kvöldi kemur fram að fyr­ir­tækið telji sig hafa fært áströlskum fjöl­miðlum umferð (5,1 millj­arð síðu­flett­inga) sem hægt sé að verð­meta á 407 millj­ónir ástr­al­skra dala. Face­book seg­ist enn fremur ekki græða neitt sér­lega mikið á frétt­um. Fréttir séu innan við 4 pró­sent af því efni sem fólk sjái alla jafna í frétta­veitu Face­book. 

„Blaða­mennska er mik­il­væg lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi, það er ástæðan fyrir því að við höfum byggt sér­hæfð, ókeypis tól til að styðja frétta­miðla um allan heim við að koma efni sínu á fram­færi við fólk á net­in­u,“ segir meðal ann­ars í yfir­lýs­ingu Face­book um aðgerð­irnar í Ástr­al­íu.

Fyr­ir­tækið segir að áströlsk stjórn­völd séu að mis­skilja í grund­vall­ar­at­riðum sam­bandið á milli Face­book og fjöl­miðla­fyr­ir­tækja.

Fram kemur í frétt BBC að raunin sé sú að Face­book og Google taki til sín um 8 af hverjum tíu áströlskum doll­urum sem varið er í aug­lýs­ingar á net­inu. 36 pró­sent Ástr­ala sæki sér fréttir á Face­book, en ein­ungis 14 pró­sent borgi fyrir fréttir á net­inu.

Verður fylgst vel með 

En hvers virði væru Face­book og Google fyrir not­endur sína ef þar væri ekki hægt að nálg­ast fréttir hefð­bund­inna fjöl­miðla? Hvernig munu umferð­ar­tölur ástr­al­skra fjöl­miðla þró­ast næstu daga ef Face­book heldur banni sínu til streitu? Munu fals­fréttir um mik­il­væg mál­efni eins og bólu­setn­ingar fá byr undir báða vængi þegar efni hefð­bund­inna miðla fær ekki að kom­ast að? Gæti verið að umhverfi fjöl­miðla hefð­bund­inna fjöl­miðla myndi hrein­lega batna ef þeir yrðu ekki lengur háðir því að kepp­ast um athygli almenn­ings í gegnum Face­book? Ýmsar spurn­ingar vakna.

Fylgst verður vel með afleið­ing­unum sem hörð afstaða Face­book í mál­inu mun hafa. Ýmsar rík­is­stjórnir og fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hafa nefni­lega verið að velta svip­uðum hug­myndum fyrir sér. Ástr­alía virð­ist ætla að ríða á vaðið með sögu­lega til­raun.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent