Flóttafólk hjólar frá Rússlandi til Noregs

rsz_h_52304739.jpg
Auglýsing

Svæðið kringum Kirkenes í Norð­ur­-Nor­egi er kannski ekki það sem flestum kemur fyrst í hug þegar minnst er á reið­hjól og hjól­reiða­fólk. Við landamæra­stöð­ina Storskog, skammt frá Kirkenes, hefur hjól­reiða­fólki fjölgað mjög að und­an­förnu. Það fólk er ekki í skemmti­ferð, þótt ferða­lagið sé vissu­lega óvissu­ferð, í bók­staf­legri merk­ingu.

Storskog stöðin er á landa­mærum Nor­egs og Rúss­lands og er nyrsta landamæra­stöð Schengen svæð­is­ins. Skammt frá, Rúss­lands­meg­in, er landamæra­stöð Rússa. Árlega fara um 140 þús­und manns um stöðv­arnar en leiðin um þær er sú eina til að ferð­ast lög­lega land­leið­ina milli land­anna tveggja en landa­mærin spanna 196 kíló­metra. Umferð um landa­mærin jókst til muna eftir fall Sov­ét­ríkj­anna en ferðir hjól­reiða­fólks hafa þó verið fátíð­ar. Nú ber hins vegar svo við að dag­lega fjölgar þeim sem hjóla yfir landa­mær­in, til Nor­egs.

Auglýsing

Ný flótta­leið

Fólkið sem fer um landa­mærin er meðal þeirra millj­óna sem flúið hafa heima­land sitt, Sýr­land, síðan borg­ara­styrj­öldin braust út fyrir rúmum fjórum árum. Miðað við allan þann þann fjölda sem dag­lega flýr átökin eru þeir fáir sem fara þessa óvenju­legu, en kannski til­tölu­lega auð­veldu leið. Að minnsta kosti miðað við þá leið sem flestir hafa til þessa val­ið: að sigla yfir Mið­jarð­ar­haf­ið. Núna hjóla um það bil eitt hund­rað Sýr­lend­ingar dag­lega frá Rúss­landi til Nor­egs og fer fjölg­andi.



Danskur blaða­maður dvaldi nýverið um skeið í Kirkenes og fór dag­lega til Storskog landamæra­stöðv­ar­innar til að fylgj­ast með því sem þar gerð­ist. Hann hitti fjöl­marga Sýr­lend­inga sem að hans sögn voru ánægðir með að vera komnir til Nor­egs þótt flestir hefðu þeir jafn­framt sagt að þeir hefðu óskað þess að þurfa ekki að yfir­gefa föð­ur­land­ið.

Búið er að setja upp tímabundna móttökustöð í þessu tjaldi. MYND/EPA Búið er að setja upp tíma­bundna mót­töku­stöð í þessu tjaldi. MYND/EPA

Auð­velt ferða­lag

Danski blaða­mað­ur­inn sagði að það hefði komið sér tals­vert á óvart þegar fólkið sagði honum hve auð­velt það væri að ferð­ast frá Sýr­landi. Ferðin til Nor­egs hefði ein­ungis tekið þrjá til fjóra daga. Allir þeir sem blaða­mað­ur­inn náði tali af höfðu sömu sögu að segja, höfðu flogið frá hafn­ar­borg­inni Tartus (þar sem Rússar hafa litla flota­stöð) til Mur­m­ansk og þaðan áfram með strætó eða leigu­bíl til Niekel (Ni­kel) sem er skammt frá landa­mærum Rúss­lands og Nor­egs. Þar keypti fólkið reið­hjól en hélt síðan áfram með bíl með föggur sínar og reið­hjól­in. Þegar ófarnir voru hund­rað metrar eða svo að landa­mær­unum stigu Sýr­lend­ing­arnir á bak reið­hjól­unum með allt sitt haf­urtask og hjól­uðu yfir landa­mær­in. Þar skildi það reið­skjót­ana eftir enda flest algjör skrapa­tól sem upp­fylla ekki norskar kröfur um slíka far­ar­skjóta, að sögn danska blaða­manns­ins. Hjól­un­um, um það bil eitt hund­rað á hverjum degi safnar lög­reglan saman og flytur á haug­ana.

Af hverju á reið­hjóli yfir landa­mær­in?

Mörgum kemur það ein­kenni­lega fyrir sjónir að sýr­lenskir flótta­menn, komnir að landa­mærum Nor­egs, skuli verða sér úti um reið­hjól til að hjóla rúma eitt hund­rað metra, yfir landa­mær­in. En fyrir þessu er ástæða. Hún er sú að það er ekki leyfi­legt að fara fót­gang­andi yfir landa­mærin frá Rúss­landi. Lögin segja ein­fald­lega: með far­ar­tæki. Allir vita að þetta með reið­hjólin er algjör sýnd­ar­mennska en það skiptir ekki máli, lög eru lög. Þegar yfir landa­mærin er komið er fólkið skráð en síðan flutt með bílum tíu kíló­metra leið til Kirkines þar sem það fær inni í íþrótta­húsi sem hefur verið breytt í eins konar gisti­heim­ili. Veðr­áttan í Kirkenes er tals­vert öðru­vísi en Sýr­lend­ingar eiga að venj­ast og sala á vetr­ar­-og úti­vi­starfatn­aði hefur marg­fald­ast að und­an­förn­u. 

Ferða­kostn­að­ur­inn

Danski blaða­mað­ur­inn var, eins og áður sagði, undr­andi á því hve auð­velt og fljót­legt það reynd­ist Sýr­lend­ing­unum að kom­ast með þessum hætti til Nor­egs. Ekki varð hann minna undr­andi þegar hann komst að því að kostn­að­ur­inn við þennan ferða­máta var mun lægri en fólk borgar „flótta­fólks­smygl­ur­un­um“ fyrir hið áhættu­sama ferða­lag um Mið­jarð­ar­haf­ið, ferða­lag sem endar ekki alltaf eins og til er stofn­að.

Áhyggjur Norð­manna

Norsk yfir­völd fylgj­ast grannt með því sem ger­ist við landa­mæri Rúss­lands og Nor­egs. Þau telja nær öruggt að þeim Sýr­lend­ingum sem not­færa sér þessa leið til að kom­ast til Nor­egs, og hugs­an­lega ann­arra landa, muni fjölga á næst­unni. Yfir­maður landamæra­stöðv­ar­innar við Storskog sagði í við­tali að það fámenna lið sem þar starf­aði gæti ekki með nokkru móti annað þess­ari auknu umferð. Smá­bær­inn Kirkenes, með sína fjögur þús­und íbúa ræður heldur ekki við allan þennan sístækk­andi hóp og nú hafa norsk yfir­völd skipu­lagt flutn­ing flótta­fólks til ann­arra staða í land­inu.

Glæpa­menn not­færa sér aðstæð­urnar

Ellen Katrine Hætta lög­reglu­stjóri á Aust­ur- Finn­mörku sagði fyrir nokkrum dög­um, í við­tali við norska sjón­varps­stöð, að því miður ætti það við varð­andi flótta­fólkið að þar væri mis­jafn sauður í mörgu fé. Nokkuð hefði borið á því að afbrota­menn, einkum Rúss­ar, hefðu reynt að not­færa sér aðstæð­urnar og kom­ast til Nor­egs. „Þegar yfir landa­mærin kemur maður sem seg­ist vera Sýr­lend­ingur en talar reiprenn­andi rúss­nesku vakna hjá okkur vissar grun­semd­ir“ sagði lög­reglu­stjór­inn. Í all­nokkrum til­fellum hefði komið í ljós að um væri að ræða rúss­neska afbrota­menn sem væru að reyna að flýja land. Þeim hefur verið snúið til baka.

Þús­undir hafa látið sig hverfa

Flótta­manna­straum­ur­inn und­an­farið hefur komið stjórn­völdum víð­ast hvar á óvart. Sænsk lög­reglu­yf­ir­völd segja að fjöld­inn sé mun meiri en „kerf­ið“ ráði við og sömu sögu er að segja frá Dan­mörku. Meðan fólk bíður eftir að úrskurðað verði í málum þess varð­andi land­vist­ar­leyfi láta margir sig hverfa og ef úrskurð­ur­inn er svo á þann veg að synjað er um land­vist­ar­leyfi er umsækj­and­inn horf­inn eins og jörðin hafi gleypt hann. Það sem af er þessu ári hefur sænska útlend­inga­stofn­unin óskað eftir að níu þús­und manns verði vísað úr landi. Af þeim hópi hefur lög­reglan náð sam­bandi við tæpan þriðj­ung, hvar hinir sex þús­und og fjögur hund­ruð eru nið­ur­komnir hefur lög­reglan ekki hug­mynd um. Í Dan­mörku hefur nítján hund­ruð verið vísað úr landi á þessu ári, lög­reglan veit ekki hvar tæp­lega þrettán hund­ruð manns úr þessum hópi eru nið­ur­komn­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None