Flóttamenn frá og í Ungverjalandi

flottamenn.jpg
Auglýsing

Flótta­menn í Evr­ópu hafa verið mikið í sviðs­ljós­inu und­an­farin miss­eri. Fyrir utan erf­iða sigl­ingu yfir Mið­jarð­ar­hafið hefur Ung­verja­land reynst þeim hvað erf­ið­ast yfir­ferð­ar. Bæði lög­reglu og hernum hefur verið beitt gegn flótta­fólki þar. Við­brögð Ung­verja við flótta­manna­straumnum koma á óvart miðað við sögu þjóð­ar­innar og hvernig heim­ur­inn brást við þegar þeir þurftu á hjálp að halda.

Upp­reisn og inn­rás haustið 1956Há­skóla­stúd­entar tóku sig saman og mar­ser­uðu að þing­hús­inu í Búda­pest þann 23. októ­ber árið 1956. Þeir kröfð­ust opn­ara sam­fé­lags, betri kjara, sjálf­stæðrar utan­rík­is­stefnu og frjálsra kosn­inga. Mót­mælin voru frið­sam­leg en undu upp á sig og urðu mjög fjöl­menn. Rík­is­stjórnin brást við þessu með því að siga örygg­is­lög­regl­unni ÁVH á mót­mæl­end­urna með skot­hríð. Þetta kveikti í reiðum fjöld­anum og í kjöl­farið hófst eig­in­leg upp­reisn í land­inu. Á örfáum dögum var komm­ún­ista­stjórn­inni steypt og ný bylt­ing­ar­stjórn mynd­uð. Imre Nagy, sem áður hafði setið í stjórn Ung­verja­lands en hafði verið bolað burt, var feng­inn til að leiða hina nýju stjórn upp­reisn­ar­mann­ana og semja við Sov­ét­menn. Sov­ét­menn brugð­ust þó við með all­herj­ar­inn­rás þann 4. nóv­em­ber. Ung­verjar tóku til varna en það tók aðeins tæpa viku að kveða niður upp­reisn­ina. Um 2.500 Ung­verjar og um 700 sov­éskir her­menn féllu í bar­dög­un­um. Í kjöl­farið fylgdu fjölda­hand­tökur og yfir­heyrsl­ur, þús­undir fengu harða fang­els­is­dóma og margir af þeim voru sendir í hinar alræmdu fanga­búðir í Síber­íu. Auk þess voru hund­ruðir manna teknir af lífi. Þar á meðal Imre Nagy. Hann var dæmdur fyrir land­ráð og hengdur árið 1958.

UNHCRFlótta­manna­hjálp Sam­ein­uðu Þjóð­anna (UNHCR) var stofnuð árið 1950 af feng­inni reynslu eftir seinni heims­styrj­öld­ina. Millj­ónir manna í Evr­ópu og Asíu lentu á ver­gangi og það tók mörg ár að leysa úr því. Flótta­manna­hjálpin hafði það hlut­verk að verja rétt­indi flótta­manna, sjá um aðbúnað þeirra, vernda þá, hjálpa þeim að finna hæli í öðrum löndum og sam­ræma aðgerðir ríkja. Fyrsta verk­efni Flótta­manna­hjálp­ar­innar var Ung­verja­land. Í kjöl­far inn­rásar Sov­ét­manna flúðu um 200.000 Ung­verjar úr landi, lang­flestir vestur til Aust­ur­ríkis en ein­hverjir suður til Júgóslavíu. Í Aust­ur­ríki var komið á fót tveimur stórum flótta­manna­búðum í Graz og Traiskirchen skammt frá landa­mær­unum og einnig nokkrum minni. Yfir­gefnar her­búðir her­náms­sveita banda­manna úr heim­styrj­öld­inni voru not­að­ar. Aðgerðin tókst með ólík­indum vel og mark­aði þá stefnu og vinnu­reglur sem seinna var miðað við. Aust­ur­rík­is­menn báru hit­ann og þung­ann af aðgerð­unum í upp­hafi en fljótlega kom mikið af starfs­fólki víða að til að aðstoða. Aðgerðin gekk hratt og vel fyrir sig og í árs­lok 1956 var helm­ingur flótta­mann­ana kom­inn úr landi. Banda­ríkja­menn og Kanada­menn tóku við flest­um, sam­an­lagt nærri 70.000 manns. Hinir fóru að mestu leyti til ann­arra Evr­ópu­landa, Ástr­alíu eða til lat­nesku Amer­íku. 

Ísland tekur þátt

Hvata­maður að komu ung­verskra flótta­manna til Íslands var Gunn­laugur Þórð­ar­son, stjórn­ar­maður í Rauða Kross­in­um. Hann fór á fund Her­manns Jón­as­sonar for­sæt­is­ráð­herra og fékk leyfi til að flytja inn á bil­inu 50 til 60 flótta­menn með milli­göngu Rauða Kross­ins. Áhersla var lögð á það að fá mun­að­ar­laus börn til lands­ins og yfir hund­rað fjöl­skyldur buð­ust til að taka við þeim í fóst­ur. Gunn­laugur flaug út til Aust­ur­ríkis en þá kom í ljós að ekki var hægt að fá ein­ungis börn. Belgar og Portú­galir höfðu þegar boð­ist til að taka við mun­að­ar­lausum börn­um. Gunn­laugur tók við umsóknum í búð­unum og flaug til baka á aðfanga­dag 1956 með 52 flótta­menn á öllum aldri. Þeir voru fædd­ir, klæddir og sendir í lækn­is­skoðun áður en þeim var komið fyrir í Hlé­garði í Mos­fells­sveit í sótt­kví. Þar héldu þeir saman jól og fengu stuðn­ing frá mörgum fyr­ir­tækjum og stofn­un­um. Fólkið sem hingað kom var margt mjög illa hald­ið. Ein kona þurfti að skilja barnið sitt eftir í Ung­verja­landi og sakn­aði þess mjög, hún vissi ekk­ert hvort maður hennar væri á lífi eða ekki. Einn maður hafði misst hönd og rétt sloppið undan sov­éskum her­mönn­um. Lýs­ingar fólks­ins af aðförum rauða hers­ins voru skelfi­leg­ar.  Í Morg­un­blað­inu frá 29. des­em­ber 1956 seg­ir: “Og svo er okkur sagt að þetta fólk hafi flúið af “æv­in­týra­þrá”!”. Fólk­inu var komið fyrir víðs vegar um land. Meiri­hlut­inn sett­ist að í Reykja­vík og nágrenni. Sex fóru til Vest­manna­eyja, tveir til Akra­ness og fjórir að Geld­inga­læk í Rang­ár­valla­sýslu. Um helm­ingur flótta­mann­anna ákvað að sækja um íslenskan rík­is­borg­ara­rétt og fengu hann nokkrum árum seinna. Hinir fóru annað hvort aftur til Ung­verja­lands eða til ann­arra landa.

Auglýsing

Viktor Orbán

Nú í einum mesta flótta­manna­vanda seinni tíma er það einmitt Ung­verji sem heims­at­hyglin berst að. Viktor Orbán hefur verið for­sæt­is­ráð­herra síðan 2010 og situr í umboði hægri­flokks­ins Fidesz. Orbán komst á kortið í ung­verskum stjórn­málum árið 1989 með ræðu sem hann hélt á minn­ing­ar­at­höfn um Imre Nagy og upp­reisn­ina 1956. Þar berg­mál­aði hann boð­skap upp­reisn­ar­innar um frjálsar kosn­ingar og sjálf­stæða utan­rík­is­stefnu. Orbán hefur barist hart gegn straumi flótta­manna sem fæstir eru þó að leit­ast eftir að setj­ast að í Ung­verja­landi. Hann segir flótta­menn ekki eig­in­leg fórn­ar­lömb heldur að þeir séu fólk í gróða­von, lög­brjóta og hugs­an­lega hryðju­verka­menn. Hann lét reisa skilti víðs vegar um landið þar sem stendur “Ef þú kemur til Ung­verja­lands, ekki taka störf af Ung­verjum”. En skiltin eru öll á ung­versku sem eng­inn flótta­maður skil­ur. Skila­boðin eru því ekki til flótta­mann­ana sjálfra heldur til eigin þegna. Stans­laust er alið á ótta í garð erlendra afla. Orbán kennir Evr­ópu­sam­band­inu og þá sér­stak­lega Þjóð­verjum um fólks­straum­inn. Ung­verjar berj­ast hart gegn flótta­manna­kvóta Evr­ópu­sam­bands­ins og nokkrar aðrar þjóðir í Aust­ur-­Evr­ópu hafa fylgt þeim. Slóvakar segj­ast t.a.m. ein­ungis vilja taka við um 200 og gera það skil­yrði að allir séu kristn­ir. Orbán er því orð­inn óop­in­ber leið­togi þeirra sem berj­ast gegn flótta­mönnum í Evr­ópu. En af hverju gerir hann þetta? Ein­ungis brota­brot af flótta­mönn­unum sem koma til Ung­verja­lands vilja setj­ast þar að. Skýr­ing­una er senni­lega að finna í inn­an­rík­is­málum Ung­verja­lands. Stjórn Orbáns hefur verið sökuð um póli­tíska spill­ingu og öfga­hægri flokk­ur­inn Jobbik hefur sótt í sig veðrið að und­an­förnu. Orbán grípur því til hins gam­al­gróna póli­tíska vopns sem er þjóð­ern­is­hyggja. Hann býr til erlendan óvin, dreifir athygl­inni frá eigin vand­ræðum og tekur vind­inn úr segl­unum hjá póli­tískum keppi­nautum sín­um.

Ein eldri ung­versk kona lýsir ástand­inu best: “Það er skömm að þessu……einu sinni vorum við flótta­menn­irnir

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None