Dan Bilzerian: Kynlíf, byssur, reiðufé og samfélagsmiðlarnir

dan.bilzerian.girls-.jpg
Auglýsing

Maður er nefndur Dan Bilz­er­i­an. Hann er 34 ára gam­all fyrr­ver­andi banda­rískur her­mað­ur, var næstum orð­inn sér­sveit­ar­maður en lenti upp á kant við yfir­menn sína í hernum og lauk ekki loka­prófi til þess að kom­ast inn. Hann er í dag fjár­fest­ir, pókerspil­ari og sam­fé­lags­miðla aug­lýs­inga­mað­ur. Hann selur fyr­ir­tækjum umfjall­anir í gegnum gríð­ar­lega stór sam­fé­lags­miðla­net sem hann hefur byggt upp, en aug­lýs­ing­arnar birt­ast oft­ast nær í gegnum myndir á Instagram svæði hans. Sam­tals er Bilz­er­ian með 6,8 millj­ónir fylgj­enda á Face­book, 5,8 millj­ónir á Instagram og ríf­lega eina milljón á Twitter. Sam­tals er hann með 13,6 millj­ónir fylgj­enda og þeim fjölgar ört. Algengt er að meira en 400 þús­und manns like-i við myndir hans á Instagram.







A photo posted by Dan Bilz­er­ian (@d­an­bilz­er­i­an) on

Auglýsing


Skil­grein­ingin á glaum­gósa

Bilz­er­ian lifir hátt, svo ekki sé fastar að orðið kveð­ið. Hann er líka fífl­djarf­ur, grófur í talsmáta og fram­setn­ingu á sam­fé­lags­miðl­um, og upp­á­tækja­sam­ur. Þannig komst hann í frétt­irnar fyrir að kasta klám­mynda­leikkon­unni Jan­ice Griffith af hús­þaki ofan í sund­laug, með þeim afleið­ingum að hún fót­brotn­aði, og í síð­ustu viku fór hann langt yfir strikið þegar hann réðst á konu, fyr­ir­sæt­una Vanessu Casta­no, á næt­ur­klúbbi í Miami. Hann hefur beðist afsök­unar á því, með sem­ingi þó. Á sam­fé­lags­miðlum birti hann yfir­lýs­ing­una: Fang­elsi...Við skulum ekki gera það aft­ur. (Jail... Lets not do that aga­in.) Castano íhugar mál­sókn gegn honum vegna árás­ar­inn­ar. Hann er þó alls ekki laus allra mála vegna þess og gæti átt von á ákæru. Þá hafa lög­reglu­yf­ir­völ í Los Ang­eles hand­tekið hann einu sinni fyrir að beita vopnum ólölega á landi í eigu hins opin­bera, meðal ann­ars sprengju­efni. Ekki liggur fyrir dóms­nið­ur­staða í því máli.

Too classy for the yacht club Ett foto publicerat av Dan Bilz­er­ian (@d­an­bilz­er­i­an)

Það sem er algeng­ast á myndum hans er næstum alveg nakið kvenn­fólk, byssur af ýmsu tagi, sport­bílar og reiðu­fé. Yfir­leitt fylgja síðan stuttar setn­ingar með lýs­ingum á því sem er ger­ast. Eða ein­hver ein­kenni­leg skila­boð um eigið ágæti.

Við­skiptin - hvað á hann mikið af pen­ing­um?



En er Bilz­er­ian bara glaum­gósi sem nýtur þess að baða sig í sviðs­ljós­inu? Nei. Svo er ekki. Hann er fjár­festir og atvinnupókerspil­ari. Í fjár­fest­ing­unum er hann sagður vera áhættu­sæk­inn, sem kemur kannski ekki mikið á óvart miðað við lífstíl­inn, en svo­lítið snjall sömu­leiðis þó reyndar séu deildar mein­ingar um það. Eignir hans eru metnar á 150 til 200 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða allt að 25 millj­arða króna. Hann er pókerspil­ari af lífi og sál, og græðir þar oft fúlgur fjár - en tapar oft líka. Þá hóf hann í byrjun árs að selja fyr­ir­tækjum aðgang að myndefni hans á Instagram, en hann sést oft með vopn frá banda­rískum vopna­fram­leið­lend­um, og síðan einnig með tíma­rit, sem hefur verið greitt fyr­ir.







I'm doing the lords work... @tropicbeauty



A photo posted by Dan Bilz­er­ian (@d­an­bilz­er­i­an) on



Það er þó vel hugs­an­legt að þetta sé aðeins lít­ill hluti af raun­veru­legum eignum hans þar sem faðir hans, Paul Bilz­er­i­an, sem var fjár­festir á sínum tíma áður en hann varð gjald­þrota, kom undan eignum í sjóð sem kröfu­hafar hans gátu ekki nálg­ast (Tr­ust fund). Paul hefur árum saman barist við banda­ríska fjár­mála­eft­ir­litið sem hefur sakað hann um að skjóta undan eign­um, og nýta ólölegar leiðir til að ávaxta fast­eigna­verk­efni sín. Árið 2007 vann eft­ir­litið (SEC) sigur í máli gegn honum og fékk við­ur­kennda kröfu á hann upp 62 millj­ónir dala, eða ríf­lega sjö millj­arða króna. Paul hefur kært eft­ir­litið og hefur sagt að það sé að ofsækja hann fyrir ekk­ert.

Bilz­er­ian virð­ist hins vegar hafa aðgang að gríð­ar­lega miklum fjár­mun­um, og hefur gaman af því að nota reiðufé þegar hann stundar við­skipti. Sam­kvæmt frétt frá Wall Street Journal gekk hann inn í spila­víti með fulla tösku af reiðufé og spil­aði þar. Það tónar við mynd­irnar sem hann birtir reglu­lega af sér á Instagram með reiðu­fé, naktar konur og byss­ur. Wall Street Journal segir enn fremur að skatt­ur­inn (IRS) í Banda­ríkj­unum sé far­inn athuga hvort ekki sé allt með felldu hjá Bilz­er­i­an.

Partý­inu mun ein­hvern tím­ann ljúka hjá Dan Bilz­er­i­an, en hann virð­ist njóta pen­ing­ana sem hann fékk frá föður sín­um, sem halda partý­inu gang­andi aug­ljós­lega.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None