Mynd: Bára Huld Beck

Bankar lána nánast einvörðungu í steypu

Viðskiptabankarnir lána lítið til atvinnulífsins um þessar mundir, og ný útlán eru að mestu til fasteignafélaga. Þorri nýrra útlána eru til heimila landsins með veði í íbúð eða húsi. Vart er lánað lengur á Íslandi nema í steypu.

Frá byrjun árs 2020 hafa bankar lands­ins lánað fyr­ir­tækjum þess nettó ell­efu millj­arða króna. Tíu þeirra ell­efu millj­arða hafa verið lán­aðir út á síð­ustu tveimur mán­uðum og í jan­úar námu útlán banka til fyr­ir­tækja 3,2 millj­örðum króna. 

Nettó hafa rúm­lega öll útlánin verið til fast­eigna­fé­laga, en þau hafa fengið 12,5 millj­arða króna að láni frá byrjun síð­asta árs, eða á þrettán mán­aða tíma­bili. Þau útlán tóku kipp í jan­úar þegar bank­arnir lán­uðu alls 5,4 millj­arða króna til fast­eigna­fé­laga. Til sam­an­­burðar lán­uðu bank­­arnir tæp­­lega 209 millj­­arða króna til atvinn­u­­fyr­ir­tækja árið 2018, þegar efna­hags­lífið hér­lendis var enn í örum vexti.

Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands um banka­kerfið sem birtar voru í dag. 

Heim­ilin draga lána­vagn­inn

Áfram sem áður eru ný útlán við­skipta­bank­anna aðal­lega til heim­ila lands­ins, og að langstærstu leyti með veði í íbúð eða ann­ars konar fast­eign. Lán til heim­ila að frá­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, hafa verið 351 millj­arður króna frá byrjun árs 2020 og út síð­asta mán­uð. Þar hafa hafa íbúða­lán verið 335,3 millj­arðar króna, eða tæp­lega 96 pró­sent allra útlána til heim­ila og rúm­lega 87 pró­sent allra útlána banka­kerf­is­ins. 

Auglýsing

Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá áður þá skar árið 2020 sig úr öðrum vegna þess að þá flúðu heim­ili lands­ins úr verð­tryggðum lánum og yfir í óverð­tryggð. Sú þróun heldur áfram inn á þetta ár. 

Í jan­úar 2021 tók heim­ili lands­ins óverð­tryggð íbúða­lán fyrir 35,4 millj­arða króna að frá­dregnum upp- og umfram­greiðslum og frá byrjun síð­asta ár nemur sú lán­taka heim­ila alls 399,1 millj­arði króna. Óverð­tryggð útlán til heim­ila vegna fast­eigna­kaupa eru auk þess um 5,3 millj­örðum krónum hærri en öll útlán banka­kerf­is­ins í síð­asta mán­uði.

 Heim­ilin í land­inu greiddu upp verð­tryggð lán upp á 4,8 millj­arða króna í síð­asta mán­uði og frá byrjun árs 2020 hefur umfang verð­tryggðra íbúða­lána í eigna­safni við­skipta­bank­anna, að frá­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, dreg­ist saman um 62,8 millj­arða króna. 

Fram­boð og eft­ir­spurn

Innan bank­anna segir að þessi staða ráð­ist ein­fald­lega af eft­ir­spurn. Í kjöl­far mik­illa vaxta­lækk­anna Seðla­banka Íslands, sem hafa skilað stýri­vöxtum niður í 0,75 pró­sent, hafa vextir á óverð­tryggðum hús­næð­is­lánum lækkað skarpt. Ódýr­ustu vextir á óverð­tryggð grunn­lán eru nú 3,3 pró­sent, sem er allra ódýrasta lánsfé sem íslenskum heim­ilum hefur staðið til boða í Íslands­sög­unn­i. 

Auglýsing

Fyrir vikið hefur verið mikið líf á fast­eigna­mark­aði, en hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði til að mynda um 7,7 pró­sent á síð­asta ári, þrátt fyrir dýpstu kreppu sem Ísland hefur staðið frammi fyrir í heila öld. Ástæðan er sú að þau heim­ili sem verða ekki fyrir beinum fjár­hags­legum áhrifum af kór­ónu­veirunni, í formi skertra tekna eða atvinnu­miss­is, hafa það heilt yfir betra nú en fyrir ári síð­an. Sparn­aður hefur hrann­ast upp vegna þess að ómögu­legt er að eyða honum t.d. í ferða­lög, og lánsfé er ódýr­ara og samn­ings­bundnar launa­hækk­anir hafa tekið gildi. Þá er enn mun meiri eft­ir­spurn eftir hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en fram­boð. 

Vantar fjögur þús­und íbúðir

Sam­kvæmt úttekt Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, sem birt var í jan­ú­ar, er óupp­fyllt hús­næð­is­þörf nú hátt í fjögur þús­und íbúðir og mun vaxa um 2.300 íbúðir á næstu þremur árum ef ekk­ert verður að gert. Því er ekki fyr­ir­liggj­andi að eft­ir­spurn eftir hús­næði muni drag­ast sam­an. 

Ofan á þetta sýndi ný skýrsla Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), sem var birt í byrjun febr­ú­ar, að um fimm til sjö þús­und manns gætu búið í svoköll­uðum óleyf­is­í­búð­um, sem er hús­næði skipu­lagt undir atvinnu­starf­sem­i. 

Hækk­andi vaxta­á­lag

Ástæður þess að fyr­ir­tæki eru ekki að taka lán eru aðr­ar. Í síð­asta Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­banka Íslands sem kom út í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins sagði að sam­­­dráttur í inn­­­­­lendum skuldum fyr­ir­tækja bendi til þess að aðgengi fyr­ir­tækja að fjár­­­­­magni sé hugs­an­­­lega tor­veld­­­ara en áður, fyrst og fremst vegna auk­innar áhættu sem end­­­ur­­­spegl­­­ast í hækk­­­andi vaxta­á­lagi fyr­ir­tækja­út­­­lána bank­anna. „Efna­hags­­­sam­­­drátt­­­ur­inn og aukin óvissa vegna far­­­sótt­­­ar­innar hefur einnig dregið veru­­­lega úr eft­ir­­­spurn eftir lánum þar sem sam­hliða dregur bæði úr áhætt­u­­­sækni fyr­ir­tækja og fram­­­boði á arð­­­bærum fjár­­­­­fest­ing­­­ar­tæki­­­fær­­­um.“

Auglýsing

Þetta þýðir á manna­máli að bank­arnir meta lík­urnar á end­ur­heimtum lán verri en áður og vilja því fá hærra álag á þau sem end­ur­speglar áhætt­una sem þeir taka af útlán­un­um. Fyr­ir­tæki í vanda ráða ekki við þau vaxta­kjör sem þeim er boðið upp á og því er ekk­ert lán­að. 

Seðla­­­bank­inn sagði í rit­inu að hann teldi þó að skuldir fyr­ir­tækja sem nýta sér lána­úr­ræði stjórn­­­­­valda og fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja muni vaxa í nán­ustu fram­tíð. „Mörg fyr­ir­tæki hafa orðið fyrir miklum tekju­­­sam­drætti og munu fara skuld­­­sett­­­ari inn í þann efna­hags­bata sem vænta má þegar far­­­sóttin verður um garð geng­in. Áhætta fyr­ir­tækja vegna vaxta­breyt­inga og/eða tekju­­­falls eykst með auk­inni skuld­­­setn­ingu. Lágt vaxta­stig styður þó við skuld­­­sett fyr­ir­tæki að öðru óbreyttu og eykur sjálf­­­bærni skuld­­­setn­ing­­­ar.“

Versn­andi útlána­­­gæði lána­­­stofn­ana end­­­ur­­­spegl­ist hins vegar í breyttu áhætt­u­mati og vax­andi virð­is­rýrnun á öðrum árs­fjórð­ungi. Enn sem komið er hafi aðeins lít­ill hluti útlána kerf­is­lega mik­il­vægra banka til fyr­ir­tækja verið færður á stig 3 sam­­­kvæmt IFR­S-9-­­­reikn­ings­skila­­­stað­l­in­um, en við­­­búið sé að það breyt­ist næstu mis­­s­eri enda hafi orðið tvö­­­­­földun á kröf­u­virði útlána á stigi 2 og virð­is­rýrnun þeirra fimm­fald­­­ast. „Hættan á enn frek­­­ari virð­is­rýrnun og fjölgun gjald­­­þrota fer vax­and­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar