Holræsi sem rúmar syndaflóð

Herdís Sigurgrímsdóttir
Climate-Change-3.jpg
Auglýsing

Gróð­ur­húsa­loft­teg­und­irnar eru að búa til nýtt veð­ur­far. Ekki bara hærri með­al­hita heldur meiri öfgar yfir höf­uð. Vatns­veður verða tíð­ari og sjáv­ar­mál hækk­ar. Samt sem áður byggja menn borgir, vegi og hús sem ekki munu þola vatns­veðr­ið. „Við ráðum ekki einu sinni við veðrið í dag, hvernig ætlum við þá að ráða við veður fram­tíð­ar­innar?” spyr Anita Verpe Dyrrdal, vís­inda­maður við Norsku veð­ur­stof­una í pistli á NRK.

Engin und­an­komu­leið fyrir vatnið

Gleymið synda­flóð­inu; núna eru allir að tala um skyndi­flóð, eða flash floods á ensku. Margir tala líka um borg­ar­flóð, sem er sér­tækt vanda­mál í borgum heims­ins. Hellidemburnar fara vax­andi og á sama tíma er mann­fólkið búið að mal­bika svo mikið að vatnið kemst ekki niður í jörð­ina. Farðu hér­n’oní, segjum við við vatn­ið, og bendum á hol­ræs­ið. Gleymdu því, svarar vatn­ið. Og flæðir oní kjall­ara í stað­inn.

Auglýsing


Auð­vitað munu verða flóð í sveitum líka, en þar getur nátt­úran ráðið við að taka á móti ríf­lega með­al­flæði. Í borg­unum er búið að byggja yfir árfar­vegi og læki og hol­ræsa­kerfið er hannað til að taka á móti ákveðnu magni af vatni. Ef það kemur meira en svo, þá eru afleið­ing­arnar skemmdir á innviðum og eigna­tjón almenn­ings og yfir í frétta­myndir af lög­reglu á gúmmí­bát að bjarga fólki af bíl­þök­um.

Svamp­borgir nýta regn­vatnið

Út um allan heim er verið að reyna að snúa vörn í sókn, auka getu borg­anna til að taka á móti miklu vatni á stuttum tíma og jafn­vel ná að nýta regn­vatn til góðs. Í Osló og fleiri stór­borgum hafa árfar­vegir verið opn­aðir á ný og hann­aðir til að geta tekið á móti og hamið vatns­flaum. Opin rás rúmar meira vatn en lokað rör.

Þetta er sér­lega vel heppnað í Bjerkeda­len garð­inum í Aust­ur-Os­ló, þar sem lands­lags­arki­tektar hafa búið til flottan almenn­ings­garð í kringum nýopn­aðan far­veg Hovin­bekk­en, með bað­strönd­um, leik­svæðum og hjóla­stíg­um. Á fimmtu­dag­inn var hlaut verk­efnið arki­tekta­verð­laun Osló­ar­borgar árið 2015.

Breska blaðið Guar­dian fjall­aði nýlega um svamp­borgir, nýja hugsun í borg­ar­skipu­lagi sem Kín­verjar hafa verið sér­stak­lega áhuga­samir um. Í Kína hafa byggst upp margar stórar borgir á skömmum tíma, án neins þaul­hugs­aðs skipu­lags. Inn­við­irnir ráða ekki við regn­vatnið og á sama tíma skortir neyslu­vatn. 16 kín­verskar borgir hafa fengið fjár­styrk til að þróa og prófa leiðir til að safna regn­vatni í síun­ar­tjarnir og skurði og nota sér­stakt lekt mal­bik til að hleypa vatn­inu niður í jörð­ina. Lang­tíma­mark­miðið er að geta nýtt 60% af regn­vatn­inu sem fellur innan borg­ar­markanna. Á vef Guar­dian var teng­ill á þetta mynd­skeið frá breskum mal­biks­fram­leið­anda sem sýnir steypu­bíl hella 4000 lítrum af vatni á bíla­stæði með slíku mal­biki og það lekur beint í gegn.



Lang­tíma­fjár­fest­ingar

Til að regn­vatn geti nýst sem drykkj­ar­vatn þarf að hreinsa það, en einnig væri hægt að nýta það í kló­sett­lagnir eða annað “grátt vatn” sem ekki þarf að vera jafn­hreint. Fá svæði eða bygg­ingar eru hins vegar með lagna­kerfi sem gerir ráð fyrir slíkri aðgrein­ingu.

Í Los Ang­eles er verið að gera til­raunir með að dæla vatni aftur niður í berggrunn­inn til að fylla á grunn­vatnið á svæð­inu. Þannig má hugsa sér að maður fylli á vatns­tank­inn til að spara til mögru, eða þurru áranna.

Þetta kostar auð­vitað sitt og það er langt í land. En ein­hvers staðar verður að byrja. Þetta er lang­tíma­fjár­fest­ing, sem getur skilað sér í sparn­aði. Það kostar líka sitt að bæta og stækka hol­ræsa­kerf­ið. Í Nor­egi er áætlað að ef vel ætti að vera þyrfti að nota sem nemur heilum fjár­lögum, þ.e. öllum útgjöldum norska rík­is­ins í heilt ár, til að upp­færa hol­ræsa- og gatna­kerfi í norsku þétt­býli til að ná ásætt­an­legu ástandi fyrir 2030. Á sama tíma hafa norsk trygg­inga­fé­lög verið að borga 10-40 millj­arða íslenskra króna á ári í bætur fyrir skaða af völdum óveð­urs á und­an­förnum árum.

Blómin á þak­inu

Torf­þök eru í tísku í stór­borgum heims­ins. Sífellt fleiri háhýsi í London, New York og víðar eru komin með græn þök, ýmist með nytja­plöntum eða skrúð­görð­um. Gróð­ur­inn nýtir nokkuð af vatn­inu sem til fellur og gróð­ur­moldin getur þar að auki auð­veldað vatns­söfnun og –stjórnun á þak­inu, þannig að minna rennur um þak­renn­urnar og niður á göt­urn­ar.

Búgarð­ur­inn Brook­lyn Grange fram­leiðir yfir 25 tonn af líf­rænt rækt­uðu græn­meti á háhýsum í hjarta New York borg­ar. Þar eru meira að segja býflugnabú og hun­angs­fram­leiðsla í háloft­un­um.

Gróð­ur­inn er kær­komin vin fyrir íbúa eða starfs­fólk í hús­un­um. Plönt­urnar virka þar að auki sem sól­hlíf, lækka hita­stigið í hús­inu og þá þarf minni loft­kæl­ingu á heit­ustu dög­un­um. Líkt og aðrar fyr­ir­byggj­andi inn­viða­fjár­fest­ingar af þessu tagi, þá verður að hugsa dæmið til langs tíma.

Norsk hús þola ekki rign­ingu

Norskir vís­inda­menn spá því að úrkoma muni aukast um 18% að með­al­tali í land­inu á þess­ari öld og flóða­hætta magn­ast enn meira en það á vissum stöð­um. Þetta er sam­kvæmt hóf­samasta mati og ein­skorð­ast ekki við Nor­eg, heldur verður vanda­mál mjög víða. Eftir því sem hlýnar og minna fellur af snjó mun draga úr flóðum tengdum vor­leys­ing­um. Á sama tíma fjölgar hellidembunum og flóðum af þeirra völd­um.

Veð­ur­fræð­ing­arnir vara við auk­inni flóða­hættu og meiri öfgum í veð­ur­fari. Bygg­ing­ar­sér­fræð­ingar vara hins vegar við lúm­sk­ari afleið­ingum vatns­veð­urs­ins, nefni­lega raka­skemmdum og myglu­sveppum í bygg­ing­um. Vot­ara veður og hærri hiti verður gullöld fyrir myglu og aðra skað­valda.

Vís­inda­menn í bygg­inga­deild norsku rann­sókn­ar­stofn­un­ar­innar SIN­TEF segja að þrátt fyrir að norskt veð­ur­far hafi lengi verið krefj­andi, þá sé samt eins og mörg norsk hús þoli ekki rign­ingu. Vís­inda­menn­irnir segj­ast sjá að sömu mis­tökin séu gerð aftur og aftur og oft af sama fólk­inu. Stærri fyr­ir­tæki og meiri ein­inga­bygg­ingar gera það að verkum að stað­bundin kunn­átta um veð­ur­far er ekki lengur nýtt við hús­bygg­ing­ar. Menn leita ódýrra lausna sem kemur niður á gæðum bygg­ing­ar­innar og veikir varn­irnar gegn veðri og vind­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None