Bankarnir að taka yfir íbúðalánamarkaðinn

Hlutdeild óverðtryggðra lána hefur tvöfaldast á rúmlega tveimur árum. Bankar eru stórtækastir en vextir á óverðtryggðum lánum hafa hækkað undanfarið. Þá hefur verðmiðinn á því að tryggja sér fyrirsjáanleika með föstum vöxtum til 3-5 ára líka hækkað.

7DM_3141_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Bankarnir eru nú með 67 prósent af öllum útistandandi lánum til íbúðarkaupa. Þeir hafa stóraukið markaðshlutdeild sína á einu ári, en í lok apríl í fyrra var hlutdeild þeirra af íbúðalánum á Íslandi um 55 prósent. 

Þetta kemur fram í nýlegri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) fyrir júnímánuð. 

Þar segir enn fremur að hlutdeild óverðtryggðra lána hafi vaxið hratt eftir því sem vextir á íbúðalánum hafi farið lækkandi. Þá lækkun má rekja til mikillar lækkunar á stýrivöxtum Seðlabanka Íslands, en þeir fóru niður í 0,75 prósent í fyrra eftir að kórónuveirufaraldurinn og höfðu aldrei verið lægri í Íslandssögunni. Fyrir vikið gátu bankar boðið upp á óverðtryggða vexti sem höfðu ekki sést áður hérlendis. Þeir fóru lægst í 3,3 prósent á breytilegum lánum hjá Landsbankanum. 

Þetta ástand leiddi til þess að lántakendur flykktust í óverðtryggð lán bankanna, enda mun hagstæðari kostur en aðrir lánamöguleikar á markaðnum. Í lok apríl 2021 var hlutdeild þeirra komin upp í 46 prósent. Til samanburðar var hlutdeild óverðtryggðra íbúðalána 23 prósent, eða helmingi minni, í byrjun árs 2019. Því átti sér stað eðlisbreyting á íbúðalánamarkaði undanfarið ár sem sýndi að íslensk heimili eru mjög hreyfanleg í leit að bestu kjörunum hverju sinni.

Hærri vextir bíta veskið hjá heimilum landsins

Stýrivextir voru hækkaðir í maí um 0,25 prósentustig og upp í eitt prósent. Það leiddi til þess að allir stóru bankarnir þrír: Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki hækkuðu óverðtryggða vexti í kjölfarið. Þeir lægstu sem í boði eru nú eru 3,45 prósent á breytilegum lánum hjá Landsbankanum. 

Auglýsing
Ljóst má vera að þessi hækkun mun hafa áhrif á veskið hjá mörgum heimilum í landinu. Ný óverðtryggð húsnæðislán banka til heimila landsins námu til að mynda 169 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins 2021.

Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hérlendis í mars í fyrra, þegar vextir tóku að hríðarlækka sem leiddu til stóraukinnar lántöku til húsnæðiskaupa, hafa heimili landsins tekið 517 milljarða króna í ný óverðtryggð lán hjá Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka að frádregnum uppgreiðslum og umframgreiðslum. 

Það er um 119 milljörðum krónum meira en heimili landsins tóku í óverðtryggð húsnæðislán hjá bönkunum þremur frá byrjun árs 2013 og til loka febrúar 2020, eða á sjö árum og tveimur mánuðum. 

Munurinn milli breytilegra og fastra vaxta eykst

Í mánaðarskýrslu HMS er bent á að til viðbótar við það að vextir séu að hækka á breytilegum óverðtryggðum lánum sé munurinn á föstum vöxtum, sem veittir eru á lán sem eru bundin til 3-5 ára, og breytilegum vöxtum, sem breytast mánaðarlega, farin að vaxa. Viðskiptavinir banka séu farnir að borga hærra verð fyrir fyrirsjáanleikann sem felst í föstum vöxtum. 

Sá munur er nú að jafnaði um eitt prósentustig en var um hálft prósentustig í fyrravor. Hagdeild HMS telur að þetta aukna álag við að festa vextina í 3-5 ár gefi til kynna að  væntingar um vaxtahækkanir á þeim tíma fari vaxandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar