Flóttamenn frá og í Ungverjalandi

flottamenn.jpg
Auglýsing

Flóttamenn í Evrópu hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarin misseri. Fyrir utan erfiða siglingu yfir Miðjarðarhafið hefur Ungverjaland reynst þeim hvað erfiðast yfirferðar. Bæði lögreglu og hernum hefur verið beitt gegn flóttafólki þar. Viðbrögð Ungverja við flóttamannastraumnum koma á óvart miðað við sögu þjóðarinnar og hvernig heimurinn brást við þegar þeir þurftu á hjálp að halda.

Uppreisn og innrás haustið 1956


Háskólastúdentar tóku sig saman og marseruðu að þinghúsinu í Búdapest þann 23. október árið 1956. Þeir kröfðust opnara samfélags, betri kjara, sjálfstæðrar utanríkisstefnu og frjálsra kosninga. Mótmælin voru friðsamleg en undu upp á sig og urðu mjög fjölmenn. Ríkisstjórnin brást við þessu með því að siga öryggislögreglunni ÁVH á mótmælendurna með skothríð. Þetta kveikti í reiðum fjöldanum og í kjölfarið hófst eiginleg uppreisn í landinu. Á örfáum dögum var kommúnistastjórninni steypt og ný byltingarstjórn mynduð. Imre Nagy, sem áður hafði setið í stjórn Ungverjalands en hafði verið bolað burt, var fenginn til að leiða hina nýju stjórn uppreisnarmannana og semja við Sovétmenn. Sovétmenn brugðust þó við með allherjarinnrás þann 4. nóvember. Ungverjar tóku til varna en það tók aðeins tæpa viku að kveða niður uppreisnina. Um 2.500 Ungverjar og um 700 sovéskir hermenn féllu í bardögunum. Í kjölfarið fylgdu fjöldahandtökur og yfirheyrslur, þúsundir fengu harða fangelsisdóma og margir af þeim voru sendir í hinar alræmdu fangabúðir í Síberíu. Auk þess voru hundruðir manna teknir af lífi. Þar á meðal Imre Nagy. Hann var dæmdur fyrir landráð og hengdur árið 1958.

UNHCR


Flóttamannahjálp Sameinuðu Þjóðanna (UNHCR) var stofnuð árið 1950 af fenginni reynslu eftir seinni heimsstyrjöldina. Milljónir manna í Evrópu og Asíu lentu á vergangi og það tók mörg ár að leysa úr því. Flóttamannahjálpin hafði það hlutverk að verja réttindi flóttamanna, sjá um aðbúnað þeirra, vernda þá, hjálpa þeim að finna hæli í öðrum löndum og samræma aðgerðir ríkja. Fyrsta verkefni Flóttamannahjálparinnar var Ungverjaland. Í kjölfar innrásar Sovétmanna flúðu um 200.000 Ungverjar úr landi, langflestir vestur til Austurríkis en einhverjir suður til Júgóslavíu. Í Austurríki var komið á fót tveimur stórum flóttamannabúðum í Graz og Traiskirchen skammt frá landamærunum og einnig nokkrum minni. Yfirgefnar herbúðir hernámssveita bandamanna úr heimstyrjöldinni voru notaðar. Aðgerðin tókst með ólíkindum vel og markaði þá stefnu og vinnureglur sem seinna var miðað við. Austurríkismenn báru hitann og þungann af aðgerðunum í upphafi en fljótlega kom mikið af starfsfólki víða að til að aðstoða. Aðgerðin gekk hratt og vel fyrir sig og í árslok 1956 var helmingur flóttamannana kominn úr landi. Bandaríkjamenn og Kanadamenn tóku við flestum, samanlagt nærri 70.000 manns. Hinir fóru að mestu leyti til annarra Evrópulanda, Ástralíu eða til latnesku Ameríku.

 

Ísland tekur þátt

Hvatamaður að komu ungverskra flóttamanna til Íslands var Gunnlaugur Þórðarson, stjórnarmaður í Rauða Krossinum. Hann fór á fund Hermanns Jónassonar forsætisráðherra og fékk leyfi til að flytja inn á bilinu 50 til 60 flóttamenn með milligöngu Rauða Krossins. Áhersla var lögð á það að fá munaðarlaus börn til landsins og yfir hundrað fjölskyldur buðust til að taka við þeim í fóstur. Gunnlaugur flaug út til Austurríkis en þá kom í ljós að ekki var hægt að fá einungis börn. Belgar og Portúgalir höfðu þegar boðist til að taka við munaðarlausum börnum. Gunnlaugur tók við umsóknum í búðunum og flaug til baka á aðfangadag 1956 með 52 flóttamenn á öllum aldri. Þeir voru fæddir, klæddir og sendir í læknisskoðun áður en þeim var komið fyrir í Hlégarði í Mosfellssveit í sóttkví. Þar héldu þeir saman jól og fengu stuðning frá mörgum fyrirtækjum og stofnunum. Fólkið sem hingað kom var margt mjög illa haldið. Ein kona þurfti að skilja barnið sitt eftir í Ungverjalandi og saknaði þess mjög, hún vissi ekkert hvort maður hennar væri á lífi eða ekki. Einn maður hafði misst hönd og rétt sloppið undan sovéskum hermönnum. Lýsingar fólksins af aðförum rauða hersins voru skelfilegar.  Í Morgunblaðinu frá 29. desember 1956 segir: “Og svo er okkur sagt að þetta fólk hafi flúið af “ævintýraþrá”!”. Fólkinu var komið fyrir víðs vegar um land. Meirihlutinn settist að í Reykjavík og nágrenni. Sex fóru til Vestmannaeyja, tveir til Akraness og fjórir að Geldingalæk í Rangárvallasýslu. Um helmingur flóttamannanna ákvað að sækja um íslenskan ríkisborgararétt og fengu hann nokkrum árum seinna. Hinir fóru annað hvort aftur til Ungverjalands eða til annarra landa.

Auglýsing

Viktor Orbán

Nú í einum mesta flóttamannavanda seinni tíma er það einmitt Ungverji sem heimsathyglin berst að. Viktor Orbán hefur verið forsætisráðherra síðan 2010 og situr í umboði hægriflokksins Fidesz. Orbán komst á kortið í ungverskum stjórnmálum árið 1989 með ræðu sem hann hélt á minningarathöfn um Imre Nagy og uppreisnina 1956. Þar bergmálaði hann boðskap uppreisnarinnar um frjálsar kosningar og sjálfstæða utanríkisstefnu. Orbán hefur barist hart gegn straumi flóttamanna sem fæstir eru þó að leitast eftir að setjast að í Ungverjalandi. Hann segir flóttamenn ekki eiginleg fórnarlömb heldur að þeir séu fólk í gróðavon, lögbrjóta og hugsanlega hryðjuverkamenn. Hann lét reisa skilti víðs vegar um landið þar sem stendur “Ef þú kemur til Ungverjalands, ekki taka störf af Ungverjum”. En skiltin eru öll á ungversku sem enginn flóttamaður skilur. Skilaboðin eru því ekki til flóttamannana sjálfra heldur til eigin þegna. Stanslaust er alið á ótta í garð erlendra afla. Orbán kennir Evrópusambandinu og þá sérstaklega Þjóðverjum um fólksstrauminn. Ungverjar berjast hart gegn flóttamannakvóta Evrópusambandsins og nokkrar aðrar þjóðir í Austur-Evrópu hafa fylgt þeim. Slóvakar segjast t.a.m. einungis vilja taka við um 200 og gera það skilyrði að allir séu kristnir. Orbán er því orðinn óopinber leiðtogi þeirra sem berjast gegn flóttamönnum í Evrópu. En af hverju gerir hann þetta? Einungis brotabrot af flóttamönnunum sem koma til Ungverjalands vilja setjast þar að. Skýringuna er sennilega að finna í innanríkismálum Ungverjalands. Stjórn Orbáns hefur verið sökuð um pólitíska spillingu og öfgahægri flokkurinn Jobbik hefur sótt í sig veðrið að undanförnu. Orbán grípur því til hins gamalgróna pólitíska vopns sem er þjóðernishyggja. Hann býr til erlendan óvin, dreifir athyglinni frá eigin vandræðum og tekur vindinn úr seglunum hjá pólitískum keppinautum sínum.

Ein eldri ungversk kona lýsir ástandinu best: “Það er skömm að þessu……einu sinni vorum við flóttamennirnir

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None