Sigríður Benediktsdóttir útskýrir hagvöxt og landsframleiðslu

Sigríður-Benediktsdóttir.jpg
Auglýsing

„Lands­fram­leiðla er fram­leiðsla á allri vöru og þjón­ustu innan ákveð­ins land­svæðis yfir ákveðið tíma­bil. Við notum gjald­mið­il, krónur á Íslandi, til þess að mæla lands­fram­leiðsl­una.“ Svona útskýrði Sig­ríður Bene­díkts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Seðla­banka Íslands, fyr­ir­bærið lands­fram­leiðslu í síð­asta þætti af Ferð til fjár á RÚV.

Að fengnu leyfi frá Helga Selj­an, frétta­manni og öðrum umsjón­ar­manni þátt­anna, þá fór Sig­ríður með jöfn­una sem skýrir hvernig lands­fram­leiðslan er reikn­uð. „Við leggjum þá saman allt það sem ein­stak­lingar neyta, allt það sem ríkið neytir og alla fjár­fest­ingu. Til þess að ná saman öllu sem við fram­leið­u­m innan land­svæð­is­ins þá bætum við einnig öllum útflutn­ingi við en drögum frá allt það sem við fluttum inn, því við neyttum þess en fram­leiddum það ekki,“ sagði Sig­ríð­ur. For­múlan lítur þá svona út:

Auglýsing


Verg lands­fram­leiðsla = einka­neysla + sam­neysla + fjár­fest­ing + útflutn­ingur – inn­flutn­ing­ur.

Mæli­kvarði á hag­sæld

En hvers vegna er svona oft litið til lands­fram­leiðsl­unn­ar, bæði í fréttum og umræðum um efna­hags­mál?„Ástæðan hvers vegna við notum lands­fram­leiðslu svona mikið er sú að hún er ákveð­inn mæli­kvarði á hag­sæld. Því meira sem við fram­leiðum af vöru og þjón­ustu, því mun meira getum við neytt. Þar af leið­andi notum við breyt­ing­una á lands­fram­leiðslu sem mæli­kvarða til að sjá breyt­ingu á okkar hag­sæld,“ skýrir Sig­ríður og á þar við hag­vöxt, það er breyt­ingu á lands­fram­leiðslu milli ára.„Það er mik­il­vægt að vita að hag­vöxtur mælir bara breyt­ing­una á magn­inu á vöru og þjón­ustu en ekki verð­inu. Við erum að horfa á hversu mikið við fram­leiðum af vörum og þjón­ustu innan ákveð­ins hag­svæðis á ákveðnum tíma, og miðum það við ákveð­inn tíma áður. Þetta þýðir ein­fald­lega að ef verð­bólga er fimm pró­sent en lands­fram­leiðsla eykst um tíu pró­sent, þá má segja að hag­sæld hafi í raun auk­ist um fimm pró­sent.“

3,5% hag­vöxtur árið 2013

Með öðrum orðum þá er tekið til­lit til almennra verð­lags­breyt­inga, verð­bólg­unnar svoköll­uðu, þegar hag­vöxtur er reikn­að­ur. Þá er lands­fram­leiðsla hvers árs færð á fast verð­lag. Í tölum Hag­stof­unnar er miðað við árið 2005 og í töfl­unni hér að neðan má bæði sjá hvernig lands­fram­leiðslan hefur breyst á föstu verð­lagi og hvernig hún hefur breyst á verð­lagi hvers árs (þegar ekki er tekið til­lit til verð­bólg­unn­ar).Til dæmis nam lands­fram­leiðsla árið 2013 um 1.873 millj­örðum króna, sam­an­borið við 1.774 millj­arða árið 2012. Aukn­ingin var 5,6 pró­sent milli ára. Sé tekið til­lit til verð­bólg­unn­ar, og stærð­irnar færðar á fast verð­lag, þá kemur í ljós að hag­vöxt­ur­inn var jákvæður 3,5 pró­sent árið 2013. Taflan hér að neðan sýnir hag­vöxt hvers árs, frá alda­mótum til 2013.Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 19. febr­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum
Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.
Kjarninn 18. apríl 2019
Haukur Arnþórsson
Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum
Kjarninn 18. apríl 2019
Rannsókn Mueller snérist að uppistöðu um hvort að Rússar hefðu beitt sér í forsetakosningunum 2016, sem Donald Trump vann.
Mueller fann tíu dæmi um mögulega hindrun á framgang réttvísinnar
Skýrsla Roberts Mueller verður afhend þingmönnum í Bandaríkjunum í dag. Á blaðamannafundi sagði dómsmálaráðherrann að Trump hefði tengst tíu atvikum sem mögulega hindruðu framgang réttvísinnar, en hann teldi sjálfur að fælu ekki í sér glæpi.
Kjarninn 18. apríl 2019
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lífskjarasamningarnir: Rykið sest
Kjarninn 18. apríl 2019
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar – Galdrahöfundur tveggja tungumála
Kjarninn 18. apríl 2019
Sigríður Á. Andersen þegar hún yfirgaf sinn síðasta ríkisráðsfund. Að minnsta kosti í bili.
Það helsta hingað til: Afsögn Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt mál sem stendur þar upp úr er afsögn dómsmálaráðherra og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Forsetinn sem varð til í beinni útsendingu á RÚV og þjóðin elskar
Á meðan að traust hríðfellur gagnvart Alþingi og borgarstjórn, og mælist undir 20 prósent, er einn þjóðkjörinn fulltrúi sem flestir landsmenn eru ánægðir með. Það er forseti landsins sem nýtur trausts 83 prósent landsmanna.
Kjarninn 18. apríl 2019
WOW skuldaði Isavia tvo milljarða í lok febrúar
Isavia gerði samkomulag við WOW air í september í fyrra um hvernig flugfélagið gæti greitt himinháa skuld sína við ríkisfyrirtækið. Á grundvelli þess samkomulags gat Isavia haldið vél frá WOW air á Keflavíkurflugvelli sem veði fyrir greiðslu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None