#Stjórnmál

Fylgi Pírata einsdæmi

Þórunn Elísabet Bogadóttir

Frá ára­mótum hefur fylgi Pírata auk­ist hratt og í síð­ustu könn­unum mæld­ist það vel yfir 30 pró­sent­um. Það þýðir að Píratar mæl­ast með meira fylgi en báðir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir til sam­ans. Fylgið hefur vakið mikla athygli, og jafn­vel undr­un, en er það eins­dæmi? Hvernig hefur fylgi nýrra flokka þró­ast í sögu­legu sam­hengi? Kjarn­inn kann­aði hvernig nokkrum öðrum flokkum hefur vegnað í gegnum tíð­ina.

Píratar eru í sér­stakri stöðu hvað þetta varð­ar. Þeir voru þegar komnir inn á þing þegar fylgi við þá fór að aukast, en margir aðrir flokkar hafa fengið mikið fylgi til að byrja með og svo hefur fylgið farið hratt lækk­andi. Í við­tali á RÚV fyrir skömmu sagði Stef­anía Ósk­ars­dótt­ir, pró­fessor í stjórn­mála­fræði, að árangur Pírata sé ein­stæð­ur, en þó sé helst hægt að bera hann saman við fylgi Besta flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum árið 2010. Besti flokk­ur­inn fór hratt upp á við í könn­un­um, og viku fyrir kosn­ingar mældu Frétta­blaðið og Stöð 2 Besta flokk­inn með hreinan meiri­hluta og 44 pró­senta atkvæði. Það fór þó ekki svo en nið­ur­staðan var þó glæsi­leg fyrir flokk­inn, 34,7 pró­senta fylgi.

Lilja Mósesdóttir og Birgir Örn Guðjónsson, Biggi lögga, á aðalfundi Samstöðu haustið 2012. Mynd: Samstaða Lilja Mós­es­dóttir og Birgir Örn Guð­jóns­son, Biggi lög­ga, á aðal­fundi Sam­stöðu haustið 2012. Mynd: Sam­staða

Auglýsing

Sam­staða Lilju Mós­es­dóttur

Eitt þekktasta dæmi und­an­far­inna ára um nýjan flokk með mikið fylgi er Sam­staða. Lilja Mós­es­dóttir sagði sig úr þing­flokki VG árið 2011 og tæpu ári síðar var stjórn­mála­flokkur undir for­mennsku henn­ar, Sam­staða - flokkur lýð­ræðis og vel­ferð­ar, stofn­að­ur. Flokk­ur­inn boð­aði nýja hugsun í stjórn­málum, sem væri hvorki til hægri né vinstri.

Það var 7. febr­úar 2012 og þremur dögum síð­ar, 10. febr­ú­ar, birt­ist könnun á fylgi flokk­anna í Frétta­blað­inu. Þá mæld­ist flokk­ur­inn með 21,3 pró­senta fylgi og fjórtán þing­menn. Það var lang­mesta fylgið sem flokk­ur­inn mæld­ist nokkurn tím­ann með­. 29. febr­úar mæld­ist flokk­ur­inn með 11,3 pró­sent í könnun Gallup og 18. mars með 9,1 pró­sent hjá MMR.

Strax í næstu könn­unum á eftir fór þó að halla undan fæti og í ágúst til­kynnti Lilja að hún myndi ekki bjóða sig fram til for­manns á ný á aðal­fundi í októ­ber, og axl­aði þannig ábyrgð á fylgis­tapi flokks­ins. Í októ­ber var því kjör­inn nýr for­mað­ur, Birgir Örn Guð­jóns­son, sem seinna varð frægur á Íslandi sem Biggi lögga. Í sam­tali við mbl.is sagði hann Sam­stöðu sýna hug­rekki með því að gefa „þessum venju­lega milli­stétt­ar­manni tæki­færi“ og nú færi í hönd kosn­inga­bar­átta, enda ætl­aði flokk­ur­inn að bjóða fram í kosn­ing­unum 2013.

Flokk­ur­inn hélt þó áfram að tapa fylgi og í síð­ustu könnun sem flokk­ur­inn var mældur í hjá MMR, í febr­úar 2013, var fylgið 0,7 pró­sent. Í febr­úar var hald­inn lands­fundur þar sem ákveðið var að bjóða ekki fram í kosn­ing­un­um, og Lilja var aftur kjörin for­maður í stað Birg­is.

Róbert Marshall og Björt Ólafsdóttir eru meðal sex þingmanna Bjartrar framtíðar. Róbert Mars­hall og Björt Ólafs­dóttir eru meðal sex þing­manna Bjartrar fram­tíð­ar­.

Rysj­ótt gengi Bjartrar fram­tíðarEins og skrifað var hér að ofan var árangur Besta flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum ein­stak­ur. Björt fram­tíð var stofnuð árið 2012 og varð eins konar syst­ur­flokkur Besta flokks­ins. Fylgi flokks­ins hefur verið rysj­ótt en fór hæst í 18,6 pró­sent í lok jan­úar 2013 hjá Gallup og mæld­ist um svipað leyti 17,6 og 17,8 pró­sent hjá MMR. Flokk­ur­inn fór svo lægst í 7,7 pró­senta fylgi hjá MMR og 6,6% hjá Gallup skömmu fyrir kosn­ingar en þegar að þeim kom var fylgið 8,2 pró­sent.

Það fór svo upp á við strax eftir kosn­ingar og fór hæst í 17,5 pró­senta fylgi hjá Gallup í lok mars í fyrra og í 21,8 pró­sent í júní í fyrra hjá MMR. Það sveifl­að­ist milli 15 og 20 pró­senta hjá MMR fram í febr­úar á þessu ári en hefur síðan farið niður á við. Í síð­ustu könnun MMR fór fylgi flokks­ins í fyrsta sinn undir kjör­fylg­ið, og mæld­ist 6,3 pró­sent. Hjá Gallup hefur fylgið farið undir kjör­fylgi í apríl og maí, í 7,8 og 7,4 pró­sent.

Jóhanna SigurðardóttirÞjóð­vaki Jóhönnu og Borg­ara­flokkur Alberts hátt upp og niðurÞað eru líka eldri dæmi um flokka sem byrja vel en missa fylgi fljótt. Þjóð­vaki Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur mæld­ist með 17,5 pró­senta fylgi fyrst eftir að flokk­ur­inn var stofn­að­ur, sem klofn­ingur út úr Alþýðu­flokknum árið 1995. Fylgið minnk­aði og var mán­uði síðar orðið 10,5 pró­sent og þegar að kosn­ingum kom var fylgið farið niður í 7,2 pró­sent, en það þýddi þó fjóra menn inn á þing.

Sömu sögu má segja af Borg­ara­flokki Alberts Guð­munds­son­ar, sem bauð fram í alþing­is­kosn­ing­unum árið 1987, sem mæld­ist fyrst með um 20 pró­senta fylgi í könn­unum en end­aði með að fá 11 pró­sent í kosn­ing­un­um. Þró­unin var eins hjá Banda­lagi jafn­að­ar­manna, með Vil­mund Gylfa­son í for­ystu, sem byrj­aði mjög hátt en end­aði með rúm­lega sjö pró­senta fylgi.

„Þannig að það eru ýmis dæmi um það að flokkar hafi mælst um tutt­ugu pró­sent og endað við tíu pró­sent,“ sagði Ólafur Þ. Harð­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði, við Vísi árið 2012 þegar Sam­staða hafði fengið mikið fylgi.

Meira úr Kjarnanum