Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.

Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsing

Sveit­ar­stjórn Skaft­ár­hrepps hefur aug­lýst breyt­ingu á aðal­skipu­lagi og deiliskipu­lag fyrir fyr­ir­hug­aða virkjun við Hnútu í Hverf­is­fljóti. Virkj­un­in, sem yrði tæp­lega 10 MW að afli, er mjög umdeild og fékk afar nei­kvæða umfjöllun í áliti Skipu­lags­stofn­unar síð­asta sum­ar. Telur stofn­unin að hún myndi hafa „veru­lega nei­kvæð umhverf­is­á­hrif“ og að til­efni hafi verið til að meta áformin í ramma­á­ætl­un. Rökin séu m.a. þau að upp­haf­lega hafi hún átt að vera allt að 15 MW en hafi síðar verið útfærð sem 9,3 MW virkj­un. „Sú fram­kvæmd sem hér er til umfjöll­unar og for­saga hennar sýna veik­leika þess að miða við upp­sett afl sem við­mið um það hvaða fram­kvæmdir skulu teknar fyrir í ramma­á­ætl­un,“ sagði í áliti Skipu­lags­stofn­unar á umhverf­is­á­hrifum Hnútu­virkj­un­ar. „Um­fang fyr­ir­hug­aðrar 9,3 MW virkj­unar í Hverf­is­fljóti er að mestu sam­bæri­legt fyrri áformum um 15 MW virkj­un.“

Auglýsing

Áform land­eig­anda í Dals­höfða um virkjun Hverf­is­fljóts hafa verið uppi í nokkuð langan tíma. Árið 2006 var lögð fram fyr­ir­spurn um mats­skyldu 2,5 MW rennsl­is­virkj­unar til Skipu­lags­stofn­un­ar. Þau áform voru svipuð og nú eru uppi, nema hvað upp­sett afl virkj­unar var mun minna. Skipu­lags­stofnun taldi að fram­kvæmdin ætti ekki að vera háð mati á umhverf­is­á­hrif­um. Sú ákvörðun var kærð til umhverf­is­ráð­herra sem sneri ákvörðun Skipu­lags­stofn­unar við. Í fram­hald­inu lagði fram­kvæmd­ar­að­ili fram til­lögu að mats­á­ætlun sem Skipu­lags­stofnun féllst á árið 2008.

­Sam­kvæmt mats­á­ætl­un­inni var áformað að reisa 15 MW virkj­un. Þau áform voru þau sömu og nú nema hvað afl­setn­ing var hærri. Eftir að ákvörðun um mats­á­ætlun lá fyrir voru fram­kvæmda­á­form lögð til hliðar og ekki tekin upp fyrr en árið 2016. Ný áform um virkjun eru byggð á gömlum grunni og sú fram­kvæmd sem nú er áformuð byggir að mestu á eldri hug­myndum frá 2006 og 2008.

Virkj­un­ar­svæðið er fyr­ir­hugað í hinu tæp­lega 240 ára gamla Eld­hrauni sem rann í Skaft­ár­eldum á árunum 1783-1784. Skaft­ár­eldar voru eitt mesta eld­gos Íslands­sög­unnar og þriðja mesta hraun sem runnið hefur á jörð­inni frá ísald­ar­lok­um. Um þetta atriði fjall­aði Skipu­lags­stofnun sér­stak­lega í áliti sínu og var það nið­ur­staða stofn­un­ar­innar að virkj­unin myndi hafa nei­kvæð áhrif á Skaft­ár­elda­hraun sem hefði mikið vernd­ar­gildi bæði á lands­vísu og heims­vísu. Ekki væri hægt að að horfa til stærðar hrauns­ins og hlut­falls­legs rasks þess líkt og gert væri í mats­skýrslu og bent var á að um jarð­minjar væri að ræða sem nytu sér­stakrar verndar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Þeim skuli ekki raska nema brýna nauð­syn beri til og að almanna­hags­munir séu í húfi. „Skipu­lags­stofnun telur að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauð­syn fyrir röskun á Skaft­ár­elda­hraun­i,“ segir svo í álit­inu og að í ljósi sér­stöðu þess verði að gera kröfu um að sýnt verði fram á það með afdrátt­ar­laus­ari hætti í skipu­lags­gerð og áður en kemur til leyf­is­veit­inga.

Margra ára gömul hug­mynd

Í gild­andi aðal­skipu­lagi Skaft­ár­hrepps er gert ráð fyrir allt að 40 MW virkjun í Hverf­is­fljóti. Í aðal­skipu­lags­breyt­ing­unni sem nú hefur verið aug­lýst er lagt til að gert verði ráð fyrir 9,3 MW virkj­un, að iðn­að­ar­svæð­inu verði hnikað til og legu aðrennsl­is- og veitu­ganga breytt í sam­ræmi við umhverf­is­mat og grunn­hönn­un.

Sam­tímis hefur verið aug­lýst til­laga að deiliskipu­lagi vegna virkj­un­ar­inn­ar. Það tekur til allra mann­virkja henn­ar, bygg­inga, vega og ann­arra fram­kvæmda. Þá tekur það einnig til efn­is­náma og efn­islos­un­ar­svæða, auk veg­teng­inga að þessum svæð­um. „Mark­mið deiliskipu­lags­ins er að sýna fyr­ir­hug­aðar bygg­ingar auk stíflu­mann­virkja og lóns,“ segir í aug­lýs­ing­unni. Stærð deiliskipu­lags­svæð­is­ins er 84,2 hekt­ar­ar.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð með til­lögu að breyttu aðal­skipu­lagi, sem Land­mótun vinnur og er tíma­sett í mars, segir að þegar afl­setn­ing hinnar fyr­ir­hug­uðu virkj­unar var sett fram árið 2008, og hún þá áætluð 15 MW, hafi það verið byggt á renns­l­is­tölum sem safnað var saman á árunum 1981-2005. „Síðan þá hafa farið fram rennsl­is­mæl­ingar ofar í ánni við fyr­ir­hugað stíflu­stæði árið 2006 og frá des­em­ber 2016. Þær mæl­ingar eru nákvæm­ari með til­liti til virkj­aðs rennslis á virkj­un­ar­stað og sýna að hag­kvæm­asta afl er mun minna en áður var talið eða um 9 MW.“ Einnig segir að mark­mið breyt­ing­ar­innar sé að auka raf­orku­ör­yggi á svæð­inu og fram­leiða raf­magn til sölu á almennum mark­aði.

Deiliskipu­lags­til­lagan er unnin af Land­mótun og Mann­viti. Hún er einnig tíma­sett í mars í ár. Í hvor­ugri til­lög­unni er fjallað um nið­ur­stöður álits Skipu­lags­stofn­unar frá því í fyrra­sumar en minnst á að það liggi fyrir og þess getið í heim­ilda­skrá.

Hverfisfljót. Mynd: Úr deiliskipulagstillögu

Í athuga­semdum Skipu­lags­stofn­unar við skipu­lags­til­lög­urn­ar, sem gefnar voru út í lok apríl og birtar eru á heima­síðu Skaft­ár­hrepps, ítrekar stofn­unin að um sé að ræða skipu­lags­á­kvörðun vegna fram­kvæmdar sem myndi hafa í för með sér „var­an­leg og óaft­ur­kræf umhverf­is­á­hrif“. Af fund­ar­gerðum sveit­ar­stjórn­ar, umsögnum og athuga­semdum stofn­ana og ein­stak­linga vegna skipu­lags- og mats­lýs­ingar megi ráða að verk­efnið sé umdeilt, einkum í ljósi lík­legra umhverf­is­á­hrifa. „Í ljósi þess telur Skipu­lags­stofnun ástæðu til að sveit­ar­stjórn vísi ákvörðun um virkjun í Hverf­is­fljóti til end­ur­skoð­unar aðal­skipu­lags sveit­ar­fé­lags­ins sem nú stendur yfir, og skoði heild­stætt allar mögu­legar leiðir til úrbóta á afhend­ingar­ör­yggi raf­orku í sveit­ar­fé­lag­in­u,“ segir í athuga­semd­un­um. „Í þeirri vinnu taki sveit­ar­stjórn afstöðu til þess hvers konar raf­orku­fram­leiðsla verði heim­iluð í sveit­ar­fé­lag­inu og hvaða tæki­færi skap­ast til atvinnu­upp­bygg­ingar með orkufram­leiðslu og trygg­ara afhend­ingar­ör­ygg­is.“

Auglýsing

Þá ítrekar stofn­unin enn­fremur að hún telji að ekki hafi verið sýnt fram á að brýnir almanna­hags­munir séu til staðar fyrir röskun Skaft­ár­elda­hrauns og að for­senda fyrir leyf­is­veit­ingum sé að við skipu­lags­gerð verði sýnt fram á slíka hags­muni með skýrum hætti. Jafn­framt telur stofn­unin að þörf sé á að við skipu­lags­gerð­ina verði skoðað hvort það rask á hraun­inu sem fram­kvæmd­inni fylgi sé ásætt­an­legt. Stofn­unin gerir fleiri athuga­semdir við til­lög­urnar en bendir að lokum á að ekki sé gerð athuga­semd við að aðal­skipu­lags­til­lagan verði aug­lýst, þegar brugð­ist hafi verið við athuga­semdum og ábend­ingum stofn­un­ar­inn­ar. „Að öðrum kosti ber sveit­ar­stjórn að birta athuga­semdir Skipu­lags­stofn­unar með til­lög­unni á aug­lýs­inga­tíma.“

Það er gert og því ljóst að sveit­ar­stjórn valdi þann kost í stað þess að bregð­ast við athuga­semdum stofn­un­ar­innar í hinum aug­lýstu til­lög­um.

Umdeilt innan sveit­ar­stjórnar

Virkj­ana­á­formin hafa ekki aðeins verið gagn­rýnd af íbúum hrepps­ins og ýmsum hags­muna­að­il­um, s.s. í ferða­þjón­ustu, heldur hafa þau verið umdeild innan sveit­ar­stjórn­ar­inn­ar. Á fundi stjórn­ar­innar í maí, þar sem sam­þykkt var af meiri­hluta sveit­ar­stjórn­ar­manna að aug­lýsa til­lög­urn­ar, lét Jóna Björk Jóns­dótt­ir, full­trúi Z-list­ans, Sólar í Skaft­ár­hreppi, bóka að flokk­ur­inn tæki undir nið­ur­stöður Skipu­lags­stofn­unar um að fram­kvæmdin hefði í för með sér var­an­leg og óaft­ur­kræf umhverf­is­á­hrif. „Bent er á að ekki hefur verið sýnt fram á að fram­kvæmdin sé sú leið sem fara þurfi til að tryggja afhend­ingar­ör­yggi raf­magns í sveit­ar­fé­lag­inu. Eðli­legt er að sveit­ar­stjórn vísi ákvörðun um virkjun í Hverf­is­fljóti til end­ur­skoð­unar aðal­skipu­lags og þar verði allar leiðir til úrbóta á afhend­ingar­ör­yggi raf­orku skoð­að­ar.“

Frestur til að skila athuga­semdum við til­lög­urnar er til og með 1. júlí. Þeim skal skila skrif­lega á net­fangið bygg@klaust­ur.is eða á skrif­stofu Skaft­ár­hrepps á Kirkju­bæj­ar­klaustri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar