Danska konungsfjölskyldan: Baggi eða blessun

queen.jpg
Auglýsing

Danska krón­prinsessan Mary Don­ald­son er í svið­ljósi fjöl­miðla í Ástr­al­íu, heima­landi sínu, þessa dag­ana. Tvö tíma­rit þar í landi telja sig hafa heim­ildir fyrir því að prinsessan sé ólétt að nýju. Annað af þessum ritum stað­hæfir þar að auki að Mary gangi með tví­bura í annað sinn. Hingað til hafa danskir fjöl­miðlar ekki verið mikið að fjalla um þetta. Og tals­maður dönsku kon­ungs­fjöl­skyld­unnar vill ekki tjá sig um mál­ið, af eða á.

Fari svo að Mary sé ólétt að nýju mun slíkt örugg­lega setja danska fjöl­miðla á hvolf um tíma, sér­stak­lega ef aftur er um tví­bura er að ræða.  Eflaust mun þá umræðan blossa upp á ný um hvort fjöl­skyldan sé baggi á rík­inu eða blessun fyrir danska þjóð­ar­bú­ið, einkum hvað varðar útflutn­ings­grein­arnar þess og ferða­mensku. Ekstra Bla­det birti greina­flokk um kon­ungs­fjöl­skyld­una í fyrra þar sem sagt var að Mar­grét Þór­hildur Dana­drottn­ing og fjöl­skylda hennar væru 400 til 500 millj­óna danskra kr. baggi á rík­inu. Á móti er til sér­fræði­á­lit sem segir að kon­ungs­fjöl­skyldan sé tuga millj­arða danskra kr. virði fyrir danska þjóð­ar­bú­ið. Þar af sé Mary ein og sér virði um tólf millj­arða danskra króna eða yfir 200 millj­arða íslenskra króna.

Danir elska kon­ungs­fjöl­skyldu sína eins og skoð­ana­kann­anir hafa  ítrekað gefið í skyn. Sem stendur eiga þau Mary og Frið­rik krón­prins fjögur börn. Krist­ján prins sem verður 10 ára gam­all í októ­ber, systur hans Ísa­bellu sem er átta ára gömul og tví­burana Vincent og Jós­efínu sem eru fjög­urra ára gaml­ir. Frið­rik krón­prins hefur ítrekað sagt að hann vilji eign­ast stóra fjöl­skyldu. Mary hefur aug­ljós­lega verið ein­huga honum í þeim efn­um.

Auglýsing

Aðeins orðrómur



Sem fyrr segir eru danskir fjöl­miðlar ekki mikið að æsa sig í augna­blik­inu yfir meintri óléttu krón­prinsessunnar en nokkrir þeirra hafa end­ur­sagt frétt­irnar frá Ástr­al­íu. Á vef­síðu avisen.dk í vik­unni var frétt um málið undir fyr­ir­sögn­inni „Orðrómur um óléttu í Ástr­al­íu“. Þar kemur fram að fréttir um ólétt­una hafi fyrst birst í tveimur tíma­rit­um, það er Wom­an’s Day og New Idea. Í því fyrr­greinda var ein­ungis stað­hæft að Mary væri ólétt en hið síð­ar­nefnda bætti um betur og sagði að krón­prinsessan gengi með tví­bura. Í umfjöllun Her og Nu um frétt­irnar frá Ástr­alíu kemur einnig fram að þar fyrir sunnan hafi menn einnig heim­ildir fyrir því að Mary muni heim­sækja heima­slóðir sínar undir árs­lok til þess að hvíla sig fyrir kom­andi fæð­ingu.

Gíf­ur­legar vin­sældir



Danska kon­ungs­fjöl­skyldan nýtur gíf­ur­legra vin­sælda meðal dönsku þjóð­ar­innar eins og skoð­ana­kann­anir sýna. Vel yfir 80% Dana eru hlið­hollir kon­ungs­fjöl­skyldu sinni og vilja halda henni áfram en þeir sem vilja leggja hana niður eru að jafn­aði í kringum 15% í þessum könn­un­um. Það er einkum Mar­grét Þór­hildur drottn­ing sem veldur þessum vin­sæld­um. Hún er iðu­lega kölluð Daisy af þegnum sín­um. Hvergi ann­ars staðar í Evr­ópu er að finna jafn­mik­inn stuðn­ing við kon­ungs­fjöl­skyldu lands­ins.

Sem dæmi um vin­sældir Mar­grétar Þór­hildar meðal Dana má nefna atvik sem kom upp í opin­berri veislu í sænsku kon­ungs­höll­inni í kringum síð­ustu alda­mót.  Drottn­ingin er stór­reyk­inga­kona og fer ekk­ert leynt með það. Hún reykir um tvo pakka af sterkum grískum sígar­ettum á dag. Í fyrr­greindri veislu brá Mar­grét sér afsíðis í hlið­ar­her­bergi til að fá sér „smók“. Þetta komst í sænska fjöl­miðla sem náðu ekki upp í nef sér af hneykslun þar sem tóbaks­reyk­ingar eru strang­lega bann­aðar í öllum opin­berum bygg­ingum í Sví­þjóð. Mót­mæli  danskra fjöl­miðla gegn skrifum þeirra sænsku voru svo á þann veg að fyrir ókunn­ugan mætti halda að alvar­leg milli­ríkja­deila, ef ekki stríð  væri skollið á milli Dana og Svía vegna máls­ins.  „Póli­tískt rétt­hugs­andi“ Svíum kæmi það ekk­ert við að  Daisy fengi sér „smók“ milli rétta í opin­berri veislu. Þetta fár logn­að­ist síðan út á nokkrum dög­um.

Hvers virði er vöru­merk­ið?



Sem stendur fær Mar­grét Þór­hildur Dana­drottn­ing og fjöl­skylda hennar tæp­lega 106 millj­ónir danskra kr. í ráð­stöf­un­arfé (apana­ge) á ári. Af þess­ari upp­hæð fær drottn­ingin beint tæpar 7 millj­ónir danskra kr. en restin dreif­ist milli ann­arra með­lima fjöl­skyld­unn­ar. Þetta fé er skatt­frjálst.

Í fyrr­greindum grein­ar­flokki Ekstra Bla­det var síðan lagt mat á óbeinan kostnað af við­haldi fjöl­skyld­unnar eins og örygg­is­gæslu, ferða­lög  og fleira og fengið út að kon­ungs­fjöl­skyldan kost­aði danska skatt­greið­endur a.m.k. 400 millj­ónir danskra kr. á ári og senni­lega nokkuð meira.

Á móti kemur hagn­aður danska þjóð­ar­bús­ins af vöru­merk­inu Danska kon­ungs­fjöl­skyld­an. Ekki eru til opin­berar tölur eða raun­hæfir útreikn­ingar á þessum hagn­aði. Hins­vegar hafa tals­menn tveggja þunga­vikt­ar­sam­taka, það er félags atvinnu­rek­enda og sam­taka iðn­að­ar­ins í Dan­mörku, ítrekað sagt að verð­mæti fjöl­skyld­unnar sé ómet­an­legt þegar kemur að fram­gangi danskra fyr­ir­tækja  á alþjóða­mark­aði, sem og menn­ingar og ekki hvað síst ferða­mennsku. Enda hefur fjöl­s­skyldan ætíð verið þess boðin og búin að styðja við bakið á dönskum fyr­ir­tækjum sem eru í alþjóð­legum rekstri.



Enskur sér­fræð­ingur reiknað það eitt sinn út að vöru­merkið Det Danske Hof væri fleiri tuga millj­arða danskra kr. virði. Útreikn­ingar hans birt­ust fyrir nokkrum árum í frí­blað­inu Dato sem ekki lengur er til. Þar hélt hann því fram að bara krón­prinsessan væri 12 millj­arða danskra kr. virði fyrir danska þjóð­ar­bú­ið. Ekstra Bla­det hjólaði í þessa útreikn­inga sér­fræð­ings­ins í sínum grein­ar­flokki og komst að því að þeir væru byggðir á mjög veikum grunni. Raunar mun sá enski hafa reiknað þetta út á bak­hlið umslags á kaffi­húsi, að því er fram kom í Ekstra Bla­det. Eftir sem áður stendur að danskt við­skipta­líf telur fjöl­skyld­una vera ómet­an­lega þegar kemur að fram­gangi danskra við­skipta í öðrum lönd­um.

Við­skipti eru lyk­ill­inn



Flest af stærstu dönsku fyr­ir­tækj­unum sem selja vörur sínar á alþjóð­legum mark­aði eru með við­skipti að ein­hverju marki við dönsku kon­ungs­höll­ina. Þetta gefur þeim leyfi til að binda sig beint við hina eðal­bornu með því að segja á vörum sínum að fyr­ir­tækin séu „Lever­andør til Det Kong­lige Danske Hof“. Sem dæmi um slíkt má nefna brugg­húsið Carls­berg, sæl­gæt­is­gerð­ina Anton Berg, LEGO og hljóm­tækja­fram­leið­and­ann Bang & Oluf­sen.

Það eru ekki bara dönsk fyr­ir­tæki sem telja sig hafa hag af því að vera  Lever­andør til Det Kong­lige Danske Hof.  Af öðrum fyr­ir­tækjum sem skarta slíkum tengslum má nefna Ford Motor Company, Volvo og IBM.

Þótt ekki séu til raun­hæfir útreikn­ingar á þýð­ingu dönsku kon­ungs­fjöl­skyld­unnar fyrir þjóð­ar­hag lands­ins er það til fyrir þá bresku. Sér­fræð­ingar telja að breska kon­ungs­fjöl­skyld­an, eða vöru­merkið The Royal Family, skili breska þjóð­ar­bú­inu tæp­lega 1,2 millj­örðum punda í ár bara fyrir það að vera til. Bretar eru ríf­lega tífalt fleiri en Danir og ef höfða­tölu­mæl­ingu er notuð ætti danska kon­ungs­fjöl­skyldan því að skila danska þjóð­ar­bú­inu ríf­lega tífalt minni upp­hæð að öðru jöfnu . Sú upp­hæð er laus­lega reiknuð um einn millj­arður danskra kr. Miðað við þetta, og reikn­inga Ekstra Bla­det, er danska kon­ungs­fjöl­skyldan tvö­falt meiri blessun en baggi fyrir danska þjóða­bú­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None