pilotsasleep.jpg
Auglýsing

Á næstu tutt­ugu árum verður þörf fyrir fleiri en hálfa milljón nýrra flug­manna í heim­in­um. Og enn fleiri flug­virkja, flug­freyjur og -þjóna. Evr­ópsk flug­fé­lög mega búast við harðri sam­keppni frá félögum í Asíu sem bjóða hærri laun.

Stærsti flug­véla­fram­leið­andi heims, Boeing, birti fyrir skömmu fróð­legar og áhuga­verðar tölur um þróun flug­mála í heim­inum næstu ára­tug­ina. Starfs­fólk þró­un­ar­deildar fyr­ir­tæk­is­ins hefur ekki rýnt í kaffi­bolla til að sjá fram í tím­ann en styðst við tölur um pant­anir á flug­vél­um, bæði frá Boeing og Air­bus. Þessir tveir stærstu fram­leið­endur far­þega­véla í heim­inum voru sam­tals með fyr­ir­liggj­andi pant­anir á rúm­lega tólf þús­und flug­vélum um síð­ast­liðin ára­mót, og gera ráð fyrir að fram til árs­ins 2035 muni fyr­ir­tækin tvö afhenda um það bil 38 þús­und nýjar flug­vél­ar.

28 þús­und flug­menn á hverju ári



Til þess að manna þennan flug­flota þarf margt fólk. Þró­un­ar­deild Boeing hefur reiknað út, miðað við fjölda nýrra flug­véla, þurfi á hverju ári að bæt­ast við 28 þús­und nýir flug­menn, semsé um 560 þús­und fram til árs­ins 2035. Flug­freyjum og -þjónum þarf að fjölga álíka mikið eða jafn­vel rúm­lega það og á þessu tutt­ugu ára tíma­bili þarf flug­virkjum að fjölga um hvorki meira né minna en 610 þús­und.

Ell­efti sept­em­ber, fuglaflensa og kreppa 



Fyrstu ár ald­ar­innar voru ekki upp­gangs­tímar í flug­in­u.  Fyrst var það 11.sept­em­ber 2001, því næst fuglaflensan 2003 og svo fjár­málakreppan 2008. Þetta þrennt hafði mikil áhrif um allan heim. Almenn­ingur ferð­að­ist minna og flug­ferðum tengdum vinnu fækk­aði sömu­leið­is. Þetta hafði í för með sér miklar svipt­ingar í flug­rekstri, mörg félög lögðu upp laupana, önnur héngu á horrim­inni.

Til varð það sem nefnt hefur verið lággjalda­flug­fé­lög, sum þeirra eins­konar hlið­ar­fé­lög við stóru "gömlu" félög­in, önnur sem verið höfðu lítil og flogið á til­teknum leið­um, sem stóru félögin sinntu ekki, sáu sér leik á borði til að nýta sér aðstæð­urn­ar. Í þessum hópi eru meðal ann­ars Ryana­ir, Easyjet og Norweg­ian sem öll hafa þanið væng­ina, ef svo má segja, á síð­ustu árum.

Auglýsing

Asía skiptir mestu, einkum Kína



Allt tekur enda er stundum haft á orði, ekki síst þegar von­ast er eftir betri tíð. Þótt afleið­ingar krepp­unnar sem reið yfir heim­inn fyrir nokkrum árum séu ekki að fullu liðnar hjá gildir það ekki um flug­ið. Þar er upp­gang­ur.

Geysi­legur upp­gangur í Kína á und­an­förnum árum hefur verið mjög áber­andi í frétt­u­m.  Kín­verskir ferða­menn eru áber­andi víða um lönd, ekki síst í Evr­ópu. Ástæðan er aug­ljós: meiri efni sem gera sístækk­andi hópi Kín­verja kleift að að ferð­ast um heim­inn. Jafn­framt fjölgar árlega í þeim hópi, ekki síst Vest­ur­landa­bú­um, sem heim­sækja ris­ann í austri eins og Kína er stundum nefnt. En Kín­verjarnir ferð­ast ekki ein­göngu til ann­arra landa, þeir ferð­ast í síauknum mæli inn­an­lands og með bættum efna­hag velja sífellt fleiri flug fram­yfir lestar- eða rútu­ferð. Sem kallar á flug­vél­ar, margar flug­vél­ar, og áhafn­ir. Flug­vél­arnar kaupa Kín­verjar frá stóru fram­leið­end­unum tveim, þar eru þeir ein­fald­lega í kaup­enda­röð­inni. Og svo þarf fólk, margt fólk.

225 þús­und flug­menn



Þótt Kín­verjar séu um margt fram­sýnir og iðu­lega sagðir hugsa ára­tugi fram í tím­ann gildir það ekki um menntun flug­manna og flug­virkja. Að mati þró­un­ar­deildar Boeing verða Kín­verjar ekki í vand­ræðum með að mennta flug­freyjur og -þjóna en öðru máli gegni um flug­menn og flug­virkja. Á næstu 20 árum þurfa Kín­verjar að ráða til starfa að minnsta kosti 150 þús­und flug­menn og aðrar Asíu­þjóðir að minnsta kosti 75 þús­und. Og þá er spurt: hvaðan kemur þessi mann­skap­ur?  Og svar­ið: að miklu leyti frá Evr­ópu. Þá er spurt: eru svona margir flug­menn þar án atvinn­u.  Svarið við því er nei, en þá er til gott ráð: bjóða hærri laun, miklu hærri laun. Það er þetta ráð sem Kín­verjarnir grípa til.  Bjóða ein­fald­lega miklu betri kjör en flug­fé­lög í Evr­ópu, þar sem sam­keppnin er mjög hörð og allra leiða leitað til að ná niður kostn­aði.

Víðar vantar flug­menn



Þró­un­ar­deild Boeing telur að í Banda­ríkj­unum vanti á næstu 20 árum 95 þús­und flug­menn, annan eins fjölda í Evr­ópu, og Suð­ur­-Am­er­íku, Mið­aust­ur­löndum og Rúss­landi og Afr­íku  um það bil 145 þús­und. Við þetta bæt­ist svo sá fjöldi flug­manna sem kemst á eft­ir­launa­ald­ur.

Evr­ópsk flug­fé­lög hafa áhyggjur



Á síð­ustu árum hafa mörg evr­ópsk flug­fé­lög, til dæmis SAS, beint kröftum sínum að upp­sögnum og sparn­aði. Það kemur ekki til af góðu, ástæð­urnar eru síharðn­andi sam­keppni og auk­inn til­kostn­að­ur. Félögin hafa þess vegna ekki, fyrr en kannski nú, áttað sig á að þau geti ekki gengið út frá því sem vísu að alltaf verði nægi­legt fram­boð á flug­mönnum og flug­virkj­um. Flug­maður sem Jót­land­s­póst­ur­inn danski ræddi nýlega við sagði að nú væri af það sem áður var, í dag væru flug­menn til­búnir að ráða sig til starfa nán­ast hvar sem væri í ver­öld­inni.

Reyndir flug­menn, einkum flug­stjór­ar, gætu valið úr störfum og leit­uðu auð­vitað þangað sem best kjör byð­ust. Jan Her­lev Chri­stoff­er­sen yfir­flug­stjóri hjá Norweg­ian flug­fé­lag­inu sagði í við­tali  við dag­blaðið Berl­ingske að hann þyrfti á næstu 12 mán­uðum að ráða til starfa 250 flug­menn "og ég hef ekki hug­mynd um hvernig ég á að fara að því," sagði hann. Þessi yfir­flug­stjóri er ekki sá eini sem þarf að klóra sér í koll­inum á næstu árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None