Danska konungsfjölskyldan: Baggi eða blessun

queen.jpg
Auglýsing

Danska krónprinsessan Mary Donaldson er í sviðljósi fjölmiðla í Ástralíu, heimalandi sínu, þessa dagana. Tvö tímarit þar í landi telja sig hafa heimildir fyrir því að prinsessan sé ólétt að nýju. Annað af þessum ritum staðhæfir þar að auki að Mary gangi með tvíbura í annað sinn. Hingað til hafa danskir fjölmiðlar ekki verið mikið að fjalla um þetta. Og talsmaður dönsku konungsfjölskyldunnar vill ekki tjá sig um málið, af eða á.

Fari svo að Mary sé ólétt að nýju mun slíkt örugglega setja danska fjölmiðla á hvolf um tíma, sérstaklega ef aftur er um tvíbura er að ræða.  Eflaust mun þá umræðan blossa upp á ný um hvort fjölskyldan sé baggi á ríkinu eða blessun fyrir danska þjóðarbúið, einkum hvað varðar útflutningsgreinarnar þess og ferðamensku. Ekstra Bladet birti greinaflokk um konungsfjölskylduna í fyrra þar sem sagt var að Margrét Þórhildur Danadrottning og fjölskylda hennar væru 400 til 500 milljóna danskra kr. baggi á ríkinu. Á móti er til sérfræðiálit sem segir að konungsfjölskyldan sé tuga milljarða danskra kr. virði fyrir danska þjóðarbúið. Þar af sé Mary ein og sér virði um tólf milljarða danskra króna eða yfir 200 milljarða íslenskra króna.

Danir elska konungsfjölskyldu sína eins og skoðanakannanir hafa  ítrekað gefið í skyn. Sem stendur eiga þau Mary og Friðrik krónprins fjögur börn. Kristján prins sem verður 10 ára gamall í október, systur hans Ísabellu sem er átta ára gömul og tvíburana Vincent og Jósefínu sem eru fjögurra ára gamlir. Friðrik krónprins hefur ítrekað sagt að hann vilji eignast stóra fjölskyldu. Mary hefur augljóslega verið einhuga honum í þeim efnum.

Aðeins orðrómur


Sem fyrr segir eru danskir fjölmiðlar ekki mikið að æsa sig í augnablikinu yfir meintri óléttu krónprinsessunnar en nokkrir þeirra hafa endursagt fréttirnar frá Ástralíu. Á vefsíðu avisen.dk í vikunni var frétt um málið undir fyrirsögninni „Orðrómur um óléttu í Ástralíu“. Þar kemur fram að fréttir um óléttuna hafi fyrst birst í tveimur tímaritum, það er Woman’s Day og New Idea. Í því fyrrgreinda var einungis staðhæft að Mary væri ólétt en hið síðarnefnda bætti um betur og sagði að krónprinsessan gengi með tvíbura. Í umfjöllun Her og Nu um fréttirnar frá Ástralíu kemur einnig fram að þar fyrir sunnan hafi menn einnig heimildir fyrir því að Mary muni heimsækja heimaslóðir sínar undir árslok til þess að hvíla sig fyrir komandi fæðingu.

Gífurlegar vinsældir


Danska konungsfjölskyldan nýtur gífurlegra vinsælda meðal dönsku þjóðarinnar eins og skoðanakannanir sýna. Vel yfir 80% Dana eru hliðhollir konungsfjölskyldu sinni og vilja halda henni áfram en þeir sem vilja leggja hana niður eru að jafnaði í kringum 15% í þessum könnunum. Það er einkum Margrét Þórhildur drottning sem veldur þessum vinsældum. Hún er iðulega kölluð Daisy af þegnum sínum. Hvergi annars staðar í Evrópu er að finna jafnmikinn stuðning við konungsfjölskyldu landsins.

Auglýsing

Sem dæmi um vinsældir Margrétar Þórhildar meðal Dana má nefna atvik sem kom upp í opinberri veislu í sænsku konungshöllinni í kringum síðustu aldamót.  Drottningin er stórreykingakona og fer ekkert leynt með það. Hún reykir um tvo pakka af sterkum grískum sígarettum á dag. Í fyrrgreindri veislu brá Margrét sér afsíðis í hliðarherbergi til að fá sér „smók“. Þetta komst í sænska fjölmiðla sem náðu ekki upp í nef sér af hneykslun þar sem tóbaksreykingar eru stranglega bannaðar í öllum opinberum byggingum í Svíþjóð. Mótmæli  danskra fjölmiðla gegn skrifum þeirra sænsku voru svo á þann veg að fyrir ókunnugan mætti halda að alvarleg milliríkjadeila, ef ekki stríð  væri skollið á milli Dana og Svía vegna málsins.  „Pólitískt rétthugsandi“ Svíum kæmi það ekkert við að  Daisy fengi sér „smók“ milli rétta í opinberri veislu. Þetta fár lognaðist síðan út á nokkrum dögum.

Hvers virði er vörumerkið?


Sem stendur fær Margrét Þórhildur Danadrottning og fjölskylda hennar tæplega 106 milljónir danskra kr. í ráðstöfunarfé (apanage) á ári. Af þessari upphæð fær drottningin beint tæpar 7 milljónir danskra kr. en restin dreifist milli annarra meðlima fjölskyldunnar. Þetta fé er skattfrjálst.

Í fyrrgreindum greinarflokki Ekstra Bladet var síðan lagt mat á óbeinan kostnað af viðhaldi fjölskyldunnar eins og öryggisgæslu, ferðalög  og fleira og fengið út að konungsfjölskyldan kostaði danska skattgreiðendur a.m.k. 400 milljónir danskra kr. á ári og sennilega nokkuð meira.

Á móti kemur hagnaður danska þjóðarbúsins af vörumerkinu Danska konungsfjölskyldan. Ekki eru til opinberar tölur eða raunhæfir útreikningar á þessum hagnaði. Hinsvegar hafa talsmenn tveggja þungaviktarsamtaka, það er félags atvinnurekenda og samtaka iðnaðarins í Danmörku, ítrekað sagt að verðmæti fjölskyldunnar sé ómetanlegt þegar kemur að framgangi danskra fyrirtækja  á alþjóðamarkaði, sem og menningar og ekki hvað síst ferðamennsku. Enda hefur fjölsskyldan ætíð verið þess boðin og búin að styðja við bakið á dönskum fyrirtækjum sem eru í alþjóðlegum rekstri.


Enskur sérfræðingur reiknað það eitt sinn út að vörumerkið Det Danske Hof væri fleiri tuga milljarða danskra kr. virði. Útreikningar hans birtust fyrir nokkrum árum í fríblaðinu Dato sem ekki lengur er til. Þar hélt hann því fram að bara krónprinsessan væri 12 milljarða danskra kr. virði fyrir danska þjóðarbúið. Ekstra Bladet hjólaði í þessa útreikninga sérfræðingsins í sínum greinarflokki og komst að því að þeir væru byggðir á mjög veikum grunni. Raunar mun sá enski hafa reiknað þetta út á bakhlið umslags á kaffihúsi, að því er fram kom í Ekstra Bladet. Eftir sem áður stendur að danskt viðskiptalíf telur fjölskylduna vera ómetanlega þegar kemur að framgangi danskra viðskipta í öðrum löndum.

Viðskipti eru lykillinn


Flest af stærstu dönsku fyrirtækjunum sem selja vörur sínar á alþjóðlegum markaði eru með viðskipti að einhverju marki við dönsku konungshöllina. Þetta gefur þeim leyfi til að binda sig beint við hina eðalbornu með því að segja á vörum sínum að fyrirtækin séu „Leverandør til Det Konglige Danske Hof“. Sem dæmi um slíkt má nefna brugghúsið Carlsberg, sælgætisgerðina Anton Berg, LEGO og hljómtækjaframleiðandann Bang & Olufsen.

Það eru ekki bara dönsk fyrirtæki sem telja sig hafa hag af því að vera  Leverandør til Det Konglige Danske Hof.  Af öðrum fyrirtækjum sem skarta slíkum tengslum má nefna Ford Motor Company, Volvo og IBM.

Þótt ekki séu til raunhæfir útreikningar á þýðingu dönsku konungsfjölskyldunnar fyrir þjóðarhag landsins er það til fyrir þá bresku. Sérfræðingar telja að breska konungsfjölskyldan, eða vörumerkið The Royal Family, skili breska þjóðarbúinu tæplega 1,2 milljörðum punda í ár bara fyrir það að vera til. Bretar eru ríflega tífalt fleiri en Danir og ef höfðatölumælingu er notuð ætti danska konungsfjölskyldan því að skila danska þjóðarbúinu ríflega tífalt minni upphæð að öðru jöfnu . Sú upphæð er lauslega reiknuð um einn milljarður danskra kr. Miðað við þetta, og reikninga Ekstra Bladet, er danska konungsfjölskyldan tvöfalt meiri blessun en baggi fyrir danska þjóðabúið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None