Eru njósnir leyfilegar? – Um mikilvægi upplýsinga

Njósnir eru ekki bara milliríkjamál því upplýsingar varða almenning. Því er mikilvægt að styrkja regluverk um upplýsingaöflun og miðlun þeirra – bæði innan ríkja og alþjóðlega.

Þrátt fyrir að njósnir séu aldagamalt fyrirbæri eru alþjóðalög um þær harla óljós og takmörkuð.
Þrátt fyrir að njósnir séu aldagamalt fyrirbæri eru alþjóðalög um þær harla óljós og takmörkuð.
Auglýsing

Nú þegar kapp­hlaupið um bólu­efni gegn COVID-19 er í algleym­ingi hafa borist fréttir af inn­brot­um, m.a. Norð­ur­-Kóreu­manna og Rússa, inn í tölvu­kerfi fyr­ir­tækja og stofn­ana sem hafa haft með bólu­efnin að gera. Nú síð­ast upp­lýstu Suð­ur­-kóresk yfir­völd að Norð­ur­-Kóreu­menn hafi þannig reynt að kom­ast yfir upp­skrift banda­ríska lyfj­aris­ans Pfizer en ekki er ljóst hvort það hafi tek­ist.

Sam­kvæmt alþjóða­lögum eru njósnir ríkja í raun ekki bann­aðar en málið er aðeins flókn­ara en svo. Umræða um njósnir í nútím­anum snýst ekki ein­göngu um ríki, stór­fyr­ir­tæki eða ein­stak­linga sem reyna að kom­ast yfir leyni­legar upp­lýs­ingar um hern­að­ar­á­ætl­anir eða hátækni­vopn ann­arra ríkja eða fyr­ir­tækja. Hún snýst einnig um upp­lýs­inga­öflun almennt, um eft­ir­lit með almennum borg­urum og upp­lýs­ingar sem varða þá eða sam­fé­lagið allt.  

Njósnir og leyni­að­gerðir – frá Guði, Móse og flugu­mönnum til tölvu­inn­brota

Njósnir hafa þekkst frá örófi alda því mik­il­vægi réttra upp­lýs­inga hefur löngum verið ljóst og ef leitað er í gamlar bók­menntir er Guð þar ákveð­inn frum­kvöð­ull. Um 1.300 fyrir Krist, eftir að Ísra­els­menn höfðu flúið frá Egypta­landi og farið yfir Rauða­haf­ið, sagði Guð Móse að senda njó­sn­ara til að kanna aðstæður í fyr­ir­heitna land­inu. Valdi Móse til far­ar­inn­ar, að fyr­ir­mælum Guðs, einn for­ystu­mann úr hverri af tólf ætt­kvíslum Ísra­els.

Auglýsing

Ef við færum okkur nær í tíma þá hefur nútíma­tækni breytt aðstæðum tals­vert. Áður fyrr var flugu­mönnum komið fyrir í her­búðum eða stjórn­kerfi and­stæð­ing­anna, símar hlerað­ir, brot­ist inn og skjölum stolið eða teknar ljós­mynd­ir. Eftir því sem inter­netið verður umfangs­meiri þáttur í allri hugs­an­legri starf­semi aukast jafn­framt mögu­leikar til upp­lýs­inga­öfl­un­ar, hvort sem í hlut eiga stjórn­völd, fyr­ir­tæki eða ein­stak­ling­ar. Hafi alþjóða­lög um njósnir verið tak­mörk­uð, í besta falli óskýr, er ástandið mun verra nú þegar óra­víddir inter­nets­ins hafa bæst við.

Ger­endur eru fleiri og fjöl­breytt­ari, allt frá einum tölvu­hakk­ara í kjall­ara­kompu í fjar­lægu landi til tæknirisanna Google og Face­book sem eru í raun orðnir yfir­þjóð­legir ger­end­ur. Má þar nefna nýlega atburði í Ástr­alíu þar sem Face­book lok­aði á deil­ingu upp­lýs­inga, sem m.a. vörð­uðu opin­berar stofn­anir sem hafa treyst á miðl­ana við upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings.

Það eru náin tengsl milli upp­lýs­inga, þekk­ingar og valds því ef allt er vitað um ein­stak­linga, hópa eða jafn­vel heilu ríkin er auð­veld­ara að hafa á þeim stjórn eða hafa áhrif á þau. Á sama tíma eru í opnu lýð­ræð­is­sam­fé­lagi gerðar ríkar kröfur til stjórn­valda um upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings, eins og t.d. hefur sýnt sig í COVID-19-far­aldr­inum og varð­andi stöð­una á bólu­efn­um.

Hags­munir eru því af mis­jöfnum toga, allt frá upp­lýs­ingum sem geta komið sér vel fyrir almenn­ing, til beinna ógna við öryggi rík­is­ins. Upp­lýs­ing­arnar geta í ein­hverjum til­fellum ráðið úrslitum um fram­tíð ríkja og þjóða – ýmist tryggt eða ógnað þjóðar­ör­yggi. Og þurfa þá ekki öll ríki að stunda ein­hvers­konar sjálf­stæða upp­lýs­inga­öflun – reka leyni­þjón­ustu? Ekki endi­lega til pukrast með illa fengnar upp­lýs­ingar eða stunda myrkra­verk, heldur til að geta tryggt aðgang að óvil­höllum og réttum upp­lýs­ing­um?

Slíkt hlýtur að vekja upp fleiri spurn­ing­ar. Hvar liggja mörkin á milli upp­lýs­inga­öfl­unar og njósna, hvernig eru njósnir skil­greind­ar? Eru þær leyfi­legar í ein­hverjum til­fell­um, hvenær er farið yfir strikið og hver eru við­ur­lög­in?

Hér er rétt að setja ákveð­inn fyr­ir­vara því íslensk tunga er hér sér­stök áskor­un. Hún geymir enn ekk­ert gott hug­tak yfir það sem í ensku er kallað „in­telli­g­ence“. Orð eins og njósnir og leyni­þjón­usta hafa yfir sér blæ sem hvorki er hjálp­legur né raun­veru­lega lýsandi fyrir þau sem verk­efni sem verið er að vísa til.

Hættan á leynd­ar­hyggju – van­geta íslenskra stjórn­valda

Fyrr í vetur bár­ust fregnir af því að Leyni­þjón­usta danska hers­ins hefði gefið banda­rísku þjóðar­ör­ygg­is­stofn­un­inni (NSA) aðgang að dönsku fjar­skipta­neti til að njósna um stofn­anir og fyr­ir­tæki í Dan­mörku og nágranna­lönd­um. Andrés Ingi Jóns­son, þá þing­maður utan flokka, lagði fram fyr­ir­spurn á Alþingi til þriggja ráð­herra um mál­ið, í ljósi þess að báðir gagna­sæ­strengirnir sem tengja Ísland við Evr­ópu liggja um danskt yfir­ráða­svæði.

Í sam­eig­in­legu svari við­kom­andi ráðu­neyta var lýst áhyggjum vegna máls­ins og að margt benti til þess að um ólög­legt athæfi hafi verið að ræða. Örygg­is- og varn­ar­mál þörfn­uð­ust nú auk­innar athygli vegna mik­illa tækni­fram­fara í fjar­skipt­um, sem hefðu breytt mjög örygg­is­um­hverf­inu. Hins vegar yrði ekki brugð­ist frekar við á meðan beðið væri eftir nið­ur­stöðu rann­sóknar á vegum danskra stjórn­valda.

Þetta er í hnot­skurn það sem við er að eiga því mál eru gjarnan dálítið óljós og ríki hafa ákveðið svig­rúm til að sleppa því að ræða svo við­kvæm mál. Að ein­hverju leyti end­ur­speglar þetta líka van­mátt Íslend­inga. Af hverju er setið hjá á meðan Danir gefa út sína útgáfu af sög­unni? Hvar er hin sjálf­stæða rann­sókn íslenskra stjórn­valda á svo við­kvæmu og alvar­legu máli?

Þegar höndlað er með við­kvæmar upp­lýs­ingar sem skil­greina má þannig að þær varði þjóðar­ör­yggi er þeim jafn­an, eðli máls­ins sam­kvæmt, haldið leynd­um. En mjög er mis­jafnt eftir ríkjum hversu opin umræða er um upp­lýs­inga- og njósn­a­stofn­an­ir. Sem dæmi má nefna að í Banda­ríkj­unum hafa allir verið með­vit­aðir um til­vist stofn­ana eins og CIA og NSA, þrátt fyrir að vissu­lega hvíli leynd yfir aðgerðum þeirra og aðferð­um. Í Bret­landi var því lengst af öfugt farið en allt fram til árs­ins 1992 var til­vist SIS, sem er for­veri MI6-­leyni­þjón­ust­unn­ar, ekki opin­ber­lega við­ur­kennd.

Leyndin er skilj­an­lega mikil ennþá en við slíkar aðstæður mynd­ast rými fyrir leynd­ar­hyggiu sem skapar ákveðna tog­streitu. Um leið og stjórn­völd reyna að tryggja þjóðar­ör­yggi með njósnum og leyni­að­gerðum getur það hæg­lega snú­ist upp í and­hverfu sína. T.d. geta stjórn­völd borið fyrir sig ógn við þjóðar­ör­yggi þegar forð­ast á að ræða mál sem þola ekki dags­ljós­ið. Þannig er m.a. hægt að rétt­læta aukið eft­ir­lit með borg­ur­un­um, í versta falli ólög­mætar hand­tökur og kúgun á for­sendum ógnar við þjóðar­ör­yggi.

Hvað segja alþjóða­lög?

Þrátt fyrir að njósnir séu alda­gam­alt fyr­ir­bæri eru alþjóða­lög um þær harla óljós og tak­mörk­uð. Athygl­is­vert er að and­stætt því sem halda mætti vísar hug­myndin um njósnir í alþjóða­lögum ein­göngu til upp­lýs­inga­öfl­unar en ekki til leyni­legra aðgerða.

Það er aðeins á stríðs­tímum sem staða njó­sn­ara er í raun háð sér­stökum alþjóð­legum reglum en lög­fræði­leg álita­mál um njósnir hafa almennt lítið verið rædd. Á tímum kalda stríðs­ins fóru lög­spek­ingar að hafa raun­veru­legan áhuga á njósn­a­starf­semi milli ríkja. Beind­ist þá grein­ingin helst að almennum alþjóða­lögum og meg­in­regl­unni um full­veldi rík­is­ins.

Jafn­framt hefur það gerst í sam­ræmi við þróun mann­rétt­inda, sem eiga sér ekki bara stoð innan hins full­valda rík­is, að farið er að skoða hvernig njósn­ir, þar á meðal ýmis­konar eft­ir­lit, koma við almenn­ing. Nýlegar rann­sóknir hafa því byrjað að bein­ast að því hvort eft­ir­lits­að­ferðir stjórn­valda eða fyr­ir­tækja geti varðað við mann­rétt­inda­lög. Eftir árás­irnar 11. sept­em­ber 2001 fengu þessi mál byr undir báða vængi vegna auk­ins eft­ir­lits stjórn­valda í þeim til­gangi að berj­ast gegn hryðju­verk­um.

Þróun nýrrar tækni og sam­skipta­miðla hefur sömu­leiðis aukið mögu­leika á umfangs­miklu eft­ir­liti með öllum ferðum og gjörðum almenn­ings. Upp­ljóstr­anir Edwards Snowdens, fyrr­ver­andi starfs­manns Þjóðar­ör­ygg­is­stofn­unar Banda­ríkj­anna (NSA), vöktu jafn­framt upp miklar umræður um leyni­þjón­ustu­á­ætl­anir Banda­ríkj­anna og laga­lega og póli­tíska stöðu njósn­a­starf­semi ríkja almennt.

Njósnir hafa sem sagt tekið á sig fjöl­breytt­ari og fág­aðri mynd með mis­mun­andi starfs­háttum og ger­end­um. Vegna þessa fjöl­breyti­leika og skorts á afger­andi laga­setn­ingu krefj­ast vanda­mál sem njósnir hafa í för með sér að aðrar reglur sé skoð­að­ar. Þ.e. lög og reglur sem varða full­veldi, íhlutun og vald­beit­ingu, haf­svæði, við­skipti og efna­hags­mál o.fl.

Edward Snowden. Mynd: EPA

Meg­in­reglan er sú að njósnir eru í sjálfu sér ekki bann­að­ar, þ.e.a.s. njósnir fyrir hönd rík­is­ins. Njósnir sem bein­ast gegn rík­inu eru hins vegar önnur saga og að upp­lýsa um njósnir rík­is­ins getur varðað við lög og haft alvar­legar afleið­ing­ar, eins og fyrr­nefndur Snowden getur vitnað um, að ekki sé talað um Julian Assange og Chel­sea Mann­ing.

Þetta beinir sjónum að þeirri stað­reynd að þrátt fyrir býsna þróað alþjóða­sam­fé­lag, með til­teknum lögum og regl­um, er kerfið form­lega stjórn­laust. Það er því sjaldn­ast yfir­þjóð­legu valdi eða lög­reglu til að dreifa og mjög tor­velt að draga ríki til ábyrgð­ar, þaðan af síður dæma og fulln­usta refs­ing­ar. Um ein­stak­ling­ana gilda önnur lög­mál, þ.e. þá sem gripnir eru við slíka iðju, eða ljóstra upp um hana.

Nauð­syn laga og reglna

Bretar hafa reynt að koma ein­hverri reglu á hlut­ina hvað varðar athafnir stjórn­valda. Laga­frum­varp hefur verið lagt fyrir breska þingið sem kveður á um að leyni­þjón­ustu­stofn­anir megi fara á svig við eða hrein­lega brjóta lög. Lög­unum er ætlað að auð­velda starfs­mönnum bresku leyni­þjón­ust­unnar að smeygja sér í raðir hryðju­verka- og glæpa­sam­taka. Segja máls­hefj­endur þessar aðferðir leyni­þjón­ust­unnar hafi m.a. komið í veg fyrir hryðju­verka­til­ræði við Ther­esu May þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra árið 2017.

Þegar njósnir bein­ast út á við, milli ríkja eða stór­fyr­ir­tækja, er það vissu­lega vanda­mál, í besta falli laga­legt álita­mál um brot á full­veld­is­rétti sem ekk­ert reglu­verk er til um. Full­yrða má að tvö­falt sið­gæði hafi ríkt um njósnir og leyni­að­gerð­ir. Stór­veldin sem stóðu í lepp­stríðum og önnur ríki sem áttu nýlendur víða, hafa staðið í harðri hags­muna­gæslu um land­svæði, auð­lindir og völd – og hafa haft ákveðið leyfi til verja þessa hags­muni með þeim með­ulum sem til­tæk eru.

Við árekstra hafa ríkin horft í gegnum fingur sér og látið nægja að mót­mæla form­lega og senda stjórn­ar­er­ind­reka úr landi, í versta falli koma þeim fyrir katt­ar­nef. Heims­byggðin er þó að vakna upp við vondan draum eftir því sem net­tæknin verður full­komn­ari og fleiri ríki eru farin að ástunda njósnir og hug­verka­þjófnað um allan heim. Þekktar eru ásak­anir þess efnis á hendur Kín­verjum og hafa staðið deil­ur, þar sem m.a. Evr­ópu­sam­bandið og Banda­ríkin hafa reynt að stöðva slíka hegðun Kín­verja. Alþjóð­legar reglur og samn­ingar um vernd hug­verka­rétt­inda hafa haft lít­inn fæl­ing­ar­mátt.

Fleiri og fleiri ríki, sem áður þóttu ekki hafa mikla burði á alþjóða­svið­inu, hafa nú jafn­framt aukna mögu­leika til fjöl­þátta­hern­að­ar. Það geta þau m.a. með því að brjót­ast inn í tölvu­kerfi og nýta sér sam­fé­lags­miðla til að hafa áhrif á stjórn­mál og grafa undan stjórn­völdum í öðrum ríkjum með fölsuðum upp­lýs­ingum til að skapa upp­lýs­inga­óreiðu.

Líf og starf okkar allra hefur færst inn á inter­netið sem kallar á reglu­verk um eft­ir­lit og kort­lagn­ingu hegð­unar almennra borg­ara, bæði af hálfu yfir­valda og fyr­ir­tækja. Gleymum því ekki að miðl­arnir eru í höndum tæknirisa eins og Google og Face­book, sem eru hagn­að­ar­drifin stór­fyr­ir­tæki og lúta ekki endi­lega lögum þeirra ríkja sem þau starfa í. Því er mik­il­vægt að fram fari öflug umræða um starf­semi sam­fé­lags­miðla, öflun og miðlun upp­lýs­inga um almenn­ing og sam­ræm­ing alþjóð­legra laga og reglna um starfs­um­hverfi og lög­sögu þeirra.

Fyrir íslensk stjórn­völd og almenn­ing sem lengi hafa skautað fram­hjá, eða umgeng­ist þessi mál af ákveð­inni létt­úð, sem end­ur­speglar bæði reynslu- og skiln­ings­leysi, er nauð­syn­legt að taka á þessum málum af meiri alvöru. Ýmis teikn eru á lofti um að það sé einmitt að ger­ast, ýmist að frum­kvæði eða á vett­vangi Þjóðar­ör­ygg­is­ráðs, Utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, Fjöl­miðla­nefndar og fleiri aðila. Upp­lýst umræða og með­vit­und meðal almenn­ings og full­trúa okkar á þingi eru einnig mik­il­væg, jafn­vel þó flækju­stig, lítil reynsla af slíkum málum í sögu­legu sam­hengi og hug­taka­skortur séu óneit­an­lega ákveð­inn fjötur um fót.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar