Af minnismerkjum, „ný-stalínisma” og eftirhermum á Rauða torginu

Ómar Þorgeirsson
IMG_5282-1.jpg
Auglýsing

Rúss­nesk stjórn­völd kynntu á dög­unum drög að stefnu um ákveðið upp­gjör við hina myrku og blóði drifnu stjórn­ar­tíð Jós­efs Stalíns. Stefna stjórn­valda er í grund­vall­ar­at­riðum tví­skipt. Ann­ars vegar miðar hún að því að berj­ast gegn rétt­læt­ingu á harð­ræð­inu, kúg­un­inni og glæp­unum sem áttu sér stað á tæpum þremur ára­tugum undir stjórn Stalíns. Svo hins vegar á að heiðra minn­ingu þeirra sem lét­ust í „póli­tískum hreins­un­um” harð­stjór­ans en fræði­menn telja að rekja megi dauða 15 til 20 milljón manns til þeirra. Á meðal til­greindra mark­miða stefnu stjórn­valda er að skrá sögu og opna söfn til minn­ingar um fórn­ar­lömb ógn­ar­stjórn­ar­inn­ar. Þá verður nýr minn­is­varði, sem ber heitið „Veggur sorg­ar­inn­ar”, form­lega afhjúp­aður í Moskvu í lok októ­ber.

Þessi “nýja” stefna þykir reyndar fremur óvænt skref hjá núver­andi stjórn­völd­um, sem hafa fram til þessa ekki viljað horfast í augu við for­tíð­ina með þessum hætti. Stefnan kemur hins vegar í kjöl­farið á fregnum þess efnis að þrjár styttur af Stalín hafi verið reistar und­an­farna mán­uði í borg­unum Lipet­sk, Penza og Vla­dimir, í Rúss­landi. Komm­ún­ista­flokkur Rúss­lands (KPRF), stærsti flokkur stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, sá til þess að stytt­urnar yrðu reistar en flokk­ur­inn hefur allt frá stofnun sinni árið 1993 lagt mikla áherslu á að Stalíns sé minnst sem mik­ils leið­toga og föð­ur­lands­vin­ar.

Stytta af Stalín í Muzeon-garðinum í Moskvu. Stytturnar í garðinum eru í misjöfnu ásigkomulagi en eiga það flestar sameiginlegt að hafa „fallið Stytta af Stalín í Muze­on-­garð­inum í Moskvu. Stytt­urnar í garð­inum eru í mis­jöfnu

ásig­komu­lagi en eiga það flestar sam­eig­in­legt að hafa „fall­ið" af stalli sín­um, af ein­hverjum ástæð­um. Mynd: Ómar.

Auglýsing

Það er reyndar margt sem bendir til þess að „ný-sta­lín­is­mi” sé alltaf að verða meira og meira áber­andi í Rúss­landi og það skýrir ef til vill að ein­hverju leyti þetta útspil stjórn­valda. Það er samt óneit­an­lega öskr­andi  þver­sögn falin í því að láta byggja minn­is­varða um þján­ingar fórn­ar­lamba ógn­ar­stjórnar - á sama tíma og styttum er leyft að rísa til heið­urs helsta kval­ara þeirra, Jósef Stalín. Ágrein­ingur Rússa um arf­leifð Stalíns er þó alls ekki nýr af nál­inni.

Graf­reitur hinna föllnu minn­is­merkjaEftir lát Stalíns árið 1953 var hann í fyrstu hylltur sem hetja og lík hans var til sýnis í graf­hýsi, við hlið lík Vla­dimírs Lenín. Hetju­ljóm­inn dvín­aði þó fljótt og í frægri “leyniræðu” á tuttug­asta lands­þingi sov­éska komm­ún­ista­flokks­ins gerði Nikíta Krút­sjov, eft­ir­maður Stalíns sem leið­togi Sov­ét­ríkj­anna, harða atlögu að stjórn­ar­tíð hans. Á meðal aðgerða sem Krút­sjov boð­aði í kjöl­farið voru að breyta nafni borg­ar­innar Stalín­grad í Vol­gograd, láta eyði­leggja styttur af Stalín og fjar­lægja lík hans úr graf­hýs­inu á Rauða torg­inu í Moskvu. Leoníd Bré­snev, Mik­haíl Gor­batsjev og Boris Jeltsín voru síðar einnig háværir í gagn­rýni sinni á verkn­aði í stjórn­ar­tíð Stalíns.

Við fall Sov­ét­ríkj­anna árið 1991 létu svo almennir borg­arar í ljós reiði sína með því eyði­leggja styttur af Stalín og öðrum fyrrum leið­togum Sov­ét­ríkj­anna. Skemmd­ar­verkin voru tákn­ræn á margan hátt þar sem þau end­ur­spegl­uðu á sama tíma sam­fé­lag í molum og ský­lausa kröfu almenn­ings um breyt­ingar og betri tíð.

Í Muze­on-­garð­inum í Moskvu hafa safn­ast saman styttur og minn­is­merki sem hafa af ein­hverjum ástæðum fallið af stalli sínum í gegnum tíð­ina. Nokkuð margar styttur af Stalín er að finna í garð­in­um. Sumar stytt­urnar eru meira skemmdar en aðrar en allar hafa þær ein­hverja sögu að segja um ástæð­urnar fyrir því að þær eru komnar á þessa enda­stöð. Stað­ur­inn hefur því stundum verið kall­aður graf­reitur hinna föllnu minn­is­merkja.

Stalín eftirherman og leikarinn Latif Valiyev situr fyrir á mynd með ferðamanni á Rauða torginu í Moskvu, ásamt Lenín eftirhermu. Margir vestrænir fjölmiðlar hafa sérstakan áhuga á  eftirhermunum og birta reglulega myndir og fréttir af þeim í skoplegum stíl. Mynd: Ómar. Stalín eft­ir­herman og leik­ar­inn Latif Vali­yev situr fyrir á mynd með ferða­manni á Rauða

torg­inu í Moskvu, ásamt Lenín eft­ir­hermu. Margir vest­rænir fjöl­miðlar hafa sér­stakan áhuga á

eft­ir­hermunum og birta reglu­lega myndir og fréttir af þeim í skop­legum stíl. Mynd: Ómar.

„Ný-stalínismiverði gerður refsi­verður með lögum?Sam­kvæmt nýlegri skoð­ana­könnun Levada Center, sjálf­stæðri rann­sókn­ar­stofnun sem fram­kvæmir reglu­legar og viða­miklar skoð­ana­kann­anir á rúss­nesku sam­fé­lagi, hefur afstaða Rússa til Stalíns hins vegar mild­ast þó nokkuð á und­an­förnum árum. Í skoð­ana­könnun stofn­un­ar­innar sem fram­kvæmd var fyrr á árinu kemur fram að 45% aðspurðra telji verkn­aði í stjórn­ar­tíð Stalíns hafa verið rétt­læt­an­lega. En þremur árum áður svör­uðu 25% aðspurðra með þeim hætti í sam­bæri­legri skoð­ana­könnun Levada Cent­er.

Margir Rússar nú til dags virð­ast þannig vera til­búnir að líta fram­hjá kúgun og glæpum ógn­ar­stjórnar Stalíns og ein­blína frekar á aukna iðn­væð­ingu og hern­að­ar­lega sigra Rauða hers­ins undir hans stjórn. “Eitt er þjóð­rækni, annað þjóð­remb­a,” skrif­aði Árni Berg­mann, sér­fræð­ingur í mál­efnum Rúss­lands, í bók­inni Rússland og Rússar frá árinu 2004. Árni varar þar við að þjóð­ern­is­hyggja geti tekið á sig háska­legar myndir í Rúss­landi, líkt og ann­ars­stað­ar.

TASS-frétta­stofan greindi reyndar frá því í lok sept­em­ber að nýtt frum­varp til laga gegn “ný-sta­lín­is­ma” væri í burð­ar­liðnum í Dúmunni, neðri deild rúss­neska þings­ins. Lítið hefur þó spurst af frum­varp­inu síðan þá. Frum­varpið leggi hins vegar til að allur áróður sem miðar að því að fegra stjórn­ar­tíð Stalíns verði gerður refsi­verður með lög­um. Þá verði verði jafn­framt bannað með lögum að skýra göt­ur, neða­jarð­ar­lest­ar­stöðvar og önnur slík mann­virki í höf­uðið á ein­stak­lingum tengdum ógn­ar­stjórn Stalíns.

Þegar Stalín snéri aftur í Neðanjarðarlesta­kerfiðNeð­an­jarð­ar­lesta­kerfið í Moskvu var að stórum hluta byggt í stjórn­ar­tíð Stalíns. Þess vegna var vit­an­lega engu til sparað við upp­hefja þáver­andi leið­tog­ann með mynd­um, styttum og slag­orðum á lest­ar­stöðv­unum borg­ar­inn­ar. Öll ummerki um Stalín voru hins vegar fjar­lægð úr neð­an­jarð­ar­lesta­kerf­inu, líkt og öðrum stöð­um, þegar Krút­sjov komst til valda. Líkt og áður var minnst á.

Það kom því mörgum Rússum í opna skjöldu þegar Kur­ska­ya-­lest­ar­stöðin í Moskvu var opnuð aftur eftir end­ur­bætur árið 2009 og slag­orð sem hylltu Stalín voru aftur komin upp. “Fyrir móð­ur­land­ið. Fyrir Stalín” stóð á einni áletr­un­unni. Þá blasti upp­runa­legur texti þjóð­söngvar Sov­ét­ríkj­anna frá árinu 1943 við fólki þegar það kom inn á lest­ar­stöð­ina. Í texta­brot­inu, sem hangir uppi enn þann dag í dag, er Stalín meðal ann­ars þakkað fyrir að „hvetja þjóð­ina til vinnu og hetju­dáða”. Nafn Stalíns var reyndar síðar klippt út úr texta þjóð­söngv­ar­ins í skiptum fyrir nafn Leníns.

Dmi­try Gaev, þáver­andi yfir­maður neð­an­jarð­ar­lesta­kerf­is­ins í Moskvu, bar fyrir sig að hugs­unin hafi ein­fald­lega verið sú að end­ur­byggja lest­ar­stöð­ina í sem upp­runa­leg­astri mynd til að varð­veita sögu henn­ar. End­ur­bæt­urnar vöktu hins vegar hörð við­brögð hjá mörgum Rúss­um. Arseny Rog­in­sky, yfir­maður Memorial mann­rétt­inda­sam­tak­anna, var einn þeirra. “Þetta er bara enn ein vís­bend­ingin um ný-sta­lín­is­mann sem er að gera vart við sig í sam­fé­lag­inu okk­ar. Stjórn­völd vilja halda uppi nafni Stalíns sem eins­konar tákni um styrk rík­is­valds­ins sem allir eigi að hræðast,” sagði Rog­in­sky í við­tali við Ekho Moskvy útvarps­stöð­ina.

Stalín eft­ir­hermur á Rauða torg­inuAð Stalín látnum á Charles de Gaul­le, fyrrum for­seti Frakk­lands, að hafa sagt eitt­hvað á þá leið: “Sta­lín gekk ekki í burtu í for­tíð­ina, hann hvarf inn í fram­tíð­ina”. En fólk sem nú heim­sækir Rauða torgið gæti í fyrstu haldið að orð de Gaulle væru ef til vill einum of bók­staf­leg. Þar er nefni­lega að finna enn eina birt­ing­ar­mynd Stalíns nú til dags. Í þetta skiptið í formi eft­ir­hermunnar og leik­ar­ans Latif Vali­yev og ann­arra kollega hans.

Stalín eft­ir­hermur eru sér­stak­lega vin­sælar á meðal ferða­manna á Rauða torg­inu, en þar má einnig finna Lenín og Pútín eft­ir­herm­ur. Þá virð­ast vest­rænir fjöl­miðlar hafa tekið ást­fóstri við eft­ir­herm­urnar og birta reglu­lega fréttir og myndir af þeim. Mail Online birti þannig mynd af Stalín eft­ir­hermu að borða McDon­alds franskar undir fyr­ir­sögn­inni „Hvað myndi alvöru Stalín segja?” The Wall Street Journal birti enn­fremur á dög­unum ítar­legt við­tal við nokkrar af eft­ir­hermun­um. Þar kemur meðal ann­ars fram að starfið geti oft reynst and­lega erfitt þar sem margir Rússar séu bæði sár­móðg­aðir og ösku­reiðir þegar þeir sjá upp­risna fyrrum leið­toga Sov­ét­ríkj­anna í fullum skrúða.

Hvernig sem því líður þá er í það minnsta ekki útlit fyrir að ágrein­ingur um arf­leifð Stalíns verði leystur í bráð. Rússar munu áfram skipt­ast í fylk­ingar þegar nafn Stalíns ber á góma og aðgerðir stjórn­valda, hverjar sem þær á end­anum verða, munu ekki breyta því.

Höf­undur er sagn- og mark­aðs­fræð­ingur búsettur í Moskvu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None