Borgarstjórar skyldaðir til handabanda

Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.

Danmörk
Auglýsing

Árið 1241, sama ár og Snorri Sturlu­son var veg­inn í Skál­holti, voru Jósku lög­in, fyrstu rík­is­lög Dan­merk­ur, stað­fest. Það gerði Valde­mar kon­ungur annar (Valde­mar Sejr) við sér­staka athöfn í Vor­ding­borg á Suð­ur­-Jót­landi. Þegar skrifað hafði verið undir laga­skjal­ið, sem hefst á orð­unum „með lögum skal land byggja“ tók­ust menn í hend­ur. Danir rekja sögu handa­bands­ins þar í landi til þessa atburð­ar. Fram­vegis varð það siður í Dan­mörku að takast í hendur til að stað­festa sam­komu­lag.

Johannes Nør­regaard Frand­sen fyrr­ver­andi pró­fessor telur að það hafi fyrst verið í lok 19. aldar að Danir fóru að nota handa­band til að heils­ast og kveðj­ast. Þá voru það fyrst og fremst jafn­ingar sem það gerðu. Það var ekki fyrr en komið var langt fram á síð­ustu öld að t.d. bóndi og hátt­settur emb­ætt­is­maður tók­ust í hend­ur, áður lyftu menn hatti eða hneigðu sig. Í dag, að minnsta kosti fram að COVID, hefur handa­band þótt sjálf­sögð kurt­eisi en ekki endi­lega tákn um gagn­kvæma virð­ingu.

Rík­is­borg­ara­rétt­ur­inn

Í Dan­mörku býr fjöldi erlendra rík­is­borg­ara, sumir um skemmri tíma, aðrir árum sam­an. Árlega sækja margir þeirra um danskan rík­is­borg­ara­rétt. Rík­is­borg­ara­rétt­inum fylgja ýmis rétt­indi, meðal ann­ars rétt­ur­inn til að taka þátt í þing­kosn­ing­um. 1. sept­em­ber 2015 tóku gildi í Dan­mörku lög sem heim­ila tvö­faldan rík­is­borg­ara­rétt. Það þýðir að rík­is­borg­arar ann­arra landa sem heim­ila slíkt, t.d. Íslands, þurfa ekki að afsala sér rík­is­borg­ara­rétt­in­um, þótt sótt sé um að ger­ast danskur rík­is­borg­ari.

Auglýsing

Margoft breytt og skil­yrði hert

Lög­unum um rík­is­borg­ara­rétt í Dan­mörku, rétt­ara sagt skil­yrð­unum til að geta orðið danskur rík­is­borg­ari hefur margoft verið breytt. Kröf­urnar sem þarf að upp­fylla oft­ast hert­ar. Árið 2018, í tíð rík­is­stjórnar Lars Løkke Rasmus­sen, voru gerðar umtals­verðar breyt­ingar á þessum kröf­um. Meðal ann­ars þurftu umsækj­endur nú að gang­ast undir þekk­ing­ar­próf um sögu Dan­merkur ásamt dönsku­prófi.

Árið 2018, í tíð ríkisstjórnar Lars Løkke Rasmussen, voru gerðar umtalsverðar breytingar á kröfum til þess að geta orðið danskur ríkisborgari. Mynd: EPA

Íslend­ingar og aðrir Norð­ur­landa­búar eru und­an­þegnir þessum próf­um, sem hafa bæði þótt erfið og smá­smugu­leg. Dag­blaðið Berl­ingske lagði prófin fyrir stóran hóp inn­fæddra Dana, meira en helm­ingur þeirra féll á sögu­próf­inu en flestir náðu dönsku­próf­inu. Sú breyt­ing varð líka á skil­yrð­unum að nú þurfti umsækj­andi að sýna fram á níu ára sam­fellda búsetu í Dann­mörku, hafði áður verið sjö ár.

Umdeilda skil­yrðið

Eitt skil­yrð­anna í lög­unum frá 2018 vakti sér­staka athygli, og hafði reyndar mikið verið rætt í þing­inu, og valdið deil­um. Þegar umsækj­andi rík­is­borg­ara­réttar hefur fengið að vita að hann upp­fylli skil­yrðin er honum gert að mæta í ráð­hús sveit­ar­fé­lags­ins, á til­teknum degi, rík­is­borg­ara­deg­inum svo­nefnda. Árlega er hald­inn að minnsta kosti einn slíkur í hverju sveit­ar­fé­lagi, tveir í stærri bæj­um. Þegar umsækj­and­inn mæt­ir, hann skal áður hafa til­kynnt þátt­töku, þarf hann að gera tvennt: und­ir­rita skjal þar sem hann lofar að virða dönsk lög og regl­ur, og halda í heiðri danska siði. Þetta vefst sjaldn­ast fyrir umsækj­and­an­um. Öðru gegnir um hið síð­ara, loka­hnykk­inn. Í lög­unum frá 2018 segir að stað­fest­ing rík­is­borg­ara­rétt­ar­ins felist í handa­bandi umsækj­anda og emb­ætt­is­manns, sem stjórnar athöfn­inni. Þetta lítur ekki út fyrir að vera flók­ið. Þegar þetta var rætt í danska þing­inu 2018 sagði Inger Støjberg, þáver­andi ráð­herra inn­flytj­enda­mála, þetta mjög ein­falt: ekk­ert handa­band, eng­inn rík­is­borg­ara­rétt­ur.

Í lögunum frá 2018 segir að staðfesting ríkisborgararéttarins felist í handabandi umsækjanda og embættismanns, sem stjórnar athöfninni.

Handa­band ekki endi­lega ein­falt

Þrátt fyrir yfir­lýs­ingar inn­flytj­enda­ráð­herr­ans er þetta með handa­bandið ekki alveg ein­falt.

Meðal umsækj­enda má ætíð gera ráð fyrir að séu margir sem ekki geta hugsað sér að taka í hönd­ina á ein­stak­lingi af gagn­stæðu kyni, til dæmis af trúar­á­stæð­um, eða bara yfir­leitt að taka í hönd­ina á ókunn­ug­um. Í lög­unum stendur að nýi rík­is­borg­ar­inn skuli taka í hönd­ina á borg­ar­stjór­an­um, eða full­trúa hans. Sumar bæj­ar­stjórnir hafa brugðið á það ráð að hafa tvo emb­ætt­is­menn, karl og konu, til staðar við athöfn­ina. Inger Støjberg, ráð­herra sagði í blaða­við­tali að það væri sinn skiln­ingur að það ætti að vera borg­ar- eða bæj­ar­stjór­inn sem tæki í hönd­ina á nýja rík­is­borg­ar­an­um. „Hvernig ráð­herra skilur þetta eða hitt skiptir ekki máli, það eru lögin sem gilda,“ sagði einn borg­ar­stjóri, sem bætti því við að það væri eig­in­lega hreint ótrú­legt að handa­band skuli vera skil­yrði rík­is­borg­ara­rétt­ar­ins. Nokkur brögð ku hafa verið að því að borg­ar­stjórar og emb­ætt­is­menn hafi ekki fylgt lög­unum um handa­bandið og séð í gegnum fingur við ein­stak­linga sem ekki hafa viljað taka í hönd­ina á emb­ætt­is­manni.

Þeir sem neita handa­band­inu

Ef umsækj­andi neitar að taka í hönd­ina á full­trú­anum frá bænum þegar á hólm­inn er komið fær hann, sam­kvæmt lög­un­um, ekki rík­is­borg­ara­rétt­inn, en hefur hins vegar tvö ár til að hugsa sinn gang.

Ef við­kom­andi end­ur­nýjar ekki umsókn­ina innan þess tíma verður hann að byrja allt umsókn­ar­ferlið upp á nýtt.

Margir ósáttir við handa­bands­skil­yrðið

Þegar rík­is­borg­ara­lögin voru til með­ferðar í þing­inu árið 2018 voru skoð­anir þing­manna skipt­ar. Jafn­að­ar­menn, sem þá voru í stjórn­ar­and­stöðu, sátu hjá við atkvæða­greiðslu í þing­inu, sögðu út í hött að þingið væri að greiða atkvæði um handa­band. Síðan þetta var eru liðin þrjú ár.

Strang­ari reglur og borg­ar­stjóri skal rétta fram hönd­ina

Eins og nefnt var hér framar hafa gegnum árin verið gerðar fjöl­margar breyt­ingar á lögum um rík­is­borg­ara­rétt. Þær hafa nær und­an­tekn­inga­laust snú­ist um hert skil­yrði. Nú hefur meiri­hluti flokka á danska þing­inu náð sam­komu­lagi um ýmsar breyt­ingar og þær miða allar að því að herða regl­urnar og auka kröfur til umsækj­end­anna. Í við­tali við dag­blaðið Information sagði Krist­ian Mølgaard lög­mað­ur, og for­maður Lands­sam­bands verj­enda (Lands­for­en­ingen af For­svarsa­dvoka­ter) nýju lög­unum beint gegn ung­menn­um. Einkum þeim sem kom­ist hefðu í kast við lög­in. Hann nefndi sem dæmi að 17 ára ung­lingur sem fengið hefur 60 daga skil­orðs­bund­inn dóm á aldrei mögu­leika á að sækja um rík­is­borg­ara­rétt.

Enn­fremur segir í nýju lög­unum að ein­stak­lingur sem hefur fengið sekt, 3 þús­und krónur danskar (61 þús­und íslenskar), eða hærri getur ekki sótt um rík­is­borg­ara­rétt fyrr en sex ár verða liðin frá því að sektin var ákveð­in. Sömu­leiðis segir að ein­stak­lingur sem sækir um rík­is­borg­ara­rétt skuli hafa verið í fullu starfi í þrjú og hálft ár af síð­ustu fjórum árum. Þetta skil­yrði getur sett strik í reikn­ing hjá mörg­um, sem vegna COVID-19 hafa misst vinn­una og geta því ekki sýnt fram á óslitið vinnu­sam­band í 42 mán­uði, þegar sótt er um. Eva Ers­bøll sér­fræð­ingur á sviði mann­rétt­inda­mála sagð­ist, í við­tali við danska útvarp­ið, telja að nýju lögin auki ójöfn­uð. „Að úti­loka stóran hóp frá því að ger­ast full­gildir danskir þegnar er ekki góð leið.“

Mörgum þykir einkennilegt að jafnaðarmenn skuli styðja „handabandið“ í ljósi þess að fyrir aðeins þremur árum voru þeir mjög mótfallnir því og sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Mynd: Bára Huld Beck

Og svo er það handa­bandið

Fram­vegis skal það vera ófrá­víkj­an­leg skylda að sá sem sækir um rík­is­borg­ara­rétt, og upp­fyllir skil­yrð­in, skuli taka í hönd­ina á borg­ar­stjór­anum í sínum bæ (Danir kalla alla bæj­ar­stjóra borg­ar­stjóra) á rík­is­borg­ara­deg­in­um. Þetta sagði ráð­herra inn­flytj­enda­mála eiga að koma í veg fyrir að sumir kom­ist hjá því að stað­festa rík­is­borg­ara­rétt­inn „eins og við vitum að brögð hafa verið að“. Mörgum þykir ein­kenni­legt að jafn­að­ar­menn skuli styðja „handa­band­ið“ í ljósi þess að fyrir aðeins þremur árum voru þeir mjög mót­fallnir því og sátu hjá við atkvæða­greiðsl­una.

Margir borg­ar­stjór­ar, úr öllum flokk­um, hafa lýst óánægju með að þingið skuli með þessum hætti skipta sér af slíku smá­at­riði sem handa­bandi. Einn sagði, kannski meira í gamni en alvöru ,,maður er stein­hissa á að ekki skuli vera kveðið á um hvort handa­bandið skuli vera þétt og hvað það eigi að vara leng­i“.

Rík­is­borg­ara­dag­ur­inn, eða dag­arn­ir, eru ekki þeir sömu um allt land, í Kaup­manna­höfn verður hann næst 22. júní.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar