Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn

Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.

Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Auglýsing

Claus Hjort Frederiksen, sem er 75 ára og lög­fræð­ingur að mennt, var fyrst kjör­inn á þing árið 2001. Hann hafði þá um ára­bil verið í for­ystu­sveit Ven­stre og meðal ann­ars verið rit­ari flokks­ins. Hann var ráð­herra atvinnu­mála frá 2001 til 2009 í stjórn And­ers Fogh Rasmus­sen en þegar Lars Løkke Rasmus­sen tók við emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra sett­ist Claus Hjort Frederik­sen í fjár­mála­ráðu­neytið og gegndi emb­ætti fjár­mála­ráð­herra til árs­ins 2011. Þegar Ven­stre komst aftur í stjórn árið 2015 tók Claus Hjort aftur við sem fjár­mála­ráð­herra. Ári síð­ar, eftir upp­stokkun í stjórn­inni varð Claus Hjort varn­ar­mála­ráð­herra og gegndi því emb­ætti fram að stjórn­ar­skiptum árið 2019. Hann var einn nán­asti sam­starfs­maður Lars Løkke Rasmus­sen og hefur verið lýst sem „þunga­vigt­ar­manni“ í Ven­stre flokkn­um. Claus Hjort hefur lýst yfir að yfir­stand­andi kjör­tíma­bil sem lýkur á næst ári sé hans síð­asta.

Grun­aður um land­ráð

1.jan­úar síð­ast­lið­inn var Claus Hjort Frederik­sen til­kynnt að hann væri grun­aður um land­ráð, nánar til­tekið brot á grein 109 í hegn­ing­ar­lög­un­um. Hann hafi opin­ber­lega greint frá upp­lýs­ingum sem telj­ist varða þjóðar­ör­yggi og slíkum upp­lýs­ingum sé algjör­lega óheim­ilt að greina frá. Ekki var greint frá hverjar þessar upp­lýs­ing­ar, sem flokk­ast undir rík­is­leynd­ar­mál, voru. Frétta­skýrendur töldu sig hins vegar vita að brotið fælist í því að Claus Hjort hefði í sjón­varps­við­tölum stað­fest, án þess þó að segja berum orð­um, að fréttir af hler­unum sem fjöl­miðlar hefðu greint frá, væru rétt­ar. Rétt er að geta þess að fréttir af þess­ari „hler­ana­sam­vinnu“ kom fyrst fram árið 2013 og svo aftur 2014 í gögnum sem upp­ljóstr­ar­inn Edward Snowden lak til fjöl­miðla.

Hler­ana­málið

24. ágúst í fyrra greindi danska útvarp­ið, DR, frá náinni sam­vinnu Leyni­þjón­ustu danska hers­ins, FE, og Þjóðar­ör­ygg­is­stofnun Banda­ríkj­anna (NSA). Þetta var ekki í fyrsta sinn sem greint var frá þess­ari sam­vinnu, en þennan dag, 24. ágúst, var birt skýrsla eft­ir­lits­nefndar sem skipuð hafði verið eftir að fréttir um nána sam­vinnu FE og NSA höfðu birst í dönskum fjöl­miðl­um. Í stuttu máli fólst sam­vinnan í því að FE hafði heim­ilað NSA aðgang að flutn­ings­línum tölvu­gagna í Dan­mörku. Sá aðgangur gerði NSA heim­ilt að fylgj­ast með sím­töl­um, sms skila­boðum og tölv­pósti. Með öðrum orð­um: öllum raf­rænum sam­skiptum dönsku þjóð­ar­inn­ar. Hler­an­irnar voru ekki ein­skorð­aðar við Dan­mörku, því NSA hafði líka hlerað stjórn­mála­menn í mörgum Evr­ópu­lönd­um. Fjöl­margar gagna­línur milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu, og sömu­leiðis milli margra landa í Evr­ópu, fara um Dan­mörku. Þetta var sem sé allt galopið fyrir NSA með leyfi Dana. Þótt FE hafi heim­ild til sam­vinnu við erlendar leyni­þjón­ustur náði þessi galopni aðgangur NSA langt út fyrir þau mörk.

Auglýsing

Við­töl í sjón­varpi

Í jan­úar á þessu ári, nokkrum dögum eftir að Claus Hjort Frederik­sen var til­kynnt að hann væri grun­aður um land­ráð kom hann fram í tveimur við­tals­þátt­um, hjá Danska sjón­varp­inu, DR og hjá sjón­varps­stöð­inni TV2. Þar greindi hann frá því að hann væri grun­aður um að hafa greint frá verst varð­veitta leynd­ar­máli síð­ari tíma, leynd­ar­máli sem allir Danir vissu um. Hann sagði að þetta væri póli­tískt mál, nú væri hann í stjórn­ar­and­stöðu og rík­is­stjórnin sæi þarna leið til að koma á sig höggi. Við­tölin vöktu mikla athygli og strax vökn­uðu spurn­ingar um hvort Claus Hjort hefði sagt of mik­ið. Dóms­mála­ráð­herr­ann Nick Hækk­erup (sem síðar sagði af sér þing­mennsku) sagði að það væri ákæru­valds­ins að ákveða hvort, og þá hvert, fram­haldið yrði. Ef nið­ur­staða ákæru­valds­ins yrði að rétt væri að ákæra Claus Hjort væri fram­haldið í höndum dóms­mála­ráð­herr­ans.

Í Danmörku er ekki hægt að ákæra þingmann nema meirhluti þingsins samþykki að svipta hann þinghelgi.

Mælt með ákæru

Fyrir rúmum tveim vik­um, 12. maí sl. til­kynnti dóms­mála­ráð­herr­ann Mattias Tes­faye að rík­is­lög­maður (rigsa­dvoka­ten) mælti með því að gefin yrði út ákæra á hendur Claus Hjort Frederik­sen. En þar er ljón í veg­in­um: Þing­menn og ráð­herrar njóta svo­nefndrar þing­helgi, sem þýðir að þá er ekki hægt að ákæra nema meiri­hluti þings­ins sam­þykki að svipta við­kom­andi þing­helg­inni. Dóms­mála­ráð­herra sagð­ist fylgja ráð­legg­ingum rík­is­lög­manns og lagði til að Claus Hjort yrði sviptur þing­helgi. Þing­menn vildu fá að vita allt um mála­vöxtu, hvað það væri sem til stæði að ákæra fyr­ir. Það vildi ráð­herr­ann ekki upp­lýsa, rök­studdi það með því að um væri að ræða atriði sem varði hags­muni rík­is­ins, rík­is­leynd­ar­mál. Margir þing­menn sögðu úti­lokað að sam­þykkja að svipta Claus Hjort þing­helgi án þess að vita mála­vöxtu. Eftir mikið japl jaml og fuður fengu for­menn þing­flokka að vita sak­ar­giftir en máttu ekki greina flokks­systk­inum sínum frá því um hvað málið sner­ist.

Ráð­herra bakkar

Þegar ráð­herra varð ljóst að ekki væri þing­meiri­hluti fyrir að svipta Claus Hjort þing­helgi til­kynnti hann að ekki yrðu greidd atkvæði um málið í þing­inu og mál­inu þar með lok­ið. Í bili að minnsta kosti. Lögum sam­kvæmt fellur þing­helgin niður þegar þing­maður hættir þing­mennsku og þá mætti ákæra við­kom­andi. Danskir stjórn­mála­skýrendur segja ólík­legt að slíkt ger­ist, sér­fræð­ingur dag­blaðs­ins Politi­ken sagð­ist telja að allir væru búnir að fá nóg af þessu máli.

Claus Hjort Frederik­sen sagði, eftir að ráð­herr­ann til­kynnti að ekki kæmi til atkvæða­greiðslu um þing­helg­ina, að til­finn­ingar sínar væru blendnar „ég hef ekki verið hreins­aður af þessum áburði þótt ég gleðj­ist jafn­framt yfir nið­ur­stöð­unn­i“.

Eft­ir­máli

Var rík­is­lög­maður að þókn­ast ráð­herr­an­um?

Það vakti athygli Þegar Claus hjort Frederiks­sen sagði, eins og nefnt var fyrr í þessum pist­li, að málið gegn sér væri póli­tískt. Í þessu sam­bandi var rifjað upp við­tal blaða­manns Politi­ken við Jan Reck­end­orff í ágúst 2018. Þar sagði hann að hann tæki vel eftir því sem sitj­andi rík­is­stjórn segir og það væri sitt verk að fram­kvæma það sem rík­is­stjórnin hefði ákveð­ið:

»hvis der er nogle politiske ønsker om noget bestemt, skal rigsa­dvoka­ten spille ind med juri­diske løsn­inger«.

Og han til­føjede blandt and­et, at han har en »meget stor lydhør­hed over for den sidd­ende reger­ing«, og at det er hans opgave at udføre det, som »reger­ingen har besluttet«.

Þessi ummæli vöktu mikla athygli og margir virtir lög­menn og sér­fræð­ingar lýstu undrun sinni á orðum Jan Reck­end­orff. Eva Smith, fyrr­ver­andi pró­fessor við Hafn­ar­há­skóla sagði í við­tali að rík­is­lög­maður ætti að fara að lögum en ekki eftir því hvað rík­is­stjórnin vildi. „Ég trúði varla mínum eigin augum þegar ég las þetta. Hélt hrein­lega að mér hefði mis­sýnst og skipti meira að segja um gler­augu áður en ég las þetta aft­ur. Það breytti engu, þetta stóð þarna, svart á hvít­u”.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar