Af hverju gerir enginn neitt? – Hefði mátt komast hjá hörmungum í Sýrlandi?

01-Fri--arg--sluli--ar----Nepal.jpg
Auglýsing

Eftir að átök brutust út í Sýrlandi vorið 2011 og Assad forseti varð m.a. uppvís að því að beita efnavopnum, voru margir sem kröfðust viðbragða alþjóðasamfélagsins. Þegar upp kemur slíkt ástand, þar sem innanríkisátök ógna saklausum borgurum og viðkomandi ríkisvald er jafnvel gerandi, vakna ýmsar spurningar: Hvers vegna er ekkert gert í málinu, hvar eru Sameinuðu þjóðirnar, Öryggisráðið og NATO, af hverju er ekki bara hægt að fara inn í viðkomandi land og skakka leikinn?

Um svipað leyti og borgarastríð ágerðist í Sýrlandi sameinaðist alþjóðasamfélagið um aðgerðir gegn stjórn Gaddafís í Líbíu. Því liggur beinast við að spyrja hvers vegna ekki var farið eins að í Sýrlandi. Það kann að hafa ráðið miklu að Gaddafi hafði verið þyrnir í augum Vesturlanda um áratuga skeið og einhverjir myndu jafnframt nefna að hagsmunir Bandaríkjamanna séu það sem á endanum ræður því hvort hlutast sé til um málefni ríkja.

Rökstyðja má að það sé einmitt tilfellið í Sýrlandi því Bandaríkjamenn hafa litið svo á að átökin þar hefðu litla sem enga strategíska þýðingu fyrir þá sjálfa. Þeir hafa þó blandað sér í málið, m.a. með drónaárásum og að þjálfa og vopna uppreisnarmenn. Hafa Bandaríkjamenn þó verið mjög tvístígandi sem hefur skapað ákveðið tómarúm og gefið Rússum færi á að láta til sín taka.

Er hægt að gera eitthvað?


Borgarastríðið í Sýrlandi hefur nú kostað meira en 200.000 manns lífið og rekið meira en 11 milljónir á vergang sem er einn mesti flóttamannastraumur sem um getur. Vestræn ríki hafa fylgst með og fordæmt ofbeldi gagnvart saklausum borgurum en jafnframt verið tvístígandi á meðan það hefur stigmagnast. Viljinn til að gera eitthvað virðist vera til staðar en skort hefur samstöðu. Hvað útskýrir þetta framtaksleysi og hvað er nákvæmlega  hægt að gera?

Auglýsing

Þegar kemur að íhlutun er hið fullvalda ríki grundvallaratriði í alþjóðakerfinu. Í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna er ekkert ákvæði sem heimilar hinum sameinuðu þjóðum að skipta sér af málum sem falla í aðalatriðum undir eigin lögsögu viðkomandi ríkis. Þó segir einnig að þessi grundvallarregla skuli ekki hindra framkvæmd þvingunaraðgerða, en þá með Öryggisráðið í forsvari, samkvæmt sjöunda kafla sáttmálans.

Jafnframt er til fyrirbæri sem kallast verndarskylda sem hefur verið að öðlast sess í alþjóðalögum þó enn sé deilt um gildi hennar. Megin hugsunin þar að baki er að fullvalda ríkjum beri skylda til að vernda eigin borgara fyrir áföllum sem komast megi hjá, fjöldamorðum, nauðgunum og sulti. Ef ríki bregst þessari skyldu eða er ekki fært að uppfylla hana er sú skylda færð á herðar annarra ríkja.

MONUSCO/Force Reynslan af íhlutun í Miðausturlöndum er fjarri því að vera góð. MONUSCO/Force

Reynslan af íhlutun er þó fjarri því að vera góð, sér í lagi með hernaðaraðgerðum á jörðu niðri, sem nú er reynt að forðast í lengstu lög. Þau úrræði sem í boði voru í Sýrlandi hefðu ekki endilega dugað til, eins og flugbann, sem þó virkaði að einhverju leyti í Líbíu. Bandaríkjamenn beittu einmitt flugbanni í Írak meirihluta tíunda áratugarins, sem kom samt ekki í veg fyrir að Saddam Hússein héldi völdum allt til ársins 2003.

Flugbann er því ekkert endilega mjög skilvirkt. Það hefði jafnframt getað leitt til þess að Assad og hans lið hefði breytt um baráttuaðferðir – sem hefði að öllum líkindum dregið íhlutunaraðila inn í annars konar umhverfi átaka, m.a. landhernað með tilheyrandi mannfalli og enn meiri tilkostnaði.

Það sem gerir sérstaklega erfitt fyrir með utanaðkomandi íhlutun er hættan á að vopn og annar stuðningur við uppreisnaröfl gegn Sýrlandsstjórn endi hjá öfgasinnuðum hópum—sem sannarlega hafa ekki verið í uppáhaldi hjá Vesturlöndum. Þetta hefur orðið raunin og ómarkvissar tilraunir Bandaríkjamanna til að vopna og þjálfa andspyrnuöfl í Sýrlandi runnið út í sandinn.

REUTERS/Goran Tomasevic Borgarastríðið í Sýrlandi hefur nú kostað meira en 200.000 manns lífið og rekið meira en 11 milljónir á vergang sem er einn mesti flóttamannastraumur sem um getur. REUTERS/Goran Tomasevic

Hugsanlega vanmátu menn jafnframt stöðu Assads og töldu að stjórn hans væri það veik að ekki þyrfti mikið til að hún félli. Þetta varð til þess að Bandaríkjamenn töldu sig geta sett Assad afarkosti. Uppgjöf var þó ekki mjög álitleg fyrir hann, sér í lagi ef horft er til endaloka nágranna hans, Gaddafís Líbíuleiðtoga.

Að sama skapi hefði útlitið ekki verið mjög bjart fyrir Alavíta minnihlutann sem Assad tilheyrir því líklegt má telja að hans hefðu beðið bitur örlög hefði Assad þurft að víkja og yfirgefa Sýrland. Þetta skýrir hvers vegna Assad hefur þráast við að halda völdum.

Mikil samstaða virtist ríkja um aðgerðir í Líbíu þegar Muammar Gaddafi var komið frá völdum árið 2011. Munurinn er hins vegar sá að þá lá fyrir umboð frá Sameinuðu þjóðunum þar sem NATO tók að sér í nafni þeirra að vernda líbísku þjóðina gegn árásum frá eigin stjórnvöldum, auk þess sem nágrannaríki veittu stuðning sinn. Ekkert af þessu var fyrir hendi í Sýrlandi og engin beiðni lá fyrir frá stjórnaraðstöðunni um hernaðarlega íhlutun.

Að sama skapi hafa Bandarísk stjórnvöld litið til aðgerðanna í Kosóvó árið 1999 þegar metnir eru kostirnir í stöðunni gagnvart Sýrlandi en þar er einnig ólíku saman að jafna. Þegar NATO lét til skarar skríða í Kosóvó lá m.a. alveg skýrt fyrir hvaða átök þyrfti að stöðva, að Serbar yfirgæfu svæðið og hvert hlutverk friðargæsluliðs ætti að vera, auk þess sem fyrir lá samkomulag um pólitískan ramma og stjórnskipun.

Þetta er allt víðs fjarri í Sýrlandi, mjög erfitt er að draga ákveðnar átakalínur og helsti uppreisnarhópurinn gegn Assad vart stjórntækur – og eins og bent hefur verið á þá hefði íhlutun á fyrri stigum getað leitt til enn meiri glundroða. Við höfum nefnilega dæmi frá Líbíu sem sýnir að ef eitthvað er verra en slæm stjórnvöld þá er það að hafa engin stjórnvöld.

Hvers vegna styður Pútin Assad?


Rússar eiga langa sögu bandalags við Sýrland og hafa ávallt stutt Assad. Þeir eiga hagsmuna að gæta á svæðinu því aðgangur þeirra að sjó um Svartahaf er lítils virði ef þeir hafa ekki trygga leið um tyrknesku sundin inn á Miðjarðarhaf. Þess vegna eru þeir með flotastöð í Sýrlandi og þess vegna er alveg ljóst að Rússum hugnast lítt að við taki enn verra ástand stjórnleysis en það sem nú ríkir þar.

Um leið og Rússar styrkja fótfestu sína á svæðinu stíga þeir inn í það tómarúm sem Bandaríkjamenn hafa skilið eftir með aðgerðaleysi sínu. Þarna eygir Pútin einnig ákveðna möguleika á að gera Rússland aftur að virku forystuafli meðal stórvelda, eftir einokun Bandaríkjanna á þeim vettvangi og hremmingar Rússa undanfarið.

Mynd: Alan Wilson Rússar hafa nú hafið loftárásir á liðsmenn Íslamska ríkisins. Mynd: Alan Wilson

Rússar sýna með stuðningnum við Assad að þeir eru tilbúnir til slíks án þess að spyrja óþægilegra spurninga um mannréttindi og lýðræði. Má því búast við að arabaríkin reyni að efla sambandið við Rússa og að íhlutun þeirra í Sýrlandi sé aðeins upphafið að meiri og sterkari tengslum við ríki í Mið-Austurlöndum.

Rússar hafa nú hafið loftárásir á liðsmenn Íslamska ríkisins en ef marka má fréttir þá einnig á aðra uppreisnarmenn gegn stjórn Assads. Reynslan af slíkum loftárásum er almennt ekki góð því hætt er við að aðgerðir Rússa í Sýrlandi gæti dregist á langinn og reynst kviksyndi sem erfitt verði fyrir þá að losa sig úr. – Einhver er því að gera eitthvað en líklega verður það ekki til að laga í bráð það hörmungarástand sem ríkt hefur í Sýrlandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None