jessica.jpg
Auglýsing

Leikkonan Jessica Alba er snjöll í viðskiptum og nýsköpun. Því til sönnunar er fyrirtækið The Honest Company, sem sótt hefur meira en 122 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur meira en 16 milljörðum króna, til sex fjárfesta. Það er nú að sækja meira fé, samkvæmt fréttum frá því í gær, á grundvelli verðmiða upp á tæplega tvo milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 270 milljörðum króna.

Ólíkt mörgum öðrum fyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref þá hefur The Honest Company tekist að byggja upp traustar og hratt vaxandi tekjur, sem námu rúmlega 150 milljónum Bandaríkjadala í fyrra, og þykja framtíðarmöguleikarnir vera miklir.

Hvað gerir fyrirtækið?


Í stuttu mál vildu stofnendur fyrirtækisins, Jessica Alba og Christopher Gavigan, bjóða upp á vistvænar bleyjur og aðrar nauðsynjavörur fyrir börn. Í fyrstu var einblínt á bleyjur og klúta, en síðan hefur fyrirtækið breyst í að vera miðpunktur fyrir vistvænar vörur fyrir börn sem hægt er að kaupa í áskrift og beint í gegnum netið. Þar komu Sean Kane, formaður stjórnar félagsins, og Brian Lee, forstjóri, til sögunnar. Þeir hafa báðir mikla reynslu af stofnun fyrirtækja.

Meðal þess sem  fyrirtækið selur eru lífræn og vistvæn krem og vökvar, en auk þess eru reknar rannsóknarstofur á vegum fyrirtækisins sem kanna gæði ákveðinna efna sem notuð eru í vörur fyrirtækisins. Tekjurnar koma einkum í gegnum hratt vaxandi áskriftarkerfi og samfélag sem orðið hefur til í kringum viðskiptavini fyrirtækisins og þjónustu þess, sem staðsettir eru fyrst og fremst í borgum, ekki síst í Kaliforníu, þar sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar. En markmiðið er að byggja upp alþjóðlega starfsemi í meira mæli þegar fram í sækir. Starfsmenn eru nú um 400 talsins, og starfar stærstur hluti þeirra við símasvörun í höfuðstöðvunum í Santa Monica og fleira sem snýr að þjónustu við viðskiptavini (Customer Support), en forritarar og sérfræðingar í vöruþróun eru einnig fjölmennir í hópnum.

Auglýsing

https://www.youtube.com/watch?v=j96ahWHIt7Q

Snjall vinnuþjarkur


Jessica Alba, sem er gift 34 ára gömul tveggja barna móðir, hefur orð á sér fyrir að vera eitursnjöll, yfirveguð og mikill dugnaðarforkur. Hún mætir í vinnu hjá The Honest Company alla virka daga, nema þegar tökudagar fyrir leik- eða fyrirsætustörf þurfa hennar tíma. Samkvæmt umfjöllun Forbes, þar sem hún var í ítarlegu viðtali 27. maí síðastliðinn, þá eru eignir hennar metnar á 200 milljónir Bandaríkjdala nú þegar, en ljóst má vera að ört hækkandi verðmiði á fyrirtækinu sem hún á stóran hluta í hækkar virði eigna hennar hratt. Í viðtalinu kemur fram að eignarhlutur hennar sé á milli 15 og 20 prósent.

Notar nafn sitt til góðs


Að baki hugmyndinni býr sú hugmynd að breyta til góðs neysluvenjum og lifnaðarháttum, svo að börn geti búið við öruggara líf, og þar með fjölskyldur þeirra. Þannig lýsir hún grunnvandamálinu sem hún vildi reyna að leysa. Hún segist heppin með meðstjórnendur og bjartsýn á að fyrirtækið verði farsælt þegar fram í sækir. Hún sé hins vegar rétt að byrja.

Í markaðssetningu á fyrirtækinu hefur hún notað frægð sína til að fá athygli, en um leið notað tækifærið til þess að breyta ímynd sinni sem sæta stelpan í frekar lélegum bíómyndum og kyntákn, en hún hefur oftar en einu sinni verið kosin kynþokkafyllsta kona heims, meðal annars af FHM tímaritinu árið 2006.

Eftir að hún lauk fjármögnun upp á 70 milljónir Bandaríkjadala, rúmlega 10 milljarða króna, í ágúst í fyrra, þar sem fjármagn var sótt til fjárfestingasjóða í Kaliforníu, þá gerðu flestir sér grein fyrir því að það væri greinilega mikið í hana spunnið sem frumkvöðul og meðstarfsmenn hennar sömuleiðis.

Brian Lee, forstjóri fyrirtækisins, sagðist í viðtalinu við Forbes hafa fengið 50 síðan glærupakka sendan frá Jessicu, áður en fyrirtækið varð til, þar sem farið var yfir hugmyndina að baki fyrirtækinu. Þá hafi hann áttað sig á því að þetta væri góð hugmynd sem hefði möguleika á því að verða að fyrirtæki, ef rétt væri haldið á spöðunum og heppnin væri með teyminu. Fyrstu hindranirnar hafa verið yfirstignar en þrátt fyrir að allt hafi gengið að óskum til þessa, og fyrirtækið leiti nú að enn meira fjármagni til vaxtar, þá er ekki þar með sagt að endalaus velgengni muni einkenna fyrirtækið til framtíðar. Samkeppnin er hörð og það getur hallað hratt undan fæti ef ekki er haldið rétt á spilunum, eins og Jessica segir raunar sjálf í viðtali við Forbes.

Vörurnar frá The Honest Company hafa sumar fengið á sig gagnrýni, meðal annars sólarvörn fyrir börn sem þykir ekki virka nægilega vel. Alba segir sjálf að þau reyni að hafa vörurnar alveg tilbúnar áður en þær fara á markað, en stundum takist það ekki nægilega vel. Það sé eitthvað sem rannsóknarstofa fyrirtækisins sé að reyna að ná betri tökum á.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None