Sigríður Benediktsdóttir útskýrir hagvöxt og landsframleiðslu

Sigríður-Benediktsdóttir.jpg
Auglýsing

„Lands­fram­leiðla er fram­leiðsla á allri vöru og þjón­ustu innan ákveð­ins land­svæðis yfir ákveðið tíma­bil. Við notum gjald­mið­il, krónur á Íslandi, til þess að mæla lands­fram­leiðsl­una.“ Svona útskýrði Sig­ríður Bene­díkts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Seðla­banka Íslands, fyr­ir­bærið lands­fram­leiðslu í síð­asta þætti af Ferð til fjár á RÚV.

Að fengnu leyfi frá Helga Selj­an, frétta­manni og öðrum umsjón­ar­manni þátt­anna, þá fór Sig­ríður með jöfn­una sem skýrir hvernig lands­fram­leiðslan er reikn­uð. „Við leggjum þá saman allt það sem ein­stak­lingar neyta, allt það sem ríkið neytir og alla fjár­fest­ingu. Til þess að ná saman öllu sem við fram­leið­u­m innan land­svæð­is­ins þá bætum við einnig öllum útflutn­ingi við en drögum frá allt það sem við fluttum inn, því við neyttum þess en fram­leiddum það ekki,“ sagði Sig­ríð­ur. For­múlan lítur þá svona út:

Auglýsing


Verg lands­fram­leiðsla = einka­neysla + sam­neysla + fjár­fest­ing + útflutn­ingur – inn­flutn­ing­ur.

Mæli­kvarði á hag­sæld

En hvers vegna er svona oft litið til lands­fram­leiðsl­unn­ar, bæði í fréttum og umræðum um efna­hags­mál?„Ástæðan hvers vegna við notum lands­fram­leiðslu svona mikið er sú að hún er ákveð­inn mæli­kvarði á hag­sæld. Því meira sem við fram­leiðum af vöru og þjón­ustu, því mun meira getum við neytt. Þar af leið­andi notum við breyt­ing­una á lands­fram­leiðslu sem mæli­kvarða til að sjá breyt­ingu á okkar hag­sæld,“ skýrir Sig­ríður og á þar við hag­vöxt, það er breyt­ingu á lands­fram­leiðslu milli ára.„Það er mik­il­vægt að vita að hag­vöxtur mælir bara breyt­ing­una á magn­inu á vöru og þjón­ustu en ekki verð­inu. Við erum að horfa á hversu mikið við fram­leiðum af vörum og þjón­ustu innan ákveð­ins hag­svæðis á ákveðnum tíma, og miðum það við ákveð­inn tíma áður. Þetta þýðir ein­fald­lega að ef verð­bólga er fimm pró­sent en lands­fram­leiðsla eykst um tíu pró­sent, þá má segja að hag­sæld hafi í raun auk­ist um fimm pró­sent.“

3,5% hag­vöxtur árið 2013

Með öðrum orðum þá er tekið til­lit til almennra verð­lags­breyt­inga, verð­bólg­unnar svoköll­uðu, þegar hag­vöxtur er reikn­að­ur. Þá er lands­fram­leiðsla hvers árs færð á fast verð­lag. Í tölum Hag­stof­unnar er miðað við árið 2005 og í töfl­unni hér að neðan má bæði sjá hvernig lands­fram­leiðslan hefur breyst á föstu verð­lagi og hvernig hún hefur breyst á verð­lagi hvers árs (þegar ekki er tekið til­lit til verð­bólg­unn­ar).Til dæmis nam lands­fram­leiðsla árið 2013 um 1.873 millj­örðum króna, sam­an­borið við 1.774 millj­arða árið 2012. Aukn­ingin var 5,6 pró­sent milli ára. Sé tekið til­lit til verð­bólg­unn­ar, og stærð­irnar færðar á fast verð­lag, þá kemur í ljós að hag­vöxt­ur­inn var jákvæður 3,5 pró­sent árið 2013. Taflan hér að neðan sýnir hag­vöxt hvers árs, frá alda­mótum til 2013.Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 19. febr­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Benedikt: Jodie Foster er baráttukona
Stórleikkonan Jodie Foster ætlar sér að endurgera kvikmyndina Konan fer í stríð, sem Benedikt Erlingsson leikstýrði.
Kjarninn 10. desember 2018
Horft til þess að nýta skráðan markað til að selja hluti í ríkisbönkunum
Í Hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið kemur fram að vantraust á fjármálakerfinu sé enn „djúpstætt“. Langan tíma muni taka að ná upp trausti á því á nýjan leik.
Kjarninn 10. desember 2018
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið lítur dagsins ljós
Gott regluverk og öflugt eftirlit, hagkvæmni í bankarekstri og traust eignarhald fjármálafyrirtækja eru þær þrjár meginstoðir sem framtíðarsýn íslensks fjármálakerfis þarf að mótast af.
Kjarninn 10. desember 2018
Sara Dögg Svanhildardóttir
Dýrt húsnæði og há gjöld ýta undir einsleitni
Kjarninn 10. desember 2018
Þögul mótmæli við síðustu þingsetningu
Meirihluti Íslendinga telur það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
Meirihluti landsmanna segir það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, samkvæmt nýrri könnun MMR. Konur reyndust líklegri til að segja endurnýjun stjórnarskrár mikilvæga.
Kjarninn 10. desember 2018
Sigþrúður Guðmundsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Ellen Calmon
Efla fræðslu um þjónustu og lagaleg úrræði í þágu kvenna af erlendum uppruna
Konur af erlendum uppruna eru margar hverjar í bagalegri stöðu til að komast úr erfiðum heimilisaðstæðum. Þær kunna margar hverjar ekki tungumálið, þekkja ekki réttindi sín og eru upp á kvalara sína komnar.
Kjarninn 10. desember 2018
Nichole Leigh Mosty
Eitt mikilvægasta skjal tuttugustu aldarinnar og undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum
Leslistinn 10. desember 2018
Uber á leiðinni á hlutabréfamarkað
Bandaríska skutlfyrirtækið Uber stefnir á að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næsta ári. Talið er að Uber gæti reynst allt að 120 milljarða dala virði í frumútboðinu. Lyft, helsti samkeppnisaðili Uber, stefnir einnig á skráningu á hlutabréfamarkað.
Kjarninn 10. desember 2018
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None