Frá ára­mótum hefur fylgi Pírata auk­ist hratt og í síð­ustu könn­unum mæld­ist það vel yfir 30 pró­sent­um. Það þýðir að Píratar mæl­ast með meira fylgi en báðir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir til sam­ans. Fylgið hefur vakið mikla athygli, og jafn­vel undr­un, en er það eins­dæmi? Hvernig hefur fylgi nýrra flokka þró­ast í sögu­legu sam­hengi? Kjarn­inn kann­aði hvernig nokkrum öðrum flokkum hefur vegnað í gegnum tíð­ina.

Píratar eru í sér­stakri stöðu hvað þetta varð­ar. Þeir voru þegar komnir inn á þing þegar fylgi við þá fór að aukast, en margir aðrir flokkar hafa fengið mikið fylgi til að byrja með og svo hefur fylgið farið hratt lækk­andi. Í við­tali á RÚV fyrir skömmu sagði Stef­anía Ósk­ars­dótt­ir, pró­fessor í stjórn­mála­fræði, að árangur Pírata sé ein­stæð­ur, en þó sé helst hægt að bera hann saman við fylgi Besta flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum árið 2010. Besti flokk­ur­inn fór hratt upp á við í könn­un­um, og viku fyrir kosn­ingar mældu Frétta­blaðið og Stöð 2 Besta flokk­inn með hreinan meiri­hluta og 44 pró­senta atkvæði. Það fór þó ekki svo en nið­ur­staðan var þó glæsi­leg fyrir flokk­inn, 34,7 pró­senta fylgi.

Lilja Mósesdóttir og Birgir Örn Guðjónsson, Biggi lögga, á aðalfundi Samstöðu haustið 2012. Mynd: Samstaða Lilja Mós­es­dóttir og Birgir Örn Guð­jóns­son, Biggi lög­ga, á aðal­fundi Sam­stöðu haustið 2012. Mynd: Sam­staða

Auglýsing

Sam­staða Lilju Mós­es­dóttur

Eitt þekktasta dæmi und­an­far­inna ára um nýjan flokk með mikið fylgi er Sam­staða. Lilja Mós­es­dóttir sagði sig úr þing­flokki VG árið 2011 og tæpu ári síðar var stjórn­mála­flokkur undir for­mennsku henn­ar, Sam­staða - flokkur lýð­ræðis og vel­ferð­ar, stofn­að­ur. Flokk­ur­inn boð­aði nýja hugsun í stjórn­málum, sem væri hvorki til hægri né vinstri.

Það var 7. febr­úar 2012 og þremur dögum síð­ar, 10. febr­ú­ar, birt­ist könnun á fylgi flokk­anna í Frétta­blað­inu. Þá mæld­ist flokk­ur­inn með 21,3 pró­senta fylgi og fjórtán þing­menn. Það var lang­mesta fylgið sem flokk­ur­inn mæld­ist nokkurn tím­ann með­. 29. febr­úar mæld­ist flokk­ur­inn með 11,3 pró­sent í könnun Gallup og 18. mars með 9,1 pró­sent hjá MMR.

Strax í næstu könn­unum á eftir fór þó að halla undan fæti og í ágúst til­kynnti Lilja að hún myndi ekki bjóða sig fram til for­manns á ný á aðal­fundi í októ­ber, og axl­aði þannig ábyrgð á fylgis­tapi flokks­ins. Í októ­ber var því kjör­inn nýr for­mað­ur, Birgir Örn Guð­jóns­son, sem seinna varð frægur á Íslandi sem Biggi lögga. Í sam­tali við mbl.is sagði hann Sam­stöðu sýna hug­rekki með því að gefa „þessum venju­lega milli­stétt­ar­manni tæki­færi“ og nú færi í hönd kosn­inga­bar­átta, enda ætl­aði flokk­ur­inn að bjóða fram í kosn­ing­unum 2013.

Flokk­ur­inn hélt þó áfram að tapa fylgi og í síð­ustu könnun sem flokk­ur­inn var mældur í hjá MMR, í febr­úar 2013, var fylgið 0,7 pró­sent. Í febr­úar var hald­inn lands­fundur þar sem ákveðið var að bjóða ekki fram í kosn­ing­un­um, og Lilja var aftur kjörin for­maður í stað Birg­is.

Róbert Marshall og Björt Ólafsdóttir eru meðal sex þingmanna Bjartrar framtíðar. Róbert Mars­hall og Björt Ólafs­dóttir eru meðal sex þing­manna Bjartrar fram­tíð­ar­.

Rysj­ótt gengi Bjartrar fram­tíðarEins og skrifað var hér að ofan var árangur Besta flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum ein­stak­ur. Björt fram­tíð var stofnuð árið 2012 og varð eins konar syst­ur­flokkur Besta flokks­ins. Fylgi flokks­ins hefur verið rysj­ótt en fór hæst í 18,6 pró­sent í lok jan­úar 2013 hjá Gallup og mæld­ist um svipað leyti 17,6 og 17,8 pró­sent hjá MMR. Flokk­ur­inn fór svo lægst í 7,7 pró­senta fylgi hjá MMR og 6,6% hjá Gallup skömmu fyrir kosn­ingar en þegar að þeim kom var fylgið 8,2 pró­sent.

Það fór svo upp á við strax eftir kosn­ingar og fór hæst í 17,5 pró­senta fylgi hjá Gallup í lok mars í fyrra og í 21,8 pró­sent í júní í fyrra hjá MMR. Það sveifl­að­ist milli 15 og 20 pró­senta hjá MMR fram í febr­úar á þessu ári en hefur síðan farið niður á við. Í síð­ustu könnun MMR fór fylgi flokks­ins í fyrsta sinn undir kjör­fylg­ið, og mæld­ist 6,3 pró­sent. Hjá Gallup hefur fylgið farið undir kjör­fylgi í apríl og maí, í 7,8 og 7,4 pró­sent.

Jóhanna SigurðardóttirÞjóð­vaki Jóhönnu og Borg­ara­flokkur Alberts hátt upp og niðurÞað eru líka eldri dæmi um flokka sem byrja vel en missa fylgi fljótt. Þjóð­vaki Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur mæld­ist með 17,5 pró­senta fylgi fyrst eftir að flokk­ur­inn var stofn­að­ur, sem klofn­ingur út úr Alþýðu­flokknum árið 1995. Fylgið minnk­aði og var mán­uði síðar orðið 10,5 pró­sent og þegar að kosn­ingum kom var fylgið farið niður í 7,2 pró­sent, en það þýddi þó fjóra menn inn á þing.

Sömu sögu má segja af Borg­ara­flokki Alberts Guð­munds­son­ar, sem bauð fram í alþing­is­kosn­ing­unum árið 1987, sem mæld­ist fyrst með um 20 pró­senta fylgi í könn­unum en end­aði með að fá 11 pró­sent í kosn­ing­un­um. Þró­unin var eins hjá Banda­lagi jafn­að­ar­manna, með Vil­mund Gylfa­son í for­ystu, sem byrj­aði mjög hátt en end­aði með rúm­lega sjö pró­senta fylgi.

„Þannig að það eru ýmis dæmi um það að flokkar hafi mælst um tutt­ugu pró­sent og endað við tíu pró­sent,“ sagði Ólafur Þ. Harð­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði, við Vísi árið 2012 þegar Sam­staða hafði fengið mikið fylgi.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Chuck Schumer er leiðtogi demókrata á bandaríska þinginu.
Spáir því að flokkurinn snúist gegn Trump
Leiðtogi demókrata segist trúa því að þingmenn repúblikana muni ekki sitja hjá ef Trump náðar sjálfan sig eða fjölskyldu sína.
25. júlí 2017
Morðtíðni hefur aukist mikið í Mexíkó undanfarin misseri vegna innbyrðis átaka glæpagengja. Hér sjást íbúar smábæjar í landinu hylja andlit sín og undirbúa sig undir komu glæpagengis.
Þrjú morð á klukkustund: Eiturlyfjastríðið í Mexíkó verður blóðugra
Fleiri og smærri glæpagengi, aukin eftirspurn eftir ópíum og ríkisstjórabreytingar skýra meðal annars þriðjungs aukningu í fjölda morða í Mexíkó. Oddur Stefánsson fjallar um eiturlyfjastríðið.
24. júlí 2017
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, til hægri.
Grikkir gefa út skuldabréf að nýju
Grísk stjórnvöld tilkynntu að ríkisskuldabréf þeirra verði gefin út á morgun, í fyrsta skiptið í þrjú ár.
24. júlí 2017
Sérfræðingar eru áhyggjufullir yfir stöðu Bretlands
Bretland sé að verða „veiki maðurinn í Evrópu“
Efnahagshorfur hafa versnað í Bretlandi og Bandaríkjunum um leið og þær hafa batnað á Evrusvæðinu, samkvæmt nýrri skýrslu AGS.
24. júlí 2017
Svona lítur borðspilið út
Borðspil sem reynir á bragðlaukana
Nýtt borðspil úr smiðju Eggerts Ragnarssonar og konu hans Amanda Tyahur hefur litið dagsins ljós, en í því er keppt um þekkingu á mat og matarmenningu.
24. júlí 2017
Jared Kushner er einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Kushner er giftur Ivönku Trump.
Segist ekki hafa verið í leynimakki með neinum
Tengdasonur og helsti ráðgjafi forseta Bandaríkjanna kemur fyrir þingnefnd bandaríska þingsins í dag.
24. júlí 2017
Björgvin Ingi Ólafsson
Er vit í að Ísland losni alveg við seðla og klink?
24. júlí 2017
Andrzej Duda, forseti Póllands.
Forseti Póllands staðfestir ekki umdeild lög
Umdeild lög um skipan dómara verða ekki staðfest af forseta Póllands.
24. júlí 2017
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None