25 þingmenn næðu ekki sæti miðað við nýjustu kannanir

10054207846_e833b167f6_c.jpg
Auglýsing

Gríð­ar­leg hreyf­ing hefur verið á stuðn­ingi við stjórn­mála­flokka það sem af er ári. P­íratar halda áfram að bæta við sig fylgi og fá nú 37,5 pró­sent fylgi, sam­kvæmt nýj­ustu könnun Frétta­blaðs­ins. Það er eina könn­unin sem gerð hefur verið eftir að stjórn­völd kynntu áætlun um losun hafta fyrr í mán­uð­in­um. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn nýtur þess­ara áforma ekki neitt og mælist með 8,5 pró­sent. Sam­fylk­ing, VG og Björt fram­tíð græða ekk­ert á þessu fylgis­tapi Fram­sókn­ar­flokks, en eini flokk­ur­inn utan Pírata sem bætir við sig fylgi er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn.

Kjarn­inn skoð­aði fram­boðs­lista flokk­anna út frá könnun Frétta­blaðs­ins til að sjá hvaða núver­andi þing­menn myndu missa sæti sín miðað við könn­un­ina.

Suð­vest­ur­kjör­dæmi: Fjórir þing­menn dyttu útFram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi tapa tveimur af sínum fjórum þing­mönnum í kjör­dæm­inu og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi tapa einum af sínum fimm. Öll þrjú þing­sætin sem stjórn­ar­flokk­arnir mynd­u tapa færu til Pírata, sem næðu inn fimm mönn­um, en eru nú með einn. Það er Birgitta Jóns­dótt­ir. Síð­asta þing­sæti Pírata kæmi frá Bjartri fram­tíð, sem myndi tapa sínum manni í kjör­dæm­inu rétt eins og ann­ars stað­ar­. ­Björn Leví Gunn­ars­son, Há­kon Einar Júl­í­us­son, Árni Þór Þor­geirs­son og Berg­lind Ósk Bergs­dóttir skip­uðu þessi fjögur sæti í kosn­ing­unum árið 2013.

Þing­menn fram­sóknar sem færu út af þingi eru Willum Þór Þórs­son og Þor­steinn Sæmunds­son. Elín Hirst næði ekki inn á þing fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Guð­mundur Stein­gríms­son dytti út af þingi fyrir Bjarta fram­tíð.

Auglýsing

Þingflokkur Bjartrar framtíðar myndi þurrkast út miðað við könnun Fréttablaðsins í dag. Þing­flokkur Bjartrar fram­tíðar myndi þurrkast út miðað við könnun Frétta­blaðs­ins í dag.

 

Suð­ur­kjör­dæmi: Fram­sókn myndi missa þrjá af fjórumFram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk fjóra menn kjörna í síð­ustu kosn­ingum en sam­kvæmt könnun Frétta­blaðs­ins í dag myndi flokk­ur­inn nú fá einn. Sá þing­maður í dag er Sig­urður Ingi Jóhanns­son, en Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, Páll Jóhann Páls­son og Har­aldur Ein­ars­son myndu öll detta út af þingi.

Páll Valur Björns­son myndi líka detta út af þingi en hann er eini þing­maður Bjartrar fram­tíðar í kjör­dæm­inu. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Sam­fylk­ingin héldu sínum þing­mönnum í kjör­dæm­inu miðað við könn­un­ina, og VG næði ekki manni inn frekar en í síð­ustu kosn­ing­um. Pírat­ar, sem náðu ekki inn manni í kosn­ing­un­um, myndu fá fjóra þing­menn í suð­ur­kjör­dæmi. Þeir ­Smári McCart­hy, Hall­dór Berg Harð­ar­son, ­Björn Þór Jóhann­es­son og Svafar Helga­son skip­uðu þessi fjögur sæti í síð­ustu kosn­ing­um.

 

Frosti Sigurjónsson og Vigdís Hauksdóttir leiddu lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Hvorugt myndi ná inn nú. Frosti Sig­ur­jóns­son og Vig­dís Hauks­dóttir leiddu lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur. Hvor­ugt myndi ná inn nú.

Reykja­vík suð­ur: Píratar í stór­sókn og Vig­dís Hauks félli af þingiPíratar eru í stór­sókn í báðum Reykja­vík­ur­kjör­dæm­un­um. Þeir eru nú með einn þing­mann í Reykja­vík suð­ur, en það er Jón Þór Ólafs­son. Sam­kvæmt könn­unum fengi flokk­ur­inn hins vegar sex þing­menn ef kosið yrði nú. Þessir fimm þing­menn koma frá Sam­fylk­ingu, Fram­sókn­ar­flokki og Bjartri fram­tíð. Ásta Helga­dótt­ir, ­Sig­ur­björg Erla Egils­dótt­ir, ­Sig­ríður Foss­berg Thor­laci­us, ­Arn­aldur Sig­urð­ar­son og Birkir Fannar Ein­ars­son skip­uðu þessi fimm sæti hjá Pírötum í kosn­ing­unum síð­ast.

Björt fram­tíð fékk þá Róbert Mars­hall og Óttar Proppé kjörna í kosn­ing­unum en þeir myndu báðir missa sæti sitt. Sam­fylk­ingin myndi missa annað af sínum tveimur sæt­um, sætið sem Helgi Hjörvar skipar nú. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þurrkast út í Reykja­vík suður líkt og Björt fram­tíð, sem þýðir að hvorki Vig­dís Hauks­dóttir né Karl Garð­ars­son væru þing­menn. VG og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn halda sínum mönnum í kjör­dæm­inu.

Reykja­vík norð­ur: Allir nema Sjálf­stæð­is­menn tapa þing­mönnum til PírataEins og í hinu Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu myndi Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ekki ná neinum þing­manni inn ef kosið yrði nú. Nú eru þing­menn kjör­dæm­is­ins þau Frosti Sig­ur­jóns­son og Sig­rún Magn­ús­dótt­ir. Björt Ólafs­dóttir væri ekki á þingi fyrir Bjarta fram­tíð, og Sam­fylk­ingin myndi tapa sæti Val­gerðar Bjarna­dóttur og hafa aðeins einn þing­mann í kjör­dæm­inu. Vinstri græn myndu líka tapa öðrum af sínum tveimur þing­mönn­um, sæti Stein­unnar Þóru Árna­dótt­ur. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur sínum þremur þing­mönn­um.

Píratar myndu fá sex þing­menn kjörna, rétt eins og í Reykja­vík suð­ur. Nú er þar einn þing­maður flokks­ins, Helgi Hrafn Gunn­ars­son. Hall­dóra Mog­en­sen, ­Bjarni Rúnar Ein­ars­son, Sal­vör Krist­jana Giss­ur­ar­dótt­ir, Þórður Sveins­son og Haukur Ísbjörn Jóhanns­son voru á eftir honum á lista Pírata fyrir kosn­ing­arn­ar.

Ásmundur Einar Daðason næði ekki sæti á þingi miðað við könnun Fréttablaðsins. Ásmundur Einar Daða­son næði ekki sæti á þingi miðað við könnun Frétta­blaðs­ins.

Norð­vest­ur­kjör­dæmi: Ásmundur Einar myndi detta útSjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi bæta við sig manni í Norð­vest­ur­kjör­dæmi ef marka má skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins. Miðað við núver­andi lista flokks­ins myndi það þýða að Eyrún Ingi­björg Sig­þórs­dóttir kæmi inn á þing. Vinstri græn myndu tapa sínum eina manni, Lilju Raf­n­eyju Magn­ús­dótt­ur.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi tapa þremur af þeim fjórum mönnum sem hann fékk kjörna í síð­ustu kosn­ing­um. Eini þing­mað­ur­inn sem héldi velli væri Gunnar Bragi Sveins­son, en Ásmundur Einar Daða­son, Elsa Lára Arn­ar­dóttir og Jóhanna María Sig­munds­dóttir myndu öll detta út. Sam­fylk­ingin myndi halda sínum eina manni, Guð­bjarti Hann­essyni.

Píratar hafa engan þing­mann í kjör­dæm­inu en myndu hins vegar fá tvo miðað við skoð­ana­kann­an­ir. Í fyrstu sæt­unum á fram­boðs­lista í síð­ustu kosn­ingum voru Hildur Sif Thoraren­sen og Her­bert Snorra­son.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir næði ekki sæti fyrir Vinstri græn, og ekki heldur Lilja Rafney Magnúsdóttir sem sést í fyrir aftan. Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir næði ekki sæti fyrir Vinstri græn, og ekki heldur Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir sem sést í fyrir aft­an.

Norð­aust­ur­kjör­dæmi: Sjálf­stæð­is­menn bæta við sig manni og Sig­mundur Davíð héldi velliHér myndi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn einnig bæta við sig manni miðað við kann­an­ir. Það væri þriðji þing­maður flokks­ins í kjör­dæm­inu en fyrir eru Krist­ján Þór Júl­í­us­son og Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir. Ásta Kristín Sig­ur­jóns­dóttir skipar þriðja sæti list­ans.

Vinstri græn myndu tapa öðru af sínum tveimur þing­sætum í kjör­dæm­inu, en það er sætið sem Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir situr í nú. Sam­fylk­ingin héldi sínum eina þing­manni, Krist­jáni Möll­er, en Bryn­hildur Pét­urs­dóttir væri ekki á þingi fyrir Bjarta fram­tíð.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn færi úr fjórum þing­mönnum í tvo, sem þýðir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra og Hösk­uldur Þór Þór­halls­son héldu sínum sætum en ekki Líneik Anna Sæv­ars­dóttir og Þór­unn Egils­dótt­ir. Píratar fengju þrjú þing­sæti í kjör­dæm­inu, en skipa ekk­ert núna. Þessi þrjú sæti skip­uð­u Að­al­heiður Ámunda­dótt­ir, Þór­gnýr Thorodd­sen og Helgi Lax­dal.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None