Hljótum að reyna að „vinna flauminn“ sem bráðnun jökla veldur

Forstjóri Landsvirkjunar segir að fyrirséð bráðnun jökla muni auka rennsli í ám á borð við Þjórsá og að „við hljótum að reyna að vinna hreina, græna orku úr þeim mikla flaumi“. Fyrirtækið hefur nú sótt um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar.

Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár yrði um 93 MW að afli.
Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár yrði um 93 MW að afli.
Auglýsing

Lands­virkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orku­stofnun um virkj­un­ar­leyfi vegna Hvamms­virkj­unar sem fyr­ir­huguð er í Þjórsá. Virkj­unin yrði átt­unda virkj­unin á vatna­sviði árinnar og þveráa henn­ar. Slíkt leyfi er for­senda þess að síðar verði hægt að óska eftir fram­kvæmda­leyfi til sveit­ar­fé­lag­anna Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps og Rangár­þings ytra. „Um­sókn um virkj­un­ar­leyfi er því ein varðan á þeirri leið að nýta betur – og enn og aftur – gríð­ar­mikla ork­una í fall­vötnum þessa gjöf­ula svæð­is,“ skrifar Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, í grein sem birt­ist á Vísi í morgun. Enn hafi hins vegar ekki verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær sótt verði um leyfi til að hefja fram­kvæmd­ir. „Þjórsá hefur gefið okkur orku sína allt frá því að Búr­fells­virkjun var reist þar fyrir hálfum sjötta ára­tug,“ rifjar Hörður upp.

„Fyr­ir­séð er, að bráðnun jökla eykur rennsli í ám eins og Þjórsá, sem þegar er næst vatns­mesta á lands­ins,“ skrifar Hörð­ur. „Við hljótum að reyna að vinna hreina, græna orku úr þeim mikla flaumi. Suð­ur­landið er sem fyrr vænsti kost­ur­inn til orku­vinnslu, enda er eft­ir­spurnin eftir orkunni mest á suð­vest­ur­hluta lands­ins og flutn­ings­kerfið til að koma orkunni á markað er þar tryggt og gott.“

Auglýsing

Virkj­anir Lands­virkj­unar í Þjórsá sem Hörður nefnir eru á hálend­inu eða í jaðri þess. Hvamms­virkjun yrði hins vegar reist í blóm­legri byggð og stæði um fimmtán kíló­metrum neðan Búr­fells­stöðv­ar.

Fram­kvæmda­svæðið myndi afmarkast af land­svæði norðan og vestan við Skarðs­fjall að far­vegi Þjórs­ár. Það yrði innan sveit­ar­fé­lag­anna Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps og Rangár­þings ytra en flest mann­virki eru stað­sett í því síð­ar­nefnda.

Tölvuteiknaðar myndir úr kynningarefni Landvirkjunar á hinni fyrirhuguðu Hvammsvirkjun í Þjórsá. Á efri myndinni er svæðið ósnortið en sú neðri á að sýna ásýnd landsins að framkvæmdum loknum.

Virkj­unin myndi nýta 32 metra fall Þjórsár ofan við bæinn Haga. Stífla yrði gerð í ánni um 400 metrum fyrir ofan hina frið­uðu og sér­stæðu Viðey og ofan hennar yrði til fjög­urra fer­kíló­metra inn­takslón. Upp­sett afl yrði 93 MW.

Athug­anir á hag­kvæmni virkj­ana í neð­an­verðri Þjórsá hófust árið 1999. Ýmist tvær eða þrjár virkj­anir voru þá nefnd­ar; Núps­virkjun og Urriða­foss­virkjun eða Hvamms-, Holta- og Urriða­foss­virkj­un. Árið 2003 kom út skýrsla um mat á umhverf­is­á­hrifum allra þess­ara kosta. Metin voru áhrif virkj­unar við Núp í einu skrefi (Núps­virkj­un) og í tveimur skrefum (Holta- og Hvamms­virkj­un).

Hug­myndir á ís um hríð

Mikil and­staða var við þessi áform og að auki breytt­ust ýmsar for­sendur í þjóð­fé­lag­inu sem urðu til þess að Lands­virkjun setti þau á ís. Nokkru síðar hófst vinna við áætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða, svo­nefnda ramma­á­ætl­un, þar sem virkj­ana­kostir voru flokk­aðir í orku­nýt­ing­ar-, bið- og vernd­ar­flokk. Árið 2013 var tekin ákvörðun á Alþingi um að Hvamms-, Holta- og Urriða­foss­virkjun færu í bið­flokk, m.a. vegna óvissu um áhrif á lax­fiska í Þjórsá.

En tveimur árum síð­ar, í byrjun sum­ars 2015, sam­þykkti Alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að færa Hvamms­virkjun eina og sér í orku­nýt­ing­ar­flokk. Og í nýj­ustu til­lög­unni, sem orðin er tæp­lega fimm ára, er lagt til að hinar tvær virkj­ana­hug­mynd­irn­ar, Holta- og Urriða­foss­virkj­un, verði einnig færðar úr bið­flokki í orku­nýt­ing­ar­flokk. Sú til­laga, sem fyrst var lögð fram á Alþingi haustið 2016, bíður enn afgreiðslu Alþing­is.

Auglýsing

Þar með yrðu allar virkj­an­irn­ar, sem svo umdeildar voru í upp­hafi ald­ar­inn­ar, aftur komnar á dag­skrá. Sam­an­lagt afl þeirra yrði um 290 MW en til sam­an­burðar er Búr­fells­stöð 270 MW.

Skipu­lags­stofnun komst að því í úrskurði sínum árið 2015 að end­ur­skoða skyldi umhverf­is­á­hrif Hvamms­virkj­unar að hluta en mats­skýrsla Lands­virkj­unar vegna áfor­manna var þá orðin meira en ára­tugar göm­ul.

Álit hennar á þeirri end­ur­skoð­un, sem sneri ein­göngu að áhrifum á lands­lag, ásýnd lands, ferða­þjón­ustu og úti­vist, lá fyrir árið 2018 og í því kom fram að fram­kvæmda­þættir virkj­un­ar­inn­ar, sem saman stæðu af stíflu, stöðv­ar­húsi, varn­ar­görð­um, veg­um, efn­is­töku, lóni í far­vegi Þjórsár og fleiru, myndu einir sér og til sam­ans verða „mjög umfangs­miklir og ljóst að ásýnd og yfir­bragð á stóru svæði kæmi til með að taka miklum breyt­ingum með til­komu virkj­un­ar­inn­ar“. Áhrifa­svæði fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda ein­kenn­ist af land­bún­aði „og að mestu ósnort­inni nátt­úru og virkj­unin er fyr­ir­huguð í mik­illi nálægð við byggð á svæð­i“. Taldi stofn­unin að áhrif Hvamms­virkj­unar á lands­lag yrðu veru­lega nei­kvæð og að mjög margir yrðu fyrir „nei­kvæðum áhrifum vegna ásýnd­ar- og yfir­bragðs­breyt­inga“. Þá taldi stofn­unin enn­fremur að virkj­un­ar­fram­kvæmd­irnar væru lík­legar til að hafa tals­verð nei­kvæð áhrif á úti­vist og ferða­þjón­ustu.

Virkj­ana­þrennan

Íbúar við Þjórsá hafa í gegnum árin lýst yfir áhyggjum sínum vegna áfor­manna enda yrði virkj­unin í tún­fæti bæja. Þá myndi hún kaf­færa flúðum og niður árinn­ar, sem fólk á svæð­inu hefur alist upp við, þagna.

Hörður sagði í við­tali við mbl.is haustið 2017 að Hvamms­virkjun væri algjör­lega óháð hinum tveimur virkj­ana­hug­mynd­un­um. Yrði hún að veru­leika þýddi það ekki að Holta- og Urriða­foss­virkjun myndu fylgja sjálf­krafa í kjöl­far­ið. „Hver þess­ara þriggja virkj­ana einar og sér eru arð­bærir kost­ir, Urriða­foss hvað arð­bærast­ur,“ sagði Hörð­ur. „En sú virkjun yrði alltaf síðust, m.a. vegna umhverf­is­á­hrifa. En það er ekki þannig að Hvamms­virkjun myndi á ein­hvern hátt kalla á að ráð­ist yrði í hinar tvær.“

Lands­virkjun er með að minnsta kosti sextán virkj­ana­kosti til skoð­un­ar, ýmist stækk­anir á eldri virkj­unum eða nýj­ar. Í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar eru átta hug­myndir Lands­virkj­unar í nýt­ing­ar­flokki og fimm í bið­flokki. Að auki áformar fyr­ir­tækið stækkun þriggja virkj­ana á hálend­inu; Hraun­eyja­foss­stöð, Vatns­fells­stöð og Sig­öldu­stöð. Með því að bæta við einni vél í þeim öllum yrði afl þeirra sam­an­lagt aukið um 210 MW án þess að til stækk­unar lóna, breyt­inga á stíflum og leng­ingu aðrennsl­is- og frá­rennsl­is­skurða þyrfti að koma.

Í til­lögu­drögum verk­efn­is­stjórnar fjórða áfanga ramma­á­ætl­un­ar, sem birt voru í vor, eru allar stækk­an­irnar flokk­aðar í orku­nýt­ing­ar­flokk.

Fjölga þarf körf­unum

Í grein sinni á Vísi fjallar Hörður einnig um vind­orku og segir nýt­ingu hennar mik­il­væga til að hafa ekki „öll egg í sömu körfu. Ef við værum byrjuð að fanga vind­inn til orku­vinnslu í umtals­verðu magni myndi hann skjóta styrkri stoð undir afhend­ingar­ör­yggi raf­orku. Vind­ur­inn spyr ekk­ert um hita­stig á fjöllum og rennsli í ám. Við getum gengið að honum nokkuð vísum stóran hluta árs­ins, mörgum vissu­lega til mæðu en grænni orku­vinnslu til fram­drátt­ar“.

Áætl­anir Lands­virkj­unar um vind­orku­verið Búr­fellslund á Þjórs­ár­svæð­inu, innan sveit­ar­fé­lags­ins Rangár­þings ytra, eru að sögn Harðar til­bún­ar. Til að koma til móts við athuga­semdir og ábend­ingar við Búr­fellslund sem komu fram í umhverf­is­mati og 3. áfanga ramma­á­ætl­unar end­ur­hann­aði Lands­virkjun hið áform­aða vind­orku­ver, stærð þess og stað­setn­ingu. Upp­sett afl þess, er nú áætlað 120 MW og vind­myll­urnar um 30 í stað allt að 80.

Sýnileiki hins áformaða Búrfellslundar. Myndin er úr skýrslu verkefnisstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar.

Sá virkj­un­ar­kostur var einn þeirra sem verk­efn­is­stjórn 4. áfanga ramma­á­ætl­unar fjall­aði um og setti í bið­flokk í til­lögu­drögum sínum í vor. Rökin eru helst þau að virkj­unin myndi hafa mikil áhrif á mörg ferða­svæði. Í umfjöllun fag­hóps sem hafði það hlut­verk að meta áhrif virkj­ana­kosta á ferða­mennsku og úti­vist kemur fram að Búr­fellslundur yrði á ferða­svæð­unum Þjórs­ár­dal og Þór­is­vatni en um það liggi ferða­leiðir inn á tvö mik­il­væg hálend­is­svæði, þ.e. Fjalla­bak og Sprengisands­leið. „Áhrifa­svæði Búr­fellslundar teygir sig því austur að Skaftá með þeim vin­sælu ferða­leiðum sem liggja um svæðið en einnig norður Sprengisand þar sem ferða­menn á leið um hann kæmu til með að sjá vind­myll­urnar í upp­hafi eða enda ferð­ar.“ Fag­hóp­ur­inn sagði að þótt vind­orku­verið yrði vissu­lega á svæði sem nú þegar er mikið nýtt til orku­fram­leiðslu séu slíkar virkj­anir „óum­flýj­an­lega áber­andi í lands­lag­inu“ og vind­myll­urnar myndu sjást langt að. Því megi ætla að vind­orku­ver „af þeirri stærð­argráðu sem hér um ræðir hafi mun meiri áhrif á ásýnd svæð­is­ins en núver­andi mann­virki og geri umhverfið enn minna nátt­úru­legt í hugum ferða­manna en það er nú“.

Þar með dragi enn frekar úr nátt­úru­upp­lifun ferða­mann­anna og upp­lifun þeirra á lands­lag­inu og svæð­inu í heild verður síðri.

Ekki í far­leið fugla

Í grein Harðar á Vísi í morgun kemur fram að ítar­legar rann­sóknir hafi verið gerðar á hinu fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæði Búr­fellslundar árum sam­an. „Við vitum til dæm­is, að vind­myllur í Búr­fellslundi myndu ekki standa í far­leið fugla og við vitum að ef þær væru fjar­lægðar síðar væru lítil ef nokkur ummerki um að þarna hefði nokkurn tím­ann staðið afl­stöð. Því miður verður hins vegar enn bið á að við getum nýtt vind­inn, þar sem lög­gjaf­ar­valdið hefur ekki náð að koma þeim málum í við­un­andi far­veg.“

Sumir íbúar við Þjórsá sem og sam­tök á borð við Land­vernd sem gagn­rýnt hafa hug­myndir um frek­ari upp­bygg­ingu nýrra virkj­ana á Þjórs­ár­svæð­inu, hafa m.a. lagt áherslu á að ekki verði farið í slíkar fram­kvæmdir nema að brýn þörf sé á, að orkan verði ekki notuð til stór­iðju, líkt og um 80 pró­sent allrar orku sem fram­leidd er í land­inu nú þeg­ar, heldur til upp­bygg­ingar í nær­sveitum virkj­an­anna.

Nauð­syn­leg orku­skipti

Hörður skrifar í grein sinni að fáar þjóðir séu jafn vel í stakk búnar til að „takast á við nauð­syn­leg orku­skipti“ og Íslend­ing­ar. „Við getum tekið risa­skref í lofts­lags­málum með því að knýja allan bíla­flota okkar með grænu raf­magni og við munum áreið­an­lega knýja öll stærri far­ar­tæki, flutn­inga­bíla og flug­vél­ar, með raf­elds­neyti innan nokk­urra ára.“

Einnig skrifar hann að ekki eigi að taka ákvarð­anir um orku­vinnslu nema að mjög vel rann­sök­uðu máli en „um leið verðum við að horfast í augu við að aukn­ing í vinnslu grænu raf­orkunnar okkar er nauð­syn­leg til þess að ná þeim árangri sem við höfum skuld­bundið okkur til þess að ná í loft­lags­málum og á sama tíma yrðu til áhuga­verð, vel launuð störf og aukin efna­hags­leg hag­sæld. Vinnum græna orku, fyrir fram­tíð­ina“.

Umdeilt er hins vegar hvort virkja þurfi sér­stak­lega til orku­skipt­anna, að minnsta kosti í bráð. Þannig hefur Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veit­unn­ar, sagt að ekki þurfi að virkja næstu tíu árin til að raf­væða sam­göng­ur. Orku­veitan spái því að raf­bílar verði orðnir 100 þús­und árið 2030. Bjarni sagði í haust að um 7,5-8 pró­sent af öllu raf­magni sem hægt væri að vinna árlega í land­inu væri óselt. Það myndi duga til að knýja allan einka­bíla­flota lands­ins og vel það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar