Man_with_the_Broken_Nose_LACMA_M.72.81.7.jpg
Auglýsing

Fyrir skömmu var stolið mjög verðmætu listaverki eftir Auguste Rodin, úr sýningarsal Ny Carlsberg Glyptotek safnsins í Kaupmannahöfn. Þótt erfitt sé að selja stolin verk, eftir þekkta listamenn, á almennum markaði er þó víða mikil eftirspurn eftir þeim. Nýríkir kaupendur spyrja sjaldnast hvort verkin séu vel eða illa fengin.

Verkinu, sem heitir „Nefbrotni maðurinn“ var stolið úr einum af sölum Glyptoteksins um miðjan júlí en greint var frá þjófnaðinum fyrir nokkrum dögum. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um þetta mál og spurt hvernig á því standi að þjófar geti haft á brott með sér, í handtösku um hábjartan dag, listaverk sem metið sé á hundruð milljóna. Hverjir kaupa listaverk sem fengin eru með þessum hætti? er líka spurt.

Styttan er mjög verðmæt


Styttan „Nefbrotni maðurinn“ er lítil, aðeins 25,5 sentimetra há, „svona álíka og mannshöfuð“ sagði safnstjórinn í viðtali. Þótt verkið sé ekki meðal allra þekktustu verka Rodins (1840 – 1917) er það eigi að síður mjög verðmætt enda lét Rodin svo ummælt að hann teldi það í hópi sinna bestu verka. Frummyndina vann listamaðurinn árið 1863 og af verkinu hafa verið gerðar um það bil 200 bronsafsteypur. Þær eru ekki allar nákvæmlega eins en af þessari tilteknu útgáfu munu vera til tæplega 40. Þær afsteypur sem gerðar voru meðan listamaðurinn var á lífi eru verðmætastar og stolna styttan er ein þeirra en Glyptotekið keypti hana árið 1919.

Glyptoteket í Kaupmannahöfn. Glyptoteket í Kaupmannahöfn.

Þjófarnir komu tvisvar í safnið


Þjófarnir, sem voru tveir, komu í safnið 7. júlí. Þá kynntu þeir sér, að sögn lögreglu, aðstæður í safninu og tókst að aftengja sérstaka þjófavörn á styttunni sjálfri. Meira gerðu þeir ekki þann daginn. Fimmtudaginn 16. júlí komu þeir aftur í safnið, þeir voru ekki samferða inn en hittust svo í Rodin salnum svonefnda þar sem verk franska meistarans eru til sýnis. Þar sættu þeir færis þegar hvorki starfsfólk né gestir voru í salnum og fjarlægðu styttuna af stallinum, stungu henni í tösku eða poka sem þeir höfðu meðferðis og yfirgáfu síðan safnið, sitt í hvoru lagi. Þá höfðu þeir verið þar innandyra í 12 mínútur. Allt sást þetta, eins og fyrri heimsóknin, á myndavélum sem eru víða í safninu.

Kunnáttumenn


Lögreglan telur, af myndunum að dæma, að þjófarnir séu útlendingar, líklega frá Austur-Evrópu. Þeir séu kunnáttumenn á sínu sviði og að þeir skyldu velja styttuna „Nefbrotna manninn“ sé ekki tilviljun. Verkið sé lítið og því auðvelt að stinga því í poka eða tösku og hafa á brott með sér. Þeim hafi einnig tekist að aftengja þjófavörnina á verkinu sjálfu án þess að þjófavarnarkerfið færi í gang. Lögreglan telur einsýnt að þjófarnir hafi kunnað vel til verka og bersýnilega ekki viðvaningar á þessu sviði.

Verk Rodins eftirsótt


Auguste Rodin var afkastamikill listamaður. Af mörgum verka hans hafa verið gerðar fjölmargar afsteypur. Rodin safnið í París selur númeraðar og merktar afsteypur en þess utan hafa verið gerðar ótal afsteypur (sem safnið kallar eftirlíkingar) sem seldar eru um allan heim. „Hugsuðurinn“ sem margir þekkja er vafalítið kunnasta verk Rodins. Safnarar sækjast einkum eftir verkum sem gerð hafa verið á vegum Rodin safnsins, gamlar afsteypur eru eftirsóttastar seljst fyrir himinháar fjárhæðir.

Auglýsing

Þekktasta verk Rodin er hugsuðurinn, sem hér sést. MYND: EPA Þekktasta verk Rodin er hugsuðurinn, sem hér sést. MYND: EPA

Hverjir kaupa


Þekkt listaverk sem stolið er koma sjaldnast í leitirnar. Hjá The Art Loss Register í Lundúnum er stærsti gagnagrunnur stolinna listaverka í heiminum. Í gagnagrunni þessum er að finna 128 verk eftir Rodin. Þeim hefur verið stolið á undanförnum áratugum og hafa ekki komið í leitirnar. Franskur listfræðingur, sem árum saman vann á Rodin safninu í París og rekur nú ráðgjafafyrirtæki fyrir listaverkakaupendur, segir að mikil eftirspurn sé eftir verkum Rodins. Líklegast sé að verkið hafi verið „pantað“ og sérfræðingurinn telur sennilegast að það endi í Rússlandi eða Kína. Þar séu margir með fullar hendur fjár og sækist mjög eftir að kaupa þekkt og dýr listaverk. Margir úr þessum hópi hafi litlar áhyggjur af því hvaðan verkin komi og spyrji ekki um eigendasögu. „Sama hvaðan gott kemur eru einkunnarorð slíkra kaupenda,“ sagði listfræðingurinn.

Aldrei hægt að koma í veg fyrir þjófnaði af þessu tagi


Eftir að upplýst var um þjófnaðinn úr Glyptotekinu hafa danskir fjölmiðlar fjallað talsvert um öryggismál og gæslu í dönskum söfnum. Einn af yfirmönnum Menningarmálastofnunarinnar, sem Ny Carlsberg Glyptotek heyrir undir, sagði í viðtali að í safninu væri fylgt öllum reglum varðandi öryggi og eftirlit. Það hefði ekki dugað til í þetta sinn. En sama hversu gott og mikið eftirlitið sé verði aldrei hægt að koma í veg fyrir þjófnaði. Einn blaðamaður spurði hvort ekki væri eðlileg með lítil, en verðmæt verk eins og Nefbrotna manninn að koma fyrir í þeim litlum staðsetningarbúnaði (GPS kubb). Þetta væru til dæmis sumir húsgagnaframleiðendur farnir að gera. Við þessari spurningu fékkst ekkert svar en yfirmenn safnsins sögðu að í ljósi þessa atburðar yrðu öll öryggismál yfirfarin og reynt að tryggja að svona lagað geti ekki endurtekið sig.

Svolítið um Monu Lisu


Í fyrradag, 21. ágúst 2015, voru liðin 104 ár síðan hinu heimsfræga málverki af Monu Lisu var stolið úr Louvre safninu í París. Þjófnaðurinn uppgötvaðist daginn eftir og Louvre safnið var lokað í nokkra daga í kjölfarið. Franskt skáld, sem nokkru áður hafði lýst yfir að réttast væri að brenna Louvre til grunna var handtekinn og Pablo Picasso var yfirheyrður en hvorugur þeirra tengdist þjófnaðinum. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan og leit fannst myndin ekki og það var fyrst tveimur árum síðar að hún kom í leitirnar. Ítalskur maður, Vincenzo Peruggia fyrrverandi starfsmaður á safninu, hafði falið sig í geymslu skömmu fyrir lokun á sunnudegi.

Safnið var lokað á mánudögum og hann hafði einfaldlega gengið út með verkið upprúllað (skyldi rammann eftir) og vegna þess að hann var í hvítum vinnugalla, eins og margir starfsmenn klæddust gerði vörður enga athugasemd þegar hann fór út úr safninu.

Eftir að hafa geymt myndina heima hjá sér í tvö ár reyndi hann að selja Uffizi safninu í Flórens myndina en þá komst allt upp. Peruggia gaf þá skýringu að þetta væri jú ítölsk mynd (Leonardo da Vinci málaði hana í byrjun 16. aldar) og hún ætti þess vegna að vera á Ítalíu. Ýmsar aðrar skýringar heyrðust líka en Peruggia var dæmdur til eins árs og fimmtán daga fangelsisvistar fyrir stuldinn.

Hann afplánaði hinsvegar aðeins helming þess tíma og margir Ítalir töldu hann sanna föðurlandshetju. Málverkið var síðan sýnt víða á Ítalíu en var svo skilað til Louvre safnsins. Allt þetta varð til þess að auka frægð þessa verks, sem segja má að hvert mannsbarn þekki og milljónir skoða árlega þar sem það hangir í Louvre.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None