Harmleikurinn í Field‘s

Hátt á annað þúsund manns hafa leitað sérfræðiaðstoðar í kjölfar voðaverkanna í vöruhúsinu Field´s í Kaupmannahöfn 3. júlí. Margir spyrja sig hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir að sá grunaði gripi til örþrifaráða sem kostuðu þrjú mannslíf.

Fjölmennt var á minningarathöfn um fórnarlömb skotárásarinnar í síðustu viku.
Fjölmennt var á minningarathöfn um fórnarlömb skotárásarinnar í síðustu viku.
Auglýsing

Sunnu­dag­ur­inn 3. júlí 2022 líður Dönum lík­lega seint úr minni. Ekk­ert benti til að þessi sól­ar­dagur þar sem Danir á öllum aldri nutu veð­ur­blíð­unnar yrði öðru­vísi en margir aðrir góð­viðr­is­dag­ar. Eins og ævin­lega um helgar voru mörg þús­und manns í vöru­hús­inu Field´s á Ama­ger í Kaup­manna­höfn.

Field´s er eitt stærsta vöru­hús á Norð­ur­lönd­um, þar eru um það bil 140 versl­an­ir, 22 veit­inga- og kaffi­stað­ir, ball­ett­skóli, nudd­stof­ur, jóga­skóli, snyrti­stof­ur, apó­tek og fleira mætti telja. Field´s var opnað árið 2004 og fyr­ir­fram spáðu margir vöru­hús­inu ekki bjartri fram­tíð, ef svo mætti segja. Svart­sýn­is­spár rætt­ust ekki, og strax fyrstu vik­una komu um það bil 250 þús­und manns í Field´s.

Auglýsing

Á þeim 18 árum sem liðin eru frá opnun Field´s hefur ýmis­legt breyst, versl­anir hafa komið og far­ið. Í ágúst 2015 opn­aði Nor­disk Film kvik­mynda­hús í Fields, þar eru níu salir með sætum fyrir 1.400 manns. Í við­tali fyrir nokkrum árum var fram­kvæmda­stjóri Field´s spurður hver væri gald­ur­inn bak­við starf­sem­ina. Hann sagði að til að fólk vildi koma í vöru­hús eins og Field´s þyrfti fjöl­breytni. Nokkrar lyk­il­versl­anir væru nauð­syn og nefndi í því sam­bandi stór­versl­un­ina Bilka, Magasin, H&M, Zara og Elgig­an­t­en. Ætíð hefði verið lögð áhersla á að í Field´s væri fjöl­breytt úrval versl­ana, eitt­hvað fyrir alla, og það hefði að sínu mati tek­ist sagði fram­kvæmda­stjór­inn.

Klukkan 17.35 var hringt

Þótt veðrið væri gott þennan sunnu­dag hafði danska lög­reglan víða um land í nógu að snú­ast. Ekki síst varð­andi umferð­ina, þriðji áfangi hjól­reiða­keppn­innar Tour de France var far­inn þennan dag og sömu­leiðis voru margir, sem sótt höfðu Hró­arskeldu­há­tíð­ina, á heim­leið. Þetta var til við­bótar „hefð­bund­inni“ sunnu­dags­um­ferð, eins og varð­stjóri í dönsku lög­regl­unni komst að orði.

Lögreglumaður vaktar inngang í verslunarmiðstöðina Field's eftir að tilkynnt var um árásina. Mynd: EPA

Klukkan 17.35 barst lög­reglu til­kynn­ing um skot­hríð í Field´s. Þar gengi vopn­aður maður um og skyti á fólk. Lög­regla brást skjótt við og fjöl­mennt lið fór þegar á stað­inn. Þrettán mín­útum síðar hafði lög­reglan hand­tekið 22 ára karl­mann, sem sat á hækjum sér skammt frá Field´s og tal­aði í síma þegar lög­reglan kom að hon­um, með riffil sér við hlið. Mað­ur­inn situr nú í gæslu­varð­haldi, á lok­aðri rétt­ar­geð­deild.

Þrír lét­ust og tíu særðir

Ekki liggur ljóst fyr­ir, hve lengi mað­ur­inn var inni í Field´s. Hús­ið, sem er vel á annað hund­rað þús­und fer­metra á stærð, er á þremur hæð­um. Á efstu hæð eru veit­inga­stað­ir, á annarri hæð versl­anir og kvik­mynda­hús og á jarð­hæð­inni versl­an­ir. Á upp­tökum og sam­kvæmt fram­burði vitna fór mað­ur­inn nokkuð víða á tveim efstu hæð­un­um. Þegar hann fór úr hús­inu hafði hann orðið þremur að bana og sært tíu til við­bót­ar, þrjá þeirra alvar­lega. Nokkrir hlutu skrámur þegar þeir forð­uðu sér úr hús­inu. Lög­regla hóf strax rann­sókn á því sem gerð­ist og hefur þegar talað við fjölda fólks sem var í hús­inu. Sú vinna tekur langan tíma að sögn tals­manns lög­regl­unn­ar.

Athyglin bein­ist að geð­heil­brigð­is­þjón­ust­unni

Danska lög­reglan hefur verið spör á upp­lýs­ingar þótt ýmis­legt hafi komið fram. Á frétta­manna­fundi upp­lýsti tals­maður lög­regl­unnar að dönsku geð­heil­brigð­is­þjón­ust­unni hefði verið kunn­ugt um mann­inn sem nú er í haldi, en vildi ekki útskýra það nán­ar.

Danskir fjöl­miðlar greindu frá því að skömmu áður en mað­ur­inn lét til skarar skríða hafi hann sím­leiðis reynt að ná sam­bandi við neyð­ar­línu geð­heil­brigð­is­mála en þar hefði eng­inn svar­að. Þessar fréttir hafa vakið mikla athygli og beint sjónum að stöðu geð­heil­brigð­is­mála í Dan­mörku.

Hundruð manna tóku til fótanna og forðuðu sér undan skothríð mannsins í Field's. Mynd: EPA

Rétt með­ferð og við­brögð breyta miklu

Gitte Ahle, rétt­arsál­fræð­ingur og fyrr­ver­andi for­maður dönsku geð­hjálp­ar­sam­tak­anna, Dansk Psyki­atrisk Selskab, skipu­lagði árið 2019 rann­sókn á afbrotum geð­sjúkra. Árið 2016 frömdu geð­sjúkir ein­stak­lingar í Dan­mörku sam­tals 218 afbrot, þar af voru 13 mann­dráp eða til­raunir til mann­dráps. Nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar var að unnt hefði verið að koma í veg fyrir 11 til­vik af þessum 13 ef sá sem brotið framdi hefði fengið við­eig­andi hjálp. „Þetta eru slá­andi töl­ur,“ sagði Gitte Ahle.

Í við­tali við danska útvarp­ið, DR, sagð­ist Gitte Ahle telja að ástandið í dag væri óbreytt á þeim sex árum sem liðin eru frá rann­sókn­inni. „Umbætur ganga alltof hægt, það er ekki nóg að gera áætl­an­ir, þær hafa verið gerð­ar. En þær hafa ekki kom­ist í fram­kvæmd.“

Poul Videbech, pró­fessor í sál­fræði við Hafn­ar­há­skóla sagði í við­tali við danska útvarpið að geð­heil­brigð­is­þjón­ustan í Dan­mörku ætti í vök að verj­ast. Hann tók fram að hann væri ekki að vísa til þess sem gerð­ist í Field´s. „Við vitum að það eru alltof fá pláss á geð­hjúkr­un­ar­heim­ilum og alltof oft eru sjúk­lingar útskrif­aðir allt of fljótt, til að rýma fyrir öðr­um.“

Blómahaf á þeim stað þar sem fórnarlömb árásinnar týndu lífi. Mynd: EPA

Síma­þjón­ustan tak­mörkuð vegna fjár­skorts

Eins og nefnt var hér að framan hafa fjöl­miðlar greint frá því að mað­ur­inn sem lög­reglan hand­tók eftir ódæðin í Field´s hafi skömmu áður reynt að hringja í neyð­ar­línu geð­heil­brigð­is­mála en eng­inn hafi svarað í sím­ann. Fram hefur komið að vegna fjár­skorts geti síma­þjón­usta neyð­ar­lín­unnar ekki verið opin allan sól­ar­hring­inn og um helgar sé sömu­leiðis lok­að. Þetta hefur verið harð­lega gagn­rýnt.

Kosn­inga­lof­orð orðin tóm enn sem komið er

Úrbætur í geð­heil­brigð­is­málum var meðal kosn­inga­lof­orða jafn­að­ar­manna fyrir þing­kosn­ing­arnar árið 2019. Nú eru þrjú ár liðin af kjör­tíma­bil­inu en ekk­ert bólar á úrbót­un­um. Í jan­úar á þessu ári lagði Sund­heds­styrel­sen (hlið­stætt Land­lækn­is­emb­ætt­inu) fram áætlun um úrbætur og aðgerðir í geð­heil­brigð­is­málum en hún hefur ekki enn komið til kasta þings­ins. Þegar heil­brigð­is­ráð­herr­ann var spurður út í þetta á frétta­manna­fundi sagði hann að þetta væri á dag­skrá þings­ins í sept­em­ber.

Margir þing­menn hafa kraf­ist þess að málið verið tekið fyrir strax í næsta mán­uði þegar sum­ar­leyfi þing­manna lýk­ur. Ráð­herr­ann hefur lýst yfir að hann sé því sam­þykk­ur. Margir þing­menn hafa í við­tölum við fjöl­miðla sagt að brýnt sé að koma upp sól­ar­hrings síma­þjón­ustu sem þeir sem eigi við geð­rænan vanda að stríða geti haft sam­band við.

Auglýsing

Fram hefur komið að vel á annað þús­und manns hafa haft sam­band við neyð­ar­þjón­ustu Rauða kross­ins eftir skotárás­ina í Field´s. Svæð­is­ráð Kaup­manna­hafnar hefur haft tæp­lega 70 sér­fræð­inga til að svara í síma og veita aðstoð þeim sem á þurfa að halda eftir atburð­ina á sunnu­dag. Þeir hafa svarað um það bil eitt þús­und sím­tölum síðan á mánu­dags­morg­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokki