„Ég heiti Ahmed og ég kem frá Sýrlandi“

rsz_h_52122256.jpg
Auglýsing

Kel­eti lest­ar­stöðin í Búda­pest hefur að und­an­förnu verið í sviðs­ljós­inu eftir að flótta­menn frá átaka­svæðum víðs vegar um Mið­aust­ur­lönd, einkum þó frá Sýr­landi, tóku að streyma þangað frá Serbíu eftir að þar­lend stjórn­völd opn­uðu landa­mæri sín að Ung­verja­landi. För­inni er heitið til fyr­ir­heitna lands­ins Þýska­lands sem hefur opnað landa­mæri sín fyrir stríðs­hrjáðum flótta­mönn­um, aðal­lega frá Sýr­landi en einnig frá öðrum átaka­svæðum í kringum Mið­jarð­ar­haf­ið. Á meðal flótta­manna frá Sýr­landi er hópur sem ekki hefur fengið mikla athygli fjöl­miðl­anna: sam­kyn­hneigðir karl­menn, en staða þeirra hefur versnað til muna eftir að átökin hófust í Sýr­landi fyrir um fjórum árum. Þeir hafa und­an­farin ár flúið land og sest aðal­lega að í Tyrk­landi og Líbanon. Ein­hverjir hafa þó náð að kom­ast til Evr­ópu, þar á meðal Þýska­lands. Í þess­ari fyrstu grein um stöðu hinsegin fólks í löndum sem við köllum vana­lega Mið­aust­ur­lönd verður sjón­ar­horn­inu beint að Sýr­landi og stöðu hinsegin fólks þar.

Ég hitti Ahmed* á litlu kaffi­húsi nálægt Taksim­torgi í Ist­an­búl síð­ast­lið­inn ágúst. Hann er fæddur og upp­al­inn í Sýr­landi, nánar til­tekið í Damaskus og hafði nýlega náð tví­tugs­aldri. Ahmed hefur fín­lega and­lits­drætti, er grann­vax­inn og með græn­blá augu. Hann er snyrti­legur til fara og talar nær lýta­lausa ensku. Talið barst fljótt að stöðu mála í Sýr­landi og bað ég hann að segja mér sögu sína. Hann sagð­ist hafa átt góða daga í Damaskus fyrir stríð og var fjöl­skylda hans nokkuð þekkt í Sýr­landi og vel efn­uð. Hverfið sem hann bjó í áður en hann flúði til­heyrði efri lögum sam­fé­lag­ins og hefur eftir að stríðið skall á ávallt verið á áhrifa­svæði stjórn­ar­hers­ins.

Fyrsta áfallið kom svo þegar for­eldrar hans skildu. Þá var hann fjórtán ára gam­all. Móðir hans flutti þá úr landi og tók saman við annan mann. Hún keypti handa Ahmed og bróður hans lítið hús í sama hverfi í Damaskus og sendi þeim pen­inga reglu­lega. Faðir hann flutt­ist til Egypta­lands. Þeir bræður voru því sjálfala. Ahmed komst fljót­lega yfir þetta áfall og fór að vinna fyrir sér við tölvu­við­gerð­ir. Hann náði mjög fljótt góðri færni í þeim efnum og varð nokkuð vin­sæll í tölvu­brans­anum í Damaskus. Fór hann heim til fólks og gerði við tölv­ur. Dag einn fór hann heim til við­skipta­vin­ar. Sá hét Hussein, 23 ára gam­all og að sögn Ahmeds frekar mynd­ar­leg­ur. Gerði hann við tölv­una hans en að sama skapi felldu þeir hugi saman og varð Hussein fyrsta ástin í lífi Ahmeds. Reyndar hafði Ahmed nokkuð snemma áttað sig á kyn­hneigð sinni og var til dæmis í ást­ar­sam­bandi við besta vin sinn þegar hann var 12 ára gam­all. Ahmed og Hussein áttu sína góðu daga í Damaskus og eyddu miklum tíma sam­an. Þeir voru nær óað­skilj­an­legir og fannst eins og þeir ættu fram­tíð­ina fyrir sér. En svo braust stríðið út. Hussein flúði þá til Líbýu enda hafði hann fengið starf þar. Ahmed var því einn eftir í Sýr­landi ásamt bróður sín­um.

Auglýsing

Daglegt líf í Damaskus. Dag­legt líf í Damasku­s.

Þegar talið barst að stöðu sam­kyn­hneigðra í Sýr­landi fyrir stríð sagði Ahmed: „Það var ekk­ert mál að vera hommi í Sýr­landi. Maður var alla­vega ekki ofsóttur og drep­inn, eins og í öðrum löndum á þessu svæði. Meira segja frændi Bas­hars er hommi og allir vita það!“ Þessu til við­bótar sagði Ahemd að hann gat verið með sínum kærasta án þess að eiga á hættu að vera ofsótt­ur. Reyndar mátti hann ekki flagga sam­kyn­hneigð sinni og hann sagði engum frá því að hann væri hommi. Hins vegar eru sam­skipti karl­manna í Mið­aust­ur­löndum oft á tíðum á öðrum nótum heldur en ger­ist og gengur á Vest­ur­lönd­um. Þannig var það ekki litð horn­auga ef Ahmed og kærast­inn leidd­ust á götum úti. Þykir slíkt ekki til­töku­mál víða í Mið­aust­ur­löndum enda ávallt talið að um nána vin­áttu sé að ræða. Hins vegar hafa flestir sýr­lenskir hommar miklar áhyggjur af því að fjöl­skyldan muni kom­ast að hinu sanna. „Ar­ab­ískt sam­félag skilur alls ekki hvað sam­kyn­hneigð er og telja margir að þetta sé eitt­hvað ónátt­úru­leg­t,“ sagði Múhameð mér, sýr­lenskur flótta­maður í Ist­an­búl. Að mörgu leyti má yfir­færa við­horfskönnun sem gerð var í Jórdaníu af hálfu Pew Res­e­arch Centre yfir á sýr­lenskt sam­fé­lag en þar kom fram að ein­ungis 3% aðspurðra töldu að hægt væri að rétt­læta sam­kyn­hneigð á ein­hvern hátt. For­dómar í garð hinsegin fólks eru því miklir í Sýr­landi og víða ann­ars í Mið­aust­ur­löndum og hafa þeir auk­ist til muna og staða þessa hóps versnað eftir að stríðið skall á. „Það er svo auð­velt að mis­nota okkur hommana, við verðum alls staðar fyrir aðkasti og allir virð­ast koma illa fram við okk­ur“ sagði Múhameð þegar hann var inntur eftir þessu.

En svo braust borg­ara­stríðið út í Sýr­landi árið 2011. Ahmed fór að finna fyrir auknum þrýst­ingi af hálfu stjórn­valda eins og svo margir aðrir sýr­lenskir hommar, eitt­hvað sem að hans sögn þekkt­ist varla fyrir stríð. Einnig ótt­að­ist hann liðs­menn íslamska rík­is­ins en hann hafði heyrt sögur af hrotta­legri með­ferð þeirra á þeim sem taldir voru sam­kyn­hneigð­ir. Má í þessu sam­hengi nefna Ibra­him sem var rænt af liðs­mönnum íslamska rík­is­ins. Þeir fóru með hann í afskekkt hús í úthverfi Damaskus. Þar hitti Ibra­him fyrir tvo sam­kyn­hneigða vini sína sem hafði einnig verið rænt. Þeir höfðu verið pynt­aðir og þeim nauðgað með ein­hvers konar aðskota­hlut. Voru þeir í miklum kvölum og blæddi úr þeim. Ibra­him var hins vegar hepp­inn og áður en kval­arar hans lögðu hendur á hann náði hann að flýja. Hann komst að lokum heim til sín og ákvað eftir það að fara til Beirút, höf­uð­borgar Líbanons. Þar býr hann í dag og veit í raun ekki hvað varð um vini sína en telur að þeir hafi að lokum verið teknir af lífi.

Hámark morða í sept­em­berAð sögn Mann­rétt­inda­skrif­stofu alþjóða­sam­taka homma og lesbía (International Gay and Les­bian Human Rights Commission) hafa liðs­menn íslamska rík­is­ins á tíma­bil­inu júní 2014 til mars 2015 tekið af lífi a.m.k. 17 karl­menn sem höfðu það eitt sér til saka unnið að telj­ast vera sam­kyn­hneigð­ir. Í sept­em­ber náðu svo morðin hámarki. Sam­kvæmt óháðu sam­tök­un­um, Mann­rétt­inda­skrif­stofa Sýr­lands (Syrian Observatory for Human Rights – SOHR), voru 10 sam­kyn­hneigðir karl­menn teknir af lífi dag­ana 20. og 21. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Einn hinna myrtu hafði nýlega náð 16 ára aldri. Margir sam­kyn­hneigðir karl­menn hafa því flúið land síðan stríðið hófst. Beirút hefur verið fyrsti áning­ar­staður land­flótta sýr­lenskra homma en talið er að í Líbanon séu í dag um 1.5 milljón sýr­lenskra flótta­manna.

Keleti-lestarstöðin í Búdapest. Kel­et­i-­lest­ar­stöðin í Búda­pest.

 

Staða sýr­lenskra homma í Beirút er oft á tíðum mun verri heldur en ann­arra flótta­manna frá Sýr­landi. Pat­ricia el-K­ho­ury starfar sem sál­fræð­ingur í Beirút og hefur veitt fjöl­mörgum sam­kyn­hneigðum flótta­mönnum frá Sýr­landi ráð­gjöf. Hún segir að það hversu ein­angr­aðir þeir eru, haf­andi misst jafn­vel öll tengsl við fjöl­skyld­una sína og vini, geri þennan hóp sér­stak­lega við­kvæman og þurfa þeir oft að glíma við þung­lyndi og mikla kvíða­rösk­un. „Þeir eru einnig þjak­aðir af sekt­ar­kennd og telja að það hafi verið þeirra sök að þeir misstu öll tengsl við fjöl­skyld­una sína þegar þeir komu út“ bætir Pat­ricia við. En það eru ekki bara and­legir erf­ið­leikar sem sýr­lenskir hommar þurfa að glíma við þegar þeir koma sem flótta­menn til Beirút eða Íst­an­búl. Að sögn líbanska aðgerða­sinn­ans Bertho Makso sem vinnur fyrir sam­tök homma og lesbía í Beirút þá er efna­hags­leg staða þeirra mjög svo slæm. „Þeir búa oft á tíðum á ódýrum gisti­heim­ilum ef þeir eru heppnir og hafa ein­hvern pen­ing. Ann­ars þurfa að sofa undir berum himni. Í raun er það helsta við­fangs­efni sam­tak­anna okkar að bregð­ast við hús­næð­is­vanda flótta­manna sem koma hingað á grund­velli kyn­hneigð­ar. En það kostar pen­ing og við erum lítil sam­tök og höfum því ekki ráð á því. En við reynum okkar besta til að hjálpa bræðrum okkar og systrum frá Sýr­land­i.“

Í Ist­an­búl er staða sýr­lenskra homma ekk­ert betri og hafa sumir piltar leiðst út í vændi til að láta enda ná sam­an. Hassan, 17 ára piltur frá Aleppo í Sýr­landi hefur verið búsettur í Ist­an­búl í eina fimm mán­uði. Hann hefur síðan hann kom til Ist­an­búl þurft að glíma við ýmiss konar vanda­mál. Hann segir að lít­ill stuðn­ingur sé við sýr­lenska homma í Tyrk­landi enda eru stjórn­völd þar í landi ekk­ert skárri heldur en þau sem hann flúði frá í Sýr­landi þegar kemur að mál­efnum hinsegin fólks. „Ég bý þó ekki á stríðs­svæði lengur og þarf ekki að ótt­ast reglu­lega um líf mitt“ segir Hass­an. En þrátt fyrir frið frá stríði og átökum þarf Hassan að berj­ast fyrir til­veru sinni á hverjum degi enda hefur fjöl­skyldan afneitað honum og þarf hann því að sjá fyrir sér sjálfur í stór­borg­inni Íst­an­búl. Hann býr í hrör­legu gisti­heim­ili rétt hjá Taksim­torgi. Þegar talið berst frekar að pen­ingum segir Hassan: „Til að hafa í mig og á vinn ég sem fylgd­ar­sveinn. Tyrk­neskir karl­menn, gagn­kyn­hneigð­ir, sam­kyn­hneigð­ir, tví­kyn­hneigðir og jafn­vel kvæntir menn, hringja í mig eða ná sam­bandi við mig í gegnum stefnu­móta­snjall­for­ritið Hornet. Við finnum okkur stað. Fæ ég greidda að bil­inu 20 til 50 doll­ara, allt eftir því hvaða þjón­ustu ég þarf að inna af hend­i.“ Segja má að veru­leiki Hass­ans end­ur­spegli raunir margra ann­arra sýr­lenskra homma í Íst­an­búl en að Beirút und­an­skil­inni búa hvað flestir sýr­lenskir flótta­menn sem flúið hafa heim­kynni sín vegna kyn­hneigðar þar í borg.

Aftur að AhmedEn víkur nú sög­unni aftur að Ahmed. Þegar talið snýr að Bashar og stríð­inu koma fram blendnar til­finn­ingar hjá Ahmed: „Í fyrstu hataði ég Bashar en í dag er ég hræddur og hata þá sem eru að berj­ast gegn Bash­ar. Þetta eru þröng­sýnir ísla­mistar sem vilja ein­stak­linga eins og mig dauð­an. Einnig vilja þeir skerða rétt­indi kvenna og láta allar konur bera „hi­jab“ (slæða). Í dag, alla­vega þar sem Bashar ræð­ur, þurfa konur ekki að vera með „hi­ja­b“. Mamma þurfti það aldrei og vin­kona mín sem vinnur hjá sýr­lenska sjón­varp­inu þarf þess ekki held­ur. Ég er sjálfur sunníti, hluti af þeim hópi sem er á móti Bas­har, en ég er það ekki sjálf­ur.“ Að mati Ahmeds er því rík­is­stjórn Bashar Assads mun skárri kostur heldur en guðs­ræði þeirra hópa sem eru að berj­ast gegn hon­um. Hafa hér í huga að Ahmed er sunníti og til­heyrir því ekki hópi ala­víta sem telj­ast vera helstu stuðn­ings­menn Bashar Assads. Hann telur sér þó betur borgið undir hans stjórn og seg­ist munu fara aftur til Sýr­lands þegar Bashar hefur náð að sigra. Hins vegar má geta þess að stjórn­ar­her­inn hefur líka staðið fyrir ofsóknum á hendur sam­kyn­hneigðum karl­mönn­um.

Yus­ef, vin­sælum plötu­snúði í Damaskus, hefur til dæmis verið rænt nokkrum sinnum af liðs­mönnum Bashar vegna kyn­hneigðar sinn­ar. „Þeir hafa alltaf sleppt mér eftir að ég hef greitt þeim það sem þeir krefj­ast. En ég er ekki lengur öruggur í Damaskus og vil fara úr land­i.“ Segir hann að ofbeldi í garð sam­kyn­hneigðra karl­manna hafi færst í vöxt eftir að átökin hófust. Fyrir stríð gat Yusef lifað nokkuð eðli­legu lífi sem sam­kyn­hneigður karl­maður í Damaskus þó svo að hann hafi haldið öllu leyndu fyrir fjöl­skyldu sinni. Hann var vin­sæll meðal elít­unnar í Damaskus og þeytti skífur í veislum hjá her­for­ingjum og öðrum nánum fjöl­skyldu­með­limum Bashar Assads. En stríðið breytti öllu og hefur dregið fram það versta í fari fólks.

Kurdish New Year Nowruz celebrations in Damascus

En síðan kom kallið frá kærast­anum og Ahmed ákvað að fara úr landi enda eins og fyrr segir orðið nokkuð hættu­legt fyrir hann og þá sem falla ekki að „norm­inu“ að búa áfram í Sýr­landi. Tók við þriggja daga rútu­ferða­lag frá Damaskus til Líbýu. Þar bjó hann með kærast­anum í ein­hvern tíma en hægt og síg­andi slitn­aði upp úr sam­band­inu. Kærast­inn var honum ótrúr og fór að beita hann bæði lík­am­legu og and­legu ofbeldi. Að lokum gafst Ahmed upp og fór aftur til Sýr­lands, þrátt fyrir slæmt ástand þar í landi. Hann var þó ekki lengi í Sýr­landi heldur flúði stuttu síðar til Líbanons en það land hefur fram að þessu tekið við miklum fjölda flótta­manna. Var þetta í raun bara klukku­tíma leigu­bíls­ferð frá Damaskus til Beirut þannig að það ferða­lag var miklu auð­veld­ara en hið fyrra. Hann hafði á sér um 180 doll­ara og varð að lifa á því næstu daga. Það gekk illa þannig að hann hafði sam­band við konu sem vann með flótta­mönnum í Tyrk­landi og bað hana um að aðstoða sig við að kom­ast frá Líbanon til Tyrk­lands. Að lokum tókst honum að verða sér út um flug­miða og komst að lokum til Ist­an­búl. Þar hefur hann verið und­an­farna fimm mán­uði, unnið ein­hver íhlaupa­störf en fengið einnig senda pen­inga frá móður sinni.

„Ég hef heyrt að það sé gott að búa á Íslandi“Að mörgu leyti er staða Ahmeds betri en ann­arra flótta­manna, bæði í Tyrk­landi og í Líbanon. Flestir flótta­menn, sam­kyn­hneigðir og aðr­ir, búa þar við slæm kjör og hafa oft á tíðum enga mögu­leika á að afla sér tekna. Verða þeir oft á tíðum að láta sér nægja um 30 doll­ara á mán­uði. Þegar talið barst að flótta­mönnum þá vildi Ahmed alls ekki skil­greina sem flótta­mann. Fannst honum vera kom­inn nei­kvæður „stimp­ill“ á það orð og vildi hann alls ekki sækja um stöðu flótta­manns. Hann er líka mjög sjálf­stæð­ur, úrræða­góður og eld­klár. Virð­ist eiga auð­velt með að laga sig að breyttum aðstæðum og horfir jákvæðum augum til fram­tíð­ar­inn­ar. Hann hefur í hyggju að gera eitt­hvað við líf sitt, læra eitt­hvað. Hann umgengst ekki aðra Sýr­lend­inga á hans aldri, bæði vegna þess að hans sögn, hugsa þeir bara um fót­bolta og hvernig eigi að lifa dag­inn af. Honum finnst hann eiga ekk­ert sam­eig­in­legt með þeim enda hefur hann plön fyrir fram­tíð­ina. Ahmed er líka gagn­rýn­inn á stjórn­völd í Tyrk­landi, Egypta­landi og sumra Persaflóa­ríkja sem styðja upp­reisn­ar­menn. Ahmed er líka gagn­rýn­inn á Banda­ríkja­stjórn og segir að ekki eigi að fara með hernað á hendur Sýr­landi. „Hverfið mitt er á áhrifa­svæði Bas­hars og yrði því í skot­línu, húsið mitt og vinir í Damasku­s.“ Ahmed segir að Tyrkir séu margir hverjir þreyttir á sýr­lenskum flótta­mönnum og reyni oft á tíðum að svindla á þeim, mis­nota þá. Hann hafi til dæmis unnið fyrir tyrk­neskan klæð­skera, saumað tölur og blúndur á föt. Sá hinn sami hafi hins aldrei greitt fyrir vinn­una og því hætti hann fljót­lega. Í búðum reyna kaup­menn stundum að svindla á honum þegar þeir heyra að hann er ekki Tyrki.

Bæna­köll frá hinum fjöl­mörgu moskum Ist­an­búls renna saman við raf­tón­list kaffi­húss­ins. Það er kom­inn tími til að kveðja Ahmed. Við föðm­umst og áður en hann smeygir sér út um dyrnar segir hann: „Ég hef heyrt að það sé gott að búa á Íslandi og þar hefur fólk eins og ég ein­hver rétt­indi. Ég vona að ég geti ein­hvern tím­ann upp­lifað slíkt.“ Ég brosi inni­lega til hans og segi: „Það vona ég lík­a.“ Hann hverfur svo fljótt inn í mann­mergð­ina í Istikla­l-­götu, helstu göngu­göt­una, rétt við Taksim.

Greinin er fyrsta grein af þremur um veru­leika og stöðu hinsegin fólks í Mið­aust­ur­lönd­um. Jón Ingvar Kjaran er nýdoktor og aðjúnkt við mennta­vís­inda­svið Háskóla Íslands. 

*Öllum nöfnum í grein­inni hefur verið breytt. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None