jessica.jpg
Auglýsing

Leik­konan Jessica Alba er snjöll í við­skiptum og nýsköp­un. Því til sönn­unar er fyr­ir­tækið The Honest Company, sem sótt hefur meira en 122 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur meira en 16 millj­örðum króna, til sex fjár­festa. Það er nú að sækja meira fé, sam­kvæmt fréttum frá því í gær, á grund­velli verð­miða upp á tæp­lega tvo millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega 270 millj­örðum króna.

Ólíkt mörgum öðrum fyr­ir­tækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref þá hefur The Honest Company tek­ist að byggja upp traustar og hratt vax­andi tekj­ur, sem námu rúm­lega 150 millj­ónum Banda­ríkja­dala í fyrra, og þykja fram­tíð­ar­mögu­leik­arnir vera mikl­ir.

Hvað gerir fyr­ir­tæk­ið?Í stuttu mál vildu stofn­endur fyr­ir­tæk­is­ins, Jessica Alba og Christopher Gavig­an, bjóða upp á vist­vænar bleyjur og aðrar nauð­synja­vörur fyrir börn. Í fyrstu var ein­blínt á bleyjur og klúta, en síðan hefur fyr­ir­tækið breyst í að vera mið­punktur fyrir vist­vænar vörur fyrir börn sem hægt er að kaupa í áskrift og beint í gegnum net­ið. Þar komu Sean Kane, for­maður stjórnar félags­ins, og Brian Lee, for­stjóri, til sög­unn­ar. Þeir hafa báðir mikla reynslu af stofnun fyr­ir­tækja.

Meðal þess sem  fyr­ir­tækið selur eru líf­ræn og vist­væn krem og vökvar, en auk þess eru reknar rann­sókn­ar­stofur á vegum fyr­ir­tæk­is­ins sem kanna gæði ákveð­inna efna sem notuð eru í vörur fyr­ir­tæk­is­ins. Tekj­urnar koma einkum í gegnum hratt vax­andi áskrift­ar­kerfi og sam­fé­lag sem orðið hefur til í kringum við­skipta­vini fyr­ir­tæk­is­ins og þjón­ustu þess, sem stað­settir eru fyrst og fremst í borg­um, ekki síst í Kali­forn­íu, þar sem fyr­ir­tækið er með höf­uð­stöðv­ar. En mark­miðið er að byggja upp alþjóð­lega starf­semi í meira mæli þegar fram í sæk­ir. Starfs­menn eru nú um 400 tals­ins, og starfar stærstur hluti þeirra við síma­svörun í höf­uð­stöðv­unum í Santa Mon­ica og fleira sem snýr að þjón­ustu við við­skipta­vini (Customer Supp­ort), en for­rit­arar og sér­fræð­ingar í vöru­þróun eru einnig fjöl­mennir í hópn­um.

Auglýsing

https://www.youtu­be.com/watch?v=j96a­hWHIt7Q

Snjall vinnu­þjarkurJessica Alba, sem er gift 34 ára gömul tveggja barna móð­ir, hefur orð á sér fyrir að vera eit­ur­snjöll, yfir­veguð og mik­ill dugn­að­ar­fork­ur. Hún mætir í vinnu hjá The Honest Company alla virka daga, nema þegar töku­dagar fyrir leik- eða fyr­ir­sætu­störf þurfa hennar tíma. Sam­kvæmt umfjöllun For­bes, þar sem hún var í ítar­legu við­tali 27. maí síð­ast­lið­inn, þá eru eignir hennar metnar á 200 millj­ónir Banda­ríkjdala nú þeg­ar, en ljóst má vera að ört hækk­andi verð­miði á fyr­ir­tæk­inu sem hún á stóran hluta í hækkar virði eigna hennar hratt. Í við­tal­inu kemur fram að eign­ar­hlutur hennar sé á milli 15 og 20 pró­sent.

Notar nafn sitt til góðsAð baki hug­mynd­inni býr sú hug­mynd að breyta til góðs neyslu­venjum og lifn­að­ar­hátt­um, svo að börn geti búið við örugg­ara líf, og þar með fjöl­skyldur þeirra. Þannig lýsir hún grunn­vanda­mál­inu sem hún vildi reyna að leysa. Hún seg­ist heppin með með­stjórn­endur og bjart­sýn á að fyr­ir­tækið verði far­sælt þegar fram í sæk­ir. Hún sé hins vegar rétt að byrja.

Í mark­aðs­setn­ingu á fyr­ir­tæk­inu hefur hún notað frægð sína til að fá athygli, en um leið notað tæki­færið til þess að breyta ímynd sinni sem sæta stelpan í frekar lélegum bíó­myndum og kyn­tákn, en hún hefur oftar en einu sinni verið kosin kyn­þokka­fyllsta kona heims, meðal ann­ars af FHM tíma­rit­inu árið 2006.

Eftir að hún lauk fjár­mögnun upp á 70 millj­ónir Banda­ríkja­dala, rúm­lega 10 millj­arða króna, í ágúst í fyrra, þar sem fjár­magn var sótt til fjár­fest­inga­sjóða í Kali­forn­íu, þá gerðu flestir sér grein fyrir því að það væri greini­lega mikið í hana spunnið sem frum­kvöðul og með­starfs­menn hennar sömu­leið­is.

Brian Lee, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, sagð­ist í við­tal­inu við For­bes hafa fengið 50 síðan glæru­pakka sendan frá Jessicu, áður en fyr­ir­tækið varð til, þar sem farið var yfir hug­mynd­ina að baki fyr­ir­tæk­inu. Þá hafi hann áttað sig á því að þetta væri góð hug­mynd sem hefði mögu­leika á því að verða að fyr­ir­tæki, ef rétt væri haldið á spöð­unum og heppnin væri með teym­inu. Fyrstu hindr­an­irnar hafa verið yfir­s­tignar en þrátt fyrir að allt hafi gengið að óskum til þessa, og fyr­ir­tækið leiti nú að enn meira fjár­magni til vaxt­ar, þá er ekki þar með sagt að enda­laus vel­gengni muni ein­kenna fyr­ir­tækið til fram­tíð­ar. Sam­keppnin er hörð og það getur hallað hratt undan fæti ef ekki er haldið rétt á spil­un­um, eins og Jessica segir raunar sjálf í við­tali við For­bes.

Vör­urnar frá The Honest Company hafa sumar fengið á sig gagn­rýni, meðal ann­ars sól­ar­vörn fyrir börn sem þykir ekki virka nægi­lega vel. Alba segir sjálf að þau reyni að hafa vör­urnar alveg til­búnar áður en þær fara á mark­að, en stundum tak­ist það ekki nægi­lega vel. Það sé eitt­hvað sem rann­sókn­ar­stofa fyr­ir­tæk­is­ins sé að reyna að ná betri tökum á.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None