Rúmlega fimmta hver króna hið minnsta sem Reykjavíkurborg eyðir í auglýsingar fer til 365 prentmiðla, en undir það heyra að minnsta kosti fríblaðið Fréttablaðið og vefurinn Vísir.is. Alls keypti borgin auglýsingar fyrir 64,1 milljón króna á fyrri hluta ársins 2015. Flestar auglýsingar voru keyptar beint af 365 prentmiðlum, eða fyrir 13,4 milljónir króna. Markaðshlutdeild 365 prentmiðla í auglýsingakaupum borgarinnar, sem er 21 prósent, hefur aukist frá árinu 2014, en þá var hún tæplega 18 prósent.
Reykjavíkurborg keypti auglýsingar af Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og mbl.is, fyrir 3,7 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Borgin hefur aukið kaup á auglýsingum hjá því útgáfufélagi frá árinu 2014. Til viðbótar keypti Reykjavíkurborg birtingar af fyrirtækinu H. Pálsson ehf. fyrir 3,4 milljónir króna á fyrri hluta ársins og fyrir 5,5 milljónir króna á árinu 2014. Þær birtingar sem borgin kaupir í gegnum það fyrirtæki birtast einvörðungu í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Því fer samanlagt tæpur þriðjungur af öllu því fé sem Reykjavíkurborg eyðir í birtingar á auglýsingum á ári til 365 og Árvakurs.
Þetta kemur fram í svari fjármálastjórna borgarinnar, Birgis Björns Sigurjónssonar, við fyrirspurn Kjarnans um málið.
Til viðbótar kaupir borgin umtalsvert af auglýsingum í gegnum önnur birtingahús og auglýsingastofur. Hluti þeirra auglýsinga birtasthjá ofangreindum miðlum og umfang þeirra viðskipta sem Reykjavíkurborg á við þá vegna viðskipta, beint og óbeint, því líkast til hærri en hér er greint frá.
Borgin kaupir í auknum mæli af Facebook
Borgin kaupir líka mikið af auglýsingum hjá Ríkisútvarpinu (RÚV). Í fyrra nam umfang þeirra viðskipta 5,6 milljónir króna, eða jafnmikið og borgin keypti hjá Árvakri. Það sem af er ári hefur borgin keypt auglýsingar af Ríkisútvarpinu fyrir 3,7 milljónir króna. Markaðshlutdeild þess hefur því aukist á milli ára.
Ljóst er að borgin er í auknum mæli að notfæra sér Facebook sem auglýsingavettvang. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2015 keypti hún auglýsingar þar fyrir 1,3 milljónir króna. Það er meira en borgin eyddi í auglýsingar á samfélagsmiðlinum allt árið í fyrra, þegar hún greiddi Facebook um eina milljón króna.
H. Pálsson birtir bara í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu
Kjarninn fjallaði um viðskipti Reykjavíkurborgar við H. Pálsson í fyrra, en alls hefur borgin greitt fyrirtækinu 42,6 milljónir króna frá árinu 2008 fyrir að sjá um umbrot og birtingar fyrir sig. Allar auglýsingarnar sem H. Pálsson birtir fyrir borgina birtast í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu og 90 prósent af viðskiptum hennar við fyrirtækið koma frá skipulagsfulltrúa á Umhverfis- og skipulagssviði.
Nikulás Úlfar Másson, skrifstofustjóri sviðsins, sagði í svari við fyrirspurn Kjarnans í október í fyrra að H. Pálsson næði betri afsláttum hjá þessum miðlum en borgin og því færu viðskiptin fram með þessum hætti. „Reykjavíkurborg fær 20% afslátt af auglýsingum hjá báðum þessum aðilum en H. Pálsson fær 40% afslátt hjá Fréttablaðinu en 20% afslátt hjá Morgunblaðinu,“ sagði Nikulás Úlfar.
Auglýsingar/Birtingar Reykjavíkurborgar 2014
159 ehf | 62.750 kr. |
247 miðlar ehf. | 315.150 kr. |
365 - prentmiðlar ehf | 19.838.170 kr. |
ADHD samtökin | 7.000 kr. |
Alþjóðleg kvikmyndahá Rvk ehf | 549.250 kr. |
Athygli ehf | 75.300 kr. |
Áberandi ehf. (Frank og Jói) | 901.968 kr. |
Árvakur hf | 5.625.519 kr. |
Ásdís Þórhallsdóttir | 15.798 kr. |
Bandalag íslenskra farfugla | 163.150 kr. |
Barnaheill,félag | 3.000 kr. |
Blek-hópurinn,áhugamannafélag | 50.000 kr. |
Blindrafélagið | 5.000 kr. |
Borgarblöð ehf | 2.935.445 kr. |
Borgarskákmótið | 30.000 kr. |
Capacent ehf | 2.108.560 kr. |
CREATESEDND.COM | 404.215 kr. |
Design ehf | 75.300 kr. |
dottir d-sign ehf. | 125.500 kr. |
DV ehf | 629.634 kr. |
Efstadeild ehf. | 1.261.275 kr. |
Eigenda og ræktendafélag landná | 27.500 kr. |
Eignarhald ehf | 30.219 kr. |
Eir,hjúkrunarnemafél v/Hásk Ak | 5.000 kr. |
Eiríkur Einarsson | 136.795 kr. |
Eiríkur Jónsson ehf. | 106.675 kr. |
Elísa Guðrún ehf | 276.100 kr. |
ENNEMM ehf | 1.801.434 kr. |
Extra.is ehf | 125.374 kr. |
Facebook advertising IK | 1.010.852 kr. |
Félag heyrnarlausra | 145.000 kr. |
Félag ísl hjúkrunarfræðinga | 72.800 kr. |
Finna ehf | 67.392 kr. |
Fjölmiðla- og hugmyndahúsið ehf | 86.595 kr. |
Fjölmiðlahöllin ehf | 119.225 kr. |
Fótspor ehf | 1.732.911 kr. |
Framtíðin,málfundafélag | 20.000 kr. |
Fremri ehf | 140.811 kr. |
Frívöruverslunin Saxa ehf | 169.125 kr. |
Fræðslumiðstöð í fíknivörnum | 7.000 kr. |
Fröken ehf. | 1.986.125 kr. |
Fullt hús sf | 99.145 kr. |
Gigtarfélag Íslands | 10.000 kr. |
Golfsamband Íslands | 602.400 kr. |
GPJ ráðgjöf ehf | 75.000 kr. |
Guðrún Katla Henrysdóttir | 12.550 kr. |
H.Pálsson ehf | 5.442.590 kr. |
Hagaskóli | 35.000 kr. |
Hagvangur ehf | 2.102.543 kr. |
Handknattleiksdeild Fylkis | 5.000 kr. |
Handknattleikssamband Íslands | 48.825 kr. |
Heimili og skóli,foreldrasamtök | 40.000 kr. |
Hið íslenska bókmenntafélag | 81.574 kr. |
Hjálparstarf kirkjunnar | 10.000 kr. |
Hrafnista,dvalarheim aldraðra | 25.250 kr. |
Hugarflug ehf | 319.625 kr. |
Hvíta húsið ehf | 4.919.824 kr. |
IA tónlistarhátíð ehf | 20.000 kr. |
Icelandair ehf | 3.619.886 kr. |
Icelandic Times media ehf. | 1.156.363 kr. |
Inga Dóra Guðmundsdóttir | 49.097 kr. |
Innkaupakort - erlendur birgi | 42.194 kr. |
Isavia ohf | 274.218 kr. |
Í boði náttúrunnar ehf. | 300.950 kr. |
Íbúar - Samráðslýðræði ses | 1.284.517 kr. |
ÍBV-Íþróttafélag | 15.000 kr. |
ÍNN-Íslands Nýjasta Nýtt ehf | 119.225 kr. |
Íslenska lögregluforlagið ehf | 40.570 kr. |
Íslensk-færeyska verslunar ehf. | 282.375 kr. |
Íþróttafélag Reykjavíkur | 100.000 kr. |
Íþróttasamband fatlaðra | 5.000 kr. |
Já hf. | 2.925.624 kr. |
Jóhannes Þorkelsson | 194.800 kr. |
Junior Achievement Ísland | 224.800 kr. |
Karlakórinn Stefnir | 15.000 kr. |
Kennarafélag Laugarnesskóla | 20.000 kr. |
Kennarasamband Íslands | 52.309 kr. |
Kind Sheep ehf | 7.712 kr. |
Kjarninn miðlar ehf. | 175.687 kr. |
Kristján Sigurðsson | 192.000 kr. |
KRÍM ehf. | 44.301 kr. |
Kvenréttindafélag Íslands | 5.300 kr. |
Kvikmyndahúsið ehf | 1.255.000 kr. |
Kynningarmiðstöð ísl myndlistar | 35.000 kr. |
Lagnafélag Íslands | 36.000 kr. |
MailChimp IK | 104.556 kr. |
Margmiðlun ehf | 119.225 kr. |
Markaðsnetið ehf | 2.789.084 kr. |
MD Reykjavík ehf. | 5.936.898 kr. |
MediaCom Íslandi ehf. | 3.467.169 kr. |
Með oddi og egg ehf | 1.711.136 kr. |
Miðborgarkort ehf | 125.850 kr. |
Minimal slf | 149.345 kr. |
Morgundagur ehf | 2.773.300 kr. |
Mosfellsbær | 809.000 kr. |
Myllusetur ehf | 37.650 kr. |
Myndmark | 622.415 kr. |
Nasdaq OMX Nordic OY | 1.385.939 kr. |
Neistinn,styrktarf hjartv barna | 9.000 kr. |
Nemendafélag Menntask Hamrahl | 60.000 kr. |
Netvísir-skjákerfi ehf | 100.000 kr. |
Nói-Siríus hf | 109.208 kr. |
Pipar Media ehf. | 3.424.105 kr. |
POP People ehf. | 20.707 kr. |
Port hönnun ehf. | 27.650 kr. |
Reykjavíkurborg | 645.031 kr. |
Reykjavíkurmaraþon | 136.500 kr. |
Ríkiskaup | 280.894 kr. |
Ríkissjóðstekjur, innheimta | 120.215 kr. |
Ríkisútvarpið ohf | 5.626.102 kr. |
Robert Jan van Spanje | 256.522 kr. |
SagaNet ehf. | 63.001 kr. |
SagaZ ehf | 628.825 kr. |
Select Travel Media Limited | 231.498 kr. |
Sjálfsbjörg höfuðborgarsvæðinu | 7.000 kr. |
Sjómannadagsráð Rvíkur/Hafnarfj | 43.925 kr. |
Sjónarhóll - ráðgjafarmiðst ses | 7.000 kr. |
Skákfélagið Huginn | 25.000 kr. |
Skessuhorn ehf | 48.004 kr. |
Skipulags-/byggingarsvið Rvík | - kr. |
Skíðasamband Íslands | 138.440 kr. |
Skjal þjónusta ehf. | 48.272 kr. |
Skógræktarfélag Íslands | 22.000 kr. |
Skólafélag Menntaskólans í Rv | 10.000 kr. |
Skrautás ehf | 2.919.381 kr. |
Stefanía Guðrún Kristinsdóttir | 10.322 kr. |
Stjórnartíðindi | 233.306 kr. |
Styrktarfélagið Lífsýn | 3.480 kr. |
Sunddeild K.R. | 120.000 kr. |
Sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal | 53.032 kr. |
Taflfélag Reykjavíkur | 10.245 kr. |
Taflfélagið Hellir | 35.000 kr. |
Umhyggja,fél t/stuðn veik börn | 19.000 kr. |
Ungmennafélag Íslands | 3.138 kr. |
Ungmennafélagið Fjölnir | 100.000 kr. |
Útgáfa og hönnun | 173.190 kr. |
Útgáfufélag Framhaldsskólab ehf | 150.600 kr. |
Útgáfufélagið Guðrún ehf | 664.312 kr. |
Útgáfufélagið Heimur hf | 2.260.779 kr. |
Vegahandbókin ehf | 82.830 kr. |
Verlag für Länderjournale Gate to Iceland | 232.748 kr. |
Vernd,fangahjálp | 22.000 kr. |
World Trade Register | 155.329 kr. |
Wow Air ehf. | 1.757.000 kr. |
Yahoo *Flickr | 5.323 kr. |
Þorvaldur Óttar Guðlaugsson | 222.600 kr. |
Þroskahjálp,landssamtök | 49.200 kr. |
(autt) | 227.281 kr. |
Heildarsumma | 111.201.733 kr. |
Auglýsingar/Birtingar Reykjavíkurborgar 2015 (til og með júlí)
247 miðlar ehf. | 106.100 kr. |
365 - prentmiðlar ehf | 13.443.639 kr. |
AGO slf. | 49.600 kr. |
Alþjóðleg kvikmyndahá Rvk ehf | 148.800 kr. |
Alþýðusamband Íslands | 9.920 kr. |
Athygli ehf | 74.400 kr. |
Árvakur hf | 3.673.945 kr. |
Bandalag íslenskra skáta | 20.000 kr. |
Bandaríkin (kennitölulaus) ekki IK | 15.728 kr. |
Barnaheill,félag | 9.000 kr. |
Blek-hópurinn,áhugamannafélag | 25.000 kr. |
Blindrafélagið | 5.000 kr. |
Borgarblöð ehf | 1.450.800 kr. |
Bókver ehf. | 125.000 kr. |
Capacent ehf | 1.370.193 kr. |
CREATESEDND.COM | 31.121 kr. |
Digisign Island ehf. | 32.141 kr. |
DV ehf | 421.845 kr. |
Elísa Guðrún ehf | 93.000 kr. |
ENNEMM ehf | 775.802 kr. |
Extra.is ehf | 27.900 kr. |
Facebook advertising IK | 1.284.048 kr. |
Félag eldri borgara | 18.600 kr. |
Félag ísl hjúkrunarfræðinga | 47.600 kr. |
Félag íslenskra aflraunamanna | 100.000 kr. |
Fjölmiðla- og hugmyndahúsið ehf | 85.560 kr. |
Fjölmiðlahöllin ehf | 12.400 kr. |
Fótspor ehf | 212.050 kr. |
Fraktmiðlun ehf | 935.369 kr. |
Fremri ehf | 18.600 kr. |
Frívöruverslunin Saxa ehf | 558.000 kr. |
Fræðslumiðstöð í fíknivörnum | 10.000 kr. |
Fröken ehf. | 1.055.866 kr. |
Fuglaverndarfélag Íslands | 10.000 kr. |
Golfsamband Íslands | 297.600 kr. |
H.Pálsson ehf | 3.359.090 kr. |
Handknattleikssamband Íslands | 15.000 kr. |
Háaleiti ehf | 130.710 kr. |
Háskólafjölritun/Háskólapr ehf | 4.000 kr. |
Hið íslenska biblíufélag | 10.000 kr. |
HjartaHeill,landssamt hjartasj | 5.000 kr. |
Hjálparstarf kirkjunnar | 10.000 kr. |
Hugarflug ehf | 254.000 kr. |
Húsfreyjan,tímarit | 22.320 kr. |
Hvíta húsið ehf | 1.054.588 kr. |
Iceland Travel Mart ehf. | 766.554 kr. |
Icelandair ehf | 2.364.099 kr. |
Icelandic Times media ehf. | 239.290 kr. |
Inga Dóra Guðmundsdóttir | 19.986 kr. |
Innkaupakort - erlendur birgi | 144.709 kr. |
Í boði náttúrunnar ehf. | 266.476 kr. |
Íbúar - Samráðslýðræði ses | 661.792 kr. |
ÍBV-Íþróttafélag | 15.000 kr. |
Íslenska lögregluforlagið ehf | 27.320 kr. |
Íslensk-færeyska verslunar ehf. | 93.000 kr. |
Já hf. | 2.713.732 kr. |
Keðjan,nemendafél Kvennaskólans | 40.000 kr. |
Kennarafélag Laugarnesskóla | 5.000 kr. |
Kind Sheep ehf | 134.812 kr. |
Kjarninn miðlar ehf. | 49.476 kr. |
Kristján Sigurðsson | 32.000 kr. |
Kvenréttindafélag Íslands | 95.293 kr. |
Kvikmyndahúsið ehf | 558.000 kr. |
Lagnafélag Íslands | 18.000 kr. |
Landssamband lögreglumanna | 10.000 kr. |
Leit.is ehf | 23.957 kr. |
Litróf ehf | 110.484 kr. |
M.S.-félag Íslands | 7.000 kr. |
MailChimp IK | 10.097 kr. |
Markaðsmenn ehf | 8.680 kr. |
Markaðsnetið ehf | 2.049.604 kr. |
MD Reykjavík ehf. | 3.944.608 kr. |
Með oddi og egg ehf | 1.326.100 kr. |
Miðborgarkort ehf | 186.390 kr. |
Minimal slf | 147.560 kr. |
Morgundagur ehf | 1.651.548 kr. |
Mosfellingur ehf | 33.492 kr. |
Mói Internet ehf. | 434.000 kr. |
Myllusetur ehf | 18.599 kr. |
Myndmark | 122.996 kr. |
Nasdaq OMX Nordic OY | 1.301.731 kr. |
Neistinn,styrktarf hjartv barna | 9.000 kr. |
Netvísir-skjákerfi ehf | 75.000 kr. |
Pipar Media ehf. | 1.483.726 kr. |
Pixel ehf | 60.512 kr. |
Póstmiðstöðin ehf. | 40.197 kr. |
R Gíslason ehf | 105.400 kr. |
Radio Iceland FM ehf. | 186.000 kr. |
Reykjavíkurborg | 616.193 kr. |
Ríkissjóðstekjur, innheimta | 52.010 kr. |
Ríkisútvarpið ohf | 3.743.417 kr. |
Rohan Stefan Nandkisore | 23.499 kr. |
SagaNet ehf. | 121.520 kr. |
SagaZ ehf | 49.380 kr. |
Samband ísl berkla/brjóstholssj | 10.000 kr. |
Samhjálp,félagasamtök | 15.000 kr. |
Scan Magazine Ltd. | 207.914 kr. |
Sjónverk ehf | 124.000 kr. |
Skíðasamband Íslands | 50.390 kr. |
Skógræktarfélag Íslands | 17.000 kr. |
Skólafélag Vélskóla Íslands | 50.000 kr. |
Skrautás ehf | 2.544.604 kr. |
SmartMedia ehf. | 90.808 kr. |
Sóley ehf. | 598.300 kr. |
Stéttarfélag ísl félagsráðgjafa | 10.000 kr. |
Stjórnartíðindi | 187.942 kr. |
Styrktarfélag krabbam.sj. barna | 5.000 kr. |
Sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal | 5.666 kr. |
Umhyggja,fél t/stuðn veik börn | 14.500 kr. |
Úlfar Viktor Björnsson | 7.192 kr. |
Útgáfufélagið Heimur hf | 1.549.600 kr. |
Vegahandbókin ehf | 200.000 kr. |
Vernd,fangahjálp | 15.000 kr. |
Wildcat ehf | 120.000 kr. |
Wow Air ehf. | 612.100 kr. |
Þroskahjálp,landssamtök | 47.000 kr. |
(autt) | - kr. |
Heildarsumma | 64.098.590 kr. |