Bandarískt innanmein - Eins og eldspýta í púðurtunnu

BARACK-OBAMA.jpg
Auglýsing

Rétt fyrir klukkan níu að morgni í fyrra­dag, gekk 21 árs gam­all mað­ur, Dylan Storm Roof, inn í Emanuel AME kirkj­una í Charleston og skaut níu til bana. Allir sem lét­ust voru svartir Banda­ríkja­menn, og hluti af söfn­uði kirkj­unn­ar. Lög­reglan hefur þegar ákært mann­inn fyrir morð­in, og á hann mögu­lega yfir höfði sér dauða­refs­ingu. Rík­is­stjór­inn í Suð­ur­-Kar­ólínu, Nikki Halley, kall­aði eftir því að dauða­refs­ingu yrði beitt, en morðin voru framin í einni sögu­fræg­ustu kirkj­unni í Charleston, sem í ára­tugi var vett­vangur dramat­ískra sigra og ósigra í kyn­þátta­bar­áttu í Banda­ríkj­un­um, og mið­dep­ill hrika­legrar með­höndl­unar á svörtum á tímum þræla­halds­ins.

Eftir um fjórtán tíma lög­reglu­að­gerð tókst sér­sveit­ar­mönnum að hand­sama Storm Roof, en nær óum­deilt er að hann hafi framið morð­in, þar sem þau náð­ust upp á mynd­bands­upp­töku sem er í kirkj­unni.

Kveikjan að morð­unum kyn­þátta­hat­ur?



Barack Obama Banda­ríkja­for­seti ávarp­aði þjóð­ina í beinni útsend­ingu flestra sjón­varps­stöðva í Banda­ríkj­unum í gær, af blaða­manna­fundi í Hvíta hús­inu, og var Joe Biden, vara­for­seti, með honum á fund­in­um. Slíkt er gert þegar til­efnin þykja alvar­leg, og voru stjórn­mála­skýrendur sam­mála um að með þessu hefði Obama viljað und­ir­strika hversu mik­il­vægt það væri, að umræða um kyn­þátta­hyggju í Banda­ríkj­unum færi ekki úr bönd­un­um. Und­an­farna mán­uði hafa staðið yfir ein­hver mestu mót­mæli vegna kyn­þátta­fór­dóma í garð svartra sem farið hafa fram í Banda­ríkj­unum und­an­farin ára­tug. Sér­stak­lega hafa þau verið umfangs­mikil í New York, Baltimore og Fergu­son, enn þau hafa einnig farið fram í mun fleiri borg­um, meðal ann­ars Was­hington D.C. og Los Ang­el­es. Í þeim til­fellum hefur kveikjan verið lög­reglu­of­beldi hvítra gegn svört­um.

Í þessu and­rúms­lofti getur kyn­þátta­hat­urs­glæpur verið eins og eld­spýta í púð­ur­tunnu, og breytt við­kvæmu ástandi í stór­hættu­legt.

Auglýsing

Í ávarpi sínu beindi Obama kast­ljósi að tveimur aðskildum hlut­um, eftir að hafa vottað aðstand­endum hinna látnu sam­úð. Ann­ars vegar sögu­legum bak­grunni kirkna í Charleston, og hvaða mik­il­væga hlut­verki þær hefðu haft þegar kom að bar­áttu fyrir rétt­indum svartra. Í öðru lagi var það síðan byssu­eign almenn­ings í Banda­ríkj­un­um, og hversu afleitt það væri að brjál­æð­ingar sem væru til­búnir skaða aðrar mann­eskj­ur, gætu auð­veld­lega kom­ist yfir byss­ur. „Þetta er ekki að ger­ast í öðrum þró­uðum ríkj­um, það sem er að ger­ast hjá okk­ur,“ sagði Obama, og sagði að það væri á valdi Banda­ríkja­manna að breyta þessu.





Inn­a­mein í Banda­ríkj­unum



Glæpir sem tengdir eru skot­vopnum eru gríð­ar­lega umfangs­mikið vanda­mál í Banda­ríkj­un­um, marg­falt meira en í öðrum þró­uðum ríkj­um. Yfir þrettán þús­und ein­stak­lingar deyja árleg vegna skot­vopna, og að með­al­tali um 3,2 á hverja 100 þús­und íbúa. Flest önnur ríki sem telj­ast þróuð eru með sama hlut­fall innan við 0,5. Aðeins ríki í Suð­ur­-Am­er­íku, þar sem vopnuð átök gengja eru sam­fé­lags­leg vanda­mál víða, eru nærri þessu með­al­tali Banda­ríkj­anna. En ná þeim þó ekki.

Hér má sjá gögn úr skýrslu UNDOC, þar sem fjallað er um byssutengda glæpi. Hér má sjá gögn úr skýrslu UNDOC, þar sem fjallað er um byssu­tengda glæpi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None