Ný leyniskjöl úr TISA-viðræðunum birt í heild sinni í samstarfi við Wikileaks

wiki.jpg
Auglýsing

Wiki­leaks, í sam­starfi við Kjarn­ann og níu aðra fjöl­miðla víðs­vegar um heim­inn, birtir í dag 17 ný leyniskjöl úr TISA-við­ræð­unum svoköll­uðu. Við­ræð­urn­ar, sem er ætlað að auka frelsi í þjón­ustu­við­skipt­um, hafa staðið yfir frá vor­mán­uðum árs­ins 2013 og von­ast þau ríki sem taka þátt í þeim að við­ræð­unum ljúki á næsta ári. Alls taka 23 aðilar þátt í þeim (Evr­ópu­sam­band­ið, sem kemur fram fyrir sín 28 aðild­ar­lönd, er talið sem einn aðili í við­ræð­un­um), þeirra á meðal er Ísland.

Því eru alls 50 lönd þátt­tak­endur í við­ræð­un­um. Þau lönd sem taka þátt í við­ræð­unum eru sam­tals ábyrg fryir um  tveimur þriðju hluta heims­fram­leiðsl­unn­ar. Þjón­ustu­við­skipti eru ábyrg fyrir um 80 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu­sam­band­inu. Því er ljóst að mikið er und­ir.

Skjölin sem eru birt í dag fjalla um mörg mis­mun­andi þjón­ustu­svið. Þeirra á meðal er flutn­inga­þjón­usta í lofti, raf­ræn við­skipti, flæði vinnu­afls, fjar­skipta­þjón­ustu, fjár­mála­þjón­ustu og aukið gagn­sæi varð­andi ákvarð­anir og ráð­staf­anir rík­is­stjórna.

Auglýsing

Hægt er að nálg­ast þau með því að ýta á hlekk­ina hér að neð­an.

TISA Annex on Air Tran­sport Services

TISA Annex on Compet­etive Deli­very Services

TISA Annex on Domestic Reg­ul­ation

TISA Annex on Elect­onic Commerce

TISA Annex on International Maritime Tran­sport Services

TISA Annex on Movem­ent of Natural Per­sons

TISA Annex on Pro­fessional Services

TISA Annex on Tel­ecomm­un­ications Services

EU Cover Note on Res­ervations

TISA Fin­ancial Services Negoti­at­ing Text

TISA Japan Ana­lysis of Committed Related Provision

TISA Japan Separate From And Accounta­ble

TISA Japan UPU Clarification On USO

TISA Market Access - Isr­ael

TISA Market Access - Tur­key

TISA Tran­sparency Negoti­at­ing Text (previ­ous)

TiSA Tran­sparency Negoti­at­ing Text

Við­ræður um að auka frelsi í þjón­ustu­við­skiptumTISA stendur fyrir Trade in Services Agreem­ent. Við­ræð­urnar eru marg­hliða og snú­ast um að auka frelsi í þjón­ustu­við­skiptum milli landa. Yfir­lýst mark­mið þeirra er að fækka hindr­unum í vegi fyr­ir­tækja sem starfa á vett­vangi þjón­ustu­við­skipta og auka gegn­sæi í milli­ríkja­við­skiptum með þjón­ustu. Samn­ings­við­ræð­urnar skipta Ísland miklu máli enda spanna þátt­töku­ríkin helstu mark­aðs­svæði íslenskra fyr­ir­tækja.

Ein­ungis einn almennur alþjóð­legur samn­ingur um þjón­ustu­við­skipti hefur verið gerður í sög­unni. Hann gengur undir nafn­inu GATS og gekk í gildi árið 1996. Síðan hefur ekki náðst að semja um nýja lausn sem tekur til­lit til þeirra breyt­inga sem orðið hafa á heim­inum und­an­farna tæpa tvo ára­tugi.

Skjölin sem nú eru birt eru úr við­ræðu­lötum sem fóru fram í apríl í fyrra og í jan­úar og febr­úar í ár.

Tví­vegis áður birt skjöl úr TISA-við­ræðumKjarn­inn hefur tví­vegis áður tekið þátt í birt­ingu leyniskjala úr TISA-við­ræð­un­um. 

Í júní 2014 birti Kjarn­inn og ýmsir fjöl­miðlar víða um heim, í sam­starfi við Wiki­leaks, fyrstu leyniskjölin sem láku úr TISA-við­ræð­un­um.

Í þeim kom fram að vilji væri til þess að vinda ofan af því reglu­verki sem sett hefur verið á fjár­mála­þjón­ustu eftir hrun, liðka fyrir veru lyk­il­stjórn­enda og sér­fræð­inga í fjár­mála­geir­anum í öðrum löndum en þeirra eigin umfram aðra og setja upp ein­hvers konar yfir­þjóð­legan dóm­stól til að taka ákvarð­anir um deilu­mál sem munu spretta upp á milli fjár­mála­fyr­ir­tækja og þjóða í fram­tíð­inni.

Á for­síðu skjal­anna sem Wiki­leaks lét Kjarn­ann hafa sagði meðal ann­ars að ekki mætti aflétta trún­aði á þeim fyrr en fimm árum eftir að TISA-­sam­komu­lagið taki gildi eða fimm árum eftir að við­ræð­unum ljúki, fari svo að samn­ingar náist ekki. Á skjöl­unum stendur að þau verði að „vera vistuð í lok­aðri eða öruggri bygg­ingu, her­bergi eða hirslu“.

Við­ræð­urnar fara líka fram utan Alþjóða­við­skipta­stofn­un­ar­innar (WTO) og lúta því ekki þeim reglum sem gilda um þá stofn­un. Ljóst er á skjöl­unum frá bæði Wiki­leaks og nú AWP að vilji er til þess að auka frelsi í að selja þjón­ustu milli landa all­veru­lega.

Það er þó ekki vilji til þess á meðal þeirra sem fara með við­ræð­urnar fyrir hönd Íslands að það hvíli nein sér­stök leynd yfir þeim.

Tyrkir leggja fram til­lögu um aukna sam­keppni í heil­brigð­is­geiraÍ byrjun febr­úar greindi Kjarn­inn síðan frá því að til­laga hafi verið lögð fram um við­auka um að auka sam­keppni um heil­brigð­is­þjón­ustu á milli landa með því að mark­aðsvæða þjón­ust­una. Sam­kvæmt til­lög­unni eru miklir ónýttir mögu­leikar til að alþjóða­væða heil­brigð­is­þjón­ustu, aðal­lega vegna þess að heil­brigð­is­þjón­usta er að mestu fjár­mögnuð og veitt af ríkjum eða vel­ferð­ar­stofn­un­um. Það er því nán­ast ekk­ert aðdrátt­ar­afl fyrir erlenda sam­keppn­is­að­ila til að keppa um að veita hana vegna þess hversu lítið mark­aðsvætt umhverfi hennar er.

Það var ­samn­ings­nefnd Tyrk­lands sem lagð­i fram til­lög­una en hún var rædd í átt­undu við­ræðu­lotu TISA-við­ræðn­anna sem fór fram í Genf í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Vert er að taka fram að öllum löndum er frjálst að leggja fram til­lögur um við­auka.Ís­land og Nor­egur hafa til að mynda í hyggju að leggja fram til­lögu um við­auka um orku­þjón­ustu, sem löndin tvö standa mjög fram­ar­lega í að veita.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var tekið afar dræmt í til­lögu Tyrkja þegar hún var lögð fram í við­ræðu­lot­unum í sept­em­ber og des­em­ber á síð­asta ári.

Mik­ill titr­ingurFréttir af til­lög­unni vöktu samt sem áður heims­at­hygli. Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins sendi meðal ann­ars frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem hún sagði mjög skýrt að heil­brigð­is­kerfi aðild­ar­ríkja verði ekki einka­vædd af Evr­ópu­sam­band­inu né í við­skipta­samn­ingum á borð við TISA, sem sam­bandið gerir fyrir hönd aðild­ar­ríkja sinna.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra.

Málið olli líka póli­tísku fjaðrafoki á Íslandi. Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra var spurður um það í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi þann 5. febr­úar síð­ast­lið­inn. Hann sagði að eng­inn starfs­maður heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins hafi aðkomu að TISA-við­ræð­unum, hann hafi ekk­ert heyrt um til­lögu um við­auka við samn­ing­inn sem í fólst að fella mark­aðsvæð­ingu heil­brigð­is­þjón­ustu undir hann og að afstaða Íslands til þessa, sem utan­rík­is­ráðu­neytið sendi frá sér, hafi ekki verið borin undir hann.

Utan­rík­is­ráðu­neytið brást við orðum Krist­jáns með því að senda frá sér til­kynn­ingu um að það hafi upp­lýst vel­ferð­ar­ráðu­neyti hans um fram­lagn­ingu til­lögu um við­auka við TISA-­samn­ing­inn. Það hafi ráðu­neytið gert 6. jan­úar síð­ast­lið­inn. Síðan hafi verið haldin fundur með tengiliðum úr öllum fagráðu­neytum þann 14. jan­ú­ar. Tengiliður úr ráðu­neyti Krist­jáns hefði tekið þátt í þeim fundi.

Sér­stakar umræður á AlþingiÖg­mundur Jón­as­son, þing­maður Vinstri  grænna, óskaði eftir sér­stökum við­ræðum um TISA-við­ræð­urnar á Alþingi í byrjun mars 2015. Ög­mundur spurði  Gunnar Braga Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra hvort samn­ing­ur­inn yrði borin undir Alþingi áður en að skrifað verði undir hann og hvort til greina kæmi að mark­aðsvæða almanna­þjón­ustu með samn­ings­gerð­inni.

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. MYND EPA Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra. MYND EPA

Gunnar Bragi var afdrátt­ar­laus í til­svörum sín­um. Hann sagði að upp­lýs­ingar um mark­mið Íslend­inga og áherslur í við­ræð­unum væru án nokk­urs leynd­ar. Nú sé hægt að nálg­ast allar upp­lýs­ingar um fram­vindu þeirra á heima­síðu ráðu­neyt­is­ins. Mikið sam­ráð hefði auk þess verið við ýmsa hags­muna­að­ila og utan­rík­is­mála­nefnd verið upp­lýst reglu­lega.

Gunnar Bragi sagði síðan að Ísland myndi ekki gang­ast undir neinar skuld­bind­ingar sem feli í sér að veita erlendum aðilum mark­aðs­að­gang að þjón­ustu sem nú er í almanna­þjón­ustu. Þar á meðal er heil­brigð­is­þjón­usta.

Hann sjái þó ekki ástæðu til að leggja samn­ing­inn fyrir Alþingi fyrr en kemur að full­gild­ingu hans þar sem að TISA-­samn­ing­ur­inn krefst ekki laga­breyt­inga á Íslandi. Hins vegar verði lögð fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga um full­gild­ing­una.

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None