Þvinga fram betri nýtingu með lögum - Deilibylting flýtir fyrir

gren.jpg
Auglýsing

Í sumar ákvað franska þingið að lög­festa bann við því að henda mat. Í fyrstu munu lögin ná til versl­ana og stór­mark­aða og er þeim gert að gefa mat til góð­gerð­ar­starfs, t.d. í sam­fé­lags­hjálp­ar­verk­efni eða til bág­staddra, eða í dýra­fóð­ur. Lögin þykja vera merki­legt skref í átt að ­sjálf­bærni, ekki síst í fjöl­mennum borg­ar­sam­fé­lögum þar sem mat­ar­sóun er risa­vaxið vanda­mál sem erfitt hefur reynst að tækla með góðum vilja og kynn­ing­ar­starfi.

Allt að tveggja ára fang­elsiLögin taka gildi í júní á næsta ári og skyld­ar­ þá sem eru með 400 fer­metra hús­næði undir starf­semi sína, eða meira, til þess að nýta betur mat sem ann­ars hefði verið hent með því að gefa hann til þeirra sem hafa fyrir hann þörf, eða í versta falli í dýra­fóð­ur.

Við­ur­lög eru í versta falli tveggja ára fang­elsi fyrir þá sem bera ábyrgð á því að mat­ur­inn sé nýttur í takt við það sem lögin segja til um.

Mik­ill vandi á heims­vísuÍ Frakk­landi er um 7,1 millj­ónum tona af mat hent árlega, 67 pró­sent af þeirri tölu falla undir stór­mark­aði og neyt­end­ur, 15 pró­sent eru hjá veit­inga­húsum og síðan 11 pró­sent hjá öðrum búð­um. Afgang­ur­inn dreif­ist á marga smærri. Á heims­vísu er um 1,3 millj­örðum tonna af mat hent árlega, sem ann­ars hefði verið mögu­legt að nýta, að því er The Guar­dian greinir frá.

Frakkar hafa gengið lengra í að skoða þessi mál heldur en margir aðr­ir, bæði með því að taka saman mikið magn af upp­lýs­ingum um neyt­enda­hegðun þegar kemur að mat­ar­inn­kaup­um. Stjórn­völd í Frakk­landi telja að neyt­endur henti 20 til 30 kílóum á ári af mati sem væti hægt að nýta, þar af sjö kílóum af mati sem er enn í umbúð­un­um. Kostn­aður sam­fé­lags­ins í Frakk­landi, með rúm­lega 64,3 millj­ónir íbúa, vegna þess­arar slæmu nýt­ingar er tal­inn nema um 25 millj­örðum evra á ári.

Auglýsing

Mark­aðir sem hafa selt mat sem telst upp­fylla skil­yrði sem líf­rænt rækt­að­ur, hafa beitt sér mikið í þessum efn­um, ekki síst í Banda­ríkj­un­um, enda þeirra hagur og bein­línis við­skipta­hug­mynd, að neyt­endur séu með­vit­aðir um mat­inn sem þeir kaupa og hvernig hann verður til. Allt ýtir þetta undir betri nýt­ingu og meiri gæði við mat­væla­fram­leiðslu, og inn­kaup. Stór­mark­að­irnir hafa ekki sama hvata í sínum rekstri, enda mark­miðið þar fyrst og fremst að selja sem mest, hvað sem tautar og raul­ar. Eða þannig horfir þetta við frönskum stjórn­völd­um, í það minnsta.Ekki allir sáttir við löginVersl­un­ar­ráðið í Frakk­landi, og sam­tök stór­mark­aða, telja lögin vera alltof ströng og að þau muni ekki bæta miklu við það sem þegar hefur verið gert. Í versta falli muni þau hækka verð á mat, og valda mörgum rekstr­ar­erf­ið­leikum vegna þess hve erfitt verður að hafa eft­ir­lit með lög­un­um. Þá hafa sam­tökin bent á að 4.500 versl­ana­keðjur í Frakk­landi séu nú þegar með samn­inga við góð­gerð­ar­sam­tök og aðra, um að gefa frá sér mat sem ekki selj­ist. Undir þetta megi ýta með öðrum hætti en að bein­línis lög­festa skipun um að gefa mat­inn.

Deili­bylt­ingin ýtir undir vakn­inguEitt af því sem hefur ýtt undir umræðu um mat­ar­nýt­ingu er ­deili­hag­kerfið alþjóð­lega sem nú þegar hefur fest rótum með þjón­ustu eins og Air­Bnb, þar sem heim­ili eru leigð til ferða­manna. Það sama má segja um nýt­ingu á bíl­ferðum í borg­um, þar sem borg­arar deila bílum til að spara kostn­að. Svo eitt­hvað sé nefnt.

Það sama ætti að geta gilt um mat­inn, og hafa vef­síður sprottið fram að und­an­förnu, meðal ann­ars í Þýska­landi, þar sem mark­miðið er að nýta betur mat. Vand­inn sem snýr að slæmri nýt­ingu á mat er yfir­þyrm­andi stór, og kostn­að­ar­samur fyrir sam­fé­lög heims­ins. Lík­lega mun þó þróun í þessum efnum ekki verða jafn hröð eins og reyndin hefur verið með leigu og deil­ingum á heim­ilum fólks, enda eru alls ekki allir til­búnir að deila mat.

 

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None