Bandarískt innanmein - Eins og eldspýta í púðurtunnu

BARACK-OBAMA.jpg
Auglýsing

Rétt fyrir klukkan níu að morgni í fyrra­dag, gekk 21 árs gam­all mað­ur, Dylan Storm Roof, inn í Emanuel AME kirkj­una í Charleston og skaut níu til bana. Allir sem lét­ust voru svartir Banda­ríkja­menn, og hluti af söfn­uði kirkj­unn­ar. Lög­reglan hefur þegar ákært mann­inn fyrir morð­in, og á hann mögu­lega yfir höfði sér dauða­refs­ingu. Rík­is­stjór­inn í Suð­ur­-Kar­ólínu, Nikki Halley, kall­aði eftir því að dauða­refs­ingu yrði beitt, en morðin voru framin í einni sögu­fræg­ustu kirkj­unni í Charleston, sem í ára­tugi var vett­vangur dramat­ískra sigra og ósigra í kyn­þátta­bar­áttu í Banda­ríkj­un­um, og mið­dep­ill hrika­legrar með­höndl­unar á svörtum á tímum þræla­halds­ins.

Eftir um fjórtán tíma lög­reglu­að­gerð tókst sér­sveit­ar­mönnum að hand­sama Storm Roof, en nær óum­deilt er að hann hafi framið morð­in, þar sem þau náð­ust upp á mynd­bands­upp­töku sem er í kirkj­unni.

Kveikjan að morð­unum kyn­þátta­hat­ur?Barack Obama Banda­ríkja­for­seti ávarp­aði þjóð­ina í beinni útsend­ingu flestra sjón­varps­stöðva í Banda­ríkj­unum í gær, af blaða­manna­fundi í Hvíta hús­inu, og var Joe Biden, vara­for­seti, með honum á fund­in­um. Slíkt er gert þegar til­efnin þykja alvar­leg, og voru stjórn­mála­skýrendur sam­mála um að með þessu hefði Obama viljað und­ir­strika hversu mik­il­vægt það væri, að umræða um kyn­þátta­hyggju í Banda­ríkj­unum færi ekki úr bönd­un­um. Und­an­farna mán­uði hafa staðið yfir ein­hver mestu mót­mæli vegna kyn­þátta­fór­dóma í garð svartra sem farið hafa fram í Banda­ríkj­unum und­an­farin ára­tug. Sér­stak­lega hafa þau verið umfangs­mikil í New York, Baltimore og Fergu­son, enn þau hafa einnig farið fram í mun fleiri borg­um, meðal ann­ars Was­hington D.C. og Los Ang­el­es. Í þeim til­fellum hefur kveikjan verið lög­reglu­of­beldi hvítra gegn svört­um.

Í þessu and­rúms­lofti getur kyn­þátta­hat­urs­glæpur verið eins og eld­spýta í púð­ur­tunnu, og breytt við­kvæmu ástandi í stór­hættu­legt.

Auglýsing

Í ávarpi sínu beindi Obama kast­ljósi að tveimur aðskildum hlut­um, eftir að hafa vottað aðstand­endum hinna látnu sam­úð. Ann­ars vegar sögu­legum bak­grunni kirkna í Charleston, og hvaða mik­il­væga hlut­verki þær hefðu haft þegar kom að bar­áttu fyrir rétt­indum svartra. Í öðru lagi var það síðan byssu­eign almenn­ings í Banda­ríkj­un­um, og hversu afleitt það væri að brjál­æð­ingar sem væru til­búnir skaða aðrar mann­eskj­ur, gætu auð­veld­lega kom­ist yfir byss­ur. „Þetta er ekki að ger­ast í öðrum þró­uðum ríkj­um, það sem er að ger­ast hjá okk­ur,“ sagði Obama, og sagði að það væri á valdi Banda­ríkja­manna að breyta þessu.

Inn­a­mein í Banda­ríkj­unumGlæpir sem tengdir eru skot­vopnum eru gríð­ar­lega umfangs­mikið vanda­mál í Banda­ríkj­un­um, marg­falt meira en í öðrum þró­uðum ríkj­um. Yfir þrettán þús­und ein­stak­lingar deyja árleg vegna skot­vopna, og að með­al­tali um 3,2 á hverja 100 þús­und íbúa. Flest önnur ríki sem telj­ast þróuð eru með sama hlut­fall innan við 0,5. Aðeins ríki í Suð­ur­-Am­er­íku, þar sem vopnuð átök gengja eru sam­fé­lags­leg vanda­mál víða, eru nærri þessu með­al­tali Banda­ríkj­anna. En ná þeim þó ekki.

Hér má sjá gögn úr skýrslu UNDOC, þar sem fjallað er um byssutengda glæpi. Hér má sjá gögn úr skýrslu UNDOC, þar sem fjallað er um byssu­tengda glæpi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None