jessica.jpg
Auglýsing

Leik­konan Jessica Alba er snjöll í við­skiptum og nýsköp­un. Því til sönn­unar er fyr­ir­tækið The Honest Company, sem sótt hefur meira en 122 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur meira en 16 millj­örðum króna, til sex fjár­festa. Það er nú að sækja meira fé, sam­kvæmt fréttum frá því í gær, á grund­velli verð­miða upp á tæp­lega tvo millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega 270 millj­örðum króna.

Ólíkt mörgum öðrum fyr­ir­tækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref þá hefur The Honest Company tek­ist að byggja upp traustar og hratt vax­andi tekj­ur, sem námu rúm­lega 150 millj­ónum Banda­ríkja­dala í fyrra, og þykja fram­tíð­ar­mögu­leik­arnir vera mikl­ir.

Hvað gerir fyr­ir­tæk­ið?Í stuttu mál vildu stofn­endur fyr­ir­tæk­is­ins, Jessica Alba og Christopher Gavig­an, bjóða upp á vist­vænar bleyjur og aðrar nauð­synja­vörur fyrir börn. Í fyrstu var ein­blínt á bleyjur og klúta, en síðan hefur fyr­ir­tækið breyst í að vera mið­punktur fyrir vist­vænar vörur fyrir börn sem hægt er að kaupa í áskrift og beint í gegnum net­ið. Þar komu Sean Kane, for­maður stjórnar félags­ins, og Brian Lee, for­stjóri, til sög­unn­ar. Þeir hafa báðir mikla reynslu af stofnun fyr­ir­tækja.

Meðal þess sem  fyr­ir­tækið selur eru líf­ræn og vist­væn krem og vökvar, en auk þess eru reknar rann­sókn­ar­stofur á vegum fyr­ir­tæk­is­ins sem kanna gæði ákveð­inna efna sem notuð eru í vörur fyr­ir­tæk­is­ins. Tekj­urnar koma einkum í gegnum hratt vax­andi áskrift­ar­kerfi og sam­fé­lag sem orðið hefur til í kringum við­skipta­vini fyr­ir­tæk­is­ins og þjón­ustu þess, sem stað­settir eru fyrst og fremst í borg­um, ekki síst í Kali­forn­íu, þar sem fyr­ir­tækið er með höf­uð­stöðv­ar. En mark­miðið er að byggja upp alþjóð­lega starf­semi í meira mæli þegar fram í sæk­ir. Starfs­menn eru nú um 400 tals­ins, og starfar stærstur hluti þeirra við síma­svörun í höf­uð­stöðv­unum í Santa Mon­ica og fleira sem snýr að þjón­ustu við við­skipta­vini (Customer Supp­ort), en for­rit­arar og sér­fræð­ingar í vöru­þróun eru einnig fjöl­mennir í hópn­um.

Auglýsing

https://www.youtu­be.com/watch?v=j96a­hWHIt7Q

Snjall vinnu­þjarkurJessica Alba, sem er gift 34 ára gömul tveggja barna móð­ir, hefur orð á sér fyrir að vera eit­ur­snjöll, yfir­veguð og mik­ill dugn­að­ar­fork­ur. Hún mætir í vinnu hjá The Honest Company alla virka daga, nema þegar töku­dagar fyrir leik- eða fyr­ir­sætu­störf þurfa hennar tíma. Sam­kvæmt umfjöllun For­bes, þar sem hún var í ítar­legu við­tali 27. maí síð­ast­lið­inn, þá eru eignir hennar metnar á 200 millj­ónir Banda­ríkjdala nú þeg­ar, en ljóst má vera að ört hækk­andi verð­miði á fyr­ir­tæk­inu sem hún á stóran hluta í hækkar virði eigna hennar hratt. Í við­tal­inu kemur fram að eign­ar­hlutur hennar sé á milli 15 og 20 pró­sent.

Notar nafn sitt til góðsAð baki hug­mynd­inni býr sú hug­mynd að breyta til góðs neyslu­venjum og lifn­að­ar­hátt­um, svo að börn geti búið við örugg­ara líf, og þar með fjöl­skyldur þeirra. Þannig lýsir hún grunn­vanda­mál­inu sem hún vildi reyna að leysa. Hún seg­ist heppin með með­stjórn­endur og bjart­sýn á að fyr­ir­tækið verði far­sælt þegar fram í sæk­ir. Hún sé hins vegar rétt að byrja.

Í mark­aðs­setn­ingu á fyr­ir­tæk­inu hefur hún notað frægð sína til að fá athygli, en um leið notað tæki­færið til þess að breyta ímynd sinni sem sæta stelpan í frekar lélegum bíó­myndum og kyn­tákn, en hún hefur oftar en einu sinni verið kosin kyn­þokka­fyllsta kona heims, meðal ann­ars af FHM tíma­rit­inu árið 2006.

Eftir að hún lauk fjár­mögnun upp á 70 millj­ónir Banda­ríkja­dala, rúm­lega 10 millj­arða króna, í ágúst í fyrra, þar sem fjár­magn var sótt til fjár­fest­inga­sjóða í Kali­forn­íu, þá gerðu flestir sér grein fyrir því að það væri greini­lega mikið í hana spunnið sem frum­kvöðul og með­starfs­menn hennar sömu­leið­is.

Brian Lee, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, sagð­ist í við­tal­inu við For­bes hafa fengið 50 síðan glæru­pakka sendan frá Jessicu, áður en fyr­ir­tækið varð til, þar sem farið var yfir hug­mynd­ina að baki fyr­ir­tæk­inu. Þá hafi hann áttað sig á því að þetta væri góð hug­mynd sem hefði mögu­leika á því að verða að fyr­ir­tæki, ef rétt væri haldið á spöð­unum og heppnin væri með teym­inu. Fyrstu hindr­an­irnar hafa verið yfir­s­tignar en þrátt fyrir að allt hafi gengið að óskum til þessa, og fyr­ir­tækið leiti nú að enn meira fjár­magni til vaxt­ar, þá er ekki þar með sagt að enda­laus vel­gengni muni ein­kenna fyr­ir­tækið til fram­tíð­ar. Sam­keppnin er hörð og það getur hallað hratt undan fæti ef ekki er haldið rétt á spil­un­um, eins og Jessica segir raunar sjálf í við­tali við For­bes.

Vör­urnar frá The Honest Company hafa sumar fengið á sig gagn­rýni, meðal ann­ars sól­ar­vörn fyrir börn sem þykir ekki virka nægi­lega vel. Alba segir sjálf að þau reyni að hafa vör­urnar alveg til­búnar áður en þær fara á mark­að, en stundum tak­ist það ekki nægi­lega vel. Það sé eitt­hvað sem rann­sókn­ar­stofa fyr­ir­tæk­is­ins sé að reyna að ná betri tökum á.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None