Titringur á Wall Street - Er mestu hækkunarsögunni lokið?

wall-street-sign.jpeg
Auglýsing

Hluta­bréfa­vísi­tölur víða um heim lækk­uðu mikið í gær og lok­aði mark­aðnum á Wall Street í gær þannig, að mesta dags­lækkun í fjögur ár varð stað­reynd. Lækkun Nas­daq vísi­töl­unnar var 3,52 pró­sent og lækkun S&P 500 3,19 pró­sent. Í Evr­ópu og Asíu var svip­aða sögu að segja. DAX vísi­talan í Þýska­landi lækk­aði um 2,95 pró­sent, CAC 40 vísi­talan í Frakk­landi um 3,2 pró­sent, FTSE í Bret­landi um 2,8 pró­sent og Nikkei í Japan um 2,98 pró­sent.

New York Times sagði í frétt sinni um þessar miklu  lækk­anir á mörk­uð­um, að dag­ur­inn í gær gæti markað enda­lok mestu hækk­un­ar­sögu sem fjár­mála­mark­aðir í Banda­ríkj­unum hafa séð. Sú saga hófst eftir hrunið á mörk­uð­um, á árunum 2007 til 2009. Fjárinn­spýt­ing Seðla­banka Banda­ríkj­anna, og ann­arra seðla­banka heims­ins, með vext­ina við núlið hefur örvað efn­hags­líf og verð­bréfða­við­skipti ekki síst um ára­bil. Þetta sést á gangi mála á hluta­bréfa­mörk­uð­um, en Nas­daq vísi­talan hefur á fimm árum farið úr 2.153 í 4.706 nú.

The New York Times sendi frá sér þetta fréttaskot á póstlista sinn þegar markaðir lokuðu í gær. Mynd: Skjáskot, The New York Times. The New York Times sendi frá sér þetta frétta­skot á póst­lista sinn þegar mark­aðir lok­uðu í gær. Mynd: Skjá­skot, The New York Times.

Auglýsing

Sá sem setti eina milljón Banda­ríkja­dali, 130 millj­ónir króna, í sjóð sem ávaxt­ast eftir Nas­daq vísi­töl­unni, fyrir fimm árum, á tæp­lega 2,2 millj­ónir Banda­ríkja­dala í dag, eða sem nemur 286 millj­ónum krónum á núver­andi gengi. Það gefur ákveðna mynd af því hvernig mark­aðir hafa ein­kennst af miklum hækk­unum á und­an­förnum árum.

Hvað er að ger­ast?Hér í Banda­ríkj­unum hefur mikil umræða átt sér stað að und­an­förnu um hvort heims­bú­skap­ur­inn sé að sigla inn í djúpa lægð, ekki síst eftir að stjórn­völd í Kína tóku þá afdrifa­ríku ákvörðun að veikja gjald­miðil sinn, Júan, um tæp­lega tvö pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal, með það að mark­miði að örva útflutn­ings­hluta hag­kerf­is­ins. Þetta er mesta inn­grip stjórn­valda í Kína, af þessu tagi, síðan 1994 en frá þeim hefur svo til allt breyst í efna­hags­lífi Kína. Hag­vöxtur hefur verið á bil­inu sjö til 10 pró­sent í næstum tutt­ugu ár í röð, og hag­kerfið stækkað hratt og eft­ir­spurn auk­ist mik­ið. Þetta fjöl­menn­asta ríki heims­ins, með 1,4 millj­arða íbúa, er nú orðið efna­hags­stór­veldi, þó umdeil­an­legt sé á hversu traustum fótum það standi.

Eins og Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um á dög­unum, eru margir sér­fræð­ingar farnir að efast um kín­verska hag­kerfið og telja í reynd fyrstu merkin komin fram um að það sé að gefa hressi­lega eft­ir. Á meðal þeirra er Robert Z. Ali­ber, hag­fræði­pró­fessor og rit­höf­und­ur.„Það er lík­legt að þetta sé fyrst og fremst leið­rétt­ing, sú fyrsta í fjögur ár,“ segir David Ros­en­berg, hag­fræð­ingur og sér­fræð­ingur hjá fyr­ir­tæk­in­u Glu­skin Sheff, í sam­tali við New York Times. Hann segir enn fremur að hag­tölur í Banda­ríkj­unum séu góðar í augna­blik­inu og þrátt fyrir erf­ið­leika og nei­kvæðni víða utan Banda­ríkj­anna, þá þurfi það ekki að þýða mikið lækk­un­ar­ferli á næst­unni. En það er ómögu­legt að segja, og nefnir Ros­en­berg meðal ann­ars að eftir því sem dregið er úr fjárinn­spýt­ingu seðla­banka, ekki síst í Banda­ríkj­un­um, þá muni koma í ljós hvernig hag­kerfið muni bregð­ast við. Hugs­an­lega verði það mun erf­ið­ari mark­aður en hefur ver­ið, en hugs­an­lega ekki. Eins og svo oft þegar hag­fræði­leg álita­mál eru ann­ars veg­ar, þá er vandi að spá fyrir um fram­tíð­ina.

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None