„Ég heiti Ahmed og ég kem frá Sýrlandi“

rsz_h_52122256.jpg
Auglýsing

Kel­eti lest­ar­stöðin í Búda­pest hefur að und­an­förnu verið í sviðs­ljós­inu eftir að flótta­menn frá átaka­svæðum víðs vegar um Mið­aust­ur­lönd, einkum þó frá Sýr­landi, tóku að streyma þangað frá Serbíu eftir að þar­lend stjórn­völd opn­uðu landa­mæri sín að Ung­verja­landi. För­inni er heitið til fyr­ir­heitna lands­ins Þýska­lands sem hefur opnað landa­mæri sín fyrir stríðs­hrjáðum flótta­mönn­um, aðal­lega frá Sýr­landi en einnig frá öðrum átaka­svæðum í kringum Mið­jarð­ar­haf­ið. Á meðal flótta­manna frá Sýr­landi er hópur sem ekki hefur fengið mikla athygli fjöl­miðl­anna: sam­kyn­hneigðir karl­menn, en staða þeirra hefur versnað til muna eftir að átökin hófust í Sýr­landi fyrir um fjórum árum. Þeir hafa und­an­farin ár flúið land og sest aðal­lega að í Tyrk­landi og Líbanon. Ein­hverjir hafa þó náð að kom­ast til Evr­ópu, þar á meðal Þýska­lands. Í þess­ari fyrstu grein um stöðu hinsegin fólks í löndum sem við köllum vana­lega Mið­aust­ur­lönd verður sjón­ar­horn­inu beint að Sýr­landi og stöðu hinsegin fólks þar.

Ég hitti Ahmed* á litlu kaffi­húsi nálægt Taksim­torgi í Ist­an­búl síð­ast­lið­inn ágúst. Hann er fæddur og upp­al­inn í Sýr­landi, nánar til­tekið í Damaskus og hafði nýlega náð tví­tugs­aldri. Ahmed hefur fín­lega and­lits­drætti, er grann­vax­inn og með græn­blá augu. Hann er snyrti­legur til fara og talar nær lýta­lausa ensku. Talið barst fljótt að stöðu mála í Sýr­landi og bað ég hann að segja mér sögu sína. Hann sagð­ist hafa átt góða daga í Damaskus fyrir stríð og var fjöl­skylda hans nokkuð þekkt í Sýr­landi og vel efn­uð. Hverfið sem hann bjó í áður en hann flúði til­heyrði efri lögum sam­fé­lag­ins og hefur eftir að stríðið skall á ávallt verið á áhrifa­svæði stjórn­ar­hers­ins.

Fyrsta áfallið kom svo þegar for­eldrar hans skildu. Þá var hann fjórtán ára gam­all. Móðir hans flutti þá úr landi og tók saman við annan mann. Hún keypti handa Ahmed og bróður hans lítið hús í sama hverfi í Damaskus og sendi þeim pen­inga reglu­lega. Faðir hann flutt­ist til Egypta­lands. Þeir bræður voru því sjálfala. Ahmed komst fljót­lega yfir þetta áfall og fór að vinna fyrir sér við tölvu­við­gerð­ir. Hann náði mjög fljótt góðri færni í þeim efnum og varð nokkuð vin­sæll í tölvu­brans­anum í Damaskus. Fór hann heim til fólks og gerði við tölv­ur. Dag einn fór hann heim til við­skipta­vin­ar. Sá hét Hussein, 23 ára gam­all og að sögn Ahmeds frekar mynd­ar­leg­ur. Gerði hann við tölv­una hans en að sama skapi felldu þeir hugi saman og varð Hussein fyrsta ástin í lífi Ahmeds. Reyndar hafði Ahmed nokkuð snemma áttað sig á kyn­hneigð sinni og var til dæmis í ást­ar­sam­bandi við besta vin sinn þegar hann var 12 ára gam­all. Ahmed og Hussein áttu sína góðu daga í Damaskus og eyddu miklum tíma sam­an. Þeir voru nær óað­skilj­an­legir og fannst eins og þeir ættu fram­tíð­ina fyrir sér. En svo braust stríðið út. Hussein flúði þá til Líbýu enda hafði hann fengið starf þar. Ahmed var því einn eftir í Sýr­landi ásamt bróður sín­um.

Auglýsing

Daglegt líf í Damaskus. Dag­legt líf í Damasku­s.

Þegar talið barst að stöðu sam­kyn­hneigðra í Sýr­landi fyrir stríð sagði Ahmed: „Það var ekk­ert mál að vera hommi í Sýr­landi. Maður var alla­vega ekki ofsóttur og drep­inn, eins og í öðrum löndum á þessu svæði. Meira segja frændi Bas­hars er hommi og allir vita það!“ Þessu til við­bótar sagði Ahemd að hann gat verið með sínum kærasta án þess að eiga á hættu að vera ofsótt­ur. Reyndar mátti hann ekki flagga sam­kyn­hneigð sinni og hann sagði engum frá því að hann væri hommi. Hins vegar eru sam­skipti karl­manna í Mið­aust­ur­löndum oft á tíðum á öðrum nótum heldur en ger­ist og gengur á Vest­ur­lönd­um. Þannig var það ekki litð horn­auga ef Ahmed og kærast­inn leidd­ust á götum úti. Þykir slíkt ekki til­töku­mál víða í Mið­aust­ur­löndum enda ávallt talið að um nána vin­áttu sé að ræða. Hins vegar hafa flestir sýr­lenskir hommar miklar áhyggjur af því að fjöl­skyldan muni kom­ast að hinu sanna. „Ar­ab­ískt sam­félag skilur alls ekki hvað sam­kyn­hneigð er og telja margir að þetta sé eitt­hvað ónátt­úru­leg­t,“ sagði Múhameð mér, sýr­lenskur flótta­maður í Ist­an­búl. Að mörgu leyti má yfir­færa við­horfskönnun sem gerð var í Jórdaníu af hálfu Pew Res­e­arch Centre yfir á sýr­lenskt sam­fé­lag en þar kom fram að ein­ungis 3% aðspurðra töldu að hægt væri að rétt­læta sam­kyn­hneigð á ein­hvern hátt. For­dómar í garð hinsegin fólks eru því miklir í Sýr­landi og víða ann­ars í Mið­aust­ur­löndum og hafa þeir auk­ist til muna og staða þessa hóps versnað eftir að stríðið skall á. „Það er svo auð­velt að mis­nota okkur hommana, við verðum alls staðar fyrir aðkasti og allir virð­ast koma illa fram við okk­ur“ sagði Múhameð þegar hann var inntur eftir þessu.

En svo braust borg­ara­stríðið út í Sýr­landi árið 2011. Ahmed fór að finna fyrir auknum þrýst­ingi af hálfu stjórn­valda eins og svo margir aðrir sýr­lenskir hommar, eitt­hvað sem að hans sögn þekkt­ist varla fyrir stríð. Einnig ótt­að­ist hann liðs­menn íslamska rík­is­ins en hann hafði heyrt sögur af hrotta­legri með­ferð þeirra á þeim sem taldir voru sam­kyn­hneigð­ir. Má í þessu sam­hengi nefna Ibra­him sem var rænt af liðs­mönnum íslamska rík­is­ins. Þeir fóru með hann í afskekkt hús í úthverfi Damaskus. Þar hitti Ibra­him fyrir tvo sam­kyn­hneigða vini sína sem hafði einnig verið rænt. Þeir höfðu verið pynt­aðir og þeim nauðgað með ein­hvers konar aðskota­hlut. Voru þeir í miklum kvölum og blæddi úr þeim. Ibra­him var hins vegar hepp­inn og áður en kval­arar hans lögðu hendur á hann náði hann að flýja. Hann komst að lokum heim til sín og ákvað eftir það að fara til Beirút, höf­uð­borgar Líbanons. Þar býr hann í dag og veit í raun ekki hvað varð um vini sína en telur að þeir hafi að lokum verið teknir af lífi.

Hámark morða í sept­em­ber



Að sögn Mann­rétt­inda­skrif­stofu alþjóða­sam­taka homma og lesbía (International Gay and Les­bian Human Rights Commission) hafa liðs­menn íslamska rík­is­ins á tíma­bil­inu júní 2014 til mars 2015 tekið af lífi a.m.k. 17 karl­menn sem höfðu það eitt sér til saka unnið að telj­ast vera sam­kyn­hneigð­ir. Í sept­em­ber náðu svo morðin hámarki. Sam­kvæmt óháðu sam­tök­un­um, Mann­rétt­inda­skrif­stofa Sýr­lands (Syrian Observatory for Human Rights – SOHR), voru 10 sam­kyn­hneigðir karl­menn teknir af lífi dag­ana 20. og 21. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Einn hinna myrtu hafði nýlega náð 16 ára aldri. Margir sam­kyn­hneigðir karl­menn hafa því flúið land síðan stríðið hófst. Beirút hefur verið fyrsti áning­ar­staður land­flótta sýr­lenskra homma en talið er að í Líbanon séu í dag um 1.5 milljón sýr­lenskra flótta­manna.

Keleti-lestarstöðin í Búdapest. Kel­et­i-­lest­ar­stöðin í Búda­pest.

 

Staða sýr­lenskra homma í Beirút er oft á tíðum mun verri heldur en ann­arra flótta­manna frá Sýr­landi. Pat­ricia el-K­ho­ury starfar sem sál­fræð­ingur í Beirút og hefur veitt fjöl­mörgum sam­kyn­hneigðum flótta­mönnum frá Sýr­landi ráð­gjöf. Hún segir að það hversu ein­angr­aðir þeir eru, haf­andi misst jafn­vel öll tengsl við fjöl­skyld­una sína og vini, geri þennan hóp sér­stak­lega við­kvæman og þurfa þeir oft að glíma við þung­lyndi og mikla kvíða­rösk­un. „Þeir eru einnig þjak­aðir af sekt­ar­kennd og telja að það hafi verið þeirra sök að þeir misstu öll tengsl við fjöl­skyld­una sína þegar þeir komu út“ bætir Pat­ricia við. En það eru ekki bara and­legir erf­ið­leikar sem sýr­lenskir hommar þurfa að glíma við þegar þeir koma sem flótta­menn til Beirút eða Íst­an­búl. Að sögn líbanska aðgerða­sinn­ans Bertho Makso sem vinnur fyrir sam­tök homma og lesbía í Beirút þá er efna­hags­leg staða þeirra mjög svo slæm. „Þeir búa oft á tíðum á ódýrum gisti­heim­ilum ef þeir eru heppnir og hafa ein­hvern pen­ing. Ann­ars þurfa að sofa undir berum himni. Í raun er það helsta við­fangs­efni sam­tak­anna okkar að bregð­ast við hús­næð­is­vanda flótta­manna sem koma hingað á grund­velli kyn­hneigð­ar. En það kostar pen­ing og við erum lítil sam­tök og höfum því ekki ráð á því. En við reynum okkar besta til að hjálpa bræðrum okkar og systrum frá Sýr­land­i.“

Í Ist­an­búl er staða sýr­lenskra homma ekk­ert betri og hafa sumir piltar leiðst út í vændi til að láta enda ná sam­an. Hassan, 17 ára piltur frá Aleppo í Sýr­landi hefur verið búsettur í Ist­an­búl í eina fimm mán­uði. Hann hefur síðan hann kom til Ist­an­búl þurft að glíma við ýmiss konar vanda­mál. Hann segir að lít­ill stuðn­ingur sé við sýr­lenska homma í Tyrk­landi enda eru stjórn­völd þar í landi ekk­ert skárri heldur en þau sem hann flúði frá í Sýr­landi þegar kemur að mál­efnum hinsegin fólks. „Ég bý þó ekki á stríðs­svæði lengur og þarf ekki að ótt­ast reglu­lega um líf mitt“ segir Hass­an. En þrátt fyrir frið frá stríði og átökum þarf Hassan að berj­ast fyrir til­veru sinni á hverjum degi enda hefur fjöl­skyldan afneitað honum og þarf hann því að sjá fyrir sér sjálfur í stór­borg­inni Íst­an­búl. Hann býr í hrör­legu gisti­heim­ili rétt hjá Taksim­torgi. Þegar talið berst frekar að pen­ingum segir Hassan: „Til að hafa í mig og á vinn ég sem fylgd­ar­sveinn. Tyrk­neskir karl­menn, gagn­kyn­hneigð­ir, sam­kyn­hneigð­ir, tví­kyn­hneigðir og jafn­vel kvæntir menn, hringja í mig eða ná sam­bandi við mig í gegnum stefnu­móta­snjall­for­ritið Hornet. Við finnum okkur stað. Fæ ég greidda að bil­inu 20 til 50 doll­ara, allt eftir því hvaða þjón­ustu ég þarf að inna af hend­i.“ Segja má að veru­leiki Hass­ans end­ur­spegli raunir margra ann­arra sýr­lenskra homma í Íst­an­búl en að Beirút und­an­skil­inni búa hvað flestir sýr­lenskir flótta­menn sem flúið hafa heim­kynni sín vegna kyn­hneigðar þar í borg.

Aftur að Ahmed



En víkur nú sög­unni aftur að Ahmed. Þegar talið snýr að Bashar og stríð­inu koma fram blendnar til­finn­ingar hjá Ahmed: „Í fyrstu hataði ég Bashar en í dag er ég hræddur og hata þá sem eru að berj­ast gegn Bash­ar. Þetta eru þröng­sýnir ísla­mistar sem vilja ein­stak­linga eins og mig dauð­an. Einnig vilja þeir skerða rétt­indi kvenna og láta allar konur bera „hi­jab“ (slæða). Í dag, alla­vega þar sem Bashar ræð­ur, þurfa konur ekki að vera með „hi­ja­b“. Mamma þurfti það aldrei og vin­kona mín sem vinnur hjá sýr­lenska sjón­varp­inu þarf þess ekki held­ur. Ég er sjálfur sunníti, hluti af þeim hópi sem er á móti Bas­har, en ég er það ekki sjálf­ur.“ Að mati Ahmeds er því rík­is­stjórn Bashar Assads mun skárri kostur heldur en guðs­ræði þeirra hópa sem eru að berj­ast gegn hon­um. Hafa hér í huga að Ahmed er sunníti og til­heyrir því ekki hópi ala­víta sem telj­ast vera helstu stuðn­ings­menn Bashar Assads. Hann telur sér þó betur borgið undir hans stjórn og seg­ist munu fara aftur til Sýr­lands þegar Bashar hefur náð að sigra. Hins vegar má geta þess að stjórn­ar­her­inn hefur líka staðið fyrir ofsóknum á hendur sam­kyn­hneigðum karl­mönn­um.

Yus­ef, vin­sælum plötu­snúði í Damaskus, hefur til dæmis verið rænt nokkrum sinnum af liðs­mönnum Bashar vegna kyn­hneigðar sinn­ar. „Þeir hafa alltaf sleppt mér eftir að ég hef greitt þeim það sem þeir krefj­ast. En ég er ekki lengur öruggur í Damaskus og vil fara úr land­i.“ Segir hann að ofbeldi í garð sam­kyn­hneigðra karl­manna hafi færst í vöxt eftir að átökin hófust. Fyrir stríð gat Yusef lifað nokkuð eðli­legu lífi sem sam­kyn­hneigður karl­maður í Damaskus þó svo að hann hafi haldið öllu leyndu fyrir fjöl­skyldu sinni. Hann var vin­sæll meðal elít­unnar í Damaskus og þeytti skífur í veislum hjá her­for­ingjum og öðrum nánum fjöl­skyldu­með­limum Bashar Assads. En stríðið breytti öllu og hefur dregið fram það versta í fari fólks.

Kurdish New Year Nowruz celebrations in Damascus

En síðan kom kallið frá kærast­anum og Ahmed ákvað að fara úr landi enda eins og fyrr segir orðið nokkuð hættu­legt fyrir hann og þá sem falla ekki að „norm­inu“ að búa áfram í Sýr­landi. Tók við þriggja daga rútu­ferða­lag frá Damaskus til Líbýu. Þar bjó hann með kærast­anum í ein­hvern tíma en hægt og síg­andi slitn­aði upp úr sam­band­inu. Kærast­inn var honum ótrúr og fór að beita hann bæði lík­am­legu og and­legu ofbeldi. Að lokum gafst Ahmed upp og fór aftur til Sýr­lands, þrátt fyrir slæmt ástand þar í landi. Hann var þó ekki lengi í Sýr­landi heldur flúði stuttu síðar til Líbanons en það land hefur fram að þessu tekið við miklum fjölda flótta­manna. Var þetta í raun bara klukku­tíma leigu­bíls­ferð frá Damaskus til Beirut þannig að það ferða­lag var miklu auð­veld­ara en hið fyrra. Hann hafði á sér um 180 doll­ara og varð að lifa á því næstu daga. Það gekk illa þannig að hann hafði sam­band við konu sem vann með flótta­mönnum í Tyrk­landi og bað hana um að aðstoða sig við að kom­ast frá Líbanon til Tyrk­lands. Að lokum tókst honum að verða sér út um flug­miða og komst að lokum til Ist­an­búl. Þar hefur hann verið und­an­farna fimm mán­uði, unnið ein­hver íhlaupa­störf en fengið einnig senda pen­inga frá móður sinni.

„Ég hef heyrt að það sé gott að búa á Íslandi“



Að mörgu leyti er staða Ahmeds betri en ann­arra flótta­manna, bæði í Tyrk­landi og í Líbanon. Flestir flótta­menn, sam­kyn­hneigðir og aðr­ir, búa þar við slæm kjör og hafa oft á tíðum enga mögu­leika á að afla sér tekna. Verða þeir oft á tíðum að láta sér nægja um 30 doll­ara á mán­uði. Þegar talið barst að flótta­mönnum þá vildi Ahmed alls ekki skil­greina sem flótta­mann. Fannst honum vera kom­inn nei­kvæður „stimp­ill“ á það orð og vildi hann alls ekki sækja um stöðu flótta­manns. Hann er líka mjög sjálf­stæð­ur, úrræða­góður og eld­klár. Virð­ist eiga auð­velt með að laga sig að breyttum aðstæðum og horfir jákvæðum augum til fram­tíð­ar­inn­ar. Hann hefur í hyggju að gera eitt­hvað við líf sitt, læra eitt­hvað. Hann umgengst ekki aðra Sýr­lend­inga á hans aldri, bæði vegna þess að hans sögn, hugsa þeir bara um fót­bolta og hvernig eigi að lifa dag­inn af. Honum finnst hann eiga ekk­ert sam­eig­in­legt með þeim enda hefur hann plön fyrir fram­tíð­ina. Ahmed er líka gagn­rýn­inn á stjórn­völd í Tyrk­landi, Egypta­landi og sumra Persaflóa­ríkja sem styðja upp­reisn­ar­menn. Ahmed er líka gagn­rýn­inn á Banda­ríkja­stjórn og segir að ekki eigi að fara með hernað á hendur Sýr­landi. „Hverfið mitt er á áhrifa­svæði Bas­hars og yrði því í skot­línu, húsið mitt og vinir í Damasku­s.“ Ahmed segir að Tyrkir séu margir hverjir þreyttir á sýr­lenskum flótta­mönnum og reyni oft á tíðum að svindla á þeim, mis­nota þá. Hann hafi til dæmis unnið fyrir tyrk­neskan klæð­skera, saumað tölur og blúndur á föt. Sá hinn sami hafi hins aldrei greitt fyrir vinn­una og því hætti hann fljót­lega. Í búðum reyna kaup­menn stundum að svindla á honum þegar þeir heyra að hann er ekki Tyrki.

Bæna­köll frá hinum fjöl­mörgu moskum Ist­an­búls renna saman við raf­tón­list kaffi­húss­ins. Það er kom­inn tími til að kveðja Ahmed. Við föðm­umst og áður en hann smeygir sér út um dyrnar segir hann: „Ég hef heyrt að það sé gott að búa á Íslandi og þar hefur fólk eins og ég ein­hver rétt­indi. Ég vona að ég geti ein­hvern tím­ann upp­lifað slíkt.“ Ég brosi inni­lega til hans og segi: „Það vona ég lík­a.“ Hann hverfur svo fljótt inn í mann­mergð­ina í Istikla­l-­götu, helstu göngu­göt­una, rétt við Taksim.

Greinin er fyrsta grein af þremur um veru­leika og stöðu hinsegin fólks í Mið­aust­ur­lönd­um. Jón Ingvar Kjaran er nýdoktor og aðjúnkt við mennta­vís­inda­svið Háskóla Íslands. 

*Öllum nöfnum í grein­inni hefur verið breytt. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None