Áralöng störukeppni milli stjórnvalda og kröfuhafa á endasprettinum

haftahopur.jpg
Auglýsing

Fjár­magns­höft hafa verið við lýði á Íslandi frá því í nóv­em­ber 2008. Sú rík­is­stjórn sem nú er við völd hefur haft sér­fræð­inga­hópa að störfum við að finna út leiðir til að losa um höftin nán­ast frá því að hún tók við vorið 2013. Ótrú­lega margt hefur verið sagt á þeim tíma og margar leiðir í átt að losun hafta verið ræddar á opin­berum vett­vangi.

Nú virð­ist loks sem að það dragi til stór­tíð­inda í þess­ari miklu störu­keppni sem verið hefur milli stjórn­valda og kröfu­hafa föllnu bank­anna um hvernig eigi að losa það gríð­ar­lega stóra vanda­mál sem 2.200 millj­arða króna eignir þeirra eru í íslenska hag­kerf­inu. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti í morgun áætlun sína um losun hafta fyrir rík­is­stjórn og í næstu viku eru vænt­an­leg fyrstu frum­vörpin sem þarf að lög­festa til að sú áætlun geti tekið gildi. Fyrstu skrefin hafa verið stig­in.

Um hvað snýst þetta skref í losun hafta?



Við­ræður milli fram­kvæmda­hóps um losun hafta og slita­stjórna Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans hófust með form­legum hætti í fyrra­haust. Á fyrstu fund­unum voru engin skil­yrði lögð fram heldur var farið almennt yfir stöð­una, greiðslu­jöfnuð íslenska hag­kerf­is­ins og fram­lagðar til­lögur um nauð­samn­inga sem þrotabú Kaup­þings og Glitnis hafa lagt fram.

Slita­stjórnir þeirra beggja sóttu nefni­lega báðar um und­an­þágu­heim­ild frá fjár­magns­höftum síðla árs 2012 til að ljúka nauða­samn­ingum sín­um. Seðla­bank­inn gaf það þó fljót­lega út opin­ber­lega að ekki væru for­sendur til að ljúka nauða­samn­ingum með þeim hætti sem und­an­þágu­beiðn­irnar lögðu málið upp. Áhrif nauða­samn­ing­anna á greiðslu­jöfnuð Íslands, og að þau yrðu ekki nei­kvæð, þyrftu fyrst að liggja fyr­ir.

Auglýsing

Heim­ildir Kjarn­ans herma að þau skil­yrði hafi verið lögð fyrir þær á und­an­förnum vikum í við­ræðum milli fram­kvæmda­hóps­ins og full­trúa slita­stjórn­anna. Mikil leynd er yfir þeim við­ræðum og allir sem að þeim koma voru látnir und­ir­rita trún­að­areið.

Losun hafta og slit búa föllnu bankanna er stærsta mál sitjandi ríkisstjórnar. Gríðarlega mikilvægt er að vel takist til og því hafa þau skref sem stigin eru nú verið undirbúin mjög vel. Losun hafta og slit búa föllnu bank­anna er stærsta mál sitj­andi rík­is­stjórn­ar. Gríð­ar­lega mik­il­vægt er að vel tak­ist til og því hafa þau skref sem stigin eru nú verið und­ir­búin mjög vel.

Það sem er vitað um áætlun rík­is­stjórn­ar­innar um losun hafta er að slita­bú­unum verði gefnar nokkrar vikur til þess að ganga frá nauða­samn­ingum sínum sem upp­fylli skil­yrði áætl­un­ar­innar um að ógna ekki greiðslu­jöfn­uði Íslands til lengri tíma. Það þýðir á manna­máli að þau þurfa að gefa eftir umtals­vert af inn­lendum eignum sín­um.

Í DV í morgun kom fram að sú upp­hæð nemi um 500 millj­örðum krona. Tak­ist ekki að semja á þeim tíma sem gefin er verður stöð­ug­leika­skatt­ur, sem DV segir að verði 40 pró­sent, lagður á eignir búanna. Athygli vekur að álagn­ing stöð­ug­leika­skatts­ins er þar með orðin skil­yrt, er nokk­urs konar hót­un, en ekki lagður beint á búin eins og oft hefur verið ýjað að.

Af hverju hefur þetta tekið svona langan tíma?



Það er ekki ein­falt mál að leysa þær for­dæma­lausu aðstæður sem Ísland stóð frammi fyrir þegar höft voru sett á. Hag­kerfið var troð­fullt af íslenskum krónum í eigu erlendra aðila sem vildu skipta þeim í gjald­eyri og færa eign sína ann­að. Ísland átti ekki, og á ekki, nægj­an­lega mik­inn gjald­eyri til að skipta þessum krónu­eignum í aðra gjald­miðla. Bæði innri aðstæður (t.d. stöð­ug­leiki, vöxtur og lág verð­bólga) og ytri skil­yrði (minnk­andi líkur á að fjár­magn þrýsti sér út úr íslenska kerf­inu í fjár­fest­ingar ann­ars­stað­ar) þurftu að verða réttar til að hægt væri að stíga alvöru skref. Þær aðstæður eru nú fyrir hendi.

Önnur ástæða þess að það hefur tekið svona langan tíma að leggja fram skil­yrðin fyrir sam­þykkt nauða­samn­ings er sú að í fram­kvæmda­hóp um losun hafta voru lengi vel ráð­andi tveir skólar um hvernig ætti að ljúka skiptum búanna. Ann­ar, hin svo­kall­aða gjald­þrota­leið, gekk út á að knýja slita­búin í þrot og að dótt­ur­fé­lag Seðla­banka Íslands eða skipta­stjóri yrði lát­inn taka yfir eignir þeirra og þær síðan seldar til nýrra eig­enda. Afrakstr­inum yrði síðan skipt á milli kröfu­hafa og þeir myndu þannig fá allt sitt greitt í íslenskum krón­um. Tveir þeirra sem sátu í fram­kvæmd­ar­hópn­um, lög­mað­ur­inn Eiríkur Svav­ars­son og Freyr Her­manns­son, for­stöðu­maður fjár­stýr­ingar Seðla­banka Íslands, voru sagðir fylgj­andi gjald­þrota­leið­inni.

Í skýrslu sem hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson unnu fyrir slitabú Glitnis, og var birt í síðasta mánuði, kom fram að gjaldþrotaleiðin svokallaða hafi verið dæmd úr leik með dómi Hæstaréttar hinn 10. nóvember 2014 í máli Kaupþings hf. gegn Aresbank S.A. Í skýrslu sem hag­fræð­ing­arnir Ásgeir Jóns­son og Hersir Sig­ur­geirs­son unnu fyrir slitabú Glitn­is, og var birt í síð­asta mán­uði, kom fram að gjald­þrota­leiðin svo­kall­aða hafi verið dæmd úr leik með dómi Hæsta­réttar hinn 10. nóv­em­ber 2014 í máli Kaup­þings hf. gegn Ares­bank S.A.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra var einnig hrif­inn af leið­inni. Í við­tali við Frétta­blaðið fyrir síð­ustu kosn­ingar sagði hann meðal ann­ars: „Eins og lögin eru núna í stakk búin á að greiða úr þrota­búum íslenskra fyr­ir­tækja í íslenskum krón­um. Seðla­bank­inn gæti því í raun inn­kallað gjald­eyr­inn, í krafti gjald­eyr­is­haft­anna, og greitt út í íslenskum krónum sem menn sætu þá fastir með hér.“

Í skýrslu sem hag­fræð­ing­arnir Ásgeir Jóns­son og Hersir Sig­ur­geirs­son unnu fyrir slitabú Glitn­is, og var birt í síð­asta mán­uði, kom fram að þessi leið hafi verið dæmd úr leik með dómi Hæsta­réttar hinn 10. nóv­em­ber 2014 í máli Kaup­þings hf. gegn Ares­bank S.A. „Þar kom skýrt fram að þó að allar kröfur íslenskra þrota­búa væru reikn­aðar í lög­eyri lands­ins stæðu engar skyldur til þess að greiða þessar sömu kröfur út í krón­um. Með því að ganga inn þessa blind­götu virð­is­t hafta­af­náms­vinna stjórn­valda hafa taf­ist um rúm­lega ár,“ segir í skýrsl­unni.

Bæði Freyr og Eiríkur hafa yfir­gefið fram­kvæmda­hóp um losun hafta á þessu ári.  Hóp­ur­inn sam­anstendur nú af Glenn V. Kim, sem er for­maður hans, Bene­dikt Gísla­syni og Sig­urði Hann­essyni, sem báðir eru vara­for­menn hóps­ins, Ingi­björgu Guð­bjarts­dóttur og Jóni Þ. Sig­ur­geirs­syni frá Seðla­banka Íslands. Auk þess vinn­ur Ás­geir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son, yfir­lög­fræð­ingur MP banka, með hópn­um. Auk þess starfa fjöl­margir inn­lendir og erlendir sér­fræð­ingar sem ráð­gjafar með hon­um. Á meðal þeirra er Lee Buccheit, lög­maður hjá Cle­ary Gott­lieb Steen & Hamilton, sem er vel þekktur á Íslandi eftir að hafa leitt síð­ustu Ices­a­ve-við­ræð­urnar fyrir nokkrum árum. Allir sem sitja í hópn­um, og starfa með hon­um, hafa und­ir­ritað trún­að­ar­yf­ir­lýs­ing­u. Brjóti þeir gegn þeim trún­aði eða mis­noti upp­lýs­ing­arnar með ein­hverjum hætti gæti það verið talið sak­næmt athæfi, og við­kom­andi gæti verið ákærður fyrir vik­ið.

Hvernig ganga við­ræður við slita­bú­in?



Hinn skól­inn sem verið hefur til umræðu, og virð­ist loks hafa orðið ofan á, gengur út á að semja við slita­stjórnir föllnu bank­anna og kröfu­hafa þeirra um að ljúka skiptum á búum sínum án þess að það ógni greiðslu­jöfn­uði. Þetta er í raun það sem slita­stjórn­irnar hafa kallað eftir und­an­farin ár, að fá að semja um slit búanna á grund­velli skil­yrða sem fyrir liggja af hendi stjórn­valda.

Í meg­in­dráttum virð­ist sem sú leið sem stjórn­völd eru að fara í losun hafta sé sú sama og Seðla­banki Íslands hefur unnið eftir frá árinu 2011. Henni var einnig ágæt­lega lýst í grein­ar­gerð sem Bjarni Bene­dikts­son lagði fram í mars um fram­gang áætl­unar um losun fjár­magns­hafta.

Hér má sjá skýringarmynd sem birtist í áætlun Seðlabankans um afnám fjármagnshafta frá árinu 2011. Ekki hafa verið stigin skref ennþá í átt að áfanga II. Hér má sjá skýr­ing­ar­mynd sem birt­ist í áætlun Seðla­bank­ans um afnám fjár­magns­hafta frá árinu 2011. Ekki hafa verið stigin skref ennþá í átt að áfanga II.

Með skref­inu sem verið er að stíga núna er líka verið að leggja upp fyrir slita­stjórn­irnar og kröfu­haf­anna hvað ger­ist ef ekki tekst að semja. Þá ætla stjórn­völd að leggja svo­kall­aðan stöð­ug­leika­skatt á eignir þeirra. Sá skattur að vera, líkt og áður hefur komið fram, 40 pró­sent.

Til að greiðslu­jöfn­uði verði ekki ógnað þurfa slita­búin þrjú að gefa eftir um 500 millj­arða króna af 2.200 millj­arða króna heild­ar­eignum sín­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hafa við­ræður við slitabú Lands­bank­ans og Kaup­þings gengið ágæt­lega og vonir eru uppi um að það tak­ist að semja við þau eftir þeim línum sem lagðar verða í frum­varp­inu sem Bjarni kynnti í rík­is­stjórn í morg­un. Til­kynn­ing slita­bús Lands­bank­ans í dag, um að það hafi sótt um und­an­þágu til að greiða 123,5 millj­arða króna for­gangs­kröfur í erlendum gjald­eyri, gefur til kynna að það hafi vænt­ingar um hvernig megi leysa úr slitum bús­ins. Eignir Lands­bank­ans umfram for­gangs­kröfur (1.328 millj­arðar króna) eru 252 millj­arðar króna. Það er há tala, en ekki nærri því jafn mikil upp­hæð og er eftir í búum Kaup­þings og Glitnis eftir að þau greiddu sínar for­gangs­kröf­ur.

Staða Kaup­þings er tölu­vert önnur en Glitn­is. Kaup­þing átti um 800 millj­arða króna í eignum um síð­ustu ára­mót. Þar af voru 158 millj­arðar króna í íslenskum krónum og munar þar lang­mest um 87 pró­sent eign­ar­hlut bús­ins í Arion banka. Hann er talin vera um 140 millj­arða króna virði. Afgang­ur­inn eru inn­stæður í reiðufé sem búið hefur hvort sem er reiknað með að fari í að greiða íslenska rík­inu banka­skatt. Ef Kaup­þingi tekst að losna við Arion banka ætti ekk­ert að koma í veg fyrir að nauða­samn­ingur bús­ins yrði klár­að­ur, enda fylgja erlendu eign­unum ekk­ert útflæði sem gæti ógnað greiðslu­jöfn­uði.

Ef ekki tekst að ná nið­ur­stöðu í við­ræðum við Glitni er við­búið að stöð­ug­leika­skattur verði lagður á bú bank­ans. Kröfu­hafar hans munu ekki taka honum þegj­andi og hljóða­laust enda líta þeir á slíkan skatt sem eigna­upp­töku, sem sé and­stæð stjórnarskrá.

Eignir Glitnis voru metnar á 979 millj­arða króna í lok mars síð­ast­lið­ins. Þar af voru 323 millj­arðar króna í íslenskum krónum og munar þar mestu um 95 pró­sent hlut í Íslands­banka sem er verð­met­inn á í kringum 150 millj­arða króna. Glitnir á því, með öðrum orð­um, miklu meira af krónu­eignum en hin búin og er treg­ari til að gefa þær eft­ir. Því var við­búið að við­ræður við Glitni myndu ganga erf­iðar en við hin stóru búin tvö.

Ef ekki tekst að ná nið­ur­stöðu í við­ræðum við Glitni er við­búið að stöð­ug­leika­skattur verði lagður á bú bank­ans. Kröfu­hafar hans munu ekki taka honum þegj­andi og hljóða­laust enda líta þeir á slíkan skatt sem eigna­upp­töku, sem sé and­stæð stjórn­ar­skrá. Við­búið er því að þeir muni leita leiða fyrir dóm­stól­um, bæði inn­an­lands og erlend­is, til að kom­ast hjá því að greiða skatt­inn. Slík staða gæti tafið skref í átt að losun hafta um ófyr­ir­sjá­an­legan tíma.

Hvað verður um Arion banka og Íslands­banka?



Í DV í morgun var greint frá því að því að áætl­unin miði ekki að því að íslenska ríkið sé að fara að eign­ast hluti Glitnis og Kaup­þings í Íslands­banka og Arion banka. Þar sem þeir hlutir eru langstærstu krónu­eignir búanna tveggja vakna upp spurn­ingar um hvernig það vanda­mál verði leyst.

Í raun eru ekki margir val­kostir í stöð­unni. Hægt væri að selja eign­ar­hlut­ina í bönk­unum fyrir erlendan gjald­eyri. Glitnir hefur raunar unnið að þeirri lausn lengi. Kjarn­inn greindi frá því í febr­úar að nokkrir hópar væru áhuga­samir um að kaupa Íslands­banka og að við­ræður stæðu yfir við þá.

Kjarninn greindi frá því í febrúar að nokkrir hópar væru áhugasamir um að kaupa Íslandsbanka og að viðræður stæðu yfir við þá. Kjarn­inn greindi frá því í febr­úar að nokkrir hópar væru áhuga­samir um að kaupa Íslands­banka og að við­ræður stæðu yfir við þá.

Þeir sem hafa sýnt mestan áhuga koma ann­ars vegar frá lönd­unum við Persafló­a í Mið-Aust­ur­löndum og hins vegar frá Kína. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er um að ræða risa­stór fyr­ir­tæki. Hluti þeirra sem hafa áhuga rit­uðu undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaupin í febr­ú­ar. Þessi áform voru kynnt fyrir ráð­gjöfum stjórn­valda á fundi með þeim í des­em­ber 2014. Kaupin eru hins vegar alltaf bundin því að íslensk stjórn­völd myndu blessa þau. Auk þess þyrfti að semja um hvers kyns hömlur yrðu settar á arð­greiðslur bank­anna til erlendra eig­enda á meðan að fjár­magns­höft eru við lýði. Þá þarf að taka póli­tíska afstöðu til þess hvort vilji sé til að selja íslenskan banka til erlendra fjár­festa.

Slita­stjórn Kaup­þings hefur líka unnið að því að losa um 87 pró­sent eign­ar­hlut sinn í Arion banka, enda er sá hlutur uppi­staðan í inn­lendum eignum þrota­bús Kaup­þings. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans lagði slita­stjórnin marg­vís­legar til­lögur um lausn á „Arion-­vanda­mál­inu“ fyrir ráð­gjafa stjórn­valda á fundi sem hald­inn var með þeim 9. des­em­ber 2014.

Ef íslensk stjórn­völd vilja ekki að erlendir aðilar kaupi íslenska við­skipta­banka þá eru nokkrir mögu­leikar í stöð­unni. Það væri til dæmis hægt að skrá þá á markað á Íslandi með því skil­yrði að greiða þyrfti fyrir hluta­féð með gjald­eyri til að koma í veg fyrir nei­kvætt útflæði. Það væri líka hægt að skrá þá á markað í öðrum lönd­um, til dæmis í Sví­þjóð eða Nor­egi. Sá mögu­leiki hefur verið skoð­aður nokkuð gaum­gæfi­lega. Fjórði mögu­leik­inn væri sá að kröfu­hafar þrota­bú­anna myndu ein­fald­lega eiga bank­anna áfram í eign­ar­halds­fé­lagi. Þeir gætu þá selt eign­ar­hlut­ina, mynu þeir kjósa svo, með tíð og tíma. Þá þyrfti þeir vænt­an­lega að mæta ströngum skil­yrðum til að kom­ast burt með það fé sem slík sala myndi skila.

Í hvað fara pen­ing­arn­ir?



Ef lausnin gagn­vart slita­búum föllnu bank­anna á að skila 500 millj­örðum króna þá vaknar eðli­lega sú spurn­ing hvað eigi að gera við það fé. Ljóst er að Seðla­bank­inn vill alls ekki að það fari í umferð, enda vand­inn sem við glímum við núna, allt of margar krónur í eigu útlend­inga inni í íslensku hag­kerfi, til­kom­inn vegna pen­inga­prent­unar sem fjór­fald­aði pen­inga­magn í umferð á árunum fyrir hrun. Vilji er til að nota hluta af þessum pen­ingum til að greiða niður skuldir rík­is­sjóðs, meðal ann­ars við Seðla­bank­ann, eða til að kaupa aftur rík­is­skulda­bréf sem gefin hafa verið út. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri hefur hins vegar talað um þessa pen­inga sem „meng­un“ sem þurfi að eyða. Því er ekki loku fyrir það skotið að ein­hverjum pen­ingum verði ein­fald­lega eytt út úr kerf­inu. Þ.e. pen­inga­magn í umferð verði ein­fald­lega minnk­að.

Það er að minnsta kosti yfir­lýst stefna stjórn­valda að nota þessa pen­inga ekki til fram­kvæmda eða til að auka útgjöld. Það myndi bæði valda því að litið yrði á lausn­ina sem eigna­upp­töku og valda auk­inni verð­bólgu. Með öðrum orðum þýðir það að pen­ing­unum verður ekki eytt í að byggja t.d. nýjan Lands­spít­ala eða til að ráð­ast í aðrar stór­fram­kvæmdir á vegum rík­is­ins.

Er póli­tískt sam­staða um þessa leið?



Til þess að hægt verði að sam­þykkja þau frum­vörp sem Bjarni Bene­dikts­son mun leggja fram í næstu viku verða rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir að semja við stjórn­ar­and­stöð­una um fram­gang þeirra. Þótt vænta megi þess að ekki verði mót­staða við að hafta­frum­vörpin fái að fara í gegnum fyrstu umræðu og í nefnd þá er ljóst að önnur deilu­mál, sér­stak­lega varð­andi breyt­ingar á ramma­á­ætlun og mak­ríl­frum­varp­ið, muni lita þær við­ræð­ur.

Stjórn­ar­and­staðan mun vilja fá full­vissu um að ef hún hleypir hafta­frum­vörp­unum í gegn muni það ekki leiða til þess að deilur um ofan­greind frum­vörp hefj­ist í kjöl­farið strax að nýju heldur verði afgreiðslu þeirra frestað fram yfir yfir­stand­andi þing.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None