Baldvin Þorsteinsson eignast erlenda útgerð Samherja sem metin er á 55 milljarða króna

Sonur Þorsteins Más Baldvinssonar hefur keypt hollenskt dótturfélag Samherja Holding sem heldur utan um erlenda útgerðarstarfsemi Samherjasamstæðunnar. Áður hafði hann, ásamt systur sinni og frændsyskinum, eignast Samherja á Íslandi.

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson.
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson.
Auglýsing

Bald­vin Þor­steins­son, sonur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, hefur keypt hol­lenska félagið Öldu Seafood af Sam­herja Hold­ing. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag. Þar er haft eftir Þor­steini Má að ástæðan fyrir söl­unni séu kyn­slóða­skipti sem átt hafi sér stað innan Sam­herja, og að salan á Öldu sé eðli­legt fram­hald af því. „Við telj­um að fé­lagið sé vel komið í hans hönd­um og þeirra stjórn­­enda sem hafa starfað þar.“

Alda Seafood heldur utan um erlenda starf­semi Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, fyr­ir­tæki á sviði veiða, vinnslu og sölu sjá­v­­­ar­af­­urða í Evr­­ópu og Norð­­ur­-Am­er­íku. Fjár­fest­inga­fé­lagið Sæból til­heyrir líka Öldu. Það félag á tvö dótt­­­­­ur­­­­­fé­lög, Esju Shipp­ing Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heim­il­is­­­­­festi á Kýp­­­­­ur. Þau félög héldu meðal ann­­­­­ars utan um veiðar Sam­herja í Namib­­­­­íu, þar sem sam­­­­­stæðan og stjórn­­­­­endur hennar eru nú grun­aðir um að hafa greitt mútur til að kom­­­­­ast yfir ódýran kvóta.

Auk þess á Sæból þrjú dótt­ur­fé­lög í Fær­eyj­um, þar á meðal Spf Tind­hólm.

Alda Seafood er því risa­stórt félag. Bók­fært virði þess í lok síð­asta árs var 361 milljón evr­ur, eða tæp­lega 55 millj­arðar króna á gengi dags­ins í dag. Í frétt Morg­un­blaðs­ins er ekki greint frá því á hvaða verði Bald­vin keypti Öldu Seafood né hvernig kaupin voru fjár­mögn­uð. 

Auglýsing
Utan Öldu var stærsta eign Sam­herja Hold­ing, sem er að uppi­stöðu í eigu Þor­steins Más, Helgu S. Guð­­­­munds­dóttur fyrr­ver­andi eig­in­­­­konu hans og Krist­jáns Vil­helms­­­­­­son­­­­­­ar, útgerð­­­­­ar­­­­­stjóra Sam­herj­­­­­a­­­­­sam­­­­­stæð­unn­­­­­ar, 32,79 pró­sent hlutur í Eim­skip. ­Sam­kvæmt til­kynn­ingu á heima­síðu Sam­herja hefur sá hlutur verið færður í eign­ar­halds­fé­lagið Seley ehf. sem er í eigu sömu aðila og hafa átt Sam­herja Hold­ing.

Með söl­unni á Öldu hefur sjáv­ar­út­vegs­hluta Sam­herj­a­sam­stæð­unnar að mestu verið komið til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Og nær allar eignir Sam­herji Hold­ing, félags­ins sem er til rann­sóknar í Namibíu og á Íslandi vegna gruns um mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu, hafa verið færðar ann­að.

Miklar til­færslur á síð­ustu árum

Á árinu 2018 gerð­ist það að Sam­herja var skipt upp í tvö fyr­ir­tæki. Það var sam­­­­­þykkt 11. maí 2018 á hlut­hafa­fundi og skipt­ingin látin miða við 30. sept­­­­­em­ber 2017.

Eftir það var þorri inn­­­­­­­­­­­­­lendrar starf­­­­­­­sem­i Sam­herja og starf­­­­­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­­­­­­sem­i og hluti af fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­starf­­­­­­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Hold­ing ehf. Stærsta eign síð­ar­nefnda félags­ins var dótt­ur­fé­lagið Alda Seafood, sem nú hefur verið seld til Bald­vins Þor­steins­sonar sem leitt hefur þá starf­semi und­an­farin ár. 

Þetta er enn eitt skrefið sem stigið hefur verið í átt að því að færa eign­ar­hald á Sam­herj­a­sam­stæð­unni til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins, frænd­anna Þor­steins Más og Krist­jáns. 

Saman áttu þessi tvö félög, Sam­herji hf. og Sam­herji Hold­ing, eigið fé upp á um 160 millj­­arða króna um síð­­­ustu ára­­mót. Þor­­steinn Már er for­­stjóri bæði Sam­herja hf. og Sam­herja Hold­ing. 

Til­­kynnt var um það um miðjan maí 2020 að þeir, ásamt Helgu, væru að færa stóran hluta af eign­­­ar­haldi á Sam­herja hf., sem heldur utan um inn­lendu starf­sem­ina, til barna sinna. Stærsti eig­andi þess félags er K&B ehf. Bald­vin á 49 pró­­sent hlut í K&B ehf. en Katla systir hans 48,9 pró­­sent. Faðir þeirra á svo 2,1 pró­­sent hlut.

Hall­­­dór Örn, Krist­ján Bjarni og Katrín Krist­jáns­­­börn, eiga sam­an­lagt með um 41,5 pró­­­sent hluta­fjár í Sam­herja en ekk­ert þeirra meira en 8,5 pró­­sent hlut hvert. Þar á eftir kemur félagið Bliki ehf. með 11,9 pró­­­­sent hlut, sem er líka í eigu Sam­herj­a­fjöl­skyld­unn­ar.

Fram­­­sal hluta­bréfa for­eldr­anna í Sam­herja hf. til barn­anna fór ann­ars vegar þannig fram að um fyr­ir­fram­greiddan arf var að ræða, og hins vegar um sölu milli félaga að ræða.

Ráðu­neytið lét sak­sókn­ara vita

Bald­vin, sem á nú eignir sem metnar eru á tugi millj­arða króna, er með lög­­heim­ili í Hollandi, þar sem hann býr og leiðir alþjóð­­lega starf­­semi Sam­herja. Þar af leið­andi er hann skil­­greindur sem erlendur sam­­kvæmt íslenskum lögum og því ber að til­­kynna hana til stjórn­­­valda. Kjarn­inn greindi frá því sum­arið 2020 að fjár­­­­­fest­ing K&B ehf. í Sam­herja hafi verið til­­­kynnt til atvinn­u­­­vega­ráðu­­­neyt­is­ins átta dögum áður en að Kveik­­­ur, Stund­in, Wiki­leaks og Al Jazeera opin­ber­uðu margra mán­aða rann­­­sókn­­­ar­vinnu sem sýndi fram á meintar mút­­u­greiðsl­­­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­­göngu Sam­herj­­­a­­­sam­­­stæð­unnar í tengslum við veiðar hennar í Namib­­­íu.

Auglýsing
Starfs­­maður atvinn­u­­­vega­ráðu­­­neyt­is­ins hringdi tví­­­­­vegis í Ólaf Þór Hauks­­­son hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara, ann­­­ars vegar 18. des­em­ber og hins vegar 20. des­em­ber 2019, til að gera honum við­vart um að ráðu­­­neyt­inu hefði borist til­­­kynn­ing um að erlendur aðili, Bald­vin, hefði keypt hlut­inn í Sam­herja.

Í skjali um sam­­­skiptin kom fram að ástæða þess að haft var sam­­­band við við hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara var að ráðu­­­neyt­inu væri „kunn­ugt um að það félag sem til­­­kynn­ingin við­kemur og aðal­­­eig­andi þess og for­­­stjóri eru til rann­­­sóknar hjá emb­ætti hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara.“

Í til­­kynn­ingu Sam­herja um að stofn­endur fyr­ir­tæk­is­ins væru að láta eign­­ar­hluti renna til barna sinna kom fram að stjórn Sam­herja hefði fyrst verið til­­kynnt um áformin sum­­­arið 2019.

Fyr­ir­tækið hefur hafnað því að tengsl væru á milli þess að til­­kynnt væri um eig­enda­breyt­ing­­­arnar og umfjöll­unar um athæfi Sam­herja í Namib­­­íu. ­

Rann­sókn á Íslandi langt komin

Rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á meintum lög­brotum Sam­herj­a­sam­stæð­unnar og lyk­il­fólks innan hennar hefur staðið yfir síðan í lok árs 2019. Auk þess er málið í rann­­­sókn og ákæru­­­með­­­­­ferð í Namib­­­íu. Átta manns hið minnsta hafa fengið rétt­­­­­­ar­­­­­­stöðu sak­­­­­­born­ings við yfir­­­­­­heyrslur hjá emb­ætt­i hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara vegna máls­ins. Þeirra á meðal er Þor­­steinn Már.

Aðrir sem kall­aðir hafa verið inn til yfir­­­heyrslu og fengið stöðu sak­­­born­ings við hana eru Ingólfur Pét­­­­ur­s­­­­son, fyrr­ver­andi fjár­­­­­­­mála­­­­stjóri Sam­herja í Namib­­íu, Ingvar Júl­í­us­­­­son, fjár­­­­­­­mála­­­­stjóri Sam­herja á Kýp­­­­ur, Arna McClure, yfir­­­­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­­­­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­­­­son, fram­­­­kvæmda­­­­stjóri Sam­herja í Namib­­­­íu, Aðal­­­­­­­steinn Helga­­­­son, fyrr­ver­andi fram­­­­kvæmda­­­­stjóri Sam­herja í Namib­­­­íu, Jón Óttar Ólafs­­­­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi rann­­­­sókn­­­­ar­lög­­­­reglu­­­­maður sem starfað hefur fyrir Sam­herja árum sam­an­, og upp­­­­­­­ljóstr­­­­ar­inn Jóhannes Stef­áns­­­­son.

Hér­­­­­lendis hófst rann­­­sókn eftir að Kveikur og Stundin opin­ber­uðu að grunur væri á að Sam­herji hefði greitt mút­­­­­­­ur, meðal ann­­­­ars til hátt­­­­settra stjórn­­­­­­­mála­­­­manna, til að kom­­­­ast yfir fisk­veið­i­­kvóta í Namibíu og Angóla. Á sama tíma voru birtar upp­­­­lýs­ingar sem bentu til þess að Sam­herji væri mög­u­­­­lega að stunda stór­­­­fellda skatta­snið­­­­göngu og pen­inga­þvætt­i.

Í umfjöllun Stund­­­­ar­innar um rann­­­sókn­ina í nóv­em­ber var haft eftir Ólafi Þór Hauks­­­syni hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara að rann­­­­sóknin á Íslandi væri langt kom­in.

Segj­ast ekki líða „spill­ingu af neinu tagi“

Þau brot sem grunur er um að hafi verið framin í Sam­herj­­­­a­­­­mál­inu varða 109. og 264. grein almennra hegn­ing­­­­ar­laga um mút­­­­­­­ur. Í fyrr­­­­nefndu grein­inni segir að hver sem gef­­­­ur, lofar eða býður opin­berum starfs­­­­manni, gjöf eða annan ávinn­ing, sem hann á ekki til­­­­­­­kall til, í þágu hans eða ann­­­­arra, til að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert sem teng­ist opin­berum skyldum hans skal sæta fang­elsi allt að fimm árum eða sektum ef máls­bætur eru fyrir hendi. „Sömu refs­ingu skal sá sæta sem beinir slíku að erlendum opin­berum starfs­­­­manni, erlendum kvið­­­­dóm­anda, erlendum gerð­­­­ar­­­­manni, manni sem á sæti á erlendu full­­­­trú­a­­­­þingi sem hefur stjórn­­­­­­­sýslu með hönd­um, starfs­­­­manni alþjóða­­­­stofn­un­­­­ar, manni sem á sæti á þingi slíkrar stofn­unar eða á opin­beru lög­­­­gjaf­­­ar­­­­þingi í erlendu ríki, dóm­­­­ara sem á sæti í alþjóð­­­­legum dóm­stóli eða starfs­­­manni við slíkan dóm­stól, í því skyni að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert sem teng­ist opin­berum skyldum hans.“

Í 264. grein segir að hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinn­ings af broti á hegn­ing­­­­ar­lögum eða af refsi­verðu broti á öðrum lög­­­­um, eða umbreytir slíkum ávinn­ingi, flytur hann, send­ir, geym­ir, aðstoðar við afhend­ingu hans, leynir honum eða upp­­­­lýs­ingum um upp­­­­runa hans, eðli, stað­­­­setn­ingu eða ráð­­­­stöfun ávinn­ings skuli sæta fang­elsi allt að sex árum.

Þá eru einnig til rann­­­­sóknar meint brot á ákvæðum kafla XXXVI í almennum hegn­ing­­­­ar­lög­um, sem fjalla um auð­g­un­­­­ar­brot. Við brotum á ákvæðum þess kafla liggur fang­els­is­refs­ing sem getur verið allt að þrjú til sex ár. 

Í nýbirtum árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing er að finna svo­kall­aða ófjár­hags­lega upp­lýs­inga­gjöf, sem er óend­ur­skoð­uð. Þar er meðal ann­ars fjallað um við­skiptasið­ferði og sagt að hjá Sam­herja sé mik­il­vægt að unnið sé af heil­indum og „við líðum ekki spill­ingu af neinu tag­i.“ 

Þar segir að undir spill­inum falli „mút­u­greiðsl­­ur, fyr­ir­greiðslur og ávinn­ingur af sér­­hverju tagi í skiptum fyrir óeðli­­leg áhrif á ákvarð­ana­­töku. Þá er pen­inga­þvætti ekki liðið af neinu tagi og er Sam­herji Hold­ing stað­ráðið í að fara eftir gild­andi lögum gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka og munum grípa til við­eig­andi ráð­staf­ana til að koma í veg fyrir og koma auga á ólög­­mætar greiðsl­­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar