Þvinga fram betri nýtingu með lögum - Deilibylting flýtir fyrir

gren.jpg
Auglýsing

Í sumar ákvað franska þingið að lög­festa bann við því að henda mat. Í fyrstu munu lögin ná til versl­ana og stór­mark­aða og er þeim gert að gefa mat til góð­gerð­ar­starfs, t.d. í sam­fé­lags­hjálp­ar­verk­efni eða til bág­staddra, eða í dýra­fóð­ur. Lögin þykja vera merki­legt skref í átt að ­sjálf­bærni, ekki síst í fjöl­mennum borg­ar­sam­fé­lögum þar sem mat­ar­sóun er risa­vaxið vanda­mál sem erfitt hefur reynst að tækla með góðum vilja og kynn­ing­ar­starfi.

Allt að tveggja ára fang­elsiLögin taka gildi í júní á næsta ári og skyld­ar­ þá sem eru með 400 fer­metra hús­næði undir starf­semi sína, eða meira, til þess að nýta betur mat sem ann­ars hefði verið hent með því að gefa hann til þeirra sem hafa fyrir hann þörf, eða í versta falli í dýra­fóð­ur.

Við­ur­lög eru í versta falli tveggja ára fang­elsi fyrir þá sem bera ábyrgð á því að mat­ur­inn sé nýttur í takt við það sem lögin segja til um.

Mik­ill vandi á heims­vísuÍ Frakk­landi er um 7,1 millj­ónum tona af mat hent árlega, 67 pró­sent af þeirri tölu falla undir stór­mark­aði og neyt­end­ur, 15 pró­sent eru hjá veit­inga­húsum og síðan 11 pró­sent hjá öðrum búð­um. Afgang­ur­inn dreif­ist á marga smærri. Á heims­vísu er um 1,3 millj­örðum tonna af mat hent árlega, sem ann­ars hefði verið mögu­legt að nýta, að því er The Guar­dian greinir frá.

Frakkar hafa gengið lengra í að skoða þessi mál heldur en margir aðr­ir, bæði með því að taka saman mikið magn af upp­lýs­ingum um neyt­enda­hegðun þegar kemur að mat­ar­inn­kaup­um. Stjórn­völd í Frakk­landi telja að neyt­endur henti 20 til 30 kílóum á ári af mati sem væti hægt að nýta, þar af sjö kílóum af mati sem er enn í umbúð­un­um. Kostn­aður sam­fé­lags­ins í Frakk­landi, með rúm­lega 64,3 millj­ónir íbúa, vegna þess­arar slæmu nýt­ingar er tal­inn nema um 25 millj­örðum evra á ári.

Auglýsing

Mark­aðir sem hafa selt mat sem telst upp­fylla skil­yrði sem líf­rænt rækt­að­ur, hafa beitt sér mikið í þessum efn­um, ekki síst í Banda­ríkj­un­um, enda þeirra hagur og bein­línis við­skipta­hug­mynd, að neyt­endur séu með­vit­aðir um mat­inn sem þeir kaupa og hvernig hann verður til. Allt ýtir þetta undir betri nýt­ingu og meiri gæði við mat­væla­fram­leiðslu, og inn­kaup. Stór­mark­að­irnir hafa ekki sama hvata í sínum rekstri, enda mark­miðið þar fyrst og fremst að selja sem mest, hvað sem tautar og raul­ar. Eða þannig horfir þetta við frönskum stjórn­völd­um, í það minnsta.Ekki allir sáttir við löginVersl­un­ar­ráðið í Frakk­landi, og sam­tök stór­mark­aða, telja lögin vera alltof ströng og að þau muni ekki bæta miklu við það sem þegar hefur verið gert. Í versta falli muni þau hækka verð á mat, og valda mörgum rekstr­ar­erf­ið­leikum vegna þess hve erfitt verður að hafa eft­ir­lit með lög­un­um. Þá hafa sam­tökin bent á að 4.500 versl­ana­keðjur í Frakk­landi séu nú þegar með samn­inga við góð­gerð­ar­sam­tök og aðra, um að gefa frá sér mat sem ekki selj­ist. Undir þetta megi ýta með öðrum hætti en að bein­línis lög­festa skipun um að gefa mat­inn.

Deili­bylt­ingin ýtir undir vakn­inguEitt af því sem hefur ýtt undir umræðu um mat­ar­nýt­ingu er ­deili­hag­kerfið alþjóð­lega sem nú þegar hefur fest rótum með þjón­ustu eins og Air­Bnb, þar sem heim­ili eru leigð til ferða­manna. Það sama má segja um nýt­ingu á bíl­ferðum í borg­um, þar sem borg­arar deila bílum til að spara kostn­að. Svo eitt­hvað sé nefnt.

Það sama ætti að geta gilt um mat­inn, og hafa vef­síður sprottið fram að und­an­förnu, meðal ann­ars í Þýska­landi, þar sem mark­miðið er að nýta betur mat. Vand­inn sem snýr að slæmri nýt­ingu á mat er yfir­þyrm­andi stór, og kostn­að­ar­samur fyrir sam­fé­lög heims­ins. Lík­lega mun þó þróun í þessum efnum ekki verða jafn hröð eins og reyndin hefur verið með leigu og deil­ingum á heim­ilum fólks, enda eru alls ekki allir til­búnir að deila mat.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None