Holræsi sem rúmar syndaflóð

Herdís Sigurgrímsdóttir
Climate-Change-3.jpg
Auglýsing

Gróð­ur­húsa­loft­teg­und­irnar eru að búa til nýtt veð­ur­far. Ekki bara hærri með­al­hita heldur meiri öfgar yfir höf­uð. Vatns­veður verða tíð­ari og sjáv­ar­mál hækk­ar. Samt sem áður byggja menn borgir, vegi og hús sem ekki munu þola vatns­veðr­ið. „Við ráðum ekki einu sinni við veðrið í dag, hvernig ætlum við þá að ráða við veður fram­tíð­ar­innar?” spyr Anita Verpe Dyrrdal, vís­inda­maður við Norsku veð­ur­stof­una í pistli á NRK.

Engin und­an­komu­leið fyrir vatnið

Gleymið synda­flóð­inu; núna eru allir að tala um skyndi­flóð, eða flash floods á ensku. Margir tala líka um borg­ar­flóð, sem er sér­tækt vanda­mál í borgum heims­ins. Hellidemburnar fara vax­andi og á sama tíma er mann­fólkið búið að mal­bika svo mikið að vatnið kemst ekki niður í jörð­ina. Farðu hér­n’oní, segjum við við vatn­ið, og bendum á hol­ræs­ið. Gleymdu því, svarar vatn­ið. Og flæðir oní kjall­ara í stað­inn.

Auglýsing


Auð­vitað munu verða flóð í sveitum líka, en þar getur nátt­úran ráðið við að taka á móti ríf­lega með­al­flæði. Í borg­unum er búið að byggja yfir árfar­vegi og læki og hol­ræsa­kerfið er hannað til að taka á móti ákveðnu magni af vatni. Ef það kemur meira en svo, þá eru afleið­ing­arnar skemmdir á innviðum og eigna­tjón almenn­ings og yfir í frétta­myndir af lög­reglu á gúmmí­bát að bjarga fólki af bíl­þök­um.

Svamp­borgir nýta regn­vatnið

Út um allan heim er verið að reyna að snúa vörn í sókn, auka getu borg­anna til að taka á móti miklu vatni á stuttum tíma og jafn­vel ná að nýta regn­vatn til góðs. Í Osló og fleiri stór­borgum hafa árfar­vegir verið opn­aðir á ný og hann­aðir til að geta tekið á móti og hamið vatns­flaum. Opin rás rúmar meira vatn en lokað rör.

Þetta er sér­lega vel heppnað í Bjerkeda­len garð­inum í Aust­ur-Os­ló, þar sem lands­lags­arki­tektar hafa búið til flottan almenn­ings­garð í kringum nýopn­aðan far­veg Hovin­bekk­en, með bað­strönd­um, leik­svæðum og hjóla­stíg­um. Á fimmtu­dag­inn var hlaut verk­efnið arki­tekta­verð­laun Osló­ar­borgar árið 2015.

Breska blaðið Guar­dian fjall­aði nýlega um svamp­borgir, nýja hugsun í borg­ar­skipu­lagi sem Kín­verjar hafa verið sér­stak­lega áhuga­samir um. Í Kína hafa byggst upp margar stórar borgir á skömmum tíma, án neins þaul­hugs­aðs skipu­lags. Inn­við­irnir ráða ekki við regn­vatnið og á sama tíma skortir neyslu­vatn. 16 kín­verskar borgir hafa fengið fjár­styrk til að þróa og prófa leiðir til að safna regn­vatni í síun­ar­tjarnir og skurði og nota sér­stakt lekt mal­bik til að hleypa vatn­inu niður í jörð­ina. Lang­tíma­mark­miðið er að geta nýtt 60% af regn­vatn­inu sem fellur innan borg­ar­markanna. Á vef Guar­dian var teng­ill á þetta mynd­skeið frá breskum mal­biks­fram­leið­anda sem sýnir steypu­bíl hella 4000 lítrum af vatni á bíla­stæði með slíku mal­biki og það lekur beint í gegn.Lang­tíma­fjár­fest­ingar

Til að regn­vatn geti nýst sem drykkj­ar­vatn þarf að hreinsa það, en einnig væri hægt að nýta það í kló­sett­lagnir eða annað “grátt vatn” sem ekki þarf að vera jafn­hreint. Fá svæði eða bygg­ingar eru hins vegar með lagna­kerfi sem gerir ráð fyrir slíkri aðgrein­ingu.

Í Los Ang­eles er verið að gera til­raunir með að dæla vatni aftur niður í berggrunn­inn til að fylla á grunn­vatnið á svæð­inu. Þannig má hugsa sér að maður fylli á vatns­tank­inn til að spara til mögru, eða þurru áranna.

Þetta kostar auð­vitað sitt og það er langt í land. En ein­hvers staðar verður að byrja. Þetta er lang­tíma­fjár­fest­ing, sem getur skilað sér í sparn­aði. Það kostar líka sitt að bæta og stækka hol­ræsa­kerf­ið. Í Nor­egi er áætlað að ef vel ætti að vera þyrfti að nota sem nemur heilum fjár­lögum, þ.e. öllum útgjöldum norska rík­is­ins í heilt ár, til að upp­færa hol­ræsa- og gatna­kerfi í norsku þétt­býli til að ná ásætt­an­legu ástandi fyrir 2030. Á sama tíma hafa norsk trygg­inga­fé­lög verið að borga 10-40 millj­arða íslenskra króna á ári í bætur fyrir skaða af völdum óveð­urs á und­an­förnum árum.

Blómin á þak­inu

Torf­þök eru í tísku í stór­borgum heims­ins. Sífellt fleiri háhýsi í London, New York og víðar eru komin með græn þök, ýmist með nytja­plöntum eða skrúð­görð­um. Gróð­ur­inn nýtir nokkuð af vatn­inu sem til fellur og gróð­ur­moldin getur þar að auki auð­veldað vatns­söfnun og –stjórnun á þak­inu, þannig að minna rennur um þak­renn­urnar og niður á göt­urn­ar.

Búgarð­ur­inn Brook­lyn Grange fram­leiðir yfir 25 tonn af líf­rænt rækt­uðu græn­meti á háhýsum í hjarta New York borg­ar. Þar eru meira að segja býflugnabú og hun­angs­fram­leiðsla í háloft­un­um.

Gróð­ur­inn er kær­komin vin fyrir íbúa eða starfs­fólk í hús­un­um. Plönt­urnar virka þar að auki sem sól­hlíf, lækka hita­stigið í hús­inu og þá þarf minni loft­kæl­ingu á heit­ustu dög­un­um. Líkt og aðrar fyr­ir­byggj­andi inn­viða­fjár­fest­ingar af þessu tagi, þá verður að hugsa dæmið til langs tíma.

Norsk hús þola ekki rign­ingu

Norskir vís­inda­menn spá því að úrkoma muni aukast um 18% að með­al­tali í land­inu á þess­ari öld og flóða­hætta magn­ast enn meira en það á vissum stöð­um. Þetta er sam­kvæmt hóf­samasta mati og ein­skorð­ast ekki við Nor­eg, heldur verður vanda­mál mjög víða. Eftir því sem hlýnar og minna fellur af snjó mun draga úr flóðum tengdum vor­leys­ing­um. Á sama tíma fjölgar hellidembunum og flóðum af þeirra völd­um.

Veð­ur­fræð­ing­arnir vara við auk­inni flóða­hættu og meiri öfgum í veð­ur­fari. Bygg­ing­ar­sér­fræð­ingar vara hins vegar við lúm­sk­ari afleið­ingum vatns­veð­urs­ins, nefni­lega raka­skemmdum og myglu­sveppum í bygg­ing­um. Vot­ara veður og hærri hiti verður gullöld fyrir myglu og aðra skað­valda.

Vís­inda­menn í bygg­inga­deild norsku rann­sókn­ar­stofn­un­ar­innar SIN­TEF segja að þrátt fyrir að norskt veð­ur­far hafi lengi verið krefj­andi, þá sé samt eins og mörg norsk hús þoli ekki rign­ingu. Vís­inda­menn­irnir segj­ast sjá að sömu mis­tökin séu gerð aftur og aftur og oft af sama fólk­inu. Stærri fyr­ir­tæki og meiri ein­inga­bygg­ingar gera það að verkum að stað­bundin kunn­átta um veð­ur­far er ekki lengur nýtt við hús­bygg­ing­ar. Menn leita ódýrra lausna sem kemur niður á gæðum bygg­ing­ar­innar og veikir varn­irnar gegn veðri og vind­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None