Er hnattvæðingin að breyta stjórnmálunum og auka lýðræði?

Althingi.framan.jpg
Auglýsing

Aukin hnatt­væð­ing reynir á full­veldi ríkja en hún skapar um leið ákveðið reglu­verk sem ríkin vilja gjarnan virða og laga sig að. Það áhuga­verða er síðan hvernig fólk getur nýtt sér hnatt­væð­ing­una til að skapa sér nýjan grund­völl félags- og borg­ara­legra rétt­inda sem ekki eru bundin við þjóð­ríkið sjálft heldur eiga sér óstað­bundna upp­sprettu. Þessar breyttu for­sendur gætu hugs­an­lega átt sinn þátt í að breyta stjórn­mál­unum var­an­lega.

Ekki er víst að fólk átti sig alveg á hvað verið er að tala um með hnatt­væð­ingu enda hug­takið gríð­ar­lega marg­brotið og teygj­an­legt – og hlutir eins og óheft heims­við­skipti og útbreiðsla inter­nets­ins segja ekki nema hálfa sög­una. Í ein­föld­uðu máli má segja að hnatt­væð­ing sé það þegar ákveðið fyr­ir­komu­lag breið­ist um heim allan og fer að stjórna því hvernig ég og þú högum okkar málum — hvort sem okkur líkar það betur eða verr —  með beinum hætti eða í gegnum það þjóð­ríki sem við til­heyr­um.

Auglýsing

Áhrif hnatt­væð­ingar

Alþjóða­lög um grund­vallar mann­rétt­indi, sem hin full­valda ríki hafa all­flest sam­þykkt og inn­leitt, verða að telj­ast gott dæmi um jákvæðar hliðar hnatt­væð­ing­ar. Þar hafa ein­stak­lingar öðl­ast æ meiri alþjóð­legan lög­form­legan rétt. M.a. eru nú til yfir­þjóð­legir dóm­stólar eins og Mann­rétt­inda­dóm­stóll ­Evr­ópu þar sem venju­legt fólk getur leitað réttar síns gagn­vart sínu heima­ríki telji það á sér brot­ið. Að sama skapi er grannt fylgst með því að ríki upp­fylli þá mann­rétt­inda­sátt­mála sem þau hafa gerst aðilar að.



Jafn­framt geta ríki blandað sér í inn­an­rík­is­mál ann­ars ríkis og ber jafn­vel að gera svo ef gróf­lega er farið gegn þeim skyldum að vernda borg­ar­ana, t.a.m. með þjóð­ar­morðum og stríðs­glæp­um. Í slíkum til­fellum dugar full­veldið ekki sem vörn gegn utan­að­kom­andi afskiptum enda er það í raun ekki ein­hliða og ber einnig í sér til­teknar skyld­ur.



Eðli hnatt­væð­ingar er þó þannig að hún finnur sér gjarnan leið inn í sam­fé­lagið utan form­legra leiða, án þess að fram hafi farið mikil umræða um það. Stundum er það vegna ríkra við­skipta­hags­muna en einnig ýmiss konar þrýst­ings og áhrifa frá alþjóð­legri starf­semi á öllum sviðum mann­lífs­ins. Má nefna alþjóð­lega staðla um háskóla­mennt­un, sam­starf dóm­ara á heims­vísu sem hefur áhrif á dóm­stóla eða við­mið um aðbúnað starfs­fólks alþjóð­legra fyr­ir­tækja.



Ákveðnar hliðar hnatt­væð­ingar verða að telj­ast nei­kvæðar því fjöl­þjóða­fyr­ir­tæki, auð­hringir og fjár­mála­veldi steypa gjarnan hlut­ina í sama mótið í krafti auð­magns. Stað­bundin atvinnu­starf­semi stenst ekki flóð ódýrrar fram­leiðslu og gam­al­gróin þjóð­leg ein­kenni þurrkast út.



Jafn­framt er ljóst að þarna er sótt að hinu full­valda ríki sem sér sig knúið til að gefa eftir full­veldið til að geta tekið þátt í hinu alþjóð­lega kerf­i—­stundum með þeim afleið­ingum að ein­stak­lingar glata grund­vallar mann­rétt­indum og lýð­ræðið fer veg allrar ver­ald­ar. Dæmi um þetta er ríki sem sér í gegnum fingur sér með brot á lögum um aðbúnað og kjör verka­fólks, til að tryggja starf­semi alþjóð­legs stór­fyr­ir­tækis í land­inu.

Democracy9926239476_o Mynd: Flickr.com

Afteng­ing rík­is­ins – ný upp­spretta lýð­ræðis og mann­rétt­inda?



Alþjóða­kerfið hefur lengst af mið­ast við hið full­valda ríki og sam­skipti þeirra á milli – og rétt­indi og skyldur fólks hafa þá að mestu verið bundin við það þjóð­ríki sem það til­heyr­ir. Þar er víða pottur brot­inn eins og geng­ur, lýð­ræðið jafn­vel fótum troð­ið. En ekki fer hver sem er með mál fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn og Banda­ríkin ráð­ast ekki inn í landið þitt, til að koma spilltum stjórn­völdum frá, nema það þjóni brýnum hags­munum þeirra.



Þá komum við aftur að hnatt­væð­ing­unni því hún hefur einnig fært ein­stak­lingum (og hóp­um) ýmsar aðrar leiðir til að tryggja lýð­ræð­is- og borg­ara­legan rétt sinn og til­veru, með því aðskilja póli­tíska aðild sína frá hinu full­valda ríki sem það ætti að til­heyra sam­kvæmt öllum kokka­bók­um.



Þannig má segja að þegar fólk metur það svo að ríkið full­nægi ekki þeim kröfum sem gera má til þess, geti það nú orðið ein­hvers konar nútíma­heims­borg­arar með aðild að ýmiss konar félags­skap á heims­vísu án nokk­urrar mið­lægrar stjórn­un­ar. Sótt jákvæð áhrif og haft áhrif, þvert á landa­mæri, aðsetur og rík­is­borg­ara­rétt út um allan heim.



Alter Globalisation Movem­ent, er ekki nein ákveðin hreyf­ing heldur sam­nefn­ari fyrir fjölda ólíkra hreyf­inga þar sem grunn­tónn­inn gæti þó verið and­staða við hina efna­hags­legu hnatt­væð­ingu. Þar kemur meðal ann­ars fram hug­takið translocal cit­izens­hip sem gengur út á íbúa­lýð­ræði á heims­vísu, fram­hjá hinu full­valda ríki, því það er talið vera und­ir­okað af hinu alþjóð­lega auð­magn­i—­sem valdi því að lýð­ræði sé í raun bara að nafn­inu til.



Hugs­an­lega má skoða síð­ustu atburði á Grikk­landi í þessu ljósi því sumir hafa jafn­vel gefið í skyn að Íslend­ingar hafi gefið Grikkjum tón­inn eftir fjár­mála­hrunið hér árið 2008. Þá er gjarnan vísað til þess að gríska þjóðin geri eins og Íslend­ing­ar, sem buðu hinu alþjóð­lega banka­valdi birg­inn, þjóðin hafi neitað að borga skuldir bank­anna, keyrt þá í þrot og fang­elsað „bankster­ana“ og jafn­vel stjórn­mála­menn­ina.



Mik­il­vægt er þó að þarna skiptir engu máli hvað er satt og rétt, orðróm­ur­inn eða mýtan lifir góðu lífi sem nægir fólki alveg til að blása því and­ann í brjóst.

McDonalds_bdd4d788b0_o Mynd: Flickr.com

Þjóð­ríkið varið - en hvers virði er það ef lýð­ræði þrífst þar ekki?



Af hverju skiptir þetta máli? – Jú, trú fólks á virkni hefð­bund­inna stjórn­mála hefur farið minnk­andi sam­fara því að traust til stjórn­mála­manna og alþingis hefur dalað veru­lega. Þó vissu­lega hafi fylgi flokka sveifl­ast í gegnum tíð­ina og ný fram­boð skotið upp koll­in­um, sem sópað hafa til sín tíma­bundnu fylgi, má full­yrða að breyt­ing sé að verða á.



Und­an­farið hefur orðið mikil fylg­is­sveifla til Pírata – og án þess að hér sé verið að spyrða þá við ein­hverja sér­staka alheims­hreyf­ingu má segja að þeir séu ein­hverju leyti ful­trúar þess­arar alþjóð­legu þró­unar sem nefnd hefur ver­ið. Þetta er hreyf­ing sem kallar eftir opinni og gegn­særri stjórn­sýslu, með virkri þátt­töku fólks, en ekki ein­hverju „punt-lýð­ræði“ á fjög­urra ára fresti.



Þær (bylt­ing­ar­kenndu) hug­myndir sem hér hafa verið nefndar geta auð­vitað verið ógn­andi gagn­vart þjóð­rík­inu. Má því búast við and­stöðu sem upp­hefur þjóð­leg ein­kenni, trú eða hvað það er sem styrkir hin þjóð­legu gildi og þá hugs­an­lega þjóð­ríkið um leið. Gjarnan er vísað til valda­mik­illa óvina og óþekktra afla og fólk leit­ast þannig við að byggja upp sína eigin sál­ar- menn­ing­ar- og sögu­legu sjálfs­mynd, sam­fé­lag þar sem sam­staða ríkir um hvað sé gott líf.



Í því sam­hengi er áhuga­vert að skoða við­brögð Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra sem hefur gjarnan vísað til mik­il­vægis almennrar sáttar í sam­fé­lag­inu. Það eru að ein­hverju leyti skilj­an­leg við­brögð og vissu­lega er það ekk­ert góð til­hugsun fyrir marga að þjóðin missi á ein­hvern hátt þá eig­in­leika sem halda henni sam­an.



Sam­heldni þjóð­ar­innar er þarna stillt upp sem vörn gagn­vart hættu­legum hug­myndum Pírata – sem taldar eru ógna góðum gildum sem fólk á að hafa sam­mælst um, jafn­vel lýð­ræð­inu er ógn­að. Þarna vakna ótal spurn­ing­ar, hver eru þessi gildi, hvers vegna eru breyt­ingar eða bylt­ingar slæmar, hvers vegna ættu þær að ógna lýð­ræð­inu?



Þarna er tek­ist á um grund­vall­ar­at­riði því hvers virði er þjóð­ríki þar sem lýð­ræði þrífst ekki? Hér getur verið erfitt að átta sig – sem er kannski einmitt lyk­il­at­riðið – að hnatt­væð­ingin geri okkur erf­ið­ara með að draga póli­tískar átaka­línur en áður og hún riðli því valda­skipu­lagi sem hefur við­geng­ist.



Þannig getur hin hug­mynda­lega hnatt­væð­ing einmitt gefið fólki hug­mynd­ir, rödd og far­veg til að hrinda þeim í fram­kvæmd en jafn­framt veitt þeirri við­skipta­legu hnatt­væð­ingu sem sækir að þjóð­rík­inu – og lýð­ræð­inu – aðhald.



Gott er að muna að lýð­ræði er ekki ein­hver fasti, nafn á ein­hverju hátíð­legu fyr­ir­bæri, heldur eitt­hvað sem þarf að ástunda. Að lýð­ræði má ekki bara vera skraut­fjöður í hatt hins ríkj­andi kerfis heldur ætti það að vera lif­andi far­vegur fyrir nýjar hug­mynd­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None