Man_with_the_Broken_Nose_LACMA_M.72.81.7.jpg
Auglýsing

Fyrir skömmu var stolið mjög verð­mætu lista­verki eftir Auguste Rod­in, úr sýn­ing­ar­sal Ny Carls­berg Glyp­to­tek safns­ins í Kaup­manna­höfn. Þótt erfitt sé að selja stolin verk, eftir þekkta lista­menn, á almennum mark­aði er þó víða mikil eft­ir­spurn eftir þeim. Nýríkir kaup­endur spyrja sjaldn­ast hvort verkin séu vel eða illa feng­in.

Verk­inu, sem heitir „Nef­brotni mað­ur­inn“ var stolið úr einum af sölum Glyp­to­teks­ins um miðjan júlí en greint var frá þjófn­að­inum fyrir nokkrum dög­um. Danskir fjöl­miðlar hafa fjallað ítar­lega um þetta mál og spurt hvernig á því standi að þjófar geti haft á brott með sér, í hand­tösku um hábjartan dag, lista­verk sem metið sé á hund­ruð millj­óna. Hverjir kaupa lista­verk sem fengin eru með þessum hætti? er líka spurt.

Styttan er mjög verð­mæt



Styttan „Nef­brotni mað­ur­inn“ er lít­il, aðeins 25,5 senti­metra há, „svona álíka og manns­höf­uð“ sagði safn­stjór­inn í við­tali. Þótt verkið sé ekki meðal allra þekkt­ustu verka Rod­ins (1840 – 1917) er það eigi að síður mjög verð­mætt enda lét Rodin svo ummælt að hann teldi það í hópi sinna bestu verka. Frum­mynd­ina vann lista­mað­ur­inn árið 1863 og af verk­inu hafa verið gerðar um það bil 200 brons­af­steyp­ur. Þær eru ekki allar nákvæm­lega eins en af þess­ari til­teknu útgáfu munu vera til tæp­lega 40. Þær afsteypur sem gerðar voru meðan lista­mað­ur­inn var á lífi eru verð­mætastar og stolna styttan er ein þeirra en Glyp­to­t­ekið keypti hana árið 1919.

Glyptoteket í Kaupmannahöfn. Glyp­to­t­eket í Kaup­manna­höfn.

Auglýsing

Þjófarnir komu tvisvar í safnið



Þjófarn­ir, sem voru tveir, komu í safnið 7. júlí. Þá kynntu þeir sér, að sögn lög­reglu, aðstæður í safn­inu og tókst að aftengja sér­staka þjófa­vörn á stytt­unni sjálfri. Meira gerðu þeir ekki þann dag­inn. Fimmtu­dag­inn 16. júlí komu þeir aftur í safn­ið, þeir voru ekki sam­ferða inn en hitt­ust svo í Rodin salnum svo­nefnda þar sem verk franska meist­ar­ans eru til sýn­is. Þar sættu þeir færis þegar hvorki starfs­fólk né gestir voru í salnum og fjar­lægðu stytt­una af stall­in­um, stungu henni í tösku eða poka sem þeir höfðu með­ferðis og yfir­gáfu síðan safn­ið, sitt í hvoru lagi. Þá höfðu þeir verið þar inn­an­dyra í 12 mín­út­ur. Allt sást þetta, eins og fyrri heim­sókn­in, á mynda­vélum sem eru víða í safn­inu.

Kunn­áttu­menn



Lög­reglan tel­ur, af mynd­unum að dæma, að þjófarnir séu útlend­ing­ar, lík­lega frá Aust­ur-­Evr­ópu. Þeir séu kunn­áttu­menn á sínu sviði og að þeir skyldu velja stytt­una „Nef­brotna mann­inn“ sé ekki til­vilj­un. Verkið sé lítið og því auð­velt að stinga því í poka eða tösku og hafa á brott með sér. Þeim hafi einnig tek­ist að aftengja þjófa­vörn­ina á verk­inu sjálfu án þess að þjófa­varn­ar­kerfið færi í gang. Lög­reglan telur ein­sýnt að þjófarnir hafi kunnað vel til verka og ber­sýni­lega ekki við­van­ingar á þessu sviði.

Verk Rod­ins eft­ir­sótt



Auguste Rodin var afkasta­mik­ill lista­mað­ur. Af mörgum verka hans hafa verið gerðar fjöl­margar afsteyp­ur. Rodin safnið í París selur núm­er­aðar og merktar afsteypur en þess utan hafa verið gerðar ótal afsteypur (sem safnið kallar eft­ir­lík­ing­ar) sem seldar eru um allan heim. „Hug­s­uð­ur­inn“ sem margir þekkja er vafa­lítið kunn­asta verk Rod­ins. Safn­arar sækj­ast einkum eftir verkum sem gerð hafa verið á vegum Rodin safns­ins, gamlar afsteypur eru eft­ir­sóttastar seljst fyrir him­in­háar fjár­hæð­ir.

Þekktasta verk Rodin er hugsuðurinn, sem hér sést. MYND: EPA Þekktasta verk Rodin er hug­s­uð­ur­inn, sem hér sést. MYND: EPA

Hverjir kaupa



Þekkt lista­verk sem stolið er koma sjaldn­ast í leit­irn­ar. Hjá The Art Loss Reg­ister í Lund­únum er stærsti gagna­grunnur stol­inna lista­verka í heim­in­um. Í gagna­grunni þessum er að finna 128 verk eftir Rod­in. Þeim hefur verið stolið á und­an­förnum ára­tugum og hafa ekki komið í leit­irn­ar. Franskur list­fræð­ing­ur, sem árum saman vann á Rodin safn­inu í París og rekur nú ráð­gjafa­fyr­ir­tæki fyrir lista­verka­kaup­end­ur, segir að mikil eft­ir­spurn sé eftir verkum Rod­ins. Lík­leg­ast sé að verkið hafi verið „pant­að“ og sér­fræð­ing­ur­inn telur senni­leg­ast að það endi í Rúss­landi eða Kína. Þar séu margir með fullar hendur fjár og sæk­ist mjög eftir að kaupa þekkt og dýr lista­verk. Margir úr þessum hópi hafi litlar áhyggjur af því hvaðan verkin komi og spyrji ekki um eig­enda­sögu. „Sama hvaðan gott kemur eru ein­kunn­ar­orð slíkra kaup­enda,“ sagði list­fræð­ing­ur­inn.

Aldrei hægt að koma í veg fyrir þjófn­aði af þessu tagi



Eftir að upp­lýst var um þjófn­að­inn úr Glyp­to­t­ek­inu hafa danskir fjöl­miðlar fjallað tals­vert um örygg­is­mál og gæslu í dönskum söfn­um. Einn af yfir­mönnum Menn­ing­ar­mála­stofn­un­ar­inn­ar, sem Ny Carls­berg Glyp­to­tek heyrir und­ir, sagði í við­tali að í safn­inu væri fylgt öllum reglum varð­andi öryggi og eft­ir­lit. Það hefði ekki dugað til í þetta sinn. En sama hversu gott og mikið eft­ir­litið sé verði aldrei hægt að koma í veg fyrir þjófn­aði. Einn blaða­maður spurði hvort ekki væri eðli­leg með lít­il, en verð­mæt verk eins og Nef­brotna mann­inn að koma fyrir í þeim litlum stað­setn­ing­ar­bún­aði (GPS kubb). Þetta væru til dæmis sumir hús­gagna­fram­leið­endur farnir að gera. Við þess­ari spurn­ingu fékkst ekk­ert svar en yfir­menn safns­ins sögðu að í ljósi þessa atburðar yrðu öll örygg­is­mál yfir­farin og reynt að tryggja að svona lagað geti ekki end­ur­tekið sig.

Svo­lítið um Monu Lisu



Í fyrra­dag, 21. ágúst 2015, voru liðin 104 ár síðan hinu heims­fræga mál­verki af Monu Lisu var stolið úr Lou­vre safn­inu í Par­ís. Þjófn­að­ur­inn upp­götv­að­ist dag­inn eftir og Lou­vre safnið var lokað í nokkra daga í kjöl­far­ið. Franskt skáld, sem nokkru áður hafði lýst yfir að rétt­ast væri að brenna Lou­vre til grunna var hand­tek­inn og Pablo Picasso var yfir­heyrður en hvor­ugur þeirra tengd­ist þjófn­að­in­um. Þrátt fyrir mikla eft­ir­grennslan og leit fannst myndin ekki og það var fyrst tveimur árum síðar að hún kom í leit­irn­ar. Ítalskur mað­ur, Vincenzo Peruggia fyrr­ver­andi starfs­maður á safn­inu, hafði falið sig í geymslu skömmu fyrir lokun á sunnu­degi.

Safnið var lokað á mánu­dögum og hann hafði ein­fald­lega gengið út með verkið upprúllað (skyldi rammann eft­ir) og vegna þess að hann var í hvítum vinnugalla, eins og margir starfs­menn klædd­ust gerði vörður enga athuga­semd þegar hann fór út úr safn­inu.

Eftir að hafa geymt mynd­ina heima hjá sér í tvö ár reyndi hann að selja Uffizi safn­inu í Flór­ens mynd­ina en þá komst allt upp. Peruggia gaf þá skýr­ingu að þetta væri jú ítölsk mynd (Le­on­ardo da Vinci mál­aði hana í byrjun 16. ald­ar) og hún ætti þess vegna að vera á Ítal­íu. Ýmsar aðrar skýr­ingar heyrð­ust líka en Peruggia var dæmdur til eins árs og fimmtán daga fang­els­is­vistar fyrir stuld­inn.

Hann afplán­aði hins­vegar aðeins helm­ing þess tíma og margir Ítalir töldu hann sanna föð­ur­lands­hetju. Mál­verkið var síðan sýnt víða á Ítalíu en var svo skilað til Lou­vre safns­ins. Allt þetta varð til þess að auka frægð þessa verks, sem segja má að hvert manns­barn þekki og millj­ónir skoða árlega þar sem það hangir í Lou­vre.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None