Mynd: 123rf.com

Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum

Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins. En niðurstaðan er áfram sú sama: Karlar halda að langmestu leyti um veskið í íslensku efnahagslífi.

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur ekki gert jafn­rétt­is­málum í heim­inum neina greiða. Í skýrslu World Economic Forum um kynja­jafn­rétti, sem kom út í lok síð­asta mán­að­ar, er fjallað er um kyn­bund­inn ójöfnuð í 156 ríkjum heims.

Heild­ar­nið­ur­staða hennar er sú að  kyn­bund­inn ójöfn­uð­ur, reikn­aður út frá 14 breyt­um, hafi auk­ist veru­lega á síð­asta ári eftir að hafa minnkað hægt mörg ár þar á und­an. Nið­ur­staða skýrsl­unnar sem kom út árið 2020 var að fullur jöfn­uður myndi nást milli kynja eftir 99,5 ár. Í nýju skýrsl­unni er sá munur kom­inn upp í 136,6 ár. 

Ísland er það land sem trónir á toppi list­ans yfir kynja­jafn­rétti. Konur njóta 89,2 pró­sent af þeim gæðum sem karlar njóta, að jafn­að­i. 

Lengst í lands innan fjár­mála­geirans

Heims­meist­ar­inn í kynja­jafn­rétti á þó nokkuð í land á ýmsum svið­um. Í skýrslu World Economic Forum er til að mynda minnst á að hér­lendis sé enn umsvifa­mik­ill kyn­bund­inn launa­mun­ur. Óleið­réttur launa­munur kynj­anna var til að mynda 33 pró­sent í þeirri atvinnu­grein þar sem hann var mestur árið 2019, sem var í fjár­mála- og vátrygg­ing­ar­starf­sem­i. 

Auglýsing

Vegna þess­arar stöðu þá hefur verið reynt að grípa til þving­andi aðgerða til að leið­rétta þessa skekkju, fyrst mark­að­ur­inn var ekki að sýna neinn vilja til að leið­rétta hann sjálf­ur.

Lög um kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja á Íslandi voru sam­þykkt árið 2010. Þau tóku að fullu gildi í sept­em­ber 2013. Lögin segja að fyr­ir­tækjum sem eru með 50 eða fleiri starfs­menn þurfi að tryggja að hlut­fall hvors kyns sé ekki undir 40 pró­sent­um. Mark­miðið með laga­setn­ing­unni var að „stuðla að jafn­ari hlut­föllum kvenna og karla í áhrifa­stöðum í hluta­fé­lögum og einka­hluta­fé­lögum með auknu gagn­sæi og greið­ari aðgangi að upp­lýs­ing­um.“

Rúmur ára­tugur án árang­urs

Von þeirra sem sam­þykktu frum­varpið – 32 þing­menn úr öllum flokkum nema Sjálf­stæð­is­flokknum sem áttu þá sæti á þingi – var að fleiri konur í stjórnum myndi leiða til þess að fleiri konur yrðu ráðnar í stjórn­un­ar­stöður og það myndi fjölga tæki­færum kvenna.

Hag­stofa Íslands tekur árlega saman tölur um hversu margar konur sitji í stjórnum fyr­ir­tækja. Stofn­unin birti nýjust tölur sín­ar, sem sýna stöð­una í lok 2020, í síð­ustu viku. Þar kom fram að rúm­lega fjórð­ung­ur, 26,5 pró­sent, allra stjórn­ar­manna í íslenskum fyr­ir­tækjum væru kon­ur. Það hlut­fall var 24 pró­sent árið 2010. 

Í fyr­ir­tækjum með fleiri en 50 laun­þega var hlut­fall kvenna í stjórnum 19,5 pró­sent árið 2010. Árið sem lögin tóku gildi var hlut­fallið orðið 30,2 pró­sent. Frá þeim tíma hefur lítið gerst. Hlut­fallið var 34,1 pró­sent í fyrra.

Auglýsing

Mark­mið lag­anna hefur því aldrei náðst. Hvorki það hlut­fall stjórn­ar­manna sem þau segja til um né þau afleiddu áhrif að konum í stjórn­un­ar­stöðum myndi fjölga mikið vegna til­komu þeirra. Hlut­fall fram­kvæmda­stjóra í íslenskum fyr­ir­tækjum sem eru konur er nú 23,3 pró­sent. Það var 20 pró­sent árið 2010 þegar lögin voru sett. 

Átt­unda árið og nán­ast alltaf sama nið­ur­staðan

Kjarn­inn hefur fram­kvæmt úttekt á því hvers kyns þeir sem stýra fjár­magni á Íslandi eru árlega frá 2014. Úttektin nú er því sú átt­unda sem fram­kvæmd hefur ver­ið.

Í ár nær hún til 100 æðstu stjórn­enda við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og -miðl­ana, verð­bréfa­sjóða,  sér­hæfðra sjóða, orku­fyr­ir­tækja, raf­eyr­is­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða. 

Af þeim eru 89 karlar en ell­efu kon­ur. Hlut­fall kvenna sem stýra pen­ingum á Íslandi dregst því saman á milli ára, úr 13,5 í ell­efu pró­sent. Frá því að Kjarn­inn gerði úttekt­ina fyrst hefur kon­unum sem hún nær til fjölgað úr sex í ell­efu. Körlunum hefur hins vegar fjölgað um sjö.

Þessi hópur sem fellur undir úttekt­ar­skil­yrðin stýrir sam­tals þús­undum millj­arða króna og velur í hvaða fjár­fest­ingar þeir pen­ingar rata hverju sinn, enda pen­ingar hreyfi­afl í mark­aðs­drifu hag­kerf­i. 

Ef 16 af stærstu einka­fjár­festum lands­ins eru einnig taldir með þá breyt­ist myndin aðeins. Körlunum fjölgar í 104 en kon­urnar eru 14. Hlut­fall kvenna fer því upp í tólf pró­sent. 

Eiga hátt í sex þús­und millj­arða

Stærstu fjár­fest­arnir á Íslandi eru líf­eyr­is­sjóð­ir. Þeir eru allt um lykj­andi í við­skipta­líf­inu. Hrein eign þeirra er um 5.800 millj­arðar króna. Það er lík­lega rúmur þriðj­ungur af heild­ar­fjár­munum sem til eru á Íslandi og sá eign­ar­hlutur mun vaxa á næstu árum. Árið 2060 munu þeir eiga tæp­lega 40 pró­sent allra fjár­muna hér. Þeir eiga í dag meiri­hluta allra mark­aðs­skulda­bréfa á Íslandi og beint eða óbeint um helm­ing allra skráðra hluta­bréfa í íslensku kaup­höll­inni. Alls eru sjóð­irnir 21 tals­ins en stjórn­endur þeirra eru 16.

Nær allir stjórn­endur líf­eyr­is­sjóða eru karl­ar, þótt sú jákvæða breyt­ing hafi orðið á árinu 2019 að kona, Harpa Jóns­dóttir hafi tekið við stærsta sjóðn­um, Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna rík­is­ins. Þrettán sjóðum er stýrt af körlum en þremur af kon­um.

Fjórir lífeyrissjóðir halda á hátt i 60 prósent af eignum lífeyrissjóðakerfisins. Einum þeirra er stýrt af konu, Hörpu Jónsdóttur hjá LSR:
Mynd: Hringbraut

Líf­eyr­is­­sjóða­­kerfið er lífæð íslenskra verð­bréfa­­fyr­ir­tækja og rekstr­­ar­­fé­laga verð­bréfa­­sjóða. 

Flestir á þeim mark­aði hafa stóran hluta tekna sinna upp úr því að rukka líf­eyr­is­­sjóði um þókn­ana­­tekjur fyrir milli­­­göngu í verð­bréfa­­kaup­um eða ann­ars fjár­fest­ing­um. Öllum leyf­is­skyldum verð­bréfa­fyr­ir­tækjum og rekstr­ar­fé­lögum verð­bréfa- og sér­hæfðra sjóða er stýrt af körl­um. Af þeim rekstr­ar­að­ilum sér­hæfðra sjóða sem eru skrán­ing­ar­skyld­ir, en ekki leyf­is­skyld­ir, eru sjö undir stjórn karla en tveir undir stjórn kvenna. 

Öllum eft­ir­lits­skyldum lána­fyr­ir­tækjum á Íslandi er stýrt af körl­um. Sömu sögu er að segja af öllum trygg­inga­fé­lögum lands­ins. 

Þá eru átta orku­fyr­ir­tæki í land­inu. Lengi vel var þeim öllum stýrt af körlum en 2018 var Berg­lind Rán Ólafs­dóttir ráðin fram­kvæmda­stjóri Orku Nátt­úr­unnar í kjöl­far mik­illa átaka innan þess fyr­ir­tækis vegna meintrar kyn­ferð­is­legrar áreitni.

Karl í stað konu í spari­sjoða­kerf­inu

Á Íslandi eru fjórir spari­sjóðir enn starf­andi. Þeim er öllum stýrt af körl­um. Ein breyt­ing varð á æðstu stjórn­endum þeirra á síð­ast­liðnu ári, þegar karl­inn Sig­urður Erlings­son tók við stjórn­ar­taumunum hjá Spari­sjóði Suð­ur­-­Þing­ey­inga. Honum var áður stýrt af spari­sjóðs­stjór­anum Gerði Sig­tryggs­dótt­ur.

Birna Einarsdóttir hefur stýrt Íslandsbanka frá því að hann var búinn til úr rústum Glitnis. Hún verður von bráðar eina konan sem stýrir skráðu félagi á Íslandi.
Mynd: Íslandsbanki

Þeim er öllum stýrt af körl­um. Þegar litið er yfir starfs­manna­list­ann er ljóst að kynja­hlut­fallið lag­ast ekki mikið þegar neðar í skipu­ritið er kom­ið.

Fjórir stórir bankar eru á land­inu. Tveimur þeirra, rík­is­bönk­unum Lands­banka og Íslands­banka, er stýrt af kon­unum Lilju Björk Ein­ars­dóttur og Birnu Ein­ars­dótt­ur. Báðir bank­arnir sem eru í einka­eigu, Arion banki og Kvika banki, eru undir stjórn karla. 

For­stjóri Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, sem stundar útlán til fast­eigna­kaupa, er sömu­leiðis karl. 

Kona á leið­inni í Kaup­höll­ina

Á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði eru skráð 22 félög sem stend­ur, en þeim hefur fækkað um tvö frá síð­ustu úttekt þar sem Heima­vellir voru afskráð og TM rann inn í Kviku. Alls eru 18 félag­anna skráð á Aðal­markað og fjögur á First North. Öllum félög­unum er stýrt af körlum og kona hefur raunar ekki setið í for­stjóra­stóli skráðs félags á Íslandi frá því í ágúst 2016, þegar Sig­rúnu Rögnu Ólafs­dóttur var sagt upp hjá VÍS. 

Copy: konur og peningar 2021
Infogram

Tvö félög hafa til­kynnt um skrán­ingu á markað á þessu ári. Annað þeirra, Síld­ar­vinnslan, er undir stjórn karls. Hitt, Íslands­banki, er likt og áður hefur komið fram stýrt af kon­unni Birnu Ein­ars­dótt­ur. Því er í far­vatn­inu að kona stýri skráðu félagi á Íslandi í fyrsta sinn í tæp fimm ár gangi áform um skrán­ingu Íslands­banka í sumar eft­ir. 

Tvær konur hafa verið fjár­mála­ráð­herrar

Þegar horft er víðar á áhrifa­stöður í sam­fé­lag­inu, þar sem pen­ingum er auð­vitað stýrt, en þó með öðrum hætti en í við­skipta­líf­inu, hallar víða enn á kon­ur. Í rík­is­stjórn er kynja­hlut­fallið til að mynda enn körlum í hag. Þar sitja sex karlar og fimm kon­ur. For­sæt­is­ráð­herra er hins vegar konan Katrín Jak­obs­dótt­ir. Það er í annað sinn í lýð­veld­is­sög­unni sem kona situr í því emb­ætti. Sú fyrsta var Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir sem var for­sæt­is­ráð­herra 2009-2013.

Oddný Harðardóttir var fyrsta konan til að verða fjármálaráðherra á Íslandi.
Mynd: Norden.org/Johannes Jansson
Auglýsing



Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra er karl­inn Bjarni Bene­dikts­son. Alls hafa 26 ein­stak­lingar gegnt þeirri stöðu frá því að lýð­veldið Ísland var stofn­að. Ein­ungis tveir þeirra hafa verið kon­ur. Oddný Harð­ar­dóttir varð fyrsta konan til að gegna emb­ætti fjár­mála­ráð­herra þegar hún tók við því á gaml­árs­dag 2011. Oddný sat í emb­ætti í níu mán­uði og þá tók flokks­systir hennar Katrín Júl­í­us­dóttir við. Hún sat í emb­ætt­inu í tæpa átta mán­uði. Því hafa konur verið fjár­mála­ráð­herrar á Íslandi í minna en 17 mán­uði frá árinu 1944.  

Konur undir 40 pró­sent þeirra sem sitja á Alþingi

Seðla­banka­stjóri Íslands er, og hefur alltaf ver­ið, karl en af þremur vara­seðla­banka­stjórum eru tvær kon­ur, Rann­veig Sig­urð­ar­dóttir og Unnur Gunn­ars­dótt­ir.

Á Alþingi voru 24 kjörnar konur 2017. Hrær­ingar í fyrra, þar sem Þor­steinn Víglunds­son vék af þingi og Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir tók hans sæti, breyttu þeirri stöðu og fjölg­aði konum um eina. Þór­unn Egils­dóttir fór hins vegar í leyfi vegna veik­inda í byrjun árs 2021 og ekki er búist við að hún snúi aft­ur. Sæti hennar tók Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son. Kon­urnar eru því aftur orðnar 24 af 63 þing­mönn­um, eða 38 pró­sent þing­manna. 

Í ríkisstjórn Íslands eru sex karlar og fimm konur.
Mynd: Stjórnarráðið

Þær dreifast ójafnt á flokka. Mið­flokk­ur­inn, nú stærsti stjórn­ar­and­stöðu­flokkur lands­ins, sam­anstendur til að mynda af átta körlum og einni konu. Hjá Sjálf­stæð­is­flokknum eru tólf karlar og fjórar kon­ur. Hjá Pírötum eru karl­arnir orðnir fimm eftir að Andrés Ingi Jóns­son gekk til liðs við þá en kon­urnar tvær 

Hjá Sam­fylk­ingu eru karl­arnir fjórir en kon­urnar fjórar eftir að Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir gekk til liðs við flokk­inn. Sama staða er nú uppi hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um. Kynja­hlut­fallið í tveimur minnstu þing­flokk­un­um, hjá Við­reisn og Flokki fólks­ins sem sam­an­lagt eru með sex þing­menn, eru sömu­leiðis jafn­t. 

Ein­ungis einn þing­flokkur er með fleiri konur inn­an­borðs en karla: Vinstri græn. Þar sem kon­urnar eru fimm og karl­arnir fjór­ir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar