25 þingmenn næðu ekki sæti miðað við nýjustu kannanir

10054207846_e833b167f6_c.jpg
Auglýsing

Gríð­ar­leg hreyf­ing hefur verið á stuðn­ingi við stjórn­mála­flokka það sem af er ári. P­íratar halda áfram að bæta við sig fylgi og fá nú 37,5 pró­sent fylgi, sam­kvæmt nýj­ustu könnun Frétta­blaðs­ins. Það er eina könn­unin sem gerð hefur verið eftir að stjórn­völd kynntu áætlun um losun hafta fyrr í mán­uð­in­um. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn nýtur þess­ara áforma ekki neitt og mælist með 8,5 pró­sent. Sam­fylk­ing, VG og Björt fram­tíð græða ekk­ert á þessu fylgis­tapi Fram­sókn­ar­flokks, en eini flokk­ur­inn utan Pírata sem bætir við sig fylgi er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn.

Kjarn­inn skoð­aði fram­boðs­lista flokk­anna út frá könnun Frétta­blaðs­ins til að sjá hvaða núver­andi þing­menn myndu missa sæti sín miðað við könn­un­ina.

Suð­vest­ur­kjör­dæmi: Fjórir þing­menn dyttu út



Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi tapa tveimur af sínum fjórum þing­mönnum í kjör­dæm­inu og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi tapa einum af sínum fimm. Öll þrjú þing­sætin sem stjórn­ar­flokk­arnir mynd­u tapa færu til Pírata, sem næðu inn fimm mönn­um, en eru nú með einn. Það er Birgitta Jóns­dótt­ir. Síð­asta þing­sæti Pírata kæmi frá Bjartri fram­tíð, sem myndi tapa sínum manni í kjör­dæm­inu rétt eins og ann­ars stað­ar­. ­Björn Leví Gunn­ars­son, Há­kon Einar Júl­í­us­son, Árni Þór Þor­geirs­son og Berg­lind Ósk Bergs­dóttir skip­uðu þessi fjögur sæti í kosn­ing­unum árið 2013.

Þing­menn fram­sóknar sem færu út af þingi eru Willum Þór Þórs­son og Þor­steinn Sæmunds­son. Elín Hirst næði ekki inn á þing fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Guð­mundur Stein­gríms­son dytti út af þingi fyrir Bjarta fram­tíð.

Auglýsing

Þingflokkur Bjartrar framtíðar myndi þurrkast út miðað við könnun Fréttablaðsins í dag. Þing­flokkur Bjartrar fram­tíðar myndi þurrkast út miðað við könnun Frétta­blaðs­ins í dag.

 

Suð­ur­kjör­dæmi: Fram­sókn myndi missa þrjá af fjórum



Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk fjóra menn kjörna í síð­ustu kosn­ingum en sam­kvæmt könnun Frétta­blaðs­ins í dag myndi flokk­ur­inn nú fá einn. Sá þing­maður í dag er Sig­urður Ingi Jóhanns­son, en Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, Páll Jóhann Páls­son og Har­aldur Ein­ars­son myndu öll detta út af þingi.

Páll Valur Björns­son myndi líka detta út af þingi en hann er eini þing­maður Bjartrar fram­tíðar í kjör­dæm­inu. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Sam­fylk­ingin héldu sínum þing­mönnum í kjör­dæm­inu miðað við könn­un­ina, og VG næði ekki manni inn frekar en í síð­ustu kosn­ing­um. Pírat­ar, sem náðu ekki inn manni í kosn­ing­un­um, myndu fá fjóra þing­menn í suð­ur­kjör­dæmi. Þeir ­Smári McCart­hy, Hall­dór Berg Harð­ar­son, ­Björn Þór Jóhann­es­son og Svafar Helga­son skip­uðu þessi fjögur sæti í síð­ustu kosn­ing­um.

 

Frosti Sigurjónsson og Vigdís Hauksdóttir leiddu lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Hvorugt myndi ná inn nú. Frosti Sig­ur­jóns­son og Vig­dís Hauks­dóttir leiddu lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur. Hvor­ugt myndi ná inn nú.

Reykja­vík suð­ur: Píratar í stór­sókn og Vig­dís Hauks félli af þingi



Píratar eru í stór­sókn í báðum Reykja­vík­ur­kjör­dæm­un­um. Þeir eru nú með einn þing­mann í Reykja­vík suð­ur, en það er Jón Þór Ólafs­son. Sam­kvæmt könn­unum fengi flokk­ur­inn hins vegar sex þing­menn ef kosið yrði nú. Þessir fimm þing­menn koma frá Sam­fylk­ingu, Fram­sókn­ar­flokki og Bjartri fram­tíð. Ásta Helga­dótt­ir, ­Sig­ur­björg Erla Egils­dótt­ir, ­Sig­ríður Foss­berg Thor­laci­us, ­Arn­aldur Sig­urð­ar­son og Birkir Fannar Ein­ars­son skip­uðu þessi fimm sæti hjá Pírötum í kosn­ing­unum síð­ast.

Björt fram­tíð fékk þá Róbert Mars­hall og Óttar Proppé kjörna í kosn­ing­unum en þeir myndu báðir missa sæti sitt. Sam­fylk­ingin myndi missa annað af sínum tveimur sæt­um, sætið sem Helgi Hjörvar skipar nú. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þurrkast út í Reykja­vík suður líkt og Björt fram­tíð, sem þýðir að hvorki Vig­dís Hauks­dóttir né Karl Garð­ars­son væru þing­menn. VG og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn halda sínum mönnum í kjör­dæm­inu.

Reykja­vík norð­ur: Allir nema Sjálf­stæð­is­menn tapa þing­mönnum til Pírata



Eins og í hinu Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu myndi Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ekki ná neinum þing­manni inn ef kosið yrði nú. Nú eru þing­menn kjör­dæm­is­ins þau Frosti Sig­ur­jóns­son og Sig­rún Magn­ús­dótt­ir. Björt Ólafs­dóttir væri ekki á þingi fyrir Bjarta fram­tíð, og Sam­fylk­ingin myndi tapa sæti Val­gerðar Bjarna­dóttur og hafa aðeins einn þing­mann í kjör­dæm­inu. Vinstri græn myndu líka tapa öðrum af sínum tveimur þing­mönn­um, sæti Stein­unnar Þóru Árna­dótt­ur. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur sínum þremur þing­mönn­um.

Píratar myndu fá sex þing­menn kjörna, rétt eins og í Reykja­vík suð­ur. Nú er þar einn þing­maður flokks­ins, Helgi Hrafn Gunn­ars­son. Hall­dóra Mog­en­sen, ­Bjarni Rúnar Ein­ars­son, Sal­vör Krist­jana Giss­ur­ar­dótt­ir, Þórður Sveins­son og Haukur Ísbjörn Jóhanns­son voru á eftir honum á lista Pírata fyrir kosn­ing­arn­ar.

Ásmundur Einar Daðason næði ekki sæti á þingi miðað við könnun Fréttablaðsins. Ásmundur Einar Daða­son næði ekki sæti á þingi miðað við könnun Frétta­blaðs­ins.

Norð­vest­ur­kjör­dæmi: Ásmundur Einar myndi detta út



Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi bæta við sig manni í Norð­vest­ur­kjör­dæmi ef marka má skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins. Miðað við núver­andi lista flokks­ins myndi það þýða að Eyrún Ingi­björg Sig­þórs­dóttir kæmi inn á þing. Vinstri græn myndu tapa sínum eina manni, Lilju Raf­n­eyju Magn­ús­dótt­ur.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi tapa þremur af þeim fjórum mönnum sem hann fékk kjörna í síð­ustu kosn­ing­um. Eini þing­mað­ur­inn sem héldi velli væri Gunnar Bragi Sveins­son, en Ásmundur Einar Daða­son, Elsa Lára Arn­ar­dóttir og Jóhanna María Sig­munds­dóttir myndu öll detta út. Sam­fylk­ingin myndi halda sínum eina manni, Guð­bjarti Hann­essyni.

Píratar hafa engan þing­mann í kjör­dæm­inu en myndu hins vegar fá tvo miðað við skoð­ana­kann­an­ir. Í fyrstu sæt­unum á fram­boðs­lista í síð­ustu kosn­ingum voru Hildur Sif Thoraren­sen og Her­bert Snorra­son.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir næði ekki sæti fyrir Vinstri græn, og ekki heldur Lilja Rafney Magnúsdóttir sem sést í fyrir aftan. Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir næði ekki sæti fyrir Vinstri græn, og ekki heldur Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir sem sést í fyrir aft­an.

Norð­aust­ur­kjör­dæmi: Sjálf­stæð­is­menn bæta við sig manni og Sig­mundur Davíð héldi velli



Hér myndi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn einnig bæta við sig manni miðað við kann­an­ir. Það væri þriðji þing­maður flokks­ins í kjör­dæm­inu en fyrir eru Krist­ján Þór Júl­í­us­son og Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir. Ásta Kristín Sig­ur­jóns­dóttir skipar þriðja sæti list­ans.

Vinstri græn myndu tapa öðru af sínum tveimur þing­sætum í kjör­dæm­inu, en það er sætið sem Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir situr í nú. Sam­fylk­ingin héldi sínum eina þing­manni, Krist­jáni Möll­er, en Bryn­hildur Pét­urs­dóttir væri ekki á þingi fyrir Bjarta fram­tíð.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn færi úr fjórum þing­mönnum í tvo, sem þýðir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra og Hösk­uldur Þór Þór­halls­son héldu sínum sætum en ekki Líneik Anna Sæv­ars­dóttir og Þór­unn Egils­dótt­ir. Píratar fengju þrjú þing­sæti í kjör­dæm­inu, en skipa ekk­ert núna. Þessi þrjú sæti skip­uð­u Að­al­heiður Ámunda­dótt­ir, Þór­gnýr Thorodd­sen og Helgi Lax­dal.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None