„Hættulega“ vinsælt samfélagsmiðlatröll

danbilzerian.jpg
Auglýsing

Dan Bilz­er­ian er vin­sæll á sam­fé­lags­miðlum og hefur verið kall­aður kon­ungur Instagram vegna vin­sælda hans þar, en 5,8 millj­ónir manna eru fylgj­endur hans á miðl­in­um. Í Banda­ríkj­unum hefur farið fram mikil umræða að und­an­förnu um ímynd hans og vin­sæld­irn­ar, hvernig hann birt­ist millj­ónum manna um allan heim og hvort fram­ferði hans ýti undir hlut­gerv­ingu kvenna og bein­línis ofbeldi. Hann er sam­an­lagt með tæp­lega fjórtán millj­ónir manna í sam­fé­lags­miðla­neti sínu og því áhrifa­mik­ill, svo ekki sé meira sagt. Sér­stak­lega er það gjá­líf­is­lífstíll hans og staðalí­mynd­irnar sem hann gerir í því að ýta und­ir,  einkum með myndum af sér með skot­vopn, reiðu­fé, sport­bíla, snekkjur og konur í kringum sig.







This crew could bring down a con­vent



A photo posted by Dan Bilz­er­ian (@d­an­bilz­er­i­an) on

Auglýsing



 

Djúpar rann­sóknir ekki fyrir hendi



Sam­fé­lags­miðl­arnir eru til­tölu­lega nýtt fyr­ir­bæri, með kostum sínum og göll­u­m. Í reynd er lítið vitað um áhrif þeirra á hegðun fólks, skoð­ana­myndun og líf­sýn. Engar lang­tíma­rann­sóknir á félags­legum áhrifum sam­fé­lags­miðl­ana liggja fyr­ir, enda er það ógjörn­ingur í ljósi þess stutta tíma sem inn­reið þeirra hefur var­að. Aðeins er tæp­lega ára­tugur frá því sam­fé­lags­miðlar á borð við Face­book, Instagram og Twitter voru stofn­aðir sem fyr­ir­tæki (Face­book elst­ur, stofn­aður 2004), en vöxtur þeirra, útbreiðsla og áhrif hafa marg­fald­ast ár frá ári, einkum frá árinu 2008. Hlut­verk þeirra í lífi fólks er fyrir löngu orðið það vega­mikið að hefð­bundnir fjöl­miðlar eru hvergi nærri eins áhrifa­miklir, í það minnsta á þann mæli­kvarða að fólk eyðir mun meiri tíma í að nálg­ast upp­lýs­ingar í gegnum sam­fé­lags­miðla heldur en beint hjá hefð­bundnum fjöl­miðl­um. Þeir leggja til efni, sem sam­fé­lags­miðl­arnir grípa, en það er aðeins lít­ill hluti af öllu því sem berst milli fólks í gegnum sam­teng­ingu sam­fé­lags­miðl­anna. Í dag eru ríf­lega tveir millj­arðar ein­stak­linga skráðir sem not­endur á sam­fé­lags­miðlum heims­ins, þar af flestir á miðlum sem heyra undir Face­book. Um 1,3 millj­arða manna eru með Face­book aðgang, og þar af eru 864 millj­ónir manna með dag­lega ­notk­un. Á Instagram, sem Face­book á, eru not­end­urnir um 300 millj­ónir og flestir mun virk­ari en not­endur Face­book. Ótrú­legt er að hugsa til þess að þessi not­enda­upp­bygg­ing hafi átt sér stað á aðeins nokkrum árum en hún nær til 23 pró­senta  af íbúum jarð­ar, og hlut­fallið hækkar stöðugt.

Til­veru­grund­völlur Dan Bilz­er­ian



Það er í þessum veru­leika sem Dan Bilz­er­ian hefur orðið að áhrifa­valdi um allan heim, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Með grófri fram­setn­ingu á mynd­um, einkum af létt­klæddum eða nöktum kon­um, oft í sam­hengi við pen­inga­búnt og trylli­tæki ýmis kon­ar, fór hann að afla sér vin­sælda sem hafa breytt honum í tákn­mynd vel­gengni í hugum margra. Alls ekki allra þó, sem telja sig sjá í gegnum falska ver­öld þessa fyrr­ver­andi her­manns, og hafa fjöl­miðlar í Banda­ríkj­unum meðal ann­ars velt því upp, hvernig hann fari að þessu. Hvaðan koma pen­ing­arn­ir? Að þessu spurði Wall Street Journal, einn útbreidd­asti fjöl­mið­ill heims­ins, í ítar­legri umfjöllun um Bilz­er­ian í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Bilz­er­ian segir í sam­tali við Wall Street Journal að hann sé með fulla vasa fjár vegna pen­inga sem hann hafi unnið í póker, en er ekki til­bú­inn að tjá sig frekar um auð sinn. Eins og greint var frá í frétta­skýr­ingu um Bilz­er­ian á vef Kjarn­ans í gær hefur hann við­ur­kennt að hafa aðgang að sér­stökum sjóði (Tr­ust fund) sem faðir hans, Paul Bilz­er­ian, gaf hon­um. Sá hefur átt skraut­legan feril sem fjár­festir og er nú með banda­ríska fjár­málal­eft­ir­litið (SEC) á hæl­unum vegna vafa­samra aðferða við að ávaxta fjár­fest­ingar sínar og und­an­skot frá skatti. Það sem líka fylgdi sög­unni er að hann er tal­inn hafa skotið þessum fjár­munum undan kröfu­höfum sín­um. Ekki er vitað hversu miklir pen­ingar þetta eru, en miðað við lífstíl­inn hjá syni hans er ljóst að þetta gætu verið miklir fjár­mun­ir.







Packed for Art Basel, say what you will about my shitty clot­hes, my access­ories are fas­hiona­ble



Фото опубликовано Dan Bilz­er­ian (@d­an­bilz­er­i­an)





Fyrst ris og síðan fall?



Eftir ógn­ar­hraðan vöxt á sam­fé­lags­miðla neti sínu á þessu ári eru teikn á lofti um að hin umdeilda ímynd hans sé að falla og það með nokkrum hvelli. Nokkur atvik að und­an­förnu benda til þess að hann sé ekki með öllum mjalla, sé bein­línis hættu­legur umhverfi sínu og beiti konur mis­kunn­ar­lausu ofbeldi. Hann hefur verið kærður fyrir að sparka í haus­inn á fyr­ir­sæt­unni Vanessu Castano á næt­ur­klúbbi í Miami í síð­ustu viku, en dóms­nið­ur­staða liggur ekki fyrir enn. Þá var Bilz­er­ian hand­tek­inn á flug­vell­inum í Los Ang­eles í síð­ustu viku, grun­aður um að hafa brotið lögum um með­ferð vopna á opin­beru landi, þegar hann var að sprengja upp ýmsa hluti í Kali­fornínu. Óljóst er  hvort hann mun verða ákærður en yfir­gnæf­andi líkur eru á því, þar sem mynd­bönd sem hann tók upp sjálfur þykja sýna glögg­lega að hann hafi brotið gegn lög­um.

Ímynd­ar­stríð Bilz­er­ian gæti því allt eins tap­ast fyrir hann sjálfan á end­an­um, þó hann láti eins og hann lifi full­komnu lífi. Hvort hið áhrifa­mikla dag­skrár­vald sem sam­fé­lags­miðla­að­gangar hans hafa í lífi fólks verður til­efni til frek­ari umræðu um staðalí­myndir og hlut­gerv­ingu, þegar að fjöl­miðlun og sam­fé­lags­miðl­unum kem­ur, skal ósagt lát­ið. En margt bendir til þess að ekki sé van­þörf á að kafa dýpra ofan í þau mál, eins og hið opin­bera vafa­sama glaum­gosa­líf­erni Bilz­er­ian er til vitnis um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None