Mynd: Alþingi eldhusdagur2021_samklippt.jpeg
Mynd: Alþingi

Er Ísland marxískt, spillt og stéttaskipt eða er allt sem ríkisstjórnin hefur gert frábært?

Eldhúsdagsumræður fóru fram í gær. Þar lýstu stjórnmálamenn stöðu mála í íslensku samfélagi á afar mismunandi hátt. Raunar svo mismunandi að það var á stundum eins og þeir væru ekki að lýsa gangi mála í sama landinu. Kjarninn rýndi í ræður þeirra sem töluðu fyrst fyrir alla flokkanna átta sem eiga sæti á Alþingi.

Síð­ustu almennu stjórn­mála­um­ræður – svo­kall­aðar eld­hús­dags­um­ræður – kjör­tíma­bils­ins fóru fram í gær­kvöldi. Þessi vett­vangur er oft­ast nær not­aður af stjórn­ar­þing­mönnum til að mæra eigin verk, og með miklum upp­taln­ingum á gæðum mála sem þeir hafa komið í verk. 

Stjórn­ar­and­staðan notar umræð­urnar á hinn bóg­inn til að finna verkum rík­is­stjórn­ar­innar allt til for­átt­u. 

Nú ber svo við að kosn­ingar fara fram í haust og flestir stjórn­mála­flokkar sem eiga þegar full­trúa á þingi eru langt komnir með að velja fólk á fram­boðs­lista sína. Eld­hús­dags­um­ræð­urnar gáfu full­trúum þess­ara sömu flokka tæki­færi til að setja fram helstu áherslur sínar fyrir kosn­ing­arnar úr ræðupúlti Alþing­is. 

Það gekk mis­jafn­lega í gær. 

Mið­flokk­ur­inn: Full­veldi, umbúðir og inni­hald

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, hóf leika, sýni­lega kvef­að­ur. „Síð­ustu 15 mán­uðir hafa verið tíð­inda­litlir í póli­tík­inni, allt hefur snú­ist um far­ald­ur­inn. Sem betur fer höfum við Íslend­ingar náð góðum árangri í bar­átt­unni við veiruna, þökk sé frá­bæru fag­fólki og sam­stöðu lands­manna. En nú er tíma­bært að hefja aftur alvöru­stjórn­mála­um­ræðu. Mörg stór mál hafa beðið óleyst árum sam­an. Til að geta tekið sem bestar ákvarð­anir um fram­tíð­ina þurfum við að líta til þess hvað reynst hefur vel og hvað ekki.“

Ræða hans var mjög í takt við þær áherslur sem hann hefur haft í ræðu og riti und­an­far­ið. Að rík­is­stjórnin sé hags­muna­banda­lag sem stundi póli­tík byggða á umbúðum ekki inni­haldi. Sig­mundur Davíð sagði að heil­brigð­is­kerfið væri nú orðið mið­stýrt og marxískt og að ef ekki væri fyrir and­stöðu Mið­flokks­ins þá hefði frum­varp um hálend­is­þjóð­garð þegar verið afgreitt. Hann sagði að sam­göngu­málum í land­inu væri að mestu stjórnað af borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­anum í Reykja­vík með sam­þykkt borg­ar­línu­verk­efn­is­ins „sem rík­is­stjórnin ákvað af óskilj­an­legum ástæðum að fjár­magna fyrir Sam­fylk­ing­una í Reykja­vík­.“ 

Auglýsing

Meg­in­inntakið í ræðu Sig­mundar Dav­íðs, og þeirri póli­tík sem Mið­flokk­ur­inn ætlar sér að standa fyrir í aðdrag­anda kosn­inga, er þó það sem hann kallar að verja full­veld­ið. Í því sam­hengi var­aði hann við orku­pökkum Evr­ópu­sam­bands­ins, en and­staða Mið­flokks­ins við inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans reynd­ist honum gjöful í fylg­is­mæl­ingum til skamms tíma fyrr á kjör­tíma­bil­inu. Í ræðu Sig­mundar Dav­íðs sagði: „Við þurfum að fara yfir með hvaða hætti við nálg­umst og nýtum EES-­samn­ing­inn og Schen­gen-­sam­starfið nú þegar jafn­vel Evr­ópu­sam­bands­lönd eru farin að taka að sér meiri sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt varð­andi stjórn sinna landamæra og innri mála. Nú lætur Evr­ópu­sam­bandið sér ekki nægja að mæla fyrir um hvað fólk megi borða morg­un­mat heldur ætlar það að fara að stýra sjón­varps­dag­skránni og jafn­vel umræðu á sam­fé­lags­miðl­um. Alþingi verður að hafna nýju rit­skoð­un­ar­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar og ESB.“

Að end­ingu verða komu fram full­yrð­ingar um að „bákn­ið“, hinn opin­beri rekst­ur, væri orðið of stórt og þyrfti að skera nið­ur, að Mið­flokk­ur­inn myndi setja byggða­mál og land­bún­að­ar­mál á odd­inn og draga þyrfti úr kvöðum á lítil fyr­ir­tæki. „Með rót­tækri heild­ar­stefnu Mið­flokks­ins getur greinin sótt fram á öllum víg­stöðv­um. Eftir 15 mán­uði án stjórn­mála þurfum við að taka afstöðu til þess hvernig við byggjum upp sam­fé­lagið til fram­tíð­ar. Í því efni er Mið­flokk­ur­inn með lausn­irn­ar.“

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn: Stefnan skýr, ekki hefta og letja

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra hafði þegar flutt eft­ir­minni­leg­ustu ræðu sem hann mun flytja um sinn á kosn­inga­vöku sinni eftir nauman sigur í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík aðfara­nótt sunnu­dags. Þar end­aði hann ræð­una, eftir að hafa sagt að inn­an­flokks­fólk sem hefði unnið gegn honum hefði tap­að, á eft­ir­far­andi orð­um: „Núna ætlum við að taka kvöldið og nótt­ina í það að skemmta okkur almenni­lega, fagna þessum sigri og ég ætla að opna þessa kampa­víns­flösku.“

Guð­laugur Þór var enn rámur eftir gleði helg­ar­innar þegar hann steig í pontu í gær og flutti ræðu sem lyktaði af því að þar færi stjórn­mála­maður með for­manns­drauma í sínum flokki. 

Utan­rík­is­ráð­herr­ann hrós­aði sam­stöðu og sam­heldni þjóð­ar­innar í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn en var­aði við því að það væri ekki hægt að ætl­ast til þess að „allt verði gott á nýjan leik að sjálfu sér­.“ 

Mik­il­vægt væru að efla verð­mæta­sköpun í land­inu og hann var­aði við því að auka skuld­setn­ingu rík­is­sjóðs með hefð­bundnum frösum á borð við að skuldir þurfi að greiða á end­anum og að „við sem hér erum höfum engan rétt á því að senda reikn­ing­inn til kom­andi kyn­slóða.“ Um þetta myndu næstu kosn­ingar snú­ast. „Stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins er og verður skýr í þessum efn­um: Við viljum greiða leið fólks og fyr­ir­tækja, ekki hefta og letja.“

Ekki væri heldur í boði að skatt­leggja landið út úr þeim vanda sem stæði fyrir dyrum heldur þyrfti þvert á móti að lækka skatta og auka sókn á erlenda mark­aði með útflutn­ings­vör­ur. Guð­laugur Þór hældi svo nýlega gerðum frí­versl­un­ar­samn­ingi sem Ísland, í sam­floti við Noreg og Liechten­stein, gerðu við Bret­land og hann skrif­aði undir fyrir hönd þjóð­ar­inn­ar. 

Guðlaugur Þór Þórðarson talaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Mynd: Bára Huld Beck

Við­spyrna í efna­hags­málum væri mik­il­væg en það þyrfti líka það sem utan­rík­is­ráð­herr­ann kall­aði við­spyrnu þegar kemur að því að aflétta hömlum af dag­legu lífi fólks. „Ein­stak­ling­ur­inn á alltaf að vera í önd­vegi. Þá farn­ast okkur öllum best. Ef hvert og eitt okkar fær notið frels­is, ef hvert og eitt okkar finnur kröftum sínum við­nám nýtur sam­fé­lagið í heild sinni góðs af því. Gleymum því heldur ekki að frelsi og ábyrgð eru ekki and­stæður heldur tvær hliðar á sama pen­ingi. Ábyrgð hvers og eins okkar á eigin mál­um, ábyrgð okkar gagn­vart sam­fé­lag­inu, ábyrgð okkar gagn­vart umhverf­inu og ábyrgð okkar gagn­vart fram­tíð­inni verður ekki skilin frá því frelsi sem hvert og eitt okkar nýt­ur.“

Sam­fylk­ing­in: Bilið milli almenn­ings og fárra auð­jöfra eykst

Logi Ein­ars­son hélt ræðu á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar um liðna helgi þar sem hann sagði að kann­anir bentu til þess að hægt yrði að mynda stjórn eftir hinu svo­kall­aða Reykja­vík­ur­mód­eli eða R-lista fyr­ir­bær­inu eftir næstu kosn­ing­ar. Slík stjórn myndi inni­halda fjóra af eft­ir­far­andi fimm flokk­um: Sam­fylk­ingu, Vinstri græn, Fram­sókn­ar­flokk, Við­reisn eða Pírata. Áður hafði Logi þegar úti­lokað stjórn­ar­sam­starf við Mið­flokk­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Í ræðu sinni í eld­hús­dags­um­ræðum benti Logi á að far­ald­ur­inn hefði lagt mis­þungt á fólk, jafnt heilsu­fars­lega sem efna­hags­lega. „Nú þegar heild­ar­myndin af efna­hags­að­gerðum rík­is­stjórn­ar­innar síð­asta árið er farin að teikn­ast upp stefnir í það sem hag­fræð­ingar kalla K-laga kreppu, þ.e. sumir verða efn­aðri á meðan aðrir hafa minna milli hand­anna en áður. Það var ein­fald­lega ekki gripið til nógu mark­vissra aðgerða til þess að beina fjár­magn­inu þangað sem þurfti. Það fólk hefur neyðst til að eyða sparn­aði sínum eða jafn­vel skuld­setja sig til að kom­ast í gegnum hrylli­legar aðstæð­ur. “

Þótt tekju­jöfn­uður mælist mik­ill hér á landi fari eigna­ó­jöfn­uð­ur­inn hratt vax­andi og opin­berar tölur sýni að lít­ill hópur ein­stak­linga raki til sín meg­in­þorr­anum af öllum nýjum auð í land­inu. „Bilið milli almenn­ings og fárra auð­jöfra eykst og þessir auð­jöfrar sölsa undir sig fleiri og fleiri staði sam­fé­lags­ins. Þess vegna vill Sam­fylk­ingin berj­ast gegn ójöfn­uði hvar sem hann er að finna.“

Auglýsing

Logi gagn­rýndi líka önnur verk sitj­andi rík­is­stjórn­ar, sem hann kall­aði rík­is­stjórn mála­miðl­ana og kyrr­stöðu, á kjör­tíma­bil­inu og velti fyrir sér hversu vel núver­andi stjórn­ar­mynstur væri lík­legt til að geta mætt flóknum áskor­unum fram­tíð­ar. Það hefði mis­tek­ist að fjár­magna íslenskt heil­brigð­is­kerfi með full­nægj­andi hætti og fram­fara­mál hefðu strandað á rík­is­stjórn­ar­borð­inu þrátt fyrir lík­legan meiri hluta í þing­sal.Þar nefndi Logi afglæpa­væð­ingu, ramma­á­ætl­un, hálend­is­þjóð­garð og það sem hann kall­aði „al­menni­legt auð­linda­á­kvæði“ í stjórn­ar­skrá. „Það getur hins vegar vel verið að þetta óvenju­lega stjórn­ar­mynstur íhalds­flokk­anna hafi hentað til að kæla stöð­una eftir skandala síð­ustu stjórna en þessir flokkar munu ekki finna þann sam­hljóm sem þarf til að ráð­ast við risa­stórar áskor­anir fram­tíð­ar­.[...]Það er þess vegna, kæru lands­menn, nauð­syn­legt að greiða veg­inn fyrir nýja ríkisstjórn að loknum kosn­ingum sem er sam­mála um veg­inn og verk­efnin fram und­an, rík­is­stjórn sem er óhrædd við nýja fram­tíð og er nógu opin til að nýta skap­andi lausnir til að ráð­ast gegn ójöfn­uði, lofts­lagsógn­inni og breyt­ingum á vinnu­mark­aði, rík­is­stjórn sem er til­búin til að byggja upp, ekki skera niður eins og rík­is­stjórnin boðar í fimm ára fjár­mála­á­ætl­un. Það er bein­línis hroll­vekj­andi, herra for­seti, að í stað þess að ætla að bæta almanna­þjón­ust­una og fjár­festa í fólki ætli rík­is­stjórnin að hefja nið­ur­skurð­ar­hníf­inn á loft.“

Sam­fylk­ingin yrði til­búin að fara í slíka rík­is­stjórn um fram­far­ir, auk­inn jöfn­uð, almanna­hags­muni og sókn út úr krepp­unn­i. 

Vinstri græn: Telur Katrínu bera höfuð og herðar yfir aðra

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, flutti fyrstu ræðu þess flokks í gær­kvöldi. Þar mærði hún verk sitj­andi rík­is­stjórnar og þá ákvörðun flokks­ins að setj­ast í óhefð­bunda rík­is­stjórn með skil­greindum höf­uð­and­stæð­ingi hans í stjórn­mál­um, Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Hún tal­aði hins vegar lítið sem ekk­ert um það sem Vinstri græn ætl­uðu að gera í fram­tíð­inni að öðru leyti en að hún teldi Katrínu Jak­obs­dóttur bera höfuð og herðar yfir aðra stjórn­mála­leið­toga og ætti að leiða sam­fé­lagið áfram. „Við á vinstri vængnum höfum lengi haft það orð á okkur að vera óstjórn­tæk. Að við kunnum bara að vera fúl á móti. En ég tel að þetta kjör­tíma­bil hafi sannað að Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð er afl sem þor­ir. Það þarf kjark til að stíga inn og leiða umdeilt rík­is­stjórn­ar­sam­starf með póli­tískum and­stæð­ing­um. Og það þarf kjark til að af slíku sam­starfi náist eins mik­ill mál­efna­legur árangur og reynst hefur á þessu kjör­tíma­bili. Það er ánægju­legt að til­heyra stjórn­mála­afli sem lætur verkin tala og kemur stefnu sinni til fram­kvæmda.“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er ánægð með ríkisstjórnina.
Mynd: Bára Huld Beck

Bjarkey taldi þrepa­skipt skatt­kerfi, stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, lengt fæð­ing­ar­or­lof og hlut­deild­ar­lán upp sem mál sem rík­is­stjórnin hefði staðið fyr­ir. Þá hefðu rétt­indi trans, kynsegin og inter­sex fólks verið tryggð, ný jafn­rétt­islög, vernd upp­ljóstr­ara tryggð, varnir gegn hags­muna­á­rekstrum og skrán­ing raun­veru­lega eig­enda verið sam­þykkt. „Svo gæti ég lengi talað um aðgerðir rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur í átt að jöfn­uði og rétt­lát­ara sam­fé­lagi, svo ekki sé minnst á þrot­lausa vinnu hæstv. for­sæt­is­ráð­herra til að gera mik­il­vægar breyt­ingar á stjórn­ar­skrá okkar Íslend­inga. Nú höfum við sem hér eigum sæti í þessum sal tæki­færi til að stíga skrefið og gera breyt­ingar á því mik­il­væga grunn­plaggi okkar sem stjórn­ar­skráin er.“

Bjarkey skipti svo um gír og hóf að mæra Svandísi Svav­ars­dóttur næst. Hún sagði að undir hennar stjórn hefði heilsu­gæsla verið efld, kostn­að­ar­þátt­taka sjúk­linga lækk­uð, nýr Lands­spít­ali væri að rísa og stór­sókn hefði orðið í geð­heil­brigð­is­mál­um. Bjarkey til­tók einnig ný lög um þung­un­ar­rof sem sam­þykkt voru 2019 þvert á stjórn­ar­lín­ur, en hluti þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins greiddi atkvæði gegn því frum­varpi. „Þá er ótalin sú trausta for­ysta sem hæstv. heil­brigð­is­ráð­herra Svan­dís Svav­ars­dóttir hefur sýnt í bar­átt­unni við heims­far­ald­ur­inn. Nú eru tæp 64% full­orð­inna bólu­sett. Það sér fyrir end­ann á þessu öllu sam­an. Margar voru vaf­aradd­irnar hér fyrir ekki svo löngu. Takk, Svandís, takk, þrí­eyki, og takk, þið öll sem hafi staðið ykkur svo frá­bær­lega vel í gegnum þennan far­ald­ur.,“ sagði Bjarkey. 

Þá var einn ráð­herra Vinstri grænna eftir til að mæra, Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra fyrir að banna mark­aðs­setn­ingu einnota plasts og fyrir að fá sam­þykkta full­fjár­magn­aða aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum í fyrsta sinn. Hún sagð­ist einnig hafa trú á því að hálend­is­þjóð­garður yrði að veru­leika, en nokkuð ljóst liggur fyrir að hvorki Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn né Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ætla sér að sam­þykkja það mál óbreytt fyrir lok kjör­tíma­bils­ins þrátt fyrir að það hafi verið bundið í stjórn­ar­sátt­mála. 

Pírat­ar: „Á Íslandi eru stórir og valda­miklir hags­muna­hópar sem svífast einskis“

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir tal­aði fyrst fyrir Pírata. Það varð strax ljóst að hún ætl­aði að draga skýra línu milli Pírata sem lausnar og þeirra sem þeir telja að séu vanda­málið í sam­fé­lag­inu.

Þór­hildur Sunna hrós­aði Ásgeiri Jóns­syni seðla­banka­stjóra fyrir nýlegt við­tal við Stund­ina og fyrir að rjúfa þar „æp­andi þögn æðstu ráða­manna þjóð­ar­innar um yfir­gengi­lega ósvífni ákveð­inna hags­muna­hópa. Loks­ins hafði hátt­settur emb­ætt­is­maður kjark til að segja það sem almenn­ingur veit mæta­vel; að á Íslandi eru stórir og valda­miklir hags­muna­hópar sem svífast einskis, sem reka fólk fyrir að gagn­rýna þá og ofsækja þau sem veita þeim aðhald.“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir talaði hart gegn spillingu.
Mynd: Bára Huld Beck

Hún sagði Ásgeir hafa opnað á mik­il­vægt sam­tal með for­dæm­ingu sinni á kæru Sam­herja gegn starfs­mönnum Seðla­bank­ans, opin­berum eft­ir­lits­starfs­mönnum sem voru kærðir per­sónu­lega af þeim sem eft­ir­litið beind­ist að. Leið­togar rík­is­stjórn­ar­innar hefðu heldur ekki haft áhuga á þessu sam­tali. „Þegar fjár­mála­ráð­herra var inntur eftir við­brögðum sagði hann að emb­ætt­is­menn með mikil völd yrðu auð­vitað að vita það að væri þeim mis­beitt gæti það haft afleið­ing­ar. Þá vitum við það. Fjár­mála­ráð­herra, sem aldrei hefur sætt afleið­ingum fyrir að mis­beita valdi sínu, sama hversu gróf­lega hann gerir það, vill að starfs­fólk eft­ir­lits­stofn­ana ótt­ist afleið­ingar eft­ir­lits­starfa sinna, rétt eins og fjöl­miðla­menn eiga að ótt­ast afleið­ingar afhjúpana sinna, eða eins og skáld og fræði­menn eiga ótt­ast afleið­ingar gagn­rýni sinn­ar, og jafn­vel ráð­herrar sem hags­muna­hóp­arnir hafa ekki í vas­anum eiga að ótt­ast afleið­ingar orða sinna í þessum ræðu­stól.“

Á meðan reki hags­muna­að­ilar sem svíf­ist einskis skæru­liða­deildir sem njósni um og rægi fólk sem þeim mis­lík­ar, sem beiti sér í kosn­ingum og próf­kjörum og plotti um að hræða fólk til hlýðni. „Er þetta það sam­fé­lag sem við vilj­um, sam­fé­lag með­virkni, afkomu­ótta og sam­trygg­ing­ar, sam­fé­lag þar sem verra er að benda á brotin en að fremja þau?“

Vara­for­maður þing­flokks Pírata sagði að þessi ger­enda­með­virkni og þögg­un­ar­taktík sem birt­ist væri um margt lík þeirri sömu með­virkni og konur hafi nú sagt stríð á hend­ur. 

Í kosn­ing­unum framundan væru mark­mið Pírata skýr: að eft­ir­lits­stofn­anir hafi bol­magn til að sinna skyldum sínum í þágu almenn­ings og að starfs­menn þeirra njóti verndar gegn per­sónu­legum ofsóknum hags­muna­hópa. Þeir vilja tryggja fjöl­miðla­frelsi með betri rétt­ar­vernd blaða­manna og með mót­væg­is­að­gerðum gegn afskiptum sér­hags­muna­afla af rit­stjórn­ar­stefnu fjöl­miðla. Þeir vilja allan afla á mark­að, alvöru­hömlur á eign­ar­hald fisk­veiði­kvóta og alvöru­gjald fyrir nýt­ing­ar­rétt á öllum sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­inn­ar. „Og við viljum lög­fest­ingu nýju stjórn­ar­skrár­innar sem setur vald­höfum mörk og end­ur­heimtir fisk­inn úr sjónum úr klóm sægreif­anna sem hafa fengið að vaða hér yfir allt á skítugum skónum allt of leng­i[...] Við skulum hætta að rækta þessa skúrka, hætta að leyfa þeim að ráða hér öllu. Það gerum við með því að kjósa flokka sem eru ekki með­virkir þegar skúrk­arnir brjóta af sér og láta ekki undan öllum þeirra kröf­um, flokka sem setja þeim stól­inn fyrir dyrn­ar, sem leiða ekki varð­hunda hags­muna­hópanna til valda þvert ofan í fögur fyr­ir­heit um ann­að, flokka sem láta hags­muni almenn­ings sann­ar­lega ganga fyrir hags­munum örfárra auð­manna og stór­fyr­ir­tækja, flokka eins og Pírata.“

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn: Efna­hags­legt varn­ar­skipu­lag

Willum Þór Þórs­son, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, var fyrsti ræðu­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann byrj­aði á því að vitna í pólskt ljóð um hvað taki við að loknu stríði. Síðan hófst dásömun á aðgerðum rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur sem settar hafa verið fram til að takast á við efna­hags­legar afleið­ingar kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Auglýsing

Hann greip til knatt­spyrnu­lík­inga og sagði að hið efna­hags­lega varn­ar­skipu­lag hafi falist í fjöl­mörgum leiðum til þess að verja efna­hag fyr­ir­tækja og heim­ila, m.a. í því að við­halda ráðn­ing­ar­sam­bandi við laun­þega. Hluta­bóta­leiðin var sam­þykkt í fyrsta aðgerða­pakka rík­is­stjórn­ar­innar í mars á síð­asta ári. „Allan tím­ann hefur rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur staðið við fyrri áform um upp­bygg­ingu. Kröftug við­brögð og efna­hags­legar aðgerðir til við­bótar kalla vissu­lega á halla­rekstur rík­is­sjóðs og lán­töku, en er alls ekki tapað fé heldur fjár­munir sem styðja við efna­hag heim­ila og fyr­ir­tækja. Það dregur úr efna­hags­legum sam­drætti, eflir okkur og styrkir sem sam­fé­lag og leggur grunn að öfl­ugri við­spyrn­u.“

Willum sagði að Íslend­ingur hafi, með auknu sam­spili rík­is­fjár­mála og pen­inga­mála­stefnu, lærst og farn­ast betur að jafna sveiflur og mynda efna­hags­legan stöð­ug­leika. Auðn­ast að hlúa að rík­is­sjóði þannig að hann geti virkað og sinnt hlut­verki sínu hverju sinni, í þágu allra lands­manna, staðið undir vel­ferð­ar­þjón­ustu, jafnað kjörin og mætt hag­sveifl­um.

Hann mærði svo heil­brigð­is­kerfið fyrir við­náms­þrótt þess á veiru­tímum og sagði að seiglu og sam­vinnu hefði þjóðin sam­ein­ast um „öll erum við almanna­varnir og öll erum við rík­is­sjóð­ur.“

Nú hafi Ísland snúið vörn í sókn. „Sókn­ar­aukn­ingin byggir á traustum grunni, grunni auð­linda, á grunni stöð­ug­leika, efna­hags­legum og póli­tískum, og á grunni þeirra sam­fé­lags­legu inn­viða sem við höfum náð að treysta veru­lega á kjör­tíma­bil­inu. En sókn­ar­mögu­leik­inn nú byggir ekki síst á grunni þeirrar þraut­seigju og sam­vinnu sem býr með þjóð­inni og við höfum sýnt og staðið saman nú sem fyrr þegar veru­lega reynir á.“

Willum sagði Fram­sókn vera stolt af rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur. „Stærsta áskor­unin næstu miss­erin verður að skapa atvinnu, fjár­festa í fólki, skapa verð­mæti og vaxa til auk­innar vel­sæld­ar. Sóknin þarf að vera mark­viss og sam­stillt, græn, staf­ræn og félags­leg sókn.“

Við­reisn: Faðm­lag íhalds­flokk­anna þriggja hefur verið „svo nær­andi“

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, lagði áherslu á það sem rík­is­stjórnin vildi ekki ræða í almennum stjórn­mála­um­ræð­um, að hún skildi eftir 50 millj­arða króna gat í nýrri fjár­mála­á­ætlun og segði ekki hvort því verði lokað með nýjum sköttum eða stór­felldum nið­ur­skurði. „Hún vill ekki ræða að það dregur úr krafti atvinnu­lífs­ins að rík­is­stjórnin hefur tek­ið, þvert á yfir­lýs­ing­ar, erlend lán á hærri vöxtum og með geng­is­á­hættu til að fjár­magna halla rík­is­sjóðs. Hún vill ekki ræða að það dregur úr krafti atvinnu­lífs­ins þegar verð­bólgan og vextir eru miklu meiri og hærri hér en í sam­keppn­is­lönd­un­um. Hún vill ekki ræða að það dregur úr krafti atvinnu­lífs­ins þegar gjald­eyr­is­höft eru tekin fram yfir frelsi í við­skipt­u­m.“ Svar Við­reisnar við þess­ari stöðu er að tengja krón­una við evru líkt og Danir ger­a. 

Hún sagði að í aðdrag­anda kosn­inga í haust dugi ekki hefð­bundin lof­orða­póli­tík um stór­aukin rík­is­út­gjöld. „Okkur dugar heldur ekki að ná aftur verð­mæta­sköp­un­inni frá 2019. Við þurfum að ná mun meiri hag­vexti, strax. Til hvers? Til þess að standa vörð um vel­ferð­ar­kerf­ið. Öll þessi atriði sem rík­is­stjórnin vill ekki ræða koma í veg fyrir að atvinnu­lífið geti hlaupið jafn hratt og við þurfum á að halda. Lausn­ar­orð rík­is­stjórnar er gjald­eyr­is­höft. Þau draga úr hag­vexti, auka líkur á sköttum og nið­ur­skurði og vinna gegn nýsköp­un.“

Formaður Viðreisnar talaði fyrir því að krónan yrði tengd evru.
Mynd: Bára Huld Beck

Í ræðu Þor­gerðar Katrínar var hvöss gagn­rýni á stjórn­ar­flokk­ana. Hún sagði faðm­lag íhalds­flokk­anna þriggja hafa verið svo nær­andi „að hægri deild stjórn­ar­sam­starfs­ins hefur ekki gert neinar athuga­semdir við það þegar vinstri deild stjórn­ar­sam­starfs­ins sýnir sitt rétta and­lit.“ Flokkur einka­fram­taks­ins, Sjálf­stæð­is­flokk­ur,  sitji hljóður hjá þegar Domus Med­ica loki, þegar biðlistar lengj­ast hjá tal­meina­fræð­ing­um, sjúkra­þjálf­ur­um, sál­fræð­ing­um, þegar þrengt sé að rekstri sér­fræði­lækna og sjúk­lingar sendir í dýrar aðgerðir til útlanda í stað þess að semja við inn­lendar stofur eða spít­ala. „Af­leið­ingin er verri þjón­usta fyrir sjúk­linga og hærra verð fyrir rík­ið, ein­hæf­ara starfs­um­hverfi og færri tæki­færi fyrir heil­brigð­is­starfs­fólk.“

Þá hafi ekki síður sorg­legt að fylgj­ast með við­brögðum rík­is­stjórnar við Sam­herj­a­mál­inu. „Odd­vitar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hafa sett upp silki­hansk­ana í gagn­rýni sinni og muldrað sak­leys­is­leg orð um að þetta sé óvið­eig­andi og óeðli­legt. Þannig geng­is­fella þeir alvör­una í mál­inu því sam­særi stór­fyr­ir­tækis gegn blaða­mönnum er ekki bara óvið­eig­andi heldur einnig árás á lýð­ræð­is­lega umræðu. Orð skipta nefni­lega máli. En það þarf hins vegar engum að koma á óvart að for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna nota bara inni­rödd­ina þegar kemur að sér­hags­munum stór­út­gerð­ar­fyr­ir­tækja. Það er í fullu sam­ræmi við alger­lega tann­laust auð­linda­á­kvæði sem for­sæt­is­ráð­herra hefur lagt fyrir þingið og mun ekki breyta nokkrum sköp­uðum hlut, verði það sam­þykkt. Það ákvæði er frið­þæg­ing fyrir útgerð­ina meðan hlutur þjóðar er skil­inn eft­ir.“

Hún sagi að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír vilji vinna áfram saman eftir kom­andi kosn­ing­ar. Atkvæði til þess­ara flokka sé atkvæði greitt áfram­hald­andi kyrr­stöðu­stjórn. Við­reisn vilji á hinn bóg­inn breyta sam­fé­lag­inu og lofta út. „Það er skýr stefna Við­reisnar að öll kerfi sam­fé­lags­ins[...] þurfa og verða að þjóna almenn­ing­i.[...]Þau eiga ekki að þjóna kreddum stjórn­mála­manna eða vera stjórnað af hags­muna­öfl­um. Þau eiga ekki að vera kjör­lendi fyrir bit­linga eða skjól fyrir flokks­gæð­inga.“

Flokkur fólks­ins: Tvær þjóðir í land­inu

„Virðu­legi for­seti. Kæra þjóð. Það búa tvær þjóðir í land­inu. Það er risa­gjá á milli þeirra. Á öðrum bakk­anum standa þeir sem allt eiga og græðgi og auð­magn og sjálf­taka hefur skapað þeirra til­veru og þeirra líf. Á hinum bakk­anum eru svo hinir sem ekk­ert eiga og þurfa að biðja um ölm­us­una.“

Þetta sagði Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, í síð­ustu eld­hús­dags­um­ræðum kjör­tíma­bils­ins. Tón­inn og áherslan er kunn­ug, enda Inga fyrir löngu búin að skil­greina sig sem stjórn­mála­mann og rödd fátæka fólks­ins á Ísland­i. 

Í ræðu sinni sagð­ist Inga að flokkur hennar vildi byggja brú yfir þessa gjá. Þing­flokk­ur­inn, sem taldi upp­haf­lega fjóra en telur nú tvo, hefði mælt fyrir hátt í 40 þing­manna­málum á kjör­tíma­bil­inu. Ekk­ert þeirra hafi fengið braut­ar­geng­i. 

Auglýsing

Inga sagði að það væri með ólík­indum að hlusta á söng ann­arra þing­manna sem fengið hafði að hljóma úr ræðupúlti Alþingis þetta mánu­dags­kvöld. „Nán­ast allir þeir tals­menn sem hér hafa komið upp hafa sjálfir eða sjálfar verið í rík­is­stjórn og hafa haft aðstöðu og aðstæður til að hafa hlut­ina svo­lítið öðru­vísi: Við viljum þetta og við viljum hitt. – En af hverju hefur það þá ekki verið gert? En eitt er alveg víst að þessi rík­is­stjórn hefur ekki rétt okkur marga steina til að reyna að byggja þessa brú á milli þeirra sem allt eiga og hinna sem eiga ekk­ert.“

Hún spurði svo hvað þjóðin vildi í kosn­ing­unum í haust, og sér­stak­lega hvort hún vildi virki­lega óbreytt ástand, þar sem sér­hags­munir og græðg­i­svæð­ing ráði ríkj­um? Inga tal­aði í kjöl­farið um mannauð­inn sem fengi aldrei að blómstra. „Mannauð­inn sem býr líka í öryrkj­um, öldruðum og fötl­uðum ein­stak­ling­um, gríð­ar­stór mannauður sem ekki er nýttur og aldrei fær að blómstra.[...]Það er með hreinum og klárum ólík­indum þegar við komum hér með fjár­auka eftir fjár­auka, fjár­mála­á­ætlun til fimm ára, við komum hér með fjár­lög og samt er enn þá skil­inn eftir risa­stór hópur úti í sam­fé­lag­inu sem ekki er tekið utan um.“

Hún rifj­aði svo upp orð Katrínar Jak­obs­dótt­ur, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, í umræðum um stefnu­ræðu þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem flutt var í sept­em­ber 2017, skömmu áður en rík­is­stjórn hans sprakk. Þar hafi Katrín sagt að það að láta fátækt fólk bíða eftir rétt­læt­inu væri það sama og að neita því um rétt­læti. „Samt er það svo núna undir for­ystu Vinstri grænna og hæstv. for­sæt­is­ráð­herra, sem mælti þessi orð á þeim tíma, að biðraðir lengj­ast í hjálp­ar­stofn­anir þar sem fátækt fólk er að biðja um mat.“

Inga sagði að Flokkur fólks­ins hafi mælt fyrir 350 þús­und króna lág­marks­fram­færslu skatta- og skerð­inga­laust, en að því hafi ekki bara verið alger­lega hafnað og sópað út af borð­inu, heldur hafi ekki einu sinni verið hlustað á það hvernig flokk­ur­inn vildi fjár­magna þetta. 

Hún lauk ræðu sinni á eft­ir­far­andi hátt: „Ég ætla að vona að þið getið öll, kæru landar mín­ir, átt sem ánægju­leg­ast sum­ar. Því að ég veit að það eru mjög margir sem fá ekk­ert sum­ar­frí og geta ekki gert sér neinn daga­mun af því að þeir hafa ekki efni á því.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar