Bandarískt innanmein - Eins og eldspýta í púðurtunnu

BARACK-OBAMA.jpg
Auglýsing

Rétt fyrir klukkan níu að morgni í fyrra­dag, gekk 21 árs gam­all mað­ur, Dylan Storm Roof, inn í Emanuel AME kirkj­una í Charleston og skaut níu til bana. Allir sem lét­ust voru svartir Banda­ríkja­menn, og hluti af söfn­uði kirkj­unn­ar. Lög­reglan hefur þegar ákært mann­inn fyrir morð­in, og á hann mögu­lega yfir höfði sér dauða­refs­ingu. Rík­is­stjór­inn í Suð­ur­-Kar­ólínu, Nikki Halley, kall­aði eftir því að dauða­refs­ingu yrði beitt, en morðin voru framin í einni sögu­fræg­ustu kirkj­unni í Charleston, sem í ára­tugi var vett­vangur dramat­ískra sigra og ósigra í kyn­þátta­bar­áttu í Banda­ríkj­un­um, og mið­dep­ill hrika­legrar með­höndl­unar á svörtum á tímum þræla­halds­ins.

Eftir um fjórtán tíma lög­reglu­að­gerð tókst sér­sveit­ar­mönnum að hand­sama Storm Roof, en nær óum­deilt er að hann hafi framið morð­in, þar sem þau náð­ust upp á mynd­bands­upp­töku sem er í kirkj­unni.

Kveikjan að morð­unum kyn­þátta­hat­ur?Barack Obama Banda­ríkja­for­seti ávarp­aði þjóð­ina í beinni útsend­ingu flestra sjón­varps­stöðva í Banda­ríkj­unum í gær, af blaða­manna­fundi í Hvíta hús­inu, og var Joe Biden, vara­for­seti, með honum á fund­in­um. Slíkt er gert þegar til­efnin þykja alvar­leg, og voru stjórn­mála­skýrendur sam­mála um að með þessu hefði Obama viljað und­ir­strika hversu mik­il­vægt það væri, að umræða um kyn­þátta­hyggju í Banda­ríkj­unum færi ekki úr bönd­un­um. Und­an­farna mán­uði hafa staðið yfir ein­hver mestu mót­mæli vegna kyn­þátta­fór­dóma í garð svartra sem farið hafa fram í Banda­ríkj­unum und­an­farin ára­tug. Sér­stak­lega hafa þau verið umfangs­mikil í New York, Baltimore og Fergu­son, enn þau hafa einnig farið fram í mun fleiri borg­um, meðal ann­ars Was­hington D.C. og Los Ang­el­es. Í þeim til­fellum hefur kveikjan verið lög­reglu­of­beldi hvítra gegn svört­um.

Í þessu and­rúms­lofti getur kyn­þátta­hat­urs­glæpur verið eins og eld­spýta í púð­ur­tunnu, og breytt við­kvæmu ástandi í stór­hættu­legt.

Auglýsing

Í ávarpi sínu beindi Obama kast­ljósi að tveimur aðskildum hlut­um, eftir að hafa vottað aðstand­endum hinna látnu sam­úð. Ann­ars vegar sögu­legum bak­grunni kirkna í Charleston, og hvaða mik­il­væga hlut­verki þær hefðu haft þegar kom að bar­áttu fyrir rétt­indum svartra. Í öðru lagi var það síðan byssu­eign almenn­ings í Banda­ríkj­un­um, og hversu afleitt það væri að brjál­æð­ingar sem væru til­búnir skaða aðrar mann­eskj­ur, gætu auð­veld­lega kom­ist yfir byss­ur. „Þetta er ekki að ger­ast í öðrum þró­uðum ríkj­um, það sem er að ger­ast hjá okk­ur,“ sagði Obama, og sagði að það væri á valdi Banda­ríkja­manna að breyta þessu.

Inn­a­mein í Banda­ríkj­unumGlæpir sem tengdir eru skot­vopnum eru gríð­ar­lega umfangs­mikið vanda­mál í Banda­ríkj­un­um, marg­falt meira en í öðrum þró­uðum ríkj­um. Yfir þrettán þús­und ein­stak­lingar deyja árleg vegna skot­vopna, og að með­al­tali um 3,2 á hverja 100 þús­und íbúa. Flest önnur ríki sem telj­ast þróuð eru með sama hlut­fall innan við 0,5. Aðeins ríki í Suð­ur­-Am­er­íku, þar sem vopnuð átök gengja eru sam­fé­lags­leg vanda­mál víða, eru nærri þessu með­al­tali Banda­ríkj­anna. En ná þeim þó ekki.

Hér má sjá gögn úr skýrslu UNDOC, þar sem fjallað er um byssutengda glæpi. Hér má sjá gögn úr skýrslu UNDOC, þar sem fjallað er um byssu­tengda glæpi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sláandi niðurstöður könnunar kalli á afgerandi viðbrögð af hálfu forseta Alþingis
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sú staða sem uppi er á Alþingi sé ekki eingöngu óboðleg þeim einstaklingum sem um ræðir, heldur sverti ímynd Alþingis og hafi hamlandi áhrif á getu og vilja fólks til þess að starfa á vettvangi stjórnmálanna.
Kjarninn 27. maí 2020
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None