Fá ekki reynslulausn - fleiri Kaupþingsmál til rannsóknar

kaupthing-lux.jpg
Auglýsing

Stjórn­endur Kaup­þings sem dæmdir voru í Al Thani mál­inu, þeir Sig­urður Ein­ars­son fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­mað­ur, Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri, og Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, geta ekki fengið reynslu­lausn úr fang­els­is­vist á meðan mál sem bein­ast gegn þeim hafa ekki verið til lykta leidd í dóms­kerf­inu. Þessir þrír stjórn­endur eru allir ákærðir í málum  sem bíða þess að verða til lykta leidd. Hreiðar Már og Magnús í þremur mál­um, en Sig­urður í tveim­ur. Þá stað­festi Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, í sam­tali við Kjarn­ann að nokkur mál til við­bót­ar, sem tengd­ust Kaup­þingi og athöfnum stjórn­enda bank­ans, væru enn á rann­sókn­ar­stigi og ekki ljóst enn hvort þau myndu leiða til ákæru.

Fordæmalaus lögbrot áttu sér í starfsemi Kaupþings skömmu fyrir hrun, í tengslum við viðskipti Al Thani með 5 prósent hlut í bankanum, samkvæmt dómi Hæstaréttar. For­dæma­laus lög­brot áttu sér í starf­semi Kaup­þings skömmu fyrir hrun, í tengslum við við­skipti Al Thani með 5 pró­sent hlut í bank­an­um, sam­kvæmt dómi Hæsta­rétt­ar.

Í Al Thani mál­in­u voru allir ákærðu, Hreiðar Már Sig­urðs­son, Sig­urður Ein­ars­son, Magnús Guð­munds­son og Ólafur Ólafs­son, dæmdir sekir í Hæsta­rétti, en málið tengd­ist kaup­um Mo­hammed Sheikh Bin Kalifa Al Thani, frænda Emírs­ins frá Katar, á fimm pró­senta hlut í Kaup­þingi í lok sept­em­ber 2008. Hreiðar Már fékk fimm og hálfs árs fang­elsi, Sig­urður fjögur ár, Ólafur fjögur ár og Magn­ús ­fjögur og hálft ár. Ólafur var dæmdur fyrir mark­aðs­mis­notkun en hinir þrír fyrir umboðs­svik til við­bótar við mark­aðs­mis­notk­un.

Auglýsing

Sam­kvæmt lögum og reglum um reynslu­lausn er mögu­legt fyrir fanga að fá hana þegar helm­ingur refs­ingar hefur tekin út með afplán­un, en það fer eftir til­teknum skil­yrðum þó, meðal ann­ars um góða hegðun í fang­elsi og að fleiri máli hjá lög­reglu eða dóm­stólum bein­ist ekki að við­kom­andi.

Aðal­með­ferð framundan - alvar­legar sakirFramundan er aðal­með­ferð í mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli sem bein­ist að Kaup­þings­fólki, sam­tals níu starfs­mönn­um. Hún fer fram í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur 21. apríl til 22. maí.  Ákærðu er gefið að sök að hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hluta­bréfa í Kaup­þingi, frá hausti 2007 og fram að falli bank­ans haustið 2008, og aukið selj­an­leika þeirra með „kerf­is­bundn­um“ og „stór­felld­um“ kaup­um, eins og segir í ákæru, í krafti fjár­hags­legs styrks bank­ans. Hreiðar Már, Sig­urður og Magnús eru allir ákærðir í mál­inu.

Hreið­ar, Magnús og Sig­urður eru svo einnig ákærðir í CLN-­mál­in­u en þar er þeim gefið að sök að hafa mis­notað stöðu sína sem stjórn­endur bank­ans í lán­veit­ingum til nokk­urra félaga ­sem voru í eigu við­skipta­vina bank­ans. Lánin voru svo notuð til að kaupa skulda­trygg­ingar á Kaup­þing banka, eða svokölluð Credit Lin­ked Not­es, ­með það að mark­miði að lækka álagið og freista þess að opna fyrir fjár­veit­ingar til bank­ans á mark­aði.

Þriðja málið sem er fyrir dóm­stól­um, og bein­ist að Kaup­þings­stjórn­end­um, er Marp­le-­mál­ið svo­nefnda, en Hreiðar Már og Magnús eru ákærðir í því ásamt Guð­nýju Örnu Sveins­dótt­ur, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra bank­ans, og Skúla Þor­valds­syni, fjár­festi og fyrr­ver­andi stórs hlut­hafa Kaup­þings. Ákært er fyrir fjár­drátt, þegar færðir vor­u átta millj­arðar króna úr sjóðum Kaup­þings til félags­ins Marp­le, sem var í eigu Skúla Þor­valds­son­ar, án þess að heim­ild væri fyrir því.

Ólafur Ólafsson, fjárfestir, segist ekki ætla að stinga hausnum í sandinn heldur hefja afplánun í fangelsi þegar kall um það berst. Fleiri mál beinast að Sigurður Einarssyni, sem sést hér við hlið Ólafs. Ólafur Ólafs­son, fjár­fest­ir, seg­ist ekki ætla að stinga hausnum í sand­inn heldur hefja afplánun í fang­elsi þegar kall um það berst. Fleiri mál bein­ast að Sig­urður Ein­ars­syni, sem sést hér við hlið Ólafs.

Hámark níu ára fang­elsiHeim­ild er í hegn­ing­ar­lögum að auka við refs­ingu sem þegar hefur komið fram með dómi, og bæta við hana allt að helm­ingi, ef menn hafa ítrekað verið dæmdir fyrir lög­brot. Níu ára fang­elsi er að það mesta sem Kaup­þings­menn geta feng­ið, þegar allt er tek­ið, og ef sak­fellt verður í öðrum mál­um. Í ljósi for­dæmis úr Al Thani mál­inu, gæti sú staða komið upp að refsiramm­inn yrði full­nýttur áður en málin yrðu til lykta leidd í dóms­kerf­inu sem að þeim bein­ast. Þá kæmi til mats á því, hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, hvort það væri þess virði að fara fram með málin af fullum þunga í dóms­kerf­inu og leiða þau til lykta.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skyldur okkar í loftslagsbaráttunni
Kjarninn 10. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None