Hvað varð um apabóluna?

Google leitarvélin fann nánast engar fréttir í maí um apabólu og spurði hvort viðkomandi væri kannski að leita að aparólu? Það hefur sannarlega breyst, apabólan er um allt internetið en faraldur hennar í raunheimum er að dvína.

Samtök hinsegin fólks í Mexíkó mótmælti í sumar seinum viðbrögðum yfirvalda í landinu að senda út skýr skilaboð til áhættuhópa. Þau gagnrýndu einnig að bóluefni kom seint og um síðir til Mexíkó.
Samtök hinsegin fólks í Mexíkó mótmælti í sumar seinum viðbrögðum yfirvalda í landinu að senda út skýr skilaboð til áhættuhópa. Þau gagnrýndu einnig að bóluefni kom seint og um síðir til Mexíkó.
Auglýsing

Allt frá því að apa­bóla fór skyndi­lega að grein­ast í auknum mæli utan Afr­íku í maí fluttu fjöl­miðl­ar, íslenskir sem erlend­ir, hverja frétt­ina á fætur annarri um útbreiðsl­una. Talað var um far­ald­ur, að sjúk­dóm­ur­inn væri eitt­hvað „sem allir ættu að hafa áhyggjur af“ og að heil­brigð­is­yf­ir­völd á vest­ur­löndum væru ugg­andi.

En svo hefur allt (að mestu) fallið í dúna­logn og lítið bólar orðið á hinu furðu­lega orði „apa­bólu“ (sem leit­ar­vélin Google vildi leið­rétta í „ap­ar­ólu“ í byrjun far­ald­urs­ins) í frétt­um. Það á sér skýr­ing­ar, sann­ar­lega, og það nokkuð jákvæð­ar.

Auglýsing

Apa­bóla er veiru­sýk­ing sem berst frá dýrum til manna, rétt eins og flestir smit­sjúk­dóm­ar. Ein­kennin eru svipuð og hjá bólu­sótt­ar­sjúk­ling­um, en þó ekki eins slæm. Sjúk­dóm­ur­inn var þar til á þessu ári algengastur í Mið- og Vest­ur­-Afr­íku, oft í nágrenni regn­skóga, en hefur orðið vart í vax­andi mæli í þétt­býli.

Frá því að far­ald­ur­inn hóf að breið­ast út í Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku í vor hafa rúm­lega 68 þús­und til­felli af sjúk­dómnum grein­st, segir Guð­rún Aspelund sótt­varna­læknir við Kjarn­ann. Um 20 þús­und til­felli hafa greinst í 29 löndum Evr­ópu „en grein­ingum hefur farið fækk­andi síðan í lok júlí í Evr­ópu og einnig í Banda­ríkj­un­um,“ segir hún.

­Fyrsta til­fellið greind­ist hér á landi í byrjun júní. Sam­an­lagt hafa síðan þá sextán manns greinst. Nýjasta til­fellið greind­ist fyrir um þremur vik­um. „Það er enn hætta á frek­ari útbreiðslu í áhættu­hópum en lítil hætta á almennri útbreiðslu,“ segir sótt­varna­lækn­ir.

Umtals­vert stór hluti til­fella hefur greinst hjá körlum sem stunda kyn­líf með körlum og þá þeim sem skipta oft um ból­fé­laga. Þótt sjúk­dóm­ur­inn sé alvar­legur er hann hvorki bráðsmit­andi né mjög lífs­hættu­leg­ur. Í frétta­skýr­ingu New York Times frá því í byrjun októ­ber kom fram að 28 dauðs­föll hafi orðið meðal tug­þús­unda smit­aðra.

Í sömu grein er rakið hvað varð til þess að far­aldur sem var á allra vörum fyrir nokkrum vikum hefur dvínað mjög – að nýgrein­ingum í Banda­ríkj­unum hafi til að mynda fækkað um 85 pró­sent frá því að þær voru flestar í byrjun ágúst.

Bólu­setn­ingar

Bólu­efni er til sem gagn­ast gegn apa­bólu­smiti og þrátt fyrir brös­uga byrjun í bólu­setn­ing­um, m.a. í Banda­ríkj­un­um, er talið að hún hafi gert sitt til að hægja á útbreiðsl­unni.

Skila­boðin komust til skila

Fólk í áhættu­hópum tók var­úð­ar­orð heil­brigð­is­yf­ir­valda alvar­lega. Það dró úr úr fjölda ból­fé­laga sinna, dró úr fjölda skyndikynna og kyn­lífs með ókunn­ug­um. Þannig axl­aði fólk sína ábyrgð á því að draga úr hættu á útbreiðslu veirunnar sem veldur apa­bólu.

Veiran dó út

Veiran sem veldur apa­bólu smit­ast fyrst og fremst með lík­ams­vessum í mjög nánum sam­skiptum fólks. Hún smit­ast ekki, eða minnsta kosti mjög sjald­an, með lofti og úða líkt og kór­ónu­veirur til dæm­is. Þess vegna á hún erfitt upp­drátt­ar, ef svo má segja. Hún getur ekki stokkið frá einum lík­ama í ann­an, líkt og hin bráðsmit­andi CoV-S­AR­S-2 veira sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Risa­vaxin bylgja smita var því alltaf ansi ólík­leg, sér­stak­lega í ljósi þess sem að framan grein­ir: Bólu­setn­ing virk­aði vel og fólk í áhættu­hópum greip til sinna ráða til að verj­ast smiti.

Vís­inda­menn telja að reynsla okkar af heims­far­aldri COVID-19 hafi líka gert sitt gagn. Fólk er orðið fær­ara í að með­taka skila­boð um áhættu á ákveðnum sjúk­dóm­um.

Ótt­uð­ust smánun áhættu­hópa

Það sem hins vegar gerð­ist var að yfir­völd víða hik­uðu við að útskýra nákvæm­lega fyrir almenn­ingi hverjir væru í mestri hættu á að fá apa­bólu. Það er að segja að greina frá því að flestir þeir sem smit­uð­ust í upp­hafi voru karl­menn sem áttu kyn­mök við karla, og þá eðli máls­ins sam­kvæmt voru þeir sem skiptu oft um ból­fé­laga mest útsettir fyrir veirunni.

Það er skilj­an­legt að yfir­völd hafi á stundum hikað við að setja slíkar upp­lýs­ingar fram. Reynslan í HIV-far­aldr­inum á átt­unda og níunda ára­tug síð­ustu aldar var sú að slíkt varð til þess að for­dómar í garð sam­kyn­hneigðra og tví­kyn­hneigðra karl­manna stig­mögn­uð­ust. Á þessu vildu yfir­völd nú vara sig og stigu því var­lega til jarð­ar. Þau og stjórn­völd almennt báru líka að mörgu leyti ábyrgð á þeim for­dómum sem spruttu upp í far­aldri HIV. For­dæm­ingin var oft aug­ljós eða sett fram undir rós og við þekkjum öll afleið­ing­arn­ar.

Með kærleikinn að vopni í bólusetningarherferð gegn apabólu í Washington-borg. Mynd: EPA

Og eins og heil­brigð­is­yf­ir­völd í New York-­borg sögðu í upp­hafi apa­bólu­far­ald­urs­ins þá hafa sam­kyn­hneigðir fengið alltof stóran skammt af því að kyn­líf þeirra sé sett undir smá­sjána. Þess vegna vildu þau ekki fyrst í stað gefa út skila­boð um að það myndi gagn­ast að þessir hópar tak­mörk­uðu fjölda ból­fé­laga sinna.

Heil­brigð­is­yf­ir­völd á lands­vísu og á alþjóða­vett­vangi sáu þó er líða tók á far­ald­ur­inn að skila­boðin þyrftu að vera alveg skýr. Að þeir sem væru í mestri áhættu á að smit­ast þyrftu að fá að vita það. Það væri þeirra rétt­ur.

Bólusetning gegn apabólu er mjög árangursrík. Mynd: EPA

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin reið á vaðið og gaf það út er langt var liðið á júlí­mánuð að karl­menn sem hefðu kyn­mök við karla ættu að taka það til skoð­unar að fækka ból­fé­lögum sín­um. Banda­ríska smit­sjúk­dóma­stofn­un­in, CDC, tók í kjöl­farið undir þessi var­úð­ar­orð og það gerðu heil­brigð­is­yf­ir­völd í New York-­borg að end­ingu líka. Áhættu­hópar voru svo einnig hvattir sér­stak­lega til að láta bólu­setja sig.

Og þá fóru hlut­irnir að ger­ast. Far­ald­ur­inn náði hámarki í byrjun ágúst en hefur síðan þá verið á hröðu und­an­haldi.

En ábyrgð okk­ar, allra þegna sam­fé­laga heims­ins, er mik­il. Heil­brigð­is­yf­ir­völd verða að geta sent út skýr skila­boð um áhættu­hópa án þess að for­dómar og smánun þeirra sem þeim til­heyra fari að grass­era. Fræðsla og stuðn­ingur eru þar lyk­il­at­riði.

Auglýsing

UNAIDS, Alnæm­is­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna, sagði í yfir­lýs­ingu í sumar að mik­il­vægt væri að læra af reynslu bar­átt­unnar gegn alnæmi. Þar hafi smánun og ásak­anir gegn ákveðnum hópum grafið undan við­brögðum á sviði lýð­heilsu.

„Að leita blóra­böggla og smána grefur undan trausti og get­unni til að bregð­ast við far­sótt af þessu tagi “ sagði Matt­hew Kavanagh, starf­andi vara­for­stjóri UNAIDS. „Reynslan sýnir okkur að smán­un­ar­orð­ræða getur ótrú­lega hratt hindrað við­brögð, sem byggj­ast á stað­reynd­um. Slíkt vekur ótta, fælir fólk frá heilsu­gæslu, og kemur í veg fyrir að til­felli séu greind, auk þess að ýta undir til­gangs­lausar refs­ing­ar.“

Hegðun okkar

Apa­bólu­far­ald­ur­inn hefur sýnt okkur rétt eins og far­aldur COVID að mann­leg hegðun er stærsta breytan þegar kemur að útbreiðslu. Við sáum það ber­sýni­lega í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum að hverskyns sam­komur og mann­fagn­að­ir, hópa­myndun eins og það var stundum kall­að, eru óska­staða veira sem smit­ast í nánum sam­skiptum fólks.

Þannig gæti apa­bólan aftur náð vopnum sínum ef ekki er gætt að við­eig­andi smit­vörn­um. Bólu­setn­ing er mjög áhrifa­rík, sögð veita 85 pró­sent vörn. Henni þarf að beita af krafti gegn apa­bólunni en ekki má þá gleyma að þótt hún hafi fyrst komið af alvöru til tals á Vest­ur­löndum í maí hefur hún verið land­læg í sumum Afr­íku­ríkjum í ára­tugi og valdið þar mann­tjóni. Bólu­setn­ingar á þeim svæðum eru því enn einn lyk­ill­inn að því að halda veirunni í skefj­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar