Mynd: Samsett formannsslagur samfylkingar
Mynd: Samsett

Hvað ætlar Samfylkingin að verða þegar hún er orðin stór?

Nýr formaður mun taka við Samfylkingunni í haust. Langlíklegast er að sá verði Kristrún Frostadóttir, ákveði hún að bjóða sig fram. Dagur B. Eggertsson virðist ekki sýna formennskunni neinn áhuga og aðrir frambjóðendur eru ekki á fleti. Samfylkingin þarf þó að gera meira en að skipta um fólk í brúnni. Hún þarf að finna kjarnann í jafnaðarmennsku sinni að ný og svara heiðarlega hvað veldur því að flokkurinn nær ekki til fleiri kjósenda.

Það kom fáum á óvart þegar Logi Ein­ars­son til­kynnti að hann ætl­aði að stíga til hliðar sem for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar á kom­andi lands­fundi flokks­ins, sem fram fer í októ­ber. Það hafði verið á margra vit­orði að hann hafi ætlað að hætta strax eftir síð­ustu þing­kosn­ing­ar, þegar flokkur hans fékk 9,9 pró­sent atkvæða og tap­aði fylgi milli kosn­inga, en hafi verið tal­inn af því. Var beð­inn um að bíða aðeins.

Ástæðan var sú að lyk­il­fólk sá sem var að hraðsoðin breyt­ing í for­yst­unni vegna lélegs árang­urs í kosn­ingum væri ekki það sem til þyrfti. Vand­inn væri ekki bara nafnið fyrir framan for­manns­tit­ill­inn. Hann væri djúp­stæð­ar­i. 

Sam­fylk­ingin er jafn­að­ar­manna­flokk­ur. Á hinum Norð­ur­lönd­unum hafa slíkir flokk­ar, sem starfa eftir rót­gró­inni kjarna­stefnu sós­í­alde­mókrata um blandað hag­kerfi með áherslu á sterk vel­ferð­ar­kerfi, verið í lyk­il­hlut­verki við mótum sam­fé­laga ára­tugum sam­an. Hér­lendis hefur Sam­fylk­ingin náð að sitja í rík­is­stjórn í tæp sex ár sam­tals í 23 ára sögu sinni og hefur fengið undir tíu pró­sent atkvæða í tveimur af þremur síð­ustu þing­kosn­ing­um. 

Af hverju vilja svona fáir kjósa jafn­að­ar­manna­flokk­inn, og það sem meira er, af hverju er fullt af venju­legu fólki, sem ætti að hafa hag af stjórn­málum jafn­að­ar­manna­stefn­unn­ar, bein­línis illa við flokk­inn?

Stærri nafla­skoðun þurfti að eiga sér stað. 

Á flokks­stjórn­ar­fundi sem fór fram í mars flutti Logi ræðu þar sem hann gerði upp von­brigðin í síð­ustu kosn­ingum og sagði: „Ef við horfum gagn­rýnum augum inn á við er vafa­­­laust hægt að leita skýr­inga víða; aðferðir við val á lista, mótun skila­­­boða, sam­­­skipta­hátt­um, mannauð og for­ystu flokks­ins. Og þar ber ég að sjálf­­­sögðu ábyrgð.“ 

Á lands­fundi í októ­ber 2022 yrðu teknar „stórar ákvarð­­­anir um fram­­­tíð flokks­ins.“ Þær stóru ákvarð­anir snúa ann­ars vegar að per­sónum og leik­endum og hins vegar að mál­efna­á­hersl­um.

Kristrún aug­ljósi kost­ur­inn

Byrjum á per­són­um. Logi stað­festi loks það sem blasað hafði við í við­tali við Frétta­blaðið 18. júní síð­ast­lið­inn. „Ég er að hætta sem for­­maður af því að ég er sann­­færður um að aðrir geti gert betur en ég.“

Þetta er óvenju­lega heið­ar­legt upp­gjör for­manns við stöðu eigin flokks. For­manns sem varð óvart for­maður án þess að vera kjör­inn slíkur eftir afhroð í kosn­ing­unum 2016 og hefur verið for­maður í næstum sex ár. For­manns sem hefur setið lengur en nokkur annar frá því að Sam­fylk­ingin varð til.

Það lá fyrir áður en Logi til­kynnti form­lega um ákvörðun sína að það koma ein­ungis tveir ein­stak­lingar til greina sem næsti for­mað­ur. 

Annar þeirra, Kristrún Frosta­dótt­ir, hefur þegar til­kynnt að hún sé að íhuga for­manns­fram­boð og að hún muni til­kynna um ákvörðun sína eftir versl­un­ar­manna­helgi. Sumt lyk­il­fólk innan flokks­ins telur hana þegar vera búna að gera upp hug sinn og að hún fari fram, en annað segir að hún geri það ekki nema að hún viti að hún finni mjög breiðan stuðn­ing við þær mál­efna­á­herslur sem hún hef­ur. Sam­töl við fólk innan Sam­fylk­ing­ar­innar og viðar um það standa nú yfir, og munu gera fram yfir kom­andi mán­aða­mót. 

Raunar var byrjað að tala Kristrúnu upp sem næsta for­mann Sam­fylk­ing­ar­innar nán­ast sam­stundis og hún gekk í flokk­inn til að bjóða fram fyrir hann í Reykja­vík í aðdrag­anda kosn­ing­anna í fyrra. Meðal ann­ars vegna þessa þrýst­ings fór Kristrún ein í hring­ferð um landið fyrr á þessu ári og hélt opna fundi með fólki í þeirra heima­byggð, á sama tíma og aðrir þing­menn nýttu kjör­dæma­daga til að ferð­ast saman um landið til að hitta kjós­end­ur. 

Hún vildi kanna hvort fólk, venju­legt fólk, tengdi raun­veru­lega við hana. Og hún við það. 

Ungt fólk getur náð árangri sem for­menn

Kristrún er ein­ungis 34 ára gömul með unga fjöl­skyldu. Hún kemur úr fjár­mála­geir­an­um, ekki ung­liða­hreyf­ingum stjórn­mál­anna, og það er stór ákvörðun fyrir hana að ákveða að sækj­ast eftir for­mennsku. Hún hefur kallað þing­störf sín, og þátt­töku í stjórn­mál­um, sam­fé­lags­þjón­ustu og fátt bendir til þess að hún hafi gengið með for­manns­drauma í mag­anum frá unga aldri. Sú staða sem er að teikn­ast upp, þar sem Kristrún er aug­ljós­asti kost­ur­inn í for­manns­stól­inn, er eitt­hvað sem ein­fald­lega gerð­ist vegna þess hvernig fólk brást við henni þegar hún steig inn á stjórn­mála­svið­ið.

Verði Kristrún næsti for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar verður hún lang yngst til að gegna því emb­ætti. Það met átti Árni Páll Árna­son áður, en hann var 46 ára við emb­ætt­is­töku (Mar­grét Frí­manns­dótt­ir, sem var tals­maður flokks­ins í árdaga hans var reyndar yngri, 44 ára).

Árni Páll Árnason varð yngsti eiginlegi formaður Samfylkingarinnar fram til þessa á umrótstímum í sögu flokksins.
Mynd: Kjarninn

Það eru þó ekki mörg ár síðan að for­maður var kjör­inn í rót­grónum íslenskum stjórn­mála­flokki sem vant­aði nokkra mán­uði uppi í að vera 34 ára. Þar var um að ræða Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, sem tók við for­mennsku í Fram­sókn­ar­flokknum í jan­úar 2009 skömmu eftir að hafa gengið í flokk­inn. Fjórum árum síðar fékk sá flokkur sína bestu kosn­inga frá árinu 1979, þegar 24,4 pró­sent kjós­enda kusu hann. 

Ef horft er til nágranna­landa okkar má svo benda á að Sanna Marin tók við sem for­sæt­is­ráð­herra Finn­lands 34 ára gömul árið 2019 og var ári síðar kjörin for­maður sós­í­alde­mókrata þar í landi.

Dagur ólík­legur

Hinn aug­ljósi kost­ur­inn í for­manns­stól­inn er Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík. Lengi hefur verið legið í Degi að stíga inn í lands­málin og árum saman þá hefur for­manns­stól­inn í raun staðið honum til boða, ef hann vildi hann. Síð­ast í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2021. Hingað til hefur hann hafnað þeim val­kost­i. ­Kost­irnir við Dag eru þeir að hann hefur ítrekað leitt flokk­inn í Reykja­vík til valda, og fengið mun meira fylgi en hann fær að jafn­aði í þing­kosn­ing­um. Hann vinn­ur, á meðan að Sam­fylk­ingin heilt yfir tap­ar.

Nýr meirihluti var myndaður í Reykjavík eftir síðustu kosningar. Samfylkingin er stærsti flokkurinn í þeim meirihluta. Dagur þurfti samt sem áður að gefa eftir borgarstjóraembættið á síðari hluta kjörtímabilsins til Einars Þorsteinssonar.
Mynd: Bára Huld Beck

Dagur hefur enn ekk­ert gefið út um hvort hann ætli að láta slag standa í haust, hvorki innan flokks né opin­ber­lega. Hann mynd­aði nýverið nýjan meiri­hluta í Reykja­vík og mun sitja áfram sem borg­ar­stjóri út næsta ár. 

Eins og staðan er nú er ekki búist við því að Dagur sæk­ist eftir for­mennsku. Flestir við­mæl­endur Kjarn­ans innan Sam­fylk­ing­ar­innar eru að minnsta kosti á þeirri skoð­un. Hann og Kristrún ná vel saman og nær úti­lokað er að þau muni keppa við hvort annað um for­mennsk­una. Draumur ein­hverra jafn­að­ar­manna um að þau myndi sam­eig­in­legt for­ystuteymi virð­ist byggður á sand­i. 

Fyrir liggur að vilji er til þess í ýmsum kreðsum innan flokks­ins að glæný for­ysta taki við í haust. Að flokk­ur­inn fái nýja ásýnd og að sagt verði skilið við gamla flokka­drætti klíkna innan Sam­fylk­ing­ar­innar sem beri umtals­verða ábyrgð á stöðu flokks­ins eins og hún er.

Heiða Björg Hilm­ars­dóttir borg­ar­full­trúi hefur hins vegar gefið það út að hún hafi ekki tekið aðra ákvörðun en að vera áfram í for­ystu flokks­ins. 

Eng­inn aug­ljós áskor­andi hefur stigið fram til að skora hana á hólm.

Hvað ætlar Sam­fylk­ingin að verða?

Sam­fylk­ingin hefur ekki setið í rík­is­stjórn síðan 2013. Á áður­nefndum flokks­stjórn­ar­fundi fyrr á þessu ári reyndi Logi Ein­ars­son að greina ástæður þess að Sam­fylk­ing­unni gengi ekki betur en raun ber vitni. Ástæður þess að jafn­að­ar­menn leiða rík­is­stjórn á öllum Norð­ur­lönd­unum nema einu, Ísland­i. 

Stutta skýr­ing Loga var að flokk­ur­inn hefði þrengt skírskotun sína of mik­ið. Hlustað of mikið á berg­máls­hella sam­fé­lags­miðla í stað þess að reyna að sam­eina kjós­endur um breiðar lín­ur, og umbera að það þurfi ekki allir að vera sam­mála um allt. „Við ættum ef til vill að fara sjaldnar inn á Face­Book, Twitt­er, Tik Tok og hvað þetta nú allt heitir – þar hittum við fyrst og fremst fyrir við­horf sem okkur þykja þægi­leg og speglum okkur í fólki sem er sam­mála okk­ur. Fáum ein­fald­lega skakka mynd af veru­leika stórs hluta lands­manna,“ sagði Logi og bætti við að þessir berg­máls­hellar blindi flokknum stundum sýn og gefi afmörk­uðum málum vigt, langt umfram til­efni eða áhuga þorra almenn­ings.

„Við þykj­umst höndla ein­hvern heilagan sann­leik, í sam­ræðum mjög lít­ils hóps með svip­aðar skoð­anir og leggjum fram mjög afdrátt­ar­lausa stefnu eða útfærslu í ein­staka mál­um. Jafn­vel þótt ólík afstaða til þeirra skil­greini á engan hátt hvort fólk sé trútt jafn­að­ar­stefn­unni eða ekki – hefur jafn­vel alls ekk­ert með jafn­að­ar­stefn­una að ger­a.“

Þarf Akur­eyri að verða borg?

Vitað er að Kristrún talar fyrir að ein­falda ásýnd Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Að áhersla verði á efna­hags- og skatta­mál á breiðum grunni jafn­að­ar­stefn­unn­ar, hús­næð­is­mál, heil­brigð­is­mál, lofts­lags­mál og almanna­trygg­inga­kerf­ið. 

Auk ofan­greinds blasir við að auk­inn kraftur verður settur á að haldin verði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um áfram­hald­andi við­ræður um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu, sér­stak­lega í ljósi þess að síð­ustu kann­anir sýna algjöran við­snún­ing á afstöðu þjóð­ar­innar til aðild­ar. 

Í tveimur könn­unum sem gerðar hafa verið í ár er næstum helm­ingur lands­manna fylgj­andi aðild en um þriðj­ungur á móti henni. Það er í fyrsta sinn síðan 2009 sem meiri­hluti mælist fyrir aðild hér­lendis í könn­un­um. Þá sýndu nið­ur­stöðu íslensku kosn­inga­rann­sókn­ar­inn­ar, sem fram­kvæmd var í kringum síð­ustu þing­kosn­ing­ar, að við­snún­ingur sé orðin á afstöðu þjóð­ar­innar gagn­vart ann­ars vegar mark­aðs­hyggju og hins vegar auknu alþjóða­sam­starfi. Þar eru því atkvæði að sækja.

Viðsnúningur hefur orðið í afstöðu þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu samkvæmt síðustu könnunum.
Mynd: Anton Brink

Sam­an­dregið þá þurfi Sam­fylk­ingin að tala fyrir stefnu­málum sem snerta dag­legt líf venju­legs fólks á breiðum grund­velli. Að mál­efna­á­herslur flokks­ins ættu að kom­ast fyrir á einni blað­síðu.

Til sam­an­burðar má nefna að Sam­fylk­ingin gaf út sína eigin aðgerð­ar­á­ætlun um hvernig ætti að takast á við efna­hags­legar afleið­ingar kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins í októ­ber 2020. Hún var 24 blað­síð­ur. Þar voru allskyns til­lögur sem snú­ast ekk­ert um efna­hags­legt við­bragð við kreppu, eins og sú að skil­greina eigi Akur­eyri sem borg. Slíkar til­lögur hafa til­hneig­ingu til að rata inn í stefnu­plögg flokks­ins til að allir áhuga­samir innan flokks­ins fái sitt. Úr verður moð­suða sem fáir nenna að lesa og enn færri sjá mik­inn þráð í. 

Þannig hafa of mörg stefnu­plögg Sam­fylk­ing­ar­innar verið á und­an­förnum árum. Löng mála­miðlun þar sem reynt er um of að þókn­ast öll­um, með þeim afleið­ingum að of fáir bíta á agn­ið. 

Þörf á að byggja brýr og auka sam­vinnu

Frá því að Sam­fylk­ingin varð til hafa kratar lands­ins oft birst fremur sem borg­ara­leg mennta­stétt sem hefur fjar­lægst verka­lýð­inn, fremur en ein­hvers­konar stjórn­mála­armur hans líkt og Alþýðu­flokk­ur­inn var ára­tugum sam­an. Vegna þessa skap­að­ist stjórn­mála­legt tóma­rúm fyrir þá sem voru til­­­búnir að vera málsvarar litla manns­ins í sam­­fé­lag­inu. Inn í það tóma­­rúm hefur hin nýja verka­lýðs­­for­ysta, og óop­in­ber stjórn­­­mála­­armur hennar Sós­í­a­lista­­flokk­­ur­inn, stig­ið. 

Á sama tíma hefur flokk­ur­inn, í við­leitni sinni við að elta vinda umræð­unnar á hverjum tíma fyrir sig, misst tengsl við atvinnu­líf­ið. Hann, og þing­menn hans, hafa verið mun dug­legri við að gagn­rýna það sem á sér þar stað en að finna jákvæða fleti til að styðja við. 

Í báðum til­vikum þarf að byggja brýr og móta skýr­ari stefn­u. 

Með hverjum vill Sam­fylk­ingin vinna?

Vatna­skil hafa orðið í afstöðu Sam­fylk­ing­ar­innar gagn­vart Vinstri græn­um. Sam­starf við flokk­inn verður sann­ar­lega ekki úti­lokað en það verður ekki horft jafn stíft á myndun rík­is­stjórnar undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dóttur líkt og var gert í síð­ustu tveimur kosn­ing­um. 

Raunar sagði Logi í áður­nefndri ræðu frá því í mars að stærstu mis­tök Sam­fylk­ing­ar­innar fyrir síð­ustu kosn­ingar hafa verið barna­­leg til­­­trú á að Vinstri græn hefðu áhuga á rík­­is­­stjórn­­­ar­­sam­­starfi með félags­­hyggju­­flokk­­um. Þegar öllu væri á botn­inn hvolft þá mætti þó draga dýr­­mætan lær­­dóm af þeirri reynslu. „Hann er er sá að umbóta­­flokkar frá miðju til vinstri verða að koma sér upp nýju leik­­skipu­lagi – verða val­­kost­­ur. Það er stórt verk­efni sem okkur ber að taka alvar­­lega.“ 

Logi sagði umbóta­­flokka í stjórn­­­ar­and­­stöðu – Sam­­fylk­ingu, Pírata og Við­reisn – hafa ítrekað staðið saman að þing­­mál­um, nefnd­­ar­á­litum og breyt­ing­­ar­til­lög­­um. „Bætt sam­vinna þess­­ara flokka um sam­eig­in­­legar hug­­sjónir er fyrsta skrefið í átt að nýju leik­­skipu­lagi og skýrum val­­kosti fyrir næstu kosn­­ing­­ar. Á sama tíma og við nýtum sam­eig­in­­legan slag­­kraft okkar til að vinna að mik­il­vægum málum í þágu almenn­ings. [...] Allir þessir flokkar aðhyll­­ast blandað hag­­kerfi, með áherslu á sterkt nor­rænt vel­­ferð­­ar­­kerfi, þar sem mann­rétt­indi eru í hávegum höfð og allir fá jöfn tæki­­færi til að dafna. Og þótt okkur greini kannski á um leið­ir, eru mark­miðin sam­eig­in­­leg og okkur ber að vinna að þeim þvert á flokka.“

Í aðdraganda síðustu kosninga, líkt og fyrir kosningarnar 2017, lá ljóst fyrir að Samfylkingin batt vonir sínar við að hægt yrði að mynda félagshyggjustjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. Það er fjarri því efst á dagskrá hjá flokknum nú.
Mynd: Bára Huld Beck

Nýlegt meiri­hluta­sam­starf ofan­greindra þriggja flokka við Fram­sókn­ar­flokk­inn í Reykja­vík er talið vera skref í átt að þeim veru­leika sem margir innan miðju­flokk­anna von­ast að sé að teikn­ast upp. 

Nýir mögu­leikar að teikn­ast upp

Að óbreyttu er langt í kosn­ingar og margt á án efa eftir að breyt­ast áður en ný stjórn tekur við. Við­mæl­endur Kjarn­ans eru þó sam­mála um að ef vel tak­ist til við for­mann­skiptin í haust, og við að end­ur­skil­greina hvernig sam­tal flokks­ins við kjós­endur fer fram, þá sé Sam­fylk­ingin í góðum færum við að kom­ast í rík­is­stjórn sem mynduð yrði á mál­efna­grunni sem hún gæti vel sætt sig við.

Hríð­fallandi fylgi Vinstri grænna, sem mæl­ast nú með minnsta fylgið sem flokk­ur­inn hefur nokkru sinni mælst með í könn­unum Gallup, og sýni­leg átök milli Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks við rík­is­stjórn­ar­borðið gefur til kynna að litlar líkur séu á að núver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf lifi lengur en þetta kjör­tíma­bil. Þá dylst enda fáum að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er far­inn að máta sig við stærra hlut­verk í rík­is­stjórn, með allt aðrar áherslur en sú sem flokk­ur­inn situr í nú. Vara­for­maður flokks­ins, Lilja Alfreðs­dótt­ir, rekur til að mynda eins­konar eins manns stjórn­ar­and­stöðu innan rík­is­stjórnar þar sem hún gagn­rýnir banka­sölu, litla skatt­lagn­ingu á fjár­mála­fyr­ir­tæki og sjáv­ar­út­veg og hefur sett neyt­enda- og sam­keppn­is­mál á odd­inn. Þær áherslur tala sem stendur mun betur við áherslur miðju­flokk­anna þriggja í stjórn­ar­and­stöðu en það sem sam­starfs­flokk­arnir í rík­is­stjórn standa helst fyr­ir.

Lilja Alfreðsdóttir hefur ítrekað átt í opinberum útistöðum við formann Sjálfstæðisflokksins það sem af er ári.
Mynd: Bára Huld Beck

Það andar raunar oft ísköldu milli Lilju og helstu ráða­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins við rík­is­stjórn­ar­borð­ið. Sá kuldi hefur ítrekað opin­ber­ast í hnúta­köstum milli hennar og Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í fjöl­miðlum á und­an­förnum mán­uð­um. En Lilja starfar ekki í tóma­rúmi. Fram­ganga hennar nýtur stuðn­ings ann­arra í for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins, þar með talið for­manns­ins Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar.

Sem stendur mælist fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar 13,7 pró­sent. Pírat­ar, flokkur sem stendur flokknum mjög nærri í öllum lyk­il­mál­um, mæl­ast með 16,1 pró­sent fylgi. Sam­an­lagt hafa þessir tveir flokkar bætt við sig 11,3 pró­­sent­u­­stigum af fylgi á kjör­­tíma­bil­in­u. Ásamt Fram­sókn­ar­flokknum eru þeir ekki langt frá því að geta myndað þriggja flokka meiri­hluta sam­kvæmt núver­andi stöðu. Ef  fjórða flokk­inn þarf til er hægt að horfa bæði til vinstri, til Vinstri grænna, eða hægri, til Við­reisn­ar, til að mynda rík­is­stjórn með rúman meiri­hluta.

En vika er langur tími í póli­tík og staðan gæti verið gjör­breytt innan skamms tíma. Hver hún verður þegar næst verður kos­ið, hvenær sem það verð­ur, er ómögu­legt að spá fyr­ir.

Margt mun velta á því hvernig nýjum for­manni Sam­fylk­ing­ar­innar mun ganga að end­ur­nýja erindi flokks­ins við kjós­end­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar