Holræsi sem rúmar syndaflóð

Herdís Sigurgrímsdóttir
Climate-Change-3.jpg
Auglýsing

Gróðurhúsalofttegundirnar eru að búa til nýtt veðurfar. Ekki bara hærri meðalhita heldur meiri öfgar yfir höfuð. Vatnsveður verða tíðari og sjávarmál hækkar. Samt sem áður byggja menn borgir, vegi og hús sem ekki munu þola vatnsveðrið. „Við ráðum ekki einu sinni við veðrið í dag, hvernig ætlum við þá að ráða við veður framtíðarinnar?” spyr Anita Verpe Dyrrdal, vísindamaður við Norsku veðurstofuna í pistli á NRK.

Engin undankomuleið fyrir vatnið

Gleymið syndaflóðinu; núna eru allir að tala um skyndiflóð, eða flash floods á ensku. Margir tala líka um borgarflóð, sem er sértækt vandamál í borgum heimsins. Hellidemburnar fara vaxandi og á sama tíma er mannfólkið búið að malbika svo mikið að vatnið kemst ekki niður í jörðina. Farðu hérn’oní, segjum við við vatnið, og bendum á holræsið. Gleymdu því, svarar vatnið. Og flæðir oní kjallara í staðinn.

Auglýsing

Auðvitað munu verða flóð í sveitum líka, en þar getur náttúran ráðið við að taka á móti ríflega meðalflæði. Í borgunum er búið að byggja yfir árfarvegi og læki og holræsakerfið er hannað til að taka á móti ákveðnu magni af vatni. Ef það kemur meira en svo, þá eru afleiðingarnar skemmdir á innviðum og eignatjón almennings og yfir í fréttamyndir af lögreglu á gúmmíbát að bjarga fólki af bílþökum.

Svampborgir nýta regnvatnið

Út um allan heim er verið að reyna að snúa vörn í sókn, auka getu borganna til að taka á móti miklu vatni á stuttum tíma og jafnvel ná að nýta regnvatn til góðs. Í Osló og fleiri stórborgum hafa árfarvegir verið opnaðir á ný og hannaðir til að geta tekið á móti og hamið vatnsflaum. Opin rás rúmar meira vatn en lokað rör.

Þetta er sérlega vel heppnað í Bjerkedalen garðinum í Austur-Osló, þar sem landslagsarkitektar hafa búið til flottan almenningsgarð í kringum nýopnaðan farveg Hovinbekken, með baðströndum, leiksvæðum og hjólastígum. Á fimmtudaginn var hlaut verkefnið arkitektaverðlaun Oslóarborgar árið 2015.

Breska blaðið Guardian fjallaði nýlega um svampborgir, nýja hugsun í borgarskipulagi sem Kínverjar hafa verið sérstaklega áhugasamir um. Í Kína hafa byggst upp margar stórar borgir á skömmum tíma, án neins þaulhugsaðs skipulags. Innviðirnir ráða ekki við regnvatnið og á sama tíma skortir neysluvatn. 16 kínverskar borgir hafa fengið fjárstyrk til að þróa og prófa leiðir til að safna regnvatni í síunartjarnir og skurði og nota sérstakt lekt malbik til að hleypa vatninu niður í jörðina. Langtímamarkmiðið er að geta nýtt 60% af regnvatninu sem fellur innan borgarmarkanna. Á vef Guardian var tengill á þetta myndskeið frá breskum malbiksframleiðanda sem sýnir steypubíl hella 4000 lítrum af vatni á bílastæði með slíku malbiki og það lekur beint í gegn.


Langtímafjárfestingar

Til að regnvatn geti nýst sem drykkjarvatn þarf að hreinsa það, en einnig væri hægt að nýta það í klósettlagnir eða annað “grátt vatn” sem ekki þarf að vera jafnhreint. Fá svæði eða byggingar eru hins vegar með lagnakerfi sem gerir ráð fyrir slíkri aðgreiningu.

Í Los Angeles er verið að gera tilraunir með að dæla vatni aftur niður í berggrunninn til að fylla á grunnvatnið á svæðinu. Þannig má hugsa sér að maður fylli á vatnstankinn til að spara til mögru, eða þurru áranna.

Þetta kostar auðvitað sitt og það er langt í land. En einhvers staðar verður að byrja. Þetta er langtímafjárfesting, sem getur skilað sér í sparnaði. Það kostar líka sitt að bæta og stækka holræsakerfið. Í Noregi er áætlað að ef vel ætti að vera þyrfti að nota sem nemur heilum fjárlögum, þ.e. öllum útgjöldum norska ríkisins í heilt ár, til að uppfæra holræsa- og gatnakerfi í norsku þéttbýli til að ná ásættanlegu ástandi fyrir 2030. Á sama tíma hafa norsk tryggingafélög verið að borga 10-40 milljarða íslenskra króna á ári í bætur fyrir skaða af völdum óveðurs á undanförnum árum.

Blómin á þakinu

Torfþök eru í tísku í stórborgum heimsins. Sífellt fleiri háhýsi í London, New York og víðar eru komin með græn þök, ýmist með nytjaplöntum eða skrúðgörðum. Gróðurinn nýtir nokkuð af vatninu sem til fellur og gróðurmoldin getur þar að auki auðveldað vatnssöfnun og –stjórnun á þakinu, þannig að minna rennur um þakrennurnar og niður á göturnar.

Búgarðurinn Brooklyn Grange framleiðir yfir 25 tonn af lífrænt ræktuðu grænmeti á háhýsum í hjarta New York borgar. Þar eru meira að segja býflugnabú og hunangsframleiðsla í háloftunum.

Gróðurinn er kærkomin vin fyrir íbúa eða starfsfólk í húsunum. Plönturnar virka þar að auki sem sólhlíf, lækka hitastigið í húsinu og þá þarf minni loftkælingu á heitustu dögunum. Líkt og aðrar fyrirbyggjandi innviðafjárfestingar af þessu tagi, þá verður að hugsa dæmið til langs tíma.

Norsk hús þola ekki rigningu

Norskir vísindamenn spá því að úrkoma muni aukast um 18% að meðaltali í landinu á þessari öld og flóðahætta magnast enn meira en það á vissum stöðum. Þetta er samkvæmt hófsamasta mati og einskorðast ekki við Noreg, heldur verður vandamál mjög víða. Eftir því sem hlýnar og minna fellur af snjó mun draga úr flóðum tengdum vorleysingum. Á sama tíma fjölgar hellidembunum og flóðum af þeirra völdum.

Veðurfræðingarnir vara við aukinni flóðahættu og meiri öfgum í veðurfari. Byggingarsérfræðingar vara hins vegar við lúmskari afleiðingum vatnsveðursins, nefnilega rakaskemmdum og myglusveppum í byggingum. Votara veður og hærri hiti verður gullöld fyrir myglu og aðra skaðvalda.

Vísindamenn í byggingadeild norsku rannsóknarstofnunarinnar SINTEF segja að þrátt fyrir að norskt veðurfar hafi lengi verið krefjandi, þá sé samt eins og mörg norsk hús þoli ekki rigningu. Vísindamennirnir segjast sjá að sömu mistökin séu gerð aftur og aftur og oft af sama fólkinu. Stærri fyrirtæki og meiri einingabyggingar gera það að verkum að staðbundin kunnátta um veðurfar er ekki lengur nýtt við húsbyggingar. Menn leita ódýrra lausna sem kemur niður á gæðum byggingarinnar og veikir varnirnar gegn veðri og vindum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None