Áttræður fyrir rétt út af smáaurum

Eftir tvo daga á áttræður Dani að mæta fyrir rétt. Stefnandinn er orkufyrirtæki sem vill að maðurinn borgi fyrir að segja upp samningi sem aldrei hefur verið gerður. Umboðsmaður neytenda segir orkufyrirtækin einskis svífast.

Mogens Nielsen býr í Holbæk í Danmörku.
Mogens Nielsen býr í Holbæk í Danmörku.
Auglýsing

Þriðju­dag­inn 2. júní í fyrra vakn­aði Mog­ens Niel­sen, kenn­ari á eft­ir­launum búsettur í Hol­bæk, eins og hann hafði gert á hverjum morgni í rúm 80 ár. Eitt­hvað var samt öðru­vísi, og þegar Mog­ens ætl­aði að kveikja á útvarp­inu gerð­ist ekk­ert. Það var straum­laust. Mog­ens leit út um glugg­ann og sá að í öðrum húsum log­uðu ljós. Straum­leysið var bundið við hans hús. 

Mog­ens hugs­aði með sér að þetta gæti fjanda­kornið ekki verið kór­ónu­veirunni að kenna, þótt hún væri á þessum tíma sögð eiga sök á flestu því sem fór úrskeiðis í Dan­mörku. Mog­ens ákvað að bíða ekki þess sem verða vildi en hringdi í fyr­ir­tækið Nor­lys, en þar hafði hann um nokk­urra ára skeið keypt heim­il­is­raf­magn­ið. Þar á bæ gátu menn komið straumnum á. Tók að vísu nokkra klukku­tíma en mat­ur­inn í kæli­skápnum hélst óskemmd­ur.

Afdrifa­ríkt sím­tal

Ástæða þess að straum­ur­inn var tek­inn af húsi Mog­ens Niel­sen átti sér for­sögu sem hófst með sím­tali 10. mars í fyrra. Þá hringdi sölu­maður frá orku­sölu­fyr­ir­tæk­inu Vel­kommen.  Hann sagði Mog­ens Niel­sen að með því að hætta við­skiptum við Nor­lys og kaupa raf­magnið af Vel­kommen gæti hann sparað 13 – 14 hund­ruð krónur á ári, það jafn­gildir 26 til 27 þús­undum íslenskra króna.

Auglýsing
Mogens Niel­sen vildi gjarna vita eitt­hvað meira og sölu­mað­ur­inn ætl­aði að senda honum frek­ari upp­lýs­ing­ar. „En það er eitt í við­bót“ sagði sölu­mað­ur­inn og bað um reikn­ings­númer Mog­ens Niel­sen í bank­an­um. „Það var heimsku­legt að láta hann hafa núm­erið en ég ímynd­aði mér að hann þyrfti það til að láta meta við­skipta­hæfi mitt (kreditv­urder­ing) í bank­an­um.“

Vel­kom­inn í við­skipti hjá Vel­kommen

Nokkrum dögum eftir áður­nefnt sím­tal fékk Mog­ens Niel­sen skila­boð um að bank­inn hefði ekki nema gott eitt um hann að segja. Jafn­framt var hann boð­inn vel­kom­inn í við­skipta­manna­hóp Vel­kommen. ,„Við erum mjög ánægð að fá þig sem við­skipta­vin og hlökkum til að veita þér góða þjón­ustu“ stóð í póst­inum frá Vel­kommen.

Mog­ens Niel­sen fékk engar frek­ari upp­lýs­ing­ar, átti bara að merkja við að hann vildi ger­ast við­skipta­vinur Vel­kommen „sem ég gerði ekki. Ég var búinn að ákveða að vera áfram við­skipta­vinur Nor­lys. Hugs­aði með mér að þar með væri þetta mál úr sög­unn­i“. 

Óvænt skila­boð frá bank­anum

Nú leið að mán­aða­mót­um. Þá fékk Mog­ens Niel­sen, eins og venju­lega, yfir­lit þeirra reikn­inga sem þá yrðu á gjald­daga. Hann rak upp stór augu þegar hann sá að orku­kaupa­samn­ingi hans við Nor­lys hafði verið sagt upp og fram­vegis færi gegnum greiðslu­þjón­ust­una, um hver mán­aða­mót reikn­ingur frá Vel­kommen. Mog­ens Niel­sen hafði sam­stundis sam­band við Vel­kommen og sagði að hann hefði ekki sam­þykkt að kaupa þaðan raf­magn og hann myndi segja upp þessum greiðslu­þjón­ustu­samn­ingi, sem hann hefði hvort eð er aldrei stofnað til. Svörin frá Vel­kommen voru þau að umþótt­un­ar­tím­inn væri lið­inn og hann gæti ekki sagt upp samn­ingn­um. Mog­ens Niel­sen hringdi í bank­ann og lok­aði greiðslu­þjón­ust­unn­i. 

Hót­anir og straum­rof

Vel­kommen hafði þegar í stað sam­band við Mog­ens Niel­sen og báðu hann að end­ur­vekja þegar í stað greiðslu­þjón­ustu­samn­ing­inn. Það gerði Mog­ens Niel­sen ekki og þá sendi Vel­kommen ítrek­un. Þar kom fram að ef hann ekki borg­aði reikn­ing sem Vel­kommen sagði gjald­fall­inn hefði það afleið­ing­ar. Mog­ens Niel­sen vissi ekki almenni­lega hvað hann ætti til bragðs að taka en hafði síðan sam­band við Sam­tök aldr­aðra (Ældre Sagen). Þar á bæ þekktu menn vel til regln­anna og sögðu það ein­fald­lega ólög­legt að hringja í hugs­an­lega við­skipta­vini, ef slíkt hefði ekki verið sam­þykkt fyr­ir­fram. Hvað þá að gera mann sem ekki hefur und­ir­skrifað samn­ing að við­skipta­vini. Mog­ens Niel­sen hafði aftur sam­band við Vel­kommen og bað um stað­fest­ingu á að „samn­ingn­um“ um greiðslu­þjón­ust­una yrði rift. Því svar­aði Vel­kommen með að senda rukkun eftir rukkun og loks hótun um að loka fyrir raf­magn­ið. Sem var svo gert 2. júní í fyrra, eins og áður sagð­i. 

Ekki einn í heim­inum

Mog­ens Niel­sen varð undr­andi þegar hann komst að því að mál hans var ekki eins­dæmi. Umboðs­manni neyt­enda höfðu borist tæp­lega 300 kvart­anir vegna fyr­ir­tæk­is­ins Vel­kommen og á árunum 2012 til 2020 hafði umboðs­maður fengið rúm­lega 2200 kvart­anir vegna orku­sölu­fyr­ir­tækja. Sam­tals eru 50 slík fyr­ir­tæki í Dan­mörku en 9 fyr­ir­tæki skera sig úr hvað kvart­an­irnar varð­ar, Vel­kommen er eitt þeirra. Flest þess­ara fyr­ir­tækja hafa náð ein­hvers­konar sam­komu­lagi við ósátta við­skipta­vini í kjöl­far ábend­inga Umboðs­manns neyt­enda og Kæru­nefndar orku­mála. 

Sagður hafa tekið þátt í keppni á net­inu

Mog­ens Niel­sen lagði sitt mál fyrir Kæru­nefnd orku­mála, sem fékk þær upp­lýs­ingar frá Vel­kommen að Mog­ens Niel­sen hefði tekið þátt í smá keppni á net­inu og þannig sam­þykkt að sölu­maður mætti hafa sam­band við hann og bjóða honum í við­skipti. Mog­ens Niel­sen sagð­ist hreint ekki hafa tekið þátt í slíkri keppni. Í reglum keppn­innar stóð þar að auki að þátt­tak­endur yrðu að vera á aldr­inum 18 – 75 ára, en Mog­ens Niel­sen er átt­ræð­ur. Úrskurður Kæru­nefnd­ar­innar lá fyrir í des­em­ber í fyrra. Þar kom skýrt fram að aðferðir Vel­kommen væru ekki í sam­ræmi við lög og Mog­ens Niel­sen skyldi hvorki borga eitt eða neitt. Hann taldi að mál­inu væri þar með lok­ið.

Vel­kommen höfðar mál

Vel­kommen vill ekki sætta sig við úrskurð Kæru­nefndar orku­mála. Fyr­ir­tækið hefur stefnt Mog­ens Niel­sen og krefst þess að hann borgi upp­sagn­ar­gjald vegna samn­ings um orku­kaup og einnig inn­heimtu­kostn­að, 1130 krónur danskar (22 þús­und íslenskar) ásamt máls­kostn­aði. Mog­ens Niel­sen ætlar sjálfur að flytja mál sitt fyrir rétt­inum í Hol­bæk.

Fram­kvæmda­stjóri Vel­kommen vildi ekki ræða við blaða­menn Politi­ken en sagði í skrif­legu svari að fyr­ir­tækið Sales­Group, sem sá um að hringja í hugs­an­lega við­skipta­vini, hefði ekki fylgt reglum sem þeim var upp­álagt að gera. Þess vegna hefði Vel­kommen sagt upp þeim sam­starfs­samn­ingi. Fram­kvæmda­stjór­inn vildi ekki svara því beint hvers­vegna Vel­kommen héldi máli Mog­ens Niel­sen til streitu en tal­aði um réttaró­vissu. 

Rétt­ar­höldin hefj­ast næst­kom­andi þriðju­dag, 29. jún­í.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar